Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 35
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 Frá tónleikum GCD í Kaplakrika fyrr í sumar. Gömlu brýnin, þeir Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson, brugðust ekki frekar en fyrri daginn. ENGLAND Ovenjuleg mynd af Andrew prinsi veldur fjaðrafoki TONLIST Frægasti „gospel“ söngvari Noregs í heimsókn Bergþór Morthens gítarleikari. Gunnlaugur Briem trommuleik- an. Að undanförnu hefur verið uppi fótur og fit í bresku konungsfjölskyldunni. Ástæðan er sú að fyrir skömmu birtist sjö ára gömul mynd af Andrew prinsi þar sem hann baðar sig nakinn i á nokkurri í nágrenni borgarinnar Toronto í Kanada. Myndin er tekin nokkr- um árum áður en hann gekk að eiga Söru Ferguson en þá lifði hann hinu ljúfa lífi piparsveins- ins. Þegar myndin var tekin var hann í tygjum við kanadíska stúlku, Sandi að nafni. Þau voru bæði miklir náttúruunnendur og hittust því oft á stöðum fjarri mannabyggðum þar sem þau voru óhult fyrir ljósmyndurum eða það héldu þau að minnsta kosti. Breska konungsfjölskyld- an ætti hins vegar að vita það af reynslu að hún er aldrei óhult fyrir ljósmyndurum og því þykir Sara tók myndbirtingunni með jafnaðargeði. Myndin af Andrew prinsi sem birtist í ensku blöðunum. Andrew hafa sýnt af sér mikið ábyrgðarleysi þegar hann fletti sig klæðum hinn heita sumardag fyrir nokkrum árum. Andrew prins hefur tekið myndbirtingunni með brosi á vör og öllum að óvörum hefur Sara gert það líka. Henni er fullkunn- ugt um að hann lifði hátt fyrir giftingun og því ætti myndbirt- ing sem þessi ef til vill ekki að koma henni á óvart. Elísabet drottning, móðir Andrews, er hins vegar afar óánægð með myndbirtinguna. Þótt hún láti ekki á neinu bera út á við, herma fregnir að henni þyki konungs- fjölskyldan hafa sett mikið niður við þennan atburð og henni sé síður en svo skemmt. Drottning- in vissi af þessari mynd skömmu eftir að hún var tekin og veitti þá Andrew þungar ákúrur vegna Elísabet drottning. Hreint ekki hress. hennar. Alltaf var vitað að ekki tækist að halda myndinni enda- laust frá hinum vökulu augum bresku slúðurbláðanna og því hefur Elísabet haft langan tíma til þess að undirbúa sig fyrir þetta áfall. Heimildarmenn innan fjölskyldunnar telja að drottn- ingin muni varla erfa þetta við son sinn vegna þess að hún býst ekki við að hann valdi frekara hneyksli þar sem hann hefur verið einstaklega staðbýll eftir að hann kvæntist Söru. Einnig kann það að hafa áhrif að drottn- ingunni líkar vel við tengdadótt- ur sína og vill ekki fyrir nokkurn mun stefna því sambandi í hættu. Hún telur því ef til vill öllum fyrir bestu að ekki verði minnst á þetta mál framar og vonar að synir sínir verði ekki til frekari vandræða. Um þessar mundir er hljómsveitin Norske Salva- sjonsters Band(NSB) stödd hér á landi. Hljóm- sveitina skipa tíu félagar úr norska Hjálpræðishern- um en í fylgd með henni kemur Hans Inge Fager- vik sem er þekktasti „gospel“ söngvari Norðmanna. í tilefni af heimsókn þessara tónlistannanna ætlar Hjálpræðisherinn að halda söngmót sem mun bera nafnið Gleðitónar. NSB hefur áður komið hingað til lands en það var árið 1986 og lék hún þá meðal annars á útitón- leikum á 200 ára afmæli Reykjavíkur. Tónlistarstíll sveitarinnar er mjög nútímalegur og með honum er sérstaklega reynt að höfða til ungs fólks. Hljómsveitin NSB mun halda tónleika í dag í Fíladelfíu við Hátún en á laugardag og sunnudag tekur hún þátt í söngmóti Hjálpræðishersins. Mótið er einkum ætlað ungu fólki sem hefur gaman af söng. Einnig mun Hans Inge Fagervik halda fyrir- lestra um skaðsemi og áhrif fíkniefna. NSB mun halda útitónleika á Lækjartorgi klukkan 16 á morg- un en á mánudaginn 12. ágúst verða síðustu tónleik- ar hljómsveitarinnar áður en hún heldur af landi brott en þeir verða á Hótel íslandi. Söngkonur hljómsveitarinnar NSB. Frá vinstri: Kristin Reitan og Mariann Lisland. TÓNLIST GCD á tónleikaferða- lagi um landið Islenska rokkheiminum hefur velgengni rokkhljóinsveitarinn- ar GCD vakið nokkra athygli. Hljómsveitina skipa þeir Bubbi Morthens (söngur og gítarleikur), Rúnar Júlíusson (bassaleikur og söngur), Bergþór Morthens (gítar- leikur) og Gunnlaugur Briem sem lemur húðir. Hljómsveitin kom fyrst fram opinberlega á rokktón- leikunum á Kaplakrikavelli 16. júní síðastliðinn en hinn 17. júní kom fyrsta plata hennar út. Að sögn Þorsteins Kragh, umboðs- manns hljómsveitarinnar, hefur platan nú þegar selst í tæplega 6.000 eintökum og er það mest selda platan hérlendis á þessu ári. „Hið skemmtilega við útgáfu plöt- unnar er það að vinnsla hennar tók aðeins tvo mánuði. Vinsældir hljómsveitarinnar koma þó í sjálfu sér ekki á óvart enda er þar valinn maður í hveiju rúmi,“ sagði Þor- steinn. Hljómsveitin hefur haft í nógu að snúast í sumar þar sem hún hefur verið á tónleikaferðalagi um landið. „Við vorum í Eyjum um verslunarmannahelgina en áður höfðum við ferðast um og spilað á Suðurlandi og í Vestfirðinga- fjórðungi. Hljómsveitin er ekkert á því að hlaupa frá hálfunnu verki og á næstunni mun hún spila á böllum víða á Norður- og Austur- landi. Hljómsveitin ætlar að halda eina tónleika í Reykjavík áður en það verður aftur þeyst út á land og verða þeir á Borginni á föstu- dagskvöldið. Þar ætlum við að spila lög af plötunni Rúnar plús Bubbi en einnig verða sótt gömul og góð lög í smiðju þeirra félaga. Þess má geta að áður en hljóm- sveitin hefur leik sinn mun rokk- sveitin Nirvana spila en hún er tvímælalaust ein af efnilegustu rokksveitunum um þessar mundir ,“ sagði Þorsteinn Kragh að lok- um. COSPER C0SPER Gifta okkur núna? Nei, takk, ég vil ekki eyðileggja sumarfríið mitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.