Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 18
í í i i riTi vrnr i ht irnq<r arais lín/nnqnw MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1991 Í8 Neyðamúmeríð 000 er til bráðabirgða NEYÐARNÚMER 000 sem nýlega var tengt við stjórnstöð lögreglunn- ar í Reykjavík er bráðabirgðalausn þar til sameiginleg miðstöð fyrir neyðarnúmer hefur verið komið upp. Númerið var tengt lögreglu eft- ir tíðar bilanir og sambandsleysi við slökkvilið og lögreglu um miðbæj- arsímstöðina. Eftir sem áður er sími slökkviliðsins 1-11-00 og lögreglu 1-11-66. Náist ekki samband við þessi númer ber að hringja í 000. Þá hefur verið gerð sú breyting að ekki þarf að velja svæðisnúmer þegar hringt er í 000 úr farsíma af 91 svæðinu. Baldvin Ottósson aðalvarðstjóri lögreglunnar segir að tenging neyð- arsíma 000 við síma lögreglunnar sé bráðabirgða ráðstöfun vegna tíðra bilana í miðbæjarsímstöðina en símar lögreglu og slökkviliðs eru tengdir þeirri stöð. „Númerið er tengt lög- reglunni vegna þess að þar eru fleiri menn á vakt auk þess sem iögreglan fær fleiri hringingar eða mill 500 til 600 símtöl á dag,“ sagði hann. „Um er að ræða eina línu sem tengd er 000 þannig að brýnt er að menn noti áfram gömlu númerin þar til sameiginlegri miðstöð hefur verið komið upp.“ Hrólfur Jónsson aðstoðarslökkvil- iðsstjóri, sagði að of mikið álag yrði á 000 ef allir hringdu í það númer. „Auk þess er oft þörf á að ræða við þá sem óska eftir aðstoð slökkviliðs- ins eða eftir sjúkraflutningum," sagði hann. „Við þurfum að vita um allar aðstæður og hvort læknir þarf til dæmis að fylgja neyðarbílnum. 000 er algert neyðarnúmer þar til stjórnstöð fyrir allt landið hefur ver- ið komið upp. Eins og sakir standa er svarað í á fjórða tug neyðarsíma á öllu landinu." Hrólfur sagði, að ákveðið hefði verið að í Evrópu ailri yrði tekið upp eitt neyðarnúmer 112. Þegar er í undirbúningi að taka þetta númer upp og verða öll lönd komin með þetta númer árið 1995. „Þá getum við ekki staðið utan við og verðum að taka upp 112 sem neyðamúmer en til þess að svo megi verða verður að breyta öllum símanúmerum hér á landi sem byrja á 112,“ sagði Hrólf- ur. Morgunblaðið/Júlíus Húsgagnaverzlun skemmdist í eldi Verzlunin við Starmýri 2, þar sem verzlað er með húsgögn, skemmdist talsvert af reyk og eldi, sem kom upp um kvöldmatarleytið á sunnudag. Eldurinn er talinn hafa komið upp við austurvegg í kjallara og logaði þar glatt er slökkvilið kom að. Rannsóknarlögregla ríkisins fer með rannsókn málsins, en eldsupp- tök era ekki ljós. Verið var að þurrka kjallarann með hitablásara vegna þess að vatnsrör sprakk fyrr í vikunni. Ekki er vitað hvort kvikn- aði í út frá blásaranum. 30-70% AFSLÁTTUR ■ Bútasaumsefni ■ Bómullarefni ■ Viscose-efni ■ Barnaefni o.m.fl. Hamrahlíðarkórinn sem heldur til Spánar á fimmtudag Áttatíu Hanirahlíðar- söngvarar til Spánar Tónleikar í Listasafni íslands í kvöld HAMRAHLÍÐARKÓRINN mun dagana 18.-28. júlí n.k. taka þátt í Europa cantat í Vitoria á Norður-Spáni, en það er stærsta og fjöl- mennasta kórahátið sem haldin er í Evrópu. Hátíðin er haldin á þriggja ára fresti á mismunandi stöðum í Evrópu og er þetta í ellefta sinn sem hún fer fram. Um 80 söngvarar skipa Hamrahliðar- kórinn sem fer á hátiðina að þessu sinni og er hann sá fjölmenn- asti sem farið hefur í gegnum tiðina. Þetta er drjúgur hluti kórs Menntaskólans við Hamrahlíð auk Hamrahlíðarkórsins. Auk Hamrahliðarkórsins tekur Dómkórinn í Reykjavík þátt i hátíðinni sem géstakór. Hamrahlíðarkórinn hefur tekið- þátt í hátíðinni frá árinu 1976 en þá fór hún fram í Bretlandi. Þá hefur kórinn verið með í í Sviss, Belgíu, Frakklandi, Ungveijalandi og nú á Norður-Spáni. „Þetta hef- ur alltaf verið mikil hugsjónahátíð. Með henni er ætlunin að sýna fram á samstöðu Evrópu með tónlist- inni, þessu sameiginlega tungu- máli. Auk þess er áhersla lögð á baráttu fyrir friði og jafnrétti," sagði Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnandi Hamrahlíðarkórsins, í samtali við Morgunblaðið. Evrópusamtök ungra kóra standa að hátíðinni og stofnuðu hana upphaflega. „Kennari minn, þekktur svissneskur stjórnandi er einn af aðalmönnunum í þessum samtökum bauð mér upphaflega að koma með kór en einn íslenskur kór hafði tekið þátt í þessu mörg: um áram áður, Pólífónkórinn. í kjölfar þess var okkur boðin aðild að samtökunum,“ sagði Þorgerður. Á annað hundrað kórar með 3000 söngvuram taka þátt í hátíð- inni. Aðaltónleikar Hamrahlíðarkórs- ins á hátíðinni sjálfri verða þann 23. júlí en auk þess mun kórinn halda aðra tónleika í tengslum við hátíðina. Að sögn Þorgerðar munu kórar mismunandi landa auk þess æfa saman stærri tónverk sem flutt verða á tónleikum síðustu daga hátíðarinnar. Hamrahlíðar- kórinn tekur þátt í flutningi á Cantata Misericordium eftir Benj- amin Britten. „Við eram mjög ánægð með það að nú munu tveir kórar frá íslandi vera á hátíðinni en Dómkórinn í Reykjavík undir stjórn Martins Hunger mun einnig sækja hana og Island verður því þama með mjög sterkt lið,“ sagði Þorgerður. í kvöld heldur Hamrahlíðarkór- inn tónleika í Listasafni íslands og hefjast þeir kl. 20:30. Dálítið að glæðast á Ásunum Veiðimenn tveir sem deildu stöng í tvo daga í Laxá'á Ásum og luku veiðum á sunnudag veiddu 28 laxa. Einn þeirra laxa var 18 punda hængur sem Þórar- inn Ragnarsson veiddi í Klappar- streng á Collie Dog túbu. Það er stærsti laxinn úr ánni í sumar og sagðist Þórarinn í samtali við Morgunblaðið hafa verið orðinn æði lúinn eftir marga og langa spretti á eftir laxinum sem hafi verið hinn fallegasti. Daganna á undan hafði verið þokkaleg veiði og taldi Þórainn að samkvæmt veiðibók hefði sér virst sem um það bil 250 laxar væra komnir úr ánni. Þó sagði hann ekki mikið af laxi í ánni og sérstaklega hefði verið lítið að koma af nýjum fiski og langflesta laxanna hefðu þeir félagarnir veitt í uppánni. Góðar glefsur í Leirvogsá Slyngir veiðimenn hafa verið að fá rífandi dagveiði í Leirvogsá að undanfömu þrátt fyrir að hún sé vart annað en ómerkileg lækj- arsytra að sjá eftir hina löngu þurrka og hita. Hlöðver Ö. Vil- hjálmsson fékk til dæmis 7 einn daginn og tvíburarnir Magnús og Gunnar Gunnarssynir átta tveim- ur dögum síðar. Flestir þessara laxa voru veiddir neðarlega í ánni, í Gijótunum, Við brúnna og þar fyrir neðan. Þetta hafa verið nýr- unnir fiskar og nokkrir þeirra allt að 11 og 12,'Fiskarnir hafa legið djúpt og þeir félagar sakkað vel til að ná til þeirra. Og þá hefur ekki staðið á tökunum.. Eitthvað hefur verið að ganga í Leirvogsá síðustu daga eftir að draga tók fyrir sólu af og til og nætur fóru að gerast skuggsýnar af þeim sökum m.a. Hvítá eystri verið skoluð Jón Gunnar Borgþórsson fram- kvæmdastjóri SVFR sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að Hvítá eystri og Ölfusá hefðu verið mjög skolaðar langtímum saman er hitabylgjan stóð og veiðin verið eftir því, þ.e.a.s lítil. Göngur og góð byijun á veiði í bergvatnsám á svæðinu eins og Stóru Laxá í Hreppum og Soginu gæfu hins vegar góða von um að veiðin myndi glæðast er mesta drallan skolaðist burt og það gæti gerst á næstu dögum þar sem hitastig hefði lækkað töluvert frá því sem var. Stóra Laxá er nær því búin að ná sumarveiði síðasta árs og Sogið er komið með um 40 laxa sem er mjög góð byijun á þeim slóðum. Enn rólegt í Rangánum Metveiðiár síðasta sumars, Ytri og Eystri Rangá hafa ekki látið kné fylgja kviði það sem af er, aðeins um 30 laxar eru komnir þar á þurrt, flestir ur Ytri ánni. Það er að vísu gífurlegur afli mið- að við það sem veiddist í ánum fyrir síðasta sumar, en harla lítið miðað við hvað vænst var. Vissu- lega getur laxinn þó enn skilað sér, nægur er tíminn og vert að minna á að nú fer fyrst í hönd sá tími sem stærstum skilaði göngunum í fyrra. Þessir 30 laxar eða svo sem komnir eru á land vora flestir 10 til 12 punda, angi af árganginum sem var svo sterk- ur í fyrra. Smálax hefur lítið látið á sér kræla enn sem komið er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.