Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 21
21 Master floor Níðsterkt parket kr. 2.669,-fm. Þolir Þolir vatn og fitu vindlingaglóð Létt að þrífa Rispast ekki Umhverfis- Eldtefjandi verndondi Rakahelt spðnaparket kr. /.720,- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1991 Baðkör 170x70 kr //.600,- ák3imTAFELL Bíldshöfða 14,112 Reykjavík, símar 91 -672545/676840. írakar óttast árás Bandaríkj amaiina Bagdad. Reutcr. TALSMENN Iraksstjórnar sögðu í gær að líkur væru á að Bandaríkja- menn réðust á landið þrátt fyrir algjöra samvinnu og stuðning Iraka við rannsókn Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á kjarnorkuvinnslu þeirra. Saadoun Hammadi, forsætisráðherra íraks, sagði einnig að afskipti Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Norður-írak hefðu tafið fyrir samningaviðræðum um sjálfsstjórn Kúrda. „Við getum ekki útilokað þann Bandaríkjamenn hafa í hyggju að möguleika," sagði Hammadi á fundi með fréttamönnum þegar hann var spurður hvort hann héldi að Banda- ríkjastjórn myndi fylgja eftir hótun- um um að ráðast á Irak ef írakar upplýstu ekki öll kjarnorkuleyndar- mál sín fyrir 25. júlí nk. Hammadi sagði að írakar færu í einu og öllu að vopnahlésskilmálun- um sem þeim hefðu verið settir — en þeir gera ráð fyrir að öll ger- eyðingarvopn íraka verði eyðilögð — en yrði ráðist á þá myndu þeir veij- ast sem best þeir gætu. Hann sagði að írakar, sem upphaflega leyndu upplýsingum um að þeir ynnu að því að auðga úran, hefðu svarað öllum spurningum eftirlitsmanna SÞ sem unnu að rannsókn á kjarnorkuleynd- armálum þeirra. „Ef þeir vilja meiri upplýsingar þá munum við láta þeim þær í té,“ sagði hann. Irakar segja að kjarnorkuáætlun þeirra sé unnin í friðsamlegum til- gangi og hafa þeir afhent SÞ þijá lista með upplýsingum um hana. Dimitri Parricos, formaður þriðju eftirlitsnefndarinnar sem SÞ sendir til íraks, fékk síðasta listann á sunnudag. Ríkin fimm, sem eiga fastaaðild að öryggisráði SÞ, hafa gefið írökum frest til 25. þ.m. til að Iáta í té allar jupplýsingar um kjarn- orkuvinnslu í Irak eða horfast í augu við alvarlegar afleiðingar ella. Hammadi segir að Bandaríkja- menn og fleiri meðlimir öryggisráðs- ins hafi uppi áætlanir um að eyða Irak til að auðvelda Israelum yfirráð í Mið-Austurlöndum. Hann fordæmdi einnig framlengingu viðskiptabanns- ins á írak,_ sem sett var á landið eft- ir innrás íraka í Kúveit í ágúst sl., vegna þess að forsendur þess væru ekki lengur fyrir hendi. „Bretar og svelta írösku þjóðina í þeirri von að hún geri uppreisn gegn leiðtoga sínum, Saddam Hussein," sagði hann. Nefnd á vegum SÞ lagðj í gær til að viðskiptaþvingunum á íraka yrði aflétt að einhveiju leyti svo þeir gætu keypt nauðsynlegan varning. Nefndin lagði til að losað yrði um eignir þeirra eða þeir fengju að selja olíu. Hammadi sagði að „afskiptirfvest- rænna hersveita í Norður-írak hefðu flækt viðræður um sjálfstjórn Kúrda en hann bjóst við að samkomulag næðist innan tíðar. Hann sagði að nú ætti aðeins eftir að semja um nokkur ágreiningsefni. Reuter Reyndi að smygla risasniglum Nígerísk kona reyndi að smygla tíu afrískum risasniglum til Ástralíu á sunnudaginn, en var stöðvuð af tollvörðum. Afríski risasnigillinn vegur um hálft kílógramm, er afar matfrekur og ijölgar sér ótrúlega hratt. Hann er talinn hættulegasti landsnigill heimsins, þar sem hann ber oft með sér hættulega sjúkdóma. Hann er tvíkynja og verpir allt að 1.200 eggjum á ári. Arið 1975 fannst slíkur snigill í fyrsta sinn á amerísku Samóaeyjunum. Þegar yfirvöld reyndu að útrýma honum tveimur árum síðar fundust um milljón sniglar. í júní 1980 söfnuðust 5.4 milljónir snigla og tveimur mánuðum síðar 21 milljón. Konan sem reyndi að smygla sniglunum tíu sagðist ætla að leggja þá sér til munns. Á myndinni sést glögglega hvílíkt ferlíki snigillinn er, borinn saman við venjulega garðsnigla. Sýrlendingar taka vel í tillögu Bush um friðarráðstefnu Washington, Lundúnum, Jerúsalem. Reuter. SÝRLENDINGAR hafa tekið vel í tillögu George Bush Bandaríkjafor- seta um að efnt verði til ráðstefnu um frið í Mið-Austurlöndum og jukust þannig líkurnar á að af henni gæti orðið. Hafez al-Assad, forseti Sýrlands, - benti til þess að Sýrlendingar svaraði tillögu Bandaríkjaforseta í bréfi og kvaðst Bush í gær ánægð- ur með viðbrögðin. Opinbera frétta- stofan í Damaskus sagði að Assad liti svo á að jafnvægis væri gætt í tillögu Bush og á grundvelli hennar væri hægt að heij'a friðarumleitanir í Mið-Austurlöndum. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaðst þurfa að kynna sér bréf Assads nánar en sagði að ekkert myndu setja skilyrði fyrir þátttöku í friðarráðstefnu. í tillögu Bush er gert ráð fyrir að Sameinuðu þjóðirnar geti sent áheyrnarfulltrúa á ráðstefnuna og að framhald verði á henni með reglulegu millibili fallist allir þátt- takendur hennar á slíkt. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra Israels, hafnaði tillögunni þar sem hann vill að ráðstefnan standi aðeins í einn dag og verði Sameinuðu þjóð- unum öldungis óviðkomandi. Dagblöð í ísrael sögðu í gær að svar Sýrlendinga yrði til þess að Bandaríkjamenn myndu leggja harðar að ísraelum en áður að fall- ast á friðarráðstefnu. Fijálslynda dagblaðið Hadashot sagði að ísra- elsstjórn stæði nú frammi fyrir erf- iðu vali; annað hvort yrði hún að fallast á tilslakanir eða sæta ella harðri gagnrýni fyrir að standa ein í vegi fyrir friðsamlegri lausn á deilu araba og ísraela. FJALLABILL A FINU VERÐI Lada Sport er ódýr 4 manna ferðabíll sem treysta má á jafnt sumar sem vetur. Aldrifið og læsta drifið gera bílinn mjög öruggan og stöðugan í akstri. Hann er með 1600 cnf vél og er fáanlegur bæði með fjögurra og fimm gíra skiptingu. Farangursrými má stækka með því að velta fram aftursæti. Lada Sport er fjallabíllinn í ár. 2 LADA SPORT WC með harðri setu kr /3.900,- Handlaug á (æti kr. 2.300,— BIFREIDAR & LAMDBÚNAÐARVÉLAR HF. Armúla 13108 Reykjavík Símar 6812 00 & 312 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.