Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1991 19 Orsakir meng'iiiiarinnar á Ströndum enn ekki fundnar Skipaferðir fyrir norðan kannaðar í gegnum alþjóðlegar fjarskiptamiðstöðvar Starfsmenn umhverfisráðuneytisins leggja í dag af stað vestur á Strandir til að ræða við heimafólk um grútarmengunina þar. Eiður Guðnason umhverfisráðherra segir að Landhelgisgæslan bíði færis að fljúga yfir svæðið, en þar hefur verið svartaþoka undanfarna daga. Umhverfismálaráðherra segir að haldið verði áfram að rannsaka sýni frá svæðinu en þær niðurstöður sem nú liggja fyrir eru úr sýnum frá togaranum m/b Hilmi úti fyrir Húnaflóa. Sennilega verður rannsókn á sýnum af svæðinu lokið á miðvikudag. Segir ráðherra að gerð verði grein fyrir mengunar- slysinu hjá alþjóðlegum stofnunum. Grúturinn er hvorki talin hafa komið frá hollenska tankskipinu Stella Lyra, sem sást úti fyrir Kögri 30. júní, né olúskipinu o/s Kyndli. Rannsóknir benda til að grúturinn sé ekki heldur kominn frá birgðaskipi sem sótti lýsi til Djúpuvíkur á stríðsárunum og var skotið niður útaf Húnaflóa. Morgunblaðið/Bjarni Magnús Jóhannessson, siglingamálastjóri, og Eiður Guðnason, um- hverfismálaráðherra, á blaðamannafundi í gær. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi umhverfis- málaráðuneytisins í gær. Á fund- inum var lögð fram skýrsla Ey- jólfs Magnússonar, deildarstjóra hjá Siglingamálastofnun, en hann kannaði mengunarsvæðið á fimmtudag. í niðurstöðum skýrslunnar segir orðrétt:„Á því svæði sem skoðað var af sjó [frá Norðurfirði til Furu- Qarðar] virtist mengunin að mestu leyti komin á fjörur og því augljós- lega nokkuð liðið frá því að meng- unin var í hámarki. Erfitt er að meta á grundvelli þessarar skoð- unar magn mengunarefnis en af ummerkjum í þeim fjörum sem skoðaðar voru verður ekki ráðið að um stórfellt magn hafi verið að ræða. Erfitt er að segja til um áhrif mengunarinnar á fuglalíf. Undirritaður sá á þeim svæðum sem skoðuð voru allt milli 40-50 dauða fugla. Það er álit undirrit- aðs að mengunin á þeim svæðum sem skoðuð voru sé nú þess eðlis að erfitt eða nánast ógerlegt sé að hreinsa fjörurnar nema með ærnum tilkostnaði sem tæpast myndi svara kostnaði. Æskilegt er hins vegar að reynt verði að meta orsakir mengunar á fugl- alíf.“ Um sýnið úr m/b Hilmi segir að bráðabirgðaniðurstöður sýni að um sé að ræða lýsi og olíu. Lýsið sé hvorki loðnu- né síldarlýsi og ekki sé vitað hvers kyns olíu um sé að ræða. í skýrslunni, sem lögð verður fyrir ríkisstjórnina í dag, segir að vegna gruns um að erlent skip hafi valdið menguninni verði á næstu dögum reynt í gegnum alþjóðlegar fjarskiptamiðstöðvar að kanna hvaða erlend skip hafi verið í siglingu af Vestfjörðum fyrir Norðurlandi og norður af á tímabilinu 15. júní til l.júlí. Einn- ig verði málið eins fljótt og kostur sé kynnt hjá Alþjóðasiglingamála- stofnuninni í London. Tilkynnt um mengunina á 4. degi Nokkrar ábendingar fylgja skýrslunni. Meðal annars er bent á að tilkynning um mengunina hefði ekki borist Siglingamála- stofnun fyrr en á 4. degi eftir að menn vissu um óhappið. Þá segir að mögulegt sé að á næstunni muni fleygir fuglar drepast en hugsanlegt sé að eitthvað af æðar- fugli hafi getað forðað sér af svæð- inu og komi svo aftur samanber fjölgun fugla milli daga í Ingólfs- firði. Bent er á að nauðsyn þess að fuglalíf verði athugað af sér- menntuðu fólki. Meðal þeirra sem sátu blaða- mannafundinn var Magnús Jó- hannesson, siglingamálastjóri, og sagði hann miður að ekki hefði verið tilkynnt um grútarmengun- ina fyrr því auðveldara væri á vinna á grút á sjó en í fjöru. Á sjó væri hægt að nota sömu að- ferð og notuð væri til að hreinsa olíu. Hann sagði að nauðsynlegt væri að herða eftirlit með erlend- um skipum hér við land en nú væri þess ekki krafist að þau gæfu upplýsingar um ferðir sínar innan landhelginnar. Einnig væri nauðsynlegt að auka eftirlit úr lofti. Magnús sagði að mengun kæmi verst niður á þeim tegundum í sjónum sem ekki væru hreyfan- legar og benti sérstaklega á skel- fisk. Fram kom að marhnútur væri í álíka mikilli hættu og æðarf- ulgl. Siglingamálastjóri sagði að allt beqti til að mengunin kæmi úr skipi og reynt yrði að ná til sökudólgsins sem brotið hefði bæði íslensk- og alþjóðleg lög. 500 þúsund æðarfuglar við landið Arnþór Garðarsson, hjá Nátt- úrufræðistofnun, sagði að óvíst væri hve fugladauðinn við Strend- ur væri mikill en fram kom að ástandið yrði kannað, annað hvort á vegum Umhverfisráðuneytisins eða Náttúrufræðistofnunar. Hann sagði að 1/2 miljón æðarfugla væri við landið en sennilega væri ekki há prósenta á grútarsvæðinu. Þá sagði hann að æðarungar væru afar viðkvæmir og lítil von til að hægt væri að hreinsa þá. Sömu- leiðis væri erfitt að hreinsa full- orðna fugla en þó væri hreinsun einna helst möguleg á þessum árstíma því fuglinn hefði enn ekki skipt um fiður. Hann sagði áhrif grútsins annars vegar eitrunar- áhrif en hins vegar ynni hann á einangrun fuglanna. í máli Eiðs Guðnasonar, um- hverfismálaráðherra, kom fram að vart hefði orðið við grút í Sunda- höfn á mánudag. Sagði ráðherr- ann að verið væri að kanna málið sem heyrði undir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur en fulltrúi frá Holl- ustuvernd hefði farið á staðinn. ^ -g Ásubúö, Búöardal • Vestfiröir: Rafbúö Jónasar Þór, Patreksfiröi • Bjarnabúð, Tálknafiröi • Edinborg, Bíldudal • Verslun Gunnars Sigurössonar, Þingeyri • Einar Guöfinnsson, Boiungarvík • Straumur, ísafiröi 3 « Norðurland: Kf.Steingrímsfjaröar, Hólmavík • Kf.V-Hún.Hvammstanga • Kf. Húnvetninga, Blönduósi • Kf. Skagfiröinga, Sauöárkróki • KEA, Akureyri • KEA, Dalvík • Bókabúö Rannveigar, Laugum • Sel, Mývatnssveit g P! 0 CD O) S.B 0) o cr cq É* rtJ • E '(/) O) 0) 41 E< CU '<D O il «o -0- .i= rtj tr cd rtJ c £ £ rtJ .03 ?i II OC . -X. rtJ > p ca .£ -o ts c '<D ‘C c O C - ‘5 £ •rtJ o C -Q '2 m CQ CC u AEG BRAUÐRIST AT 23L Verð áður kr. 3.088.- kr. 2.590.- $tgr. AEG • HRÆRIVÉL KM 21 Verð áður kr. 10.722,- kr. 8.990.- st9r. AEG • ÖRBYLGJUOFN MC 720-W 27 LÍTRA Verð áður kr. 28.758. kr. 22.950.- stgr VELDU ÞER TÆKI SEM ENDAST! Hjá Bræðrunum Ormsson bjóðast þér góð og örugg tæki, á sérstöku sumarverði. Umboðsmenn um allt land. BRÆÐURNIR Bræöurnir Ormsson hf. Umboösmenn Reykjavík og nágrenni: BYKO, Kópavogi • BYKO, Hafnarfiröi • Byggt og búiö, Reykjavfk • Hagkaup, Reykjavík • Mikligaröur, Reykjavík • Brúnás innréttingar, Reykjavík DJ ORMSSON HF Lágmúla 8. Sími 38820 P a II ro l T"-1— ........J. ■ -■ J - -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.