Morgunblaðið - 09.08.1991, Page 1

Morgunblaðið - 09.08.1991, Page 1
64 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 177. tbl. 79. árg. FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flug KAL 007; Aðstandend- ur fá sovéskt heimboð Seúl. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovét- forseti hefur boðið fjölskyld- um þeirra sem fórust þegar suður-kóresk farþegaþota var skotin niður 1. september 1983 yfir Sakhalín-eyju til minningarathafnar á staðn- um þar sem vélin var skotin niður. í bréfi sem barst frá Gor- batsjov á mánudag segir að Sovétmenn ætii af mannúðar- ástæðum að leyfa aðstandend- um fórnarlambanna að heim- sækja staðinn þar sem vélin hvarf. Hyon-mo Hong, formaður samtaka sem aðstandendur far- þega vélarinnar stofnuðu, segir að 120 manns ætli að halda til Sovétríkjanna 31. ágúst nk. Ættingjarnir kröfðust þess í bréfi tii Gorbatsjovs í mars sl. að hann segði sannleikann um hvað gerðist þegar sovéskar orrustuflugvélar skutu niður farþegaflugvél kóreska flugfé- lagsins „Korean Air Lines“ í flugi 007 með 269 manns innan- borðs. I bréfi Gorbatsjovs var engin bein afsökunarbeiðni en þar vottaði hann ættingjunum samúð sína. Keuter Albanskir flóttamenn synda í land eftir að hafa kastað sér frá borði flutningaskipsins Vlora, sem liggur við festar í höfn borgarinnar Bari á Suður-Italíu. Um tíu þúsund flóttamenn komu með skipinu og á myndinni sést að vart hefur verið olnbogarými um borð. Neyðarástand á Italíu: Holskefla flótta- fólks frá Albaníu Bari, Róm. Reuter, The Daily Telegraph. NEYÐARÁSTAND ríkir nú á Italíu vegna straums albanskra flótta- manna til landsins. Skipi með um tíu þúsund albönskum flóttamönn- um um borð var í gær siglt framhjá varðbátum lögreglu sem leið lá inn í höfn borgarinnar Bari á Suður-Italíu. Mörg hundruð manns vörpuðu sér frá borði og syntu í land til að leita hælis. Um borð í skipinu fannst látinn maður. Hafði hann verið stunginn til bana. Flóttamennirnir verða allir sendir aftur til Albaníu. Yfirvöld í Bari hafa þegar sent þúsund flóttamenn til baka og þegar gert ráðstafanir til að taka á leigu skip til að feija fleiri til síns heima. Jafnframt kváð- ust ítölsk stjórnvöld hafa í hyggju að veita Albaníu frekari efnahags- aðstoð í þeirri von að fólk verði um kyrrt heima fyrir. Claudio Vitalone, aðstoðarutan- ríkisráðherra Ítalíu, sagði blaða- mönnum áður en hann gekk á fund með albönsku ríkisstjórn- inni í Tirana að ítalar hygðust bjóða Albönum mat og lyf að andvirði 560 milljóna króna. Flutningaskipinu Vlora hafði ekki fyrr verið siglt inn í höfnina í Bari en flóttamenp tóku að varpa sér frá borði og synda til lands þar sem biðu tugir sjúkrabíla til að hlynna þeim. Eftir að skipið var lagst að bryggju héldu menn áfram að fara frá borði með því að klifra ýmist Breskur blaðamaður látinn laus í Líbanon: Yonast er til að öðrum vest- rænum gíslum verði sleppt niður landfestar eða stinga sér í höfnina. Sigling Vlora hófst í albönsku hafnarborginni Durres á miðviku- dag eftir að til átaka kom milli lög- reglu og fólks, sem í örvæntingu sinni var að reyna að komast úr landi. Aftur kom til ryskinga þar í gær þegar fólk reyndi að yfirbuga lögregluvörð. Alls hafa fjórir látið lífíð í Durres. Annað skip, Skanderbeg, er nú komið til hafnar í ítölsku borginni Otranto með um þúsund flóttamenn um borð. Italska lögreglan fylgist með tveimur öðrum flóttamannabát- um undan suðurströnd landsins. Tvö skip með sex hundruð al- banska flóttamenn nálguðust í gær eyna Möltu í Miðjarðarhafí. Yfirvöld á eynni höfðu skipað læknum að vera í viðbragðsstöðu og búið sig undir að taka á móti flóttafólkinu í gömlum breskum herbúðum. Guido De Marco, forsætisráðherra Möltu, sagði hins vegar síðar að enginn flóttamannanna fengi að koma í land. Eftir viðræður við albönsk yfirvöld hefði verið ákveðið að senda fólkið um borð í skipinu aftur til Albaníu. Albönsk stjórnvöld kváðust á fimmtudag hafa sett hervörð við hafnir og stöðvað lestir á leið úr landi til að koma í veg fyrir að fólk streymdi til Ítalíu. Serbar og Króatar: Franskur hjálparstarfsmaður tal- inn vera í höndum mannræningja Beirút, Damaskus, London, Washington. Reuter. BRESKI fréttamaðurinn John McCarthy var í gær látinn laus úr gíslingu og voru miklir fagnaðarfundir með honum og fjölskyldu hans eftir rúmra fimm ára prisund. Vonir standa til að lausn McCart- hys boði upphafið að því að allir vestrænir gíslar í Líbanon verði látnir lausir. Perez de Cuellar, framkvæmdasljóri Sameinuðu þjóð- anna, kvaðst í gær vongóður um að annar gísl yrði látinn laus áður en dagurinn væri á enda. Yfirlýsing um að Jerome Leyraud, frönsk- um hjálparstarfsmanni, hefði verið rænt og hann yrði tekinn af lífi yrðu fleiri vestrænir gíslar látnir lausir varpaði hins vegar skugga á atburði gærdagsins í Líbanon. Reuter John McCarthy, sem látinn var laus í gær eftir fimm ára gíslingu, stendur á milli föður síns, Pats (t.v.), og bróður, Andrews. Hringt var í alþjóðlegar frétta- stofur í Beirút og sagt að Leyraud hefði verið rænt. Sá sem hringdi kvaðst tala fyrir hönd hóps, sem nefndist Samtök um vörn réttar fanga og gísla, og sagði Leyraud vera á mála hjá frönsku leyniþjón- ustunni. Staða hans hjá frönsku hjálparstofnuninni Medecins de Monde væri aðeins yfirskin. Því til sönnunar var sagt á að hann hefði haft leyniskýrslur og kort í fórum sínum þegar honum var rænt. Talsmenn frönsku hjálparstofn- unarinnar sögðu að Leyrauds væri saknað. Þeir kváðust hins vegar ekki geta staðfest að honum hefði verið rænt. McCarthy flaug síðdegis áleiðis til London frá Damaskus í Sýr- landi, þar sem sýrlensk yfirvöld afhentu hann breska sendiherran- um þar. Hafði hann meðferðis bréf frá mannræningjum sínum til de Cuellars. McCarthy virtist vel á sig kominn eftir prísundina hjá hryðju- verkasamtökunum íslamska Jihad. Hann sagðist í viðtali við sýrlenska sjónvarpið telja að í bréfinu til de Cuellars væri farið fram á aðstoð framkvæmdastjórans við að koma á skiptum á föngum og gíslum sem í haldi eru í Líbanon og ísrael. „Eg hygg að þeir hafi ákveðið að þeir vilji nú hafa skipti á þeirra fólki, Líbönum í haldi í ísra- el, ... þess vegna haldi þeir okkur nú,“ sagði McCarthy. Israelar lýstu yfir því í gær að þeir væru reiðubúnir til að láta lausa líbanska fanga sína ef sjö ísraelskum hermönnum, sem hefur verið saknað allar götur frá innrás Israela í Líbanon árið 1982, yrði sleppt ásamt vestrænu gíslunum. De Cuellar hefur enn ekki fengið bréfíð í hendur og bjóst hann í gær við því að hann myndi halda til Evrópu á sunnudag til að fá bréfíð hjá McCarthy. McCarthy sagði einnig að Terry Waite, erindreka Ensku biskupa- kirkjunnar, sem rænt var í Líbanon árið 1987, væri á lífi. Hann hefði verið í haldi ásamt Waite og banda- rísku gíslunum Terry Anderson og Thomas Sutherland og þeir væru allir við sæmilega heilsu. Unnusta McCarthys, Jill Mor- rell, hefur barist fyrir því að hann yrði látinn laus í fímm ár. „Þetta var John eins og við höf- um alltaf þekkt hann,“ sagði hún fagnandi eftir að hafa séð mynd- ir af honum. Kirkjuklukkum var hringt um alla London þegar fréttist að McCarthy gæti um fijálst höfuð strokið. John Major, forsætisráðherra Bretlands, þakkaði stjórnvöldum í Sýrlandi og íran fyrir milligöngu þeirra um að fá McCarthy lausan. Sjá „Markmið samtakanna...“ á bls. 21. Samið um fangaskipti Belgrad. Reuter. SERBAR og Króatar hafa fallist á að skiptast á föngum sem tekn- ir hafa verið undanfarinn mánuð á meðan átök á milli þjóðanna hafa staðið í Króatíu. Það var nefnd á vegum forsætisr- áðs Júgóslavíu sem miðlaði málum milli Serba og Króata og fékk þá til að fallast á fangaskiptin. Þau heljast síðdegis í dag. Lýðræðisflokkur Albaníu sem á sæti í stjórn landsins mæltist til þess í gær að Albanir innlimuðu Kosovo-hérað í Albaníu ef upplausn Júgóslavíu héldi áfram. Serbar í héraðinu brugðust harkalega við þessum ummælum í gær og sögðust mundu veija hendur sínar kæmi til innrásar. í gær hófst í Prag tveggja daga fundur embættismanna á vegum Ráðstefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (RÖSE) um Júgóslav- íumálið. Fulltrúi Serbíu á fundinum lagðist þar eindregið gegn því að Þjóðverjar og Italir tækju þátt í eftir- litsstörfum á vegum Evrópubanda- lagsins í Júgóslavíu vegna þess að þessar þjóðir hefðu hernumið landið í seinni heimsstyijöldinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.