Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1991 frTJalbj ba/zz ófÝvtm tí'L j/nstrb. Efeg ertbki þér, þegar þú hemurafbur, spuréu en/ufrn CKnnurv. - Þegar ég segi: Núna!, kippir Mamma er farin heim til þú stólnum eldsnöggt undan ömmu. honum. Utúrsnúningar Valdimars Ég sé mig til knúinn að pára þér nokkur orð. Tilefnið er dæmalaus útúrsnúningur Valdimars nokkurs Þorsteinssonar sem þykist vera að svara greinarkorni mínu frá 9. júlí s.l. Valdimar hefur greinilega ekki minnsta áhuga á því ,að rökræða við mig á málefnalegan hátt en snýr þess í stað út úr öllu sem ég segi og tekur orð og setningar úr sínu rétta samhengi, allt í þeim til- gangi að gera mig sem tortryggi- legastan. Það verða víst sjaldan allir sam- mála og ekkert nema gott um það að segja. En hvernig væri að Valdi- mar tjáði sig um það sem mestu máli skiptir í grein minni í stað Sérkennileg ljósmynd Vindhani þar var á höll sem víst býr Óli kóngur. Heyrði ég glaðleg hlátra-sköll. Hijóp lífvörður vítt um völl. Þannig byrjar kvæði sem Þórður Kárason fyrrverandi varðstjóri orti um höllu Noregskonungs í Osló árið 1985. En sumarið 1990 var hér á ferð listrænn myndasmiður, Claus Jensen, uppeidisfræðingur frá Arósum. Hann tók þessa mynd af vindhana og ,,höllu“(anddyri) Þórðar og Elínar Gísladóttur. „Höllin“ er gamall sumarbústað- ur en nú fjölmunasafn og geymsla við sumarbústað þeirra í landi Öl- keldu á Snæfellsnesi. Mynd Claus Jensen hefur verið á þremur ljós- myndasýningum í Danmörku og fengið viðurkenningu. Þ. Góð grein hjá Jakobi Ég vil þakka Jakobi Ásgeirssyni fyrir góða grein um Aung San Suu Kyi, hina hugrökku stjórnmála- konu, sem er búin að sitja í stofu- fangelsi í meira en ár fyrir þá sök eina að hafa unnið yfirburðasigur í iýðræðislegum kosningum í fyrra. Því miður er alltof sjaldgæft að fjallað sé um ríki þriðja heimsins í Morgunblaðinu og öðrum fjölmiðl- um. Þar ráða víða illræmdar herfor- ingjaklíkur ríkjum sem hafa myrt og fangelsað milljónir manna en um það heyrum við aldrei neitt. Það er eins og það komi okkur ekki við. í Burma er slík stjórn við völd. Annar einræðisherra er Suharto forseti Indónesíu sem látið hefur myrða heilu eyjarnar án þess að neitt fréttist af því á Vesturlöndum. Og marga fleiri er hægt að nefna. Hætta er á því þegar kommún- isminn er hruninn að margir þeir sem hafa barist gegn þessari hel- stefnu slíðri sverðin og ímyndi sér að baráttunni er lokið. Það er gryfja sem við verðum að varast. Ennþá eru lýðræðisríki í miklum minni- hluta í heiminum og mannréttindi eru víða fótum troðin. Margrét Gísladóttir þess að einblína á aukaatriðin? Kjarninn í því sem ég sagði í áður- nefndri grein er : uppeldi íslenskra barna fer stöðugt hrakandi og er ekki að furða. Foreldrar eru löngu hættir að nenna að sinna þeim. Börnin ganga sjálfala heilu og hálfu dagana og sjónvarpið er barnfóstran. Því verður heldur varla á móti mælt að skólakerfið stendur sig ekki nógu vel. Miðað við allan þann tíma og peninga sem fer í að halda blessuðum börnunum í skóla er ár- angurinn harla rýr. Ég var að skoða stundaskrá kornungs frænda míns um daginn og hann lærir enga land- afræði eða íslandssögu, heldur eitt- hvað sem heitir samfélagsfræði og á að koma í staðinn fyrir þetta. I stærðfræði lærir hann eitthvað sem heitir hnitakerfi og mengi en ekki er ætlast til að hann geti lagt sam- an tölur í huganum. Og það sem er verst : Börnin læra ekki að tala vandaða og fallega íslensku í skó- lanum, nema þá í undantekningart- ilvikum. Þessu hefur Valdimar ekki mótmælt enda getur hann það ekki. Og hann getur heldur ekki neitað því að Tanzanía sé í Afríku og að þar tilbiðji menn ennþá Marx og Lenín og aðra blóðhunda kommún- ismans. Ég á erfitt með að skilja fólk sem íýkur upp til handa og fóta þó maður hafi áhyggjur af blessuðum börnunum. Valdimar og þeir sem eru honum sammála tala um for- dóma og geðvonsku í mér þegar ég segist óttast það að börn sem eru vanrækt af heimilum sínum og skólakerfinu lendi á glapstigum. En tölur frá Bandaríkjunum sýna að obbinn af þeim sem lenda í kasti við lögin hafa einmitt verið vanræktir heima, í skólanum og annars staðar. Eflaust er raunin einnig sú hérlendis. Þess vegna hlýtur glæpum að íjölga þegar þessi kynslóð sem ekkert uppeldi hefur fengið vex úr grasi. Og þeim er þegar byijað að fjölga þegar 17 ára unglingum er lýst sem „góðkunn- ingjum lögreglunnar". Og þegar glæpum fjölgar þarf fangelsi og þau verða að halda. Þannig er málið vaxið, alveg sama þótt Valdimar og hans líkar beiji höfðinu við stein- inn og hlæi að þeim sem vilja ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Isak Stefánsson HÖQNI HREKKVÍSI ICATTAMAT VFlie HAUStbJM 'A " Víkveiji skrifar Frakkar hafa lengi haft þann sið að loka í ágústmánuði. Sumir segja, að Frakkland loki í ágúst, svo algengt er það, að fólk taki sér sumarfrí í þeim mánuði. Brezka blaðið Financial Times varpaði fram þeirri spurningu, hversu lengi Frakkar gætu leyft sér þennan munað! Fólk er byijað að tala um þetta, sagði blaðið. Franska vinnuveitendasamband- ið segir, að útflutningur Frakka í ágúst verði 23% minni en í júlí. Samkvæmt könnun hjá 4350 fyrir- tækjum fara 50% starfsmanna þeirra í sumarleyfi í ágúst. Afleið- ingin er sú, að 40% allra franskra fyrirtækja hætta 80% af starfsemi sinni í ágúst. Þrátt fyrir margvísleg vandamál, sem af þessu leiða kom í ljós í umræddri könnun, að 80% fyrirtækjanna hyggja á óbreytt ástand. xxx Spurningin er sú, hvort hér sé að skapast franskt ástand að þessu leyti. Þegar komið er fram í Jj.úlímánuð_ má_segja,_að starfsemi ráðuneyta og stofnana falli í ein- hvers konar dvala og það á líka við um einkafyrirtæki í vaxandi mæli. Það er hvergi hægt að ná í nokk- urn mann. Ekkert gerist vegna þess, að allir eru í fríi. Þótt fólk eigi að dreifa sumarfríum á fjóra mánuði og geti fengið viðbótarfrí með því að taka hluta sumarleyfis að vetri til vilja flestir fara í frí í júlí og ágúst. Þetta verður til þess að margvísleg starfsemi leggst nán- ast niður. Að vísu kann að skipta minna máli, þótt þetta gerist í ráðuneytum og stofnunum og jafnvel þjónustu- fyrirtækjum en margt bendir til þess, að lokanir nái einnig til fram- leiðslugreinanna. Höfum við efni á þessu? xxx Raun^r má spyija, hvort við höfum efni á þessum löngu sumarfríum yfirleitt, jafnvel þótt þau séu tekin á öðrum tíma en þessum tveimur sumarmánuðum. Sumarleyfi eru lengri hér en í flest- um öðrum Iöndum. I Bandaríkjun- um t.d. eru þau sennilega helmingi styttri. Enda hafa Bandaríkjamenn löngum verið meðal ríkustu þjóða heims! Sú þjóðsaga hefur lengi gengið hér á Islandi, að við íslendingar vinnum meira en aðrar þjóðir. Þetta er rangt. Við förum í lengra sum- arfrí og tökum ojkkur fleiri frídaga um jól og páska en flestar aðrar þjóðir. Hvaða vit er I því, að skírdag- ur, laugardagur fyrir páskadag og annar í páskum séu frídagar? Hvaða vit er í því, að sumardagurinn fyrsti sé frídagur? Og svo mætti lengi telja. Við vinnum líklega minna en aðrar þjóðir auk þess, sem agi á vinnustað er lítill yfirleitt og raun- verulegur vinnutími áreiðanlega mjög breytilegur. Paul Drack, aðalforstjóri Alum- ax, bandaríska álfyrirtækisins, sem er mikið í fréttum hér vegna samn- ingaviðræðna um byggingu nýs ál- vers mætir t.d. til vinnu klukkan hálf sjö á morgnana. Kannski get- um við ýmislegt lært af þeim Al- umax-mönnum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.