Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JULI 1991 15 góða söngrödd. Því var það oft á góðra vina fundum, að Gunnar tók fram gítarinn og spilaði og söng við góðar undirtektir viðstaddra. Gunnar var handlaginn og var nánast fullgildur smiður. Við sum- arbústað Gunnars við Þingvallavatn hafði hann komið sér upp sundlaug nálægt bústaðnum, og hann lét sig ekki muna um að byggja hús yfir laugina með eigin höndum. Það var ekki í kot vísað að koma í heimsókn til Gunnars og Völu í sumarbústað þeirra. Var þar oft glatt á hjalla. Fjölskyldur okkar höfðu árum saman náin samskipti. Við ferðuðumst saman bæði innan- lands og erlendis og fylgdumst að gegnum lífíð. En nú er komið að kaflaskiptum. Nú megum við sjá á eftir góðum vini og þá ber að þakka 50 ára vin- áttu og megi Guð blessa hann í hinum nýju heimkynnum. Við biðj- um Guð að blessa og styrkja hans góðu eiginkonu Valgerði og börn þeirra í þeirra miklu sorg, því að þeirra er missirinn mestur. Eg og kona mín kveðjum hér góðan vin. Ólafur Tryggvason Þegar góður vinur er kvaddur koma fram í hugann ljúfar minning- ar um óteljandi ánægjulegar sam- verustundir, enda af nógu að taka eftir yfir hálfrar aldar óslitna sam- fylgd og vináttu. Gunnar var sonur hins kunna at- hafnamanns, Asgeirs Guðnasonar (f. 1884, d. 1973), sem lengst af stund- aði verslun og útgerð á Flateyri við Önundarfjörð og eiginkonu hans, Jensínu Eiríksdóttur (f. 1887, d. 1947). Þeim hjónum varð margra barna auðið. Af þeim 8 systkinum sem upp komust eru nú aðeins fjög- ur á lífí: Sigríður, f. 1919, Ebenezer, f. 1923, Erla, f. 1928 og Snæbjöm, f. 1931. Látin eru: Guðni, f. 1914, d. 1966, Hörður, f. 1915, d. 1982 og Eiríkur, f. 1921, d. 1983. I þessum stóra og glaðværa systk- inahópi ólst Gunnar upp við hin margbreytilegu störf eins og þá var títt um börn og unglinga í íslenskum sjávarplássum. Voru systkinin alla tíð mjög samrýnd og er mér kunnugt um að Gunnar var þar jafnan traust- ur hlekkur, sem gott var að leita til ef á þurfti að halda. Árið 1939 kvæntist Gunnar eftir- lifandi eiginkonu sinni, Valgerði Stefánsdóttur, glæsilegri og mikil- hæfri ágætiskonu, sem allt frá fyrstu kynnum hefur staðið sem klettur við hlið hans í blíðu sem stríðu. Mun leitun að jafn samstiga og samrýnd- um hjónum, sem jafnan voru saman í leik og starfi, hvort heldur var í viðskipta- eða skemmtiferðum, eða við önnur tækifæri. Foreldrar Val- gerðar voru Stefán Ólafsson, vatns- veitustjóri á Akureyri og kona hans Bjargþóra Benediktsdóttir, sem bæði eru látin. Þau Gunnar og Valgerður eignuð- ust sex mannvænleg börn, sem öll lifa föður sinn að undanskyldum syni þeirra Ásgeiri, sem lést á sl. ári. Önnur börn þeirra hjóna eru: Stef- án, flugstjóri, f. 1939, kvæntur Öglu Mörtu Marteinsdóttur. Þórhildur, kaupmaður, f. 1943, gift Magnúsi Jónssyni. Gunnar, íþróttakennari, f. 1946, kvæntist Helgu Kemp, en þau skildu. Valgerður, verslunarmaður, f. 1951, gift Stefáni Ólafssyni og Ámi, verkfræðingur, f. 1961, kvænt- ur Elínu Þórðardóttur. Ég kynntist Gunnari fyrst 1938, en þá var hann sölumaður hjá Jó- hanni Ólafssyni & Co, sem var lengi til húsa að Hverfisgötu og rak um- fangsmikla innflutningsverslun með hinar fjölbreyttustu vörur. Sagði Gunnar mér oft að þar hefði hann fengið dýrmæta starfsreynslu, sem entist honum alla tíð síðan, enda var Gunnar jafnan talinn með allra hæf- ustu og farsælustu sölumönnum, þeirrar gerðar sem menn báru traust til og virðingu fyrir. Eins og að líkum lætur með svo athafnasaman ungan mann hneigðist hugur hans snemma að sjálfstæðum atvinnurekstri, enda því vanastur frá blautu barnsbeini að hugsa og fram- kvæma sjálfstætt. Þegar þeir félagar og skólabræð- ur, Gunnar og Sveinn Björnsson, ákváðu að stofna verslunarfyrirtæki og hófu rekstur heildverslunarinnar Sveinn Björnsson & Ásgeirsson í byijun heimsstyijaldarinnar síðari, fannst mörgum í mikið ráðist af svo ungum og félitlum mönnum, sem skömmu áður höfðu báðir gift sig og stofnað heimili. En kjarkurinn, dugnaðurinn og óbilandi trú á sjálfa sig og framtíðina lyfti því Grettistaki að gera fyrirtækið brátt umsvifamik- ið og traust, sem entist þau 20 ár sem það starfaði. Um 1960 skildu leiðir og Gunnar stofnaði með fjölskyldu sinni hið landskunna fyrirtæki, Gunnar Ás- geirsson hf., sem hann rak til ársins 1989 er hann hætti störfum og seldi fyrirtækið. Gunnar stofnaði einnig og átti aðild að ýmsum fleiri verslun- arfyrirtækjum s.s. Velti hf., Akurvík hf. og Bifreiða- og landbúnaðarvélum hf. Hann tók einnig ríkan þátt í fé- lagsmálum stéttar sinnar, var m.a. í mörg ár í stjórn og framkvæmda- stjórn Verslunarráðs íslands. Sat í stjórn skólanefndar Verzlunarskóla Islands í nokkur ár, en við þann skóla kenndi hann vörufræði 1947-1954. Hann var einn af aðalhvatamönnum og átti ríkan þátt í stofnun Tollvöru- greymslunnar hf. og Félags bifreiða- innflytjenda og var fyrsti formaður þess félags. Gunnargegndi jafnframt fjölmörgum öðrum ábyrgðar- og trúnaðarstörfum fyrir samtök kaup- sýslumanna, sem hann ávallt sinnti af þeim ötulleik og krafti, sem jafnan einkenndi allt sem hann tók sér fyr- ir hendur. Aðrir verða sjálfsagt til að gera þeim þætti starfsferils Gunn- ars betri skil, enda mér fyrst og fremst í huga okkar persónulega nánu kynni og vinátta og síðar einn- ig eiginkvenna okkar og fjölskyldna, sem aldrei hefur borið skugga á. Ég minnist Gunnars fyrst sem bí- leiganda. Það var ekki lítil upphefð í þá daga að vera bíleigandi, enda ekki algengt að ungir menn ættu bíl á árunum fyrir stríð. Þetta var að vísu lítill bíll af gerðinni Austin 8, talinn 4ra manna, en gæddur þeirri einstöku náttúru að alltaf var nóg pláss í honum. Alltaf mátti bæta ein- um við. Mér er nær að halda að stundum höfum við verið sex eða sjö í bílnum, svona á milli húsa, enda sparaði eigandinn ekki hvatningar- orðin til farþeganna að rýma til og láta sem minnst fyrir sér fara. Þann- ig var Gunnar. Alltaf jafn hjálpsamur og greiðvikinn. Alltaf jafn fús að aðstoða aðra. Að gera öðrum greiða var honum jafn sjálfsagður hlutur og að vera ætíð örlátur og veitandi. Þetta upplifðum við hjónin og aðr- ir vinir þeirra og Gunnars og Völu við fjölmörg tækifæri í litla snotra heimilinu þeirra við Garðastræti og síðar í hinu rúm'góða húsi þeirra við Starhaga, þar sem fallega heimilið þeirra stóð um langan aldur, eða þar til þau fyrir fáum árum fluttu í ein- staklega velbúna og vistlega íbúð að Efstaleiti 14. Þá má ekki gleyma sumarbústaðnum við Þingvallavatn, sem löngum var sem annað heimili þeirra. Þar undu þau jafnan um sum- artímann við útplöntun og hirðingu trjáa og annars gróðurs. Nú er svo komið að þar sem áður voru gróður- litlir móar á vatnsbakkanum er há- vaxinn skógur svo vart sér í bústaðn- um. Um þetta verkefni voru þau hjón mjög samhent eins og raunar allt anað sem þau tóku sér fyrir hendur. Á stríðsárunum byggðum við okkur saman sumarbústað í Mosfellsdal, sem við áttum í nokkur ár. Þar var oft glatt á hjalla og eigum við hjónin frá því nána sambýli ljúfar og góðar minningar. Gunnari var margt til lista lagt. Hann var ljósmyndari góður og einn af okkar fyrstu frístunda kvikmynda- tökumönnum. Átti hann í safni sínu myndir frá ýmsum merkum atburð- um margra áratuga. Merkilegar heimildarmyndir, sem vonandi verða varðveittar um ókomna tíð. Hann var einnig söngmaður góður og músik- alskur eins og þeir frændur fleiri. Á góðri stundu var gítarinn jafnan inn- an seilingar og nutum við vinir hans og félagar þess oft í ríkum mæli. Ungir stofnuðu þeir félagamir Gunn- ar og Sveinn ásamt vini sínum Ólafí Beinteinssyni, tríó, sem þeir nefndu Blástakkatríóið. Var það á sínum tíma mjög vinsælt og eftirsóttur skemmtikraftur við ýmis tækifæri. Ungur að ámm gerðist Gunnar Oddfellowi og sat í stjórn st.nr. 1 Ingólfs 1955-1957. Það var fyrir hans áhrif og áeggjan að ég gerðist einnig félagi og lágu þar sem annars- staðar leiðir okkar óslitið saman. Þegar st. nr. 12 Skúli fógeti var stofnuð gerðumst við báðir stofnfé- lagar. Mörgum miðaldra og eldri Odd- fellowum og sérstaklega börnum þeirra og barnabörnum mun Gunnar vera minnisstæður fyrir öragga og glaðværa stjórn hans, gítarspil og söng, á nær öllum jólatrésskemmtun- um stúknanna um áratuga skeið. Gunnar lét ýmis önnur málefni innan Oddfellowreglunnar til sín taka. M.a. mun það vera að hans frumkvæði að Oddfellowar eignuðust jörðina Urriðavatn, þar sem þeir hafa stund- að skógrækt og eru nú að byggja myndarlegan golfvöll. Á þessum sem öðram sviðum mun Gunnars lengi verða minnst í okka röðum, sem hins framsýna atorku- og framkvæmda- manns. Þegar Lionsklúbburinn Ægir var stofnaður árið 1957 var Gunnar einn af stofnfélögunum. Þar eignaðist Lionshreyfíngin einn sinn besta og ötulasta liðsmann, sem ávallt var í fararbroddi og reiðubúinn til átaka hvenær sem eftir var leitað og á þurfti að halda. Mér er kunnugt um að þessum þætti í lífsstarfi Gunnars verður af öðram gerð verðug skil og læt ég þetta því nægja. Farsælu lífshlaupi er lokið. Söknuður ríkir. Góður og tryggur vinur og fé- lagi er horfinn til feðra sinna, því miður alltof snemma. Þannig er lífs- ins gangur og því fær enginn breytt. Um leið og við hjónin vottum okk- ar kæru vinkonu Völu, börnunum og öðrum ættingjum og skylduliði, okk- ar innilegustu samúð, óskum við vini okkar, Gunnari, fararheillaoggóðrar heimkomu til landsins ókunna. Guð blessi góðan dreng. Þorvaldur Þorsteinsson Fleiri greinar um Gunnar Ás- geirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.