Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1991
43
Ráðherrar
með viðtals-
tíma á
ísafirði
JÓN Sigurðsson iðnaðar- og við-
skiptaráðherra og Sighvatur
Björgvinsson heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra hafa
ákveðið að hafa viðtalstíma á
ísafirði 24. júlí nk.
Ráðherrar í ríkisstjórn íslands
hafa fasta viðtalstíma fyrir almenn-
ing og eru þeir á miðvikudögum
kl. 9.00-12.00. Viðtöl þessi fara að
jafnaði fram á skrifstofum ráðherr-
anna^í ráðuneytunum.
Á isafirði verður Jón Sigurðsson
til viðtals í Stjómsýsluhúsinu á
ísafirði frá kl. 9.00-12.00 og Sig-
hvatur Björgvinsson verður til við-
tals í húsnæði verkalýðsfélaganna
á Pólgötu 2 á sama tíma.
Bæjarskrifstofurnar á ísafirði
taka við tímapöntunum segir í frétt-
atilkynningu frá ráðherrunum.
Boðið til veislu
Krakkarnir á Barnaheimili Siglufjarðar við Hlíðaveg gerðu sér
glaðan dag í vikunni og efndu til grillveislu í góða veðrinu. Ekki
er annað að sjá en börnunum og gestum þeirra, foreldrum og
venslafólki, líki tiltækið vel. í grillveislunni var að sjálfsögðu boð-
ið upp á íslenskt lambakjöt. Matthías.
Umferðartafir vegna við-
gerða á Strákagöngum
Viðgerðir og endurbætur á Strákagöngum á Siglufjarðarvegi
við Siglufjörð hefjast mánudaginn 15. júlí. Viðgerðirnar eru fólgn-
ar í því að gangahvelfingin verður klædd með plasteinangrun
þannig að vatn renni ekki inn á akbrautina og þar sem hrunhætta
er verður steypt með sprautusteypu. Lögð verður ný frárennslis-
lögn og lagt verður malbik á akbrautina.
Vegagerðin bauð verkið út í
apríl sl. Lægsta tilboðið kom frá
ístaki að upphæð 65.326.122 kr.,
sem var 39% hærra en kostnaðará-
ætlun Vegagerðarinnar. Samið
var við ístak um verkið.
Nauðsynlegt er að loka göngun-
um tímabundið meðan unnið er í
þeim. Til að byija með verður lok-
að sem hér segir: Kl. 08-12, kl.
13-19 og kl. 20-22.
Þó verður umferð hleypt í gegn
á heilum tímum. Göngin verða
opin á nóttunni, nema annað verði
sérstakleg auglýst.
Áætlað er að þessi lokunartími
gildi til og með 1. ágúst og aftur
7. ágúst til og með 12. ágúst.
Dagana 2. ágúst til og með 6.
ágúst verða göngin opin.
Hvernig lokað verður eftir 12.
ágúst verður tilkynnt síðar, en þá
er gert ráð fyrir lágmarksopnun
kvölds og morgna.
Áætlað er að framkvæmdum
verði lokið 18. október.
Vegurinn um Siglufjarðarskarð,
þ.e. gamli þjóðvegurinn til Siglu-
fjarðar, hefur verið lagfærður
þannig að hann er vel jeppafær
og hægt er að fara hann á vel
búnum fólksbílum. Vegurinn er
um 12 km langur af Siglufjarðar-
vegi norðan við Hraun um Siglu-
fjarðarskarð í 630 m hæð yfír sjó
á flugvallarveginum í Siglufirði.
Vegurinn er mjór og yfirborð hans
er gróft. Vegurinn gæti spillst í
rigningu.
(Fréttatilkynning)
Hörður Arnórsson á sýningu vistmanna.
Morgunblaðið/Silli
Húsavík:
Hvammur 10 ára
Húsavík.
HVAMMUR - heimili aldraðra á Húsavík, hefur nú starfað í 10 ár.
Hefur það minnst afmælisins meðal annars með því að bjóða almenn-
ingi að sjá húsið og þjónustuíbúðir því tengdar og kynna því starf-
semi Dvalarheimilis aldraðra sf. og framtíðar viðfangsefni, sjá fjöl-
þætta sýningu á verkum vistmanna sem vakti mikla athygli og að
þiggja veglegar veitingar.
Um miðjan júní voru liðin 15 ár
frá stofnun félags, sem nefnt var
Dvalarheimili aldraða sf. í Þingeyj-
arsýslu og nær starfsemi þess frá
Hálshreppi til Raufarhafnar. For-
maður félagsins var kosinn Egill
Oddgeirsson og hefur hann verið
stjórnarformaður síðan.
í Hvammi, heimilinu á Húsavík,
dvelja nú um 50 manns, auk þess-
njóta þar margir dagvistunar og
félagið á hús á Kópaskeri, hvar það
rekur dagvistun. Félagið hefur og
á undanförnum árum byggt 15
þjónustuíbúðir í nánu sambandi við
Hvamm og er með heimili í bygg-
ingu á Raufarhöfn, sem komið verð-
ur við í sumar og tekur til starfa í
haust og félagið hyggst fara í frek-
ari framkvæmdir þá fjárhagur leyf-
ir.
En rekstur Hvamms undir stjórn
Harðar Arnórssonar hefur gengið
vel og heimilið verið rekið með
hagnaði, en gott þykir að reka slíka
starfsemi réttum megin við strikið.
- Fréttaritari
★ Pitney Bowes
Frímerkjavélar og stimpilvélar
Vélar til póstpökkunar o. fl.
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 ■ 105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699
VELA-TENGI
7 I 2
Allar gerðir
Öxull - í - öxul.
Öxull - í - flans.
Flans - í - flans.
ÍtaiillaiuiiMir ditesðm & ©@ M.
Vesturgðtu 16 - Simar 14680-13280
24 x 30 cm.
Myndir sem birtast í Morgunblaðinu,
teknar af Ijósmyndurum blaðsins
fást keyptar, hvort sem er
til einkanota eöa birtingar.
UÓSMYNDADEILD
„SALA MYNDA"
Aðalstrœti 6, sími 691150
101 Reykjavík
Með samningi við GRAM verksmiðjurnar um sérstakt tímabundið
verð á fjórum vinsælum gerðum, getum við nú um sinn boðið
STÓRL&KKAÐ VERÐ
o
r 4
GRAM KF-265
199 llr. kælir + 63 Itr. frystir
B: 55,0 tm D: 60,1 tm
H: 146,5 tm
(áður kr. 63.300)
nú aðeins 55.700
(slgr. 52.910)
GRAM KF-250
172 Itr. kælir + 62 Itr. frystir
B: 59,5 tm D: 60,1 tm
H: 126,5 - 135,0 (stillonleg)
(áður kr. 62.740)
nú aðeins 55.200
(sttgr. 52.440
GRAM KF-355
274 Itr. kælir + 62 Itr. frystir
B: 59,5 tm 0: 60,1 tm
H: 166,5 - 175,0 (stillonleg)
óður kr. 78.620)
nú aðeins 69.400
(stgr. 65.930)
GRAM KF-344
195 Itr. kælir + 146 Itr. frystir
B: 59,5 tm D: 60,1 tm
H: 166,5 • 175,0 ( stillanaleg)
(áður kr. 86.350)
nú aðeins 75.700
(stgr. 71.910)
Góðir greiðsluskilmálar: 5% staðgreiðsluafsláttur (sjá að ofan) og 5%
að auki séu keypt 2 stór tæki samtímis (magnafsláttur). VISA, EUR0,
og SAMK0RT raðgreiðslur til allt að 12 mánaða, án útborgunar.
V
iFanix
HÁTÚNI 6A SÍMI (91) 24420
J