Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 Miðfjörður: Lagt hald á silungsnet og sjö menn handteknir LÖGREGLAN á Blönduósi handtók sjö menn frá Hvammstanga í fyrri- nótt fyrir meinta ólöglega netalögn út af Vatnsnesi í Miðfirði og aðför að opinberum. starfsmönnum. Veiðieftirlitsmaður landbúnaðarráðu- neytisins og lögregluþjónn frá Blönduósi höfðu gert netið upptækt í eftirlitsför í fyrrakvöld. Eigandi netsins og nokkrir félagar hans tóku það úr vörslu þeirra er bátur þeirra lagði að landi á Skagaströnd og hugðust flytja það til Hvammstanga. Lögreglan á Blönduósi gerði mönnunum fyrirsát og handtók þá á Blöndubrú. Veiðieftirlitsmaðurinn fékk lánaðan bát slysavarnadeildarinnar á Skagaströnd til að fara í umrædda eftirlitsferð og slóst lögreglumaður frá Blönduósi í för með honum. Þeir fundu þrjú net, tvö norðan Hvammstangahafnar og eitt sunnan hennar. Tvö netanna voru lögð sam- kvæmt reglugerð þar að lútandi, þ.e. möskvastærð þeirra var rétt, þau voru landföst og voru merkt eigendum þeirra. Þriðja netið var hins vegar talið vera ósamræmi við reglugerð um netaveiði göngusil- ungs í sjó. Það var ekki landfast og möskvastærð þess var yfir leyfí- legum mörkum. Samkvæmt reglu- gerð mega möskvarnir vera 3,5-4,5 sentimetrar á legg, en möskvar þessa nets voru 4,7-5 sentimetrar á legg. Lagði eftirlitsmaðurinn hald á það og afhenti lögreglumanninum til vörslu. Sneru þeir síðan til hafn- ar á Skagaströnd og beið þá þeirra nokkur mannfjöldi, þar á meðal eig- andi netsins. Krafðist hann og félag- ar hans þess að eftirlitsmaðurinn afhenti þeim netið og reyndu að hindra hann í að færa það og fylgi- búnað þess upp á bryggjuna. Er hér var komið sögu hvarf lögreglumað- urinn frá til að sækja lögreglubif- reiðina sem þeir höfðu komið á. Gengu mennimir þá harðar fram í því að veiðieftirlitsmaðurinn afhenti þeim netið og höfðu í hótunum við hann, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins og neyttu síðan aflsmunar og óku á brott með netið í tveimur bifreiðum. Haft var samband við lögregluna á Blönduósi og henni tilkynnt um atburðinn. Bílarnir voru síðan stöðv- aðir á Blöndubrú og aftur lagt hald á netið. Sjö menn í bílunum, allir frá Hvammstanga, voru handteknir. Fjórir þeirra voru látnir lausir strax en þrír þeirra, sem mest höfðu sig í frammi, voru látnir lausir í gær. Leitað var liðsinnis Rannsóknarlög- reglu ríkisins við rannsókn málsins og fóru menn norður í gær. Að sögn Jóns ísberg, sýslumanns í Húnavatnssýslu, blossa deilur um netalagnir við Vatnsnes alltaf upp með reglulegu millibilí. Slík deila hefði komið upp 1980 og aftur 1988 og einnig fyrir réttu ári síðan. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 9. ÁGÚST YFIRLIT: Skammt sunður af Jan Mayen er 1.002 mb lægð sem grynnist en um 400 km suður af Hvarfi/er 992 mb lægð sem þok- ast austur. SPÁ: Súld á miðum og annesjum fyrir norðan. Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað á Norður-, Austur- og Suðausturlandi en bjart að mestu suðvestan- og vestanlands. Síðdegisskúrir. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Suðaustan og síðar breytileg átt. Rign- ingum mestan hluta landsins. Hiti 10-13 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Norðvestlæg átt og lítið eitt svalara norð- anlands. Rigning eða súld við norðurströndina en skúrir í öðrum landshlutum. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r f r f f f f Rigning f f f * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■JO Hitastig:, 10 gráður á Celsius V Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld CO Mistur —j- Skafrenningur [T Þrumuveður —ntiT^* 'V ^ . w / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltí veöur Akureyri 12 skýjað Reykjavík 14 léttskýjað Bergen 16 léttskýjað Helsinkl 24 léttskýjað Kaupmannahðfn 23 hálfskýjað Narssarssuaq 16 úrkoma ígrennd Nuuk 12 heiðskírt Ósló 21 skýjað Stokkhólmur 22 skýjaö Þórshöfn 14 skýjað Algarve 25 heiðskirt Amsterdam 18 alskýjað Barcelona 23 alskýjað Berlín 23 mistur Chicago 18 þrumuveður Feneyjar 30 þokumóða Frankfurt 25 skýjað Glasgow 17 skýjað Hamborg 17 rigning London 22 léttskýjað LosAngeles 17 léttskýjað Lúxemborg 18 skúr Madríd 27 skýjað Malaga vantar Mallorca 28 hálfskýjað Montreal 20 skýjað NewYork 24 léttskýjað Orlando 27 alskýjað París 17 rigning Madeira 22 skýjað Róm 30 heiðskfrt Vín 30 léttskýjað Washington 24. þokumóða Winnipeg 12 heiðskírt Morgunblaðið/Björn Blöndal Flugvélin eftir að hún var rétt við í gærmorgun. Keflavíkurflugvöllur: Lítilli flugyél hvolfdi Flugbraut tepptist í tvo tíma LÍTILLI flugvél af gerðinni Cessna 180 hvolfdi út fyrir braut skömmu eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli snemma í gærmorgun. Flug- manninn, sem var einn á ferð, sakaði ekki. Rannsókn atviksins er ekki lokið, en samkvæmt upplýsingum frá loftferðaeftirlitinu missti flugmaðurinn stjórn á vélinni við lendingu með fyrrgreindum afleið- ingum. Vélin, sem er fjögurra sæta og ber einkennisstafina TF-FKI, er mikið skemmd eftir atvikið, sem átti sér stað á áttunda tímanum. Hún hafnaði sem fyrr segir á hvolfi, um 50 metra fyrir utan flugbraut- ina. Við atvikið tepptist flugbrautin í um tvo klukkutíma, og varð að beina annarri umferð um Keflavík- urflugvöll á aðra braut á meðan. Ágætt veður var þegar vélinni hlekktist á. Lögreglan í Reykjavík: Sextán manns sóttu um stöðu yfirlögregluþjóns SEXTÁN manns sóttu um stöðu yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Nauðgun í Herjólfsdal: Leitað að manni sem grunaður er 19 ARA gamalli stúlku var nauðg- að um verslunarmannahelgina í Heijólfsdal í Vestmannaeyjum. Að sögn rannsóknadeildar lög- reglunnar í Vestmannaeyjum er beðið eftir niðurstöðum úr rann- sókn á sýnum sem tekin voru úr stúlkunni. Að sögn lögreglunnar liggur viss maður undir grun um að hafa fram- ið verknaðinn, og er verið að leita hans. Er þar um mann frá Reykja- vík að ræða. Einn maður var hand- tekinn í tengslum við þetta mál og var hann í haldi í einn sólarhring. Hann hefur verið látinn laus. Stúlkan sem um ræðir er af höfuð- borgarsvæðinu. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út um síðustu mánaðamót. Stöðuna skipar nú Páll Eiríksson en hann lætur af störfum vegna aldurs 1. október nk. Þeir sem sóttu um voru Arnþór Ingólfsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn I Reykjavík, Árni Vigfússon, aðalvarðstjóri í Reykjavík, Baldvin Ottósson, aðal- varðstjóri í Reykjavík, Friðrik G. Gunnarsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, Geir Jón Þóris- son, lögreglufulltrúi frá Vest- mannaeyjum, Gylfi Jónsson, lögre- glufulltrúi í Reykjavík, Helgi Jónas- son, lögregluþjónn í Reykjavík, Helgi Skúlason, aðstoðarvarðstjóri í Reykjavík, Hilmar Þorbjörnsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Jón Friðrik Bjartmarz, aðalvarðstjóri í Reykjavík, Jónas Hallsson, aðal- varðstjóri í Reykjavík, Jónmundur Kjartansson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn á Norðurlandi, Omar Smári Armannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í Reykjavík og Sigurður M. Sigurgeirsson, varðstjóri í Reykja- vík. Tveir umsækjenda óskuðu eftir nafnleynd. Lögreglustjóri mun gera tillögu um ráðningu í stöðuna en dómsmálaráðherra skipar í hana. Álviðræður í Reykjavík: Faríð yfír stöðu samn- inga og tímaáætlanir JÓHANNES Nordal, formaður íslensku álviðræðunefndarinnar, seg- ir að fundi forstjóra Atlantsálfyrirtækjanna með iðnaðarráðherra og íslenskum samningamönnum, sem hefst á mánudag í Reykjavík, sé ætlað að taka út stöðu viðræðnanna og meta árangurinn að und- anförnu. Hins vegar sé akki stefnt undirritun samninga á fundinum. í athugasemd sem borist hefur frá Hans van der Ros, fram- kvæmdastjóra hollenska álfyrir- tækisins Hoogovens, segir að til að forða misskilningi, sé ekki stefnt að undirritun samkomulags á Reykjavíkurfundinum, eins og ranglega hafi verið eftir honum í frétt Morgunblaðsins í síðasta mán- uði. „Þetta er og er ekki ætlun allra aðila málsins fyrir fund okkar í ágúst,“ segir Van der Ros í athuga- semdinni. „Við ætlum okkur að leysa helstu atriðin sem eftir standa," segir hann ennfremur um fundinn í Reykjavík. Jóhannes Nordal segist vonast til að fjáröflunarvinna Atlantsáls- fyrirtækjanna sé að komast í gang. „Það verður farið yfir tímaáætlun á fundinum þó ekki sé búist við endanlegri staðfestingu og undirrit- un fyrr en eftir áramót. Væntanlega verður gefin út sameiginleg tilkynn- ing um stöðu málsins í lok fundar- ins,“ sagði Jóhannes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.