Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 27
I iqíjí íjíjl ,9t ay-DA«'.iiaia< diöAJsviöoaoM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1991 02 27 Þorgrímur Krist- insson - Minning Fæddur 2. desember 1906 Dáinn 8. júlí 1991 Mánudaginn 8. júlí sl. andaðist Þorgrímur Kristinsson, fyrrum bif- reiðastjóri, á heimili sínu að Sörla- skjóli 17 hér í borg. Hann var 84 ára gamall er andlát hans bar svo skjótt og óvænt að höndum; hinn bjarta og fagra sumardag. Úr því að stund hans var komin getur maður verið þakklátur fyrir þá náð, að hann skyldi mega sofna út af, beint inn í sólskinið og sumardýrð- ina, Sáttur við allt og alla, eftir langt og gott líf. Þar fór góður maður á fund skapara síns. Þorgrímur fæddist í.Reykjavík hinn 2. desember 1906, sonur hjón- anna Kristínar Guðmundsdóttur, frá Leifsstöðum í Öxarfirði, og Kristins Gíslasonar, trésmiðs, frá Högnastöðum í Hrunamanna- hreppi. Hann var næstelsta bam foreldra sinna, elstur var faðir minn Guðmundur, f. 22. janúar 1906, d. 1. apríl 1976 en yngri systkini þeirra voru Gíslína Guðrún, f. 1. febrúar 1909, d. 18. apríl 1935, Jórunn, f. 2. febrúar 1910, Sigurð- ur, f. 27. október 1912 og Kristín Unnur, f. 24. október 1927. Fullu nafni hét hann Þorgrímur Benjamín Alfreð og eldri Reykvíkingar og Seltirningar kannast gjarnan við íjölskylduna, er löngum var kennd við Hæðarenda á Seltjarnarnesi, þar sem hún bjó um lar.gt skeið, meðan börnin uxu úr grasi og fram á full- orðinsár. Þau systkin bjuggu við kröpp kjör í uppvextinum, eins og reyndar allur þorri manna gerði, og því urðu þau snemma að taka til hendinni og leggja sitt af mörk- um, svo að ekki bæri út'af. Þorgrím- ur var í eðli sínu atorkusamur dugn- aðarmaður með augun opin fyrir nýjum tækifærum. Þess vegna fyllt- ist hann áhuga á hinni nýju tækni, er öld bifreiða gekk í garð á hans yngri árum. Hann hefur vafalaust verið kominn með bifreiðapróf jafn- skjótt og aldur hans leyfði og eftir það starfaði hann tæpast við ann- að. Lengi vel framan af ók hann áætlunarbifreiðum Bifreiðastöðvar Steindórs frá Reykjavík norður í land, en jafnframt og síðar stund- aði hann leigubílaakstur á vegum sama fyrirtækis í Reykjavík. Þar kom þó, að honum tók að leiðast vinnumennskan hjá öðrum, auk þess sem leigubifreiðastjórum í borginni fannst orðið, mörgum hveijum, á miðjum fimmta áratugn- um eða svo, sem þeir gætu sem bezt verið eigin herrar. Er ekki að orðlengja það, að þá var Samvinnu- félagið Hreyfill stofnað, sem starfað hefur síðan. Þorgrímur var meðal stofnenda þess, sat lengi vel í stjóm þess og hefur um langa hríð verið heiðursfélagi Hreyfils. Hann stund- aði síðan eigin bifreiðar hjá Hreyfli, allt frá upphafi þar til fyrir fáum árum, að hann tók að draga sig í hlé frá því amstri. Var þá gangvél- in í honum sjálfum tekin að bila. Þær truflanir urðu 'þó lítt að meini þar til hún stöðvaðist hljóðlega og endanlega sumardaginn bjarta 8. júlí sl. Það var hinn 12. nóvember 1938 að þau gengu í hjónaband, Þorgrím- ur og Kristín Sigurðardóttir, bók- haldara í Reykjavík, Þorsteinsson- ★ GBC-Skírteini/barmmerki fyrir: félagasamtök, ráöstefnur, starfsmenn fyrirtækja, o.m.fl. Efnl og tækl fyrirliggjandi. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ■ 105 Reykjavik Sfmar 624631 / 624699 ar. Hann fékk góða konu þegar þau áttust, enda mat hann hana mikils og virti. Sjálfur var hann líka mik- ill fjölskyldumaður, að starfinu slepptu komst fátt annað að. Börn þeirra eru Sigurður, barnalæknir í Reykjavík, kv. Þorbjörgu Skarphéð- insdóttur, hjúkrunarfræðingi; börn þeirra eru Þorgerður E., f. 21. maí 1969, Kristín f. 6. september 1970 Árni Grímur f. 18. mars 1977. Amalía Ragna, hjúkrunarfræð- ingur á Höfn í Hornafirði, gift Halldóri Tjörva Einarssyni, kenn- ara; börn þeirra eru Kolbrún f. 17. apríl 1971, Hrafnhildur f. 8. mars 1975, Heiða Björk f. 4. júní 1977, Þorgrímur Tjörvi f. 5. maí 1984 og Elías Tjörvi f. 31. maí 1990. Þorgrímur heitinn lét sér afar annt um börn sín og barnabörn og hafði á þeim mikið dálæti. En það var ekki aðeins að þau væru honum kært umræðuefni þegar fjölskyldan kom saman. Bæði fylgdist hann vel með og kunni á mörgu skil, auk þess sem hann var hafsjór af gam- ansögum, bæði af mönnum og málefnum, ekki sízt úr langkeyrsl- unum norður í land, forðum daga. Öll var sú gamansemi á eina lund, sett fram með jákvæðum formerkj- um. Mörgum fjölskyldusamkvæm- um héldu þeir bræður uppi með glaðværð sinni, hann og Sigurður, meðan báðir voru upp á sitt bezta, áratugum saman. Þykist ég vita að starfsfélagar hans og þeirra á Hreyfli beri þeim sömu sögu. Þessi létta lund kom ætíð í góðar þarfir, ekki sízt þegar þau Kristín réðust í það stórvirki, á síðari hluta fimmta áratugarins, að reisa sér stórt eift- býlishús að Sörlaskjóli 17 í Reykjavík, þar sem þau bjuggu síðan alla tíð. Menn láta stundum nú eins og húsbyggingar á þeim árum hafi verið sem leikur einn. Enn að sjálfsögðu fer því víðs fjarri að svo hafi verið. Húsbyggjendur stóðu í stórræðum við tómlæti stjórnvalda og fálæti bankanna. Þeir urðu því að leggja á sig afar þungar byrðar, nótt sem nýtan dag, og sáu margir hveijir ekki út úr erfiðleikunum fyrr en seint og um síðir. Þau Kristín fóru ekki varhluta af þeim þrekraunum, sem hús- byggjendum almennt voru búnar en tókst þó, góðu heilli, að ná landi með húsið fullgert. í þeim átökum stóðu þau þétt saman, eins og reyndar á öllum öðrum sviðum. Og sjálfsagt hefur létt skap frænda míns oftsinnis hjálpað upp á sakirn- ar þegar gaf á bátinn. Þeir Þorgrímur og faðir minn heitinn voru báðir fæddir sama árið og voru miklir vinir alla tíð, þótt þeir væru að sumu leyti ólíkir menn. Þorgrímur var afar barngóður mað- ur og ljúfur í umgengni. Þess naut ég í barnæsku minni og lengi síðar, allt fram á fullorðinsár. Reyndar gilti hið sama einnig um systkini mín. Það var alltaf gott að vera samvistum við hann, svo ljúfur sem hann var, skemmtilegur og hress. Hann lifði tímana tvenna um sína daga, úr fátækt til bjargálna, eins og flestir aðrir landsmenn. Og skii- aði öllu sínu með sóma, bæði fyrr og síðar. Ég minnist hans með hlýju og þökk og votta Kristínu og fjöl- skyldunni samúð mína á þessum degi. Sigurður E. Guðmundsson Hann afi okkar, Þorgrímur Krist- insson, erídáinn. Það er alveg sama þó að maður viti að gamalt fólk deyr, maður er ekki tilbúinn til þess að takast á við andlát einhvers sem maður ann, og hefur alltaf verið til, að því að manni finnst. Eins og hann afi í Skjólunum. Minningar um allar góðu stund- irnar í Skjólunum koma ósjálfrátt í hugann þegar við hugsum til hans afa núna. Það var alltaf svo gott að koma í Skjólin til afa og ömmu, alltaf var tekið á móti okkur með hlýju. Afí var góður heim að sækja, og var mikið í mun að eiga eitthvað til að gefa gestum sínum, og við vissum að afi átti alltal" namm í skálinni. Svo skemmti hann okkur kannski með því að ganga um gólf- ið með vatnsglas á höfðinu, og sagði okkur svo jafnvel söguna af henni Sönn, sem var alitaf svo kalt á bossanum, okkur til óblandinnar ánægju. Stundum fékk maður svo að gista hjá afa og ömmu, og þá kom afi með ristað brauð og kókó- malt handa okkur í rúmið um morg- uninn. Það eru ekki margir menn eins' stoltir af fólkinu sínu og hann afi var af fjölskyldunni sinni. Það voru ekki stóru afrekin sem skiptu mestu máli, heldur kunni hann að meta litlu afrekin sem fæstir gefa gaum í lífinu og hafa sjaldnast orð á. Hann gleymdi aldrei að hrósa ömmu fyrir matinn og kom oft til manns og sýndi manni með stolti, það sem hún var að pijóna. Hann gætti þess alltaf að hrósa þeim sem gekk vel og mundi frekar afrekin en mistök- in. Hann var léttur og skemmtilegur maður, hann afi, með mikið, en afar lúmskt skopskyn og sá oft eitt- hvað skondið við jafnvel hin sorg- legustu mál og var þeim hæfileika gæddur að létta aðeins á þungu andrúmslofti, ef það var til staðar. Það er því erfitt að hugsa til þess nú, að hann afi skuli vera far- inn frá okkur, í bili að minnsta kosti, því hann var svo góður mað- ur. Hann geislaði af hlýju og inni- leik, og hann bjó yfir mikilli sálarró sem gerði það að verkum að það var svo gott að vera í návist við hann. Við kveðjum nú hann afa okkar í Skjólunum sem var okkur svo mikils virði. Við munum alltaf minn- ast hans með ást og virðingu og biðjum Guð að geyma hann vel. Þorgerður og Kristín CARRY $ E I B í L L SPARNEYTINN OG ODYR I REKSTRI Til afgreiðslu strax: Verð m/vsk. 828.000.- án/vsk. 665.000. ^SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SÍMI 68 51 00 Vinnupalar Nú er rétti tíminn til að panta vinnupalla. Til afgreiðslu strax. Plettac-verkpallasamstæður SL 70/SL t OO úr áli eða sinkhúðuðum stálrörum: Aukin hagkvæmni samféra auknu öryggi. Stof nkostnaðurinn er ekki eini mælikvarðinn á það hversu hag- kvæmir verkpallar eru. Hröð upp- setning, alhliða notagildi og löng ending eru að minnsta kosti jafn mikilvæg. Rör úr gæðastáli, sink- húðuð að innan og utan, standast veður og vind og hinar hörðu kröfur hversdagsins og gólf borð- in úr riffluðu og sinkhúðuðu stáli. Þannig er tryggt að nota má SL 70/SL10O áratugum saman! Til sölu Fallar hf. Dalvegi 16, Til 200Kópavogi. « . Símar42322 - 641020. 161 g U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.