Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.07.1991, Blaðsíða 41
TCtí? IJITT. ,3'T STODAtTiram TJTC/uI'.-iV,-)T',JTO’W. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1991 41 IWk VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS MSkJU Ekki opna Austurstræti Ég skil ekkert í þessum hug- myndum sem nú eru upp um að opna Austurstræti fyrir bílaumferð á ný. Hvers konar hringlandaháttur er þetta? Þegar Austurstræti var gert að göngugötu fyrir tæpum 20 árum var talað um að hér væri á ferðinni merkileg tilraun. Og hvern- ig hefur hún tekist? Vel. Það er enginn efi á því. Mannlíf hefur blómstrað þar, ekki síst í blíðviðrinu undanfarið og ég tel að ef hugur Reykvíkinga væri kannaður kæmi í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þeirra er hlynntur því að Austur- stræti verði áfram göngugata. Raunar hef ég engan hitt sem er annarrar skoðunar. Ég skil ekki að kaupmenn vilji láta eyðileggja göngugötuna okkar á þennan hátt. Ég veit ekki betur en verslanir hafi dafnað vel í göngu- götunni okkar áður en Kringlan kom til sögunnar. Þá fór hins vegar að halla undan fæti og einnig fyrir verslunurp á Laugaveginum þar sem ekki vantar bílaumferð. Síðan hvarf Útvegsbanki úr götunni og það hús stendur nú tómt. Þangað var ætíð straumur fólks og missir að honum. í stuttu máli: Afar ólíklegt er að verslun aukist við Austurstræti enda þótt henni verði breytt í bíla- umferðargötu. Ég skil ekkert í kaupmönnum að láta svona og enn síður átta ég mig á afstöðu borgar- yfirvalda. Eru það kannski kaup- menn sem stjórna borginni okkar? . Borgari Svar til Isaks Stefánssonar Ég_ sé mig tilneyddan að svara bréfi ísaks Stefánssonar því viðhorf hans til barna eru engum sæmandi. I garði Isaks voru lítil böm að leika sér við kött. Hleypur Isak þá til og hrópar til þeirra: „Hypjið ykkur af lóðinni þegar í stað og takið kattarkvikindið með ykkur.“ ísak, hvemig áttu börnin að bregð- ast við svona óhljóðum? Einnig not- ar þú ljót orð síðar í greininni sem eru varla mjög uppbyggjandi. Þú segir „krakkaskammir“ og vilt helst strýkja eitt barnanna, með öðrum orðum beita það ofbeldi. Háttvirtur Isak, neikvæðni kallar á neikvæðni og ungur nemur hvað gamail temur. Pálmi Notaðar vinnuvélar til sölu. Notuð beltagrafa: JCB - 807 B Árgerð 1982 - Þyngd 22 tonn Gott ástand - Vinnustundir 5000 tímar. Ráðgjöf - Sala - Þjónusta Skútuvogur12A- Reykjavík - S 812530 Lítið dæmi um sparnað í lyfjakaupum Margar konur eru með bakteríur í þvagi og þurfa mikið að nota blöð- rubólgumeðul. Ég er ein af þeim og hafði í. nokkur ár fengið Primasol, en 30 töflur kosta nú kr. 806. Síðast- liðin tvö ár hef ég hinsvegar fengið Ciproxin, sem eru mjög dýrar og 20 töflur af þeim kosta nú frá kr. 3.915 til 11.377 eftir styrkleika. Þegar að því kom að ég þurfti að fara að borga þetta sjálf og gerði mér þá fryst grein fyrir því hvað Ciproxin-töflumar voru dýrar, bað ég lækninn minn að láta mig fá ódýr- ustu töflurnar. Þá fékk ég Monotrim en 30 töflur af þeim kosta ekki nema 390 krónur. Þær hafa komið að sama gagni og dýru töflumar og vil ég þess vegna koma þessum upplýsing- um á framfæri. Sjúklingur Kaupmannahöfn KR. 19.750 Fast verð án flugvallarskatts og forfallatryggingar. Til samanburðar: Ódýrasta superpex til Kaupmannahafnar á 33.750 kr. Þú sparar 14.000 kr. Flogið alla miðvikudaga og föstudaga. Frjálst val um hótel, bílaleigur og framhaldsferðir. — FIUGFERÐIR = SDLHRFLUC Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 Þessir hringdu ... Hávaði af herflugvélum Kona hringdi: Ég bý í Keflavík og á góðviðris- dögum er hér ávallt ærandi hávaði af bandarískum herflugvélum sem eru að fljúga yfir bæinn. Ekki fæ ég skilið hvers vegna þeir þurfa að fljúga beint yfir bæinn með allt þetta haf hér. Það er gagnslaust að kvarta yfir þessu við flugvallar- yfirvöld. En þetta er mjög þreyt- andi í þessu góða veðri. Regnúlpa Silfurgrá regnúlpa í unglings- stærð tapaðist á tjaldstæði við Laugarvatn helgina 5-7. júlí. Pinnandi vinsamlegast hafi sam- band í síma 79288. Síamsköttur horfinn Súkkúlaðibrúnn síamsköttur með stýfða rófu, fress, hvarf frá Hvera- fold 2 aðfararnótt 11. júlí. Ef ein- hver veit um afdrif hans vinsamleg- ast hafi samband í s. 675711. Úr í óskilum Kvenúr fannst við Vesturberg í námunda við 20. júní. Eigandi hafi samband í síma 77925. Dýravinir! Fimm fallegir kassavanir kettl- ingar fást gefins. Aldir upp með hundi. Upplýsingar í síma 689192. Hvað varð af Fjölskyldulífi? Jóhanna hringdi: Ég er með fyrirspurn til Sjón- varpsins. Áströlsku þættirnir „Fjöl- skyldulíf“ hafa verið sýndir þrisvar í viku að undanförnu en nú hefur sýningum á þeim verið hætt í miðju kafi. A ekki að taka þá á dagskrá að nýju og þá hvenær? Berum virðingu fyrir fánanum Þuríður hringdi: Nýlega kom í blöðunum frétt um að tvö ungmenni hafi verið tekin vafin inn í íslenska fánann. Það er í samræmi við fánalögin sem kveða skýrt á um notkun Islenska fánans. En gildir ekki hið sama um fóstrur sem mála börn á leikskólum í ís- lensku fánalitunum? Það er líka hálfgerð óvirðing við fánann og mér finnst að uppalendur ættu ekki að sýna slíkt fordæmi. Myndavél týndist Olafur hringdi: Ég týndi tævanskri myndavél sem var svo til ný á leiðinni frá strætisvagnaskýlinu gegnt Mjólk- urstöðinni niður á Hlemm. Þetta gerðist um fjögurleytið s.l. fimmtu- dag. í vélinni var 36 mynda filma sem lítið sem ekkert hafði verið tekið á. Finnandi hafi samband í síma 45537. ÞEIR ERU ÖÐRIMSI ÞÝSRU VEQQSKÁPART1IR Vlnningstöfur laugardaglnn (6)(s) 13. júlí 1991 | ínifSBr "7Í9K36) v.—' x—y 7 1 M \ 114 ) VINNINGAR | viNNINGSHAFA UPPH/EÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5al5 I 2 2.860.157 2. 55.869 3. 4al5 | 196 5.408 4. 3af5 I 7.142 346 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.865.973 kr. Ef þú ert öðruvísi ættir þú að líta til okkar þvi við eigum aldeilis stórkostlegt úrval af fallegum veggskápum, stórum og litlum, í hinum ýmsu viðarlitum. Komdu í stærstu húsgagnaverslun landsins QÓÐ QREIÐSLUKJÖR BÍLDSHÖFDA 20-112 BEYKJAVÍK - SfMI 91-681199 -FAX 91-673511 : 4 >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.