Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 30 Óskar Jónsspn kennari - Minning Fæddur 3. september 1910 Dáinn 2. ágúst 1991 I hugsuninni takast á hlýja minn- inganna og frostharka sorgarinnar. Elskulegur ástvinur hefur skilið við og ljóst er að Óskars afa verður djúpt saknað. Með honum var auðfengið að takast á loft og hugsa djúpt. Vega- nestið var strönd efans, þaðan sem lagt var af stað og lent á aftur. Ferðalögin um úthaf sannleikans voru farin í orðum með þá trú að vopni að ij'ölkynngi orðanna skilaði skilningi á óendanlega marga vegu. Þannig reyndi afi minn að skilja eitthvað nýtt, sjá hið líka í hinu ólíka og leika sér að líkingum. Nístandi veðrabrigði mannlífsins bíta nú hugann og kreista fram orðlausa þögn. En þögnin má ekki vara lengi. Því það er kominn tími á nýtt flug og ég veit og skil að hann afi tæki undir ívitnun í þjóðskáld, Skota Robert Burns: Já elskan mín er eins og rós sem opnast ijóð í maí, og hún er eins og Ijúflingslag esm leikur fyrir blæ. (Snarað á íslensku af Þorsteini Gylfasyni) Ég er þakklátur fyrir ströndina, himininn og ókönnuð lönd, sem einnig vekja mig í myndverki eftir afa á hvetjum morgni. Agúst Asgeirsson, I-Njarðvík Óskar Jónsson fæddist á Seyðis- firði og flyst þaðan ungur til Reykja- víkur. Foreldrar hans voru Jón Jóns: son og Ingibjörg Sigurðardóttir. í Reykjavík elst hann upp hjá föður sínum og ömmu, Gróu Jónsdóttur. Snemma mun það hafa komið í ljós að hann var námsfús og einkar næm- ur og hóf ungur nám í rennismíði og vélsmíði og lauk prófi í vélsmíði 1928, síðar lá leið hans í vélskóla og prófi úr rafmagnsdeild vélskóla lauk hann 1936. Um þetta, ,Ieyti kvæntist hann Ingveldi Rósu Bjarna- dóttur, en þau slitu samvistir eftir stuttan hjúskap. Um 1940 flyst Óskar til Vestmannaeyja og vinnur þar sem vélstjóri á fiskiskipum í nokkur ár, að auki kenndi hann við gagnfræðaskólann og stjórnaði mót- oristanámskeiðum. I Vestmannaeyjum kvæntist hann 1942 seinni konu sinni, Sigurbjörgu Þorsteinsdóttur. Árið 1954 flyst hann * til Ytri-Njarðvíkur og hefur búið þar síðan. Fyrstu ár sín í Njarðvík stund- aði hann vélsmíði, enda var hann þá orðinn þekktur fyrir að vera dverg- hagur. Árið 1956 gerist hann síðan kennari í Gagnfræðaskólanum í Keflavík kennir þar teikningu, eðlis- fræði og stærðfræði. í framhaldi af því kenndi hann ennfremur við Iðn- skólann um árabil og nú síðast var hann kennari í vélfræði við Fjölbraut- askóla Suðurnesja. Á sumrum starf- aði Óskar hjá Njarðvíkurkaupstað sem verkstjóri og stjómaði gjaman unglingavinnu af röggsemi og glögg- skyggni þess sem lengi hefir ungeng- ist ungt fólk og skilið það. I Njarðvík hefir Óskar verið áhug- ►'asamur þátttakandi í félagsmálum og átt sæti í skólanefnd og áfengi- svamanefnd um árabil. Þá var hann einn af stofnendum Lionsklúbbs Njarðvíkur og var heiðursfélagi þess klúbbs nú síðustu árin. Börn Óskars og Sigurbjargar eru Helga, ritari í Fjölbrautaskóla Suð- umesja, gift Ásgeiri Ólafssyni mat- sveini, þau búa í Innri-Njarðvík. Frið- þjófur Valgeir, bankamaður, býr í Reykjavík. Stella Gróa, starfsmaður á Veðurstofu íslands, gift Guðmundi Siguijónssyni, lögfræðingi, þau búa í Garðabæ. Yngstur er Sigþór, raf- virki, kvæntur Hjördísi Lúðvíksdótt- ur, starfsmanni í Fríhöfninni, þau búa í Ytri-Njarðvík. Barnabömin eru nú orðin 9. Það var fljótlega upp úr 1960 sem fundum okkar bar fyrst saman I Li- onsklúbbnum og síðan áttum við samleið í skólanefnd. Ég get ekki neitað því að ég fylltist undrun, og aðdáun, þegar ég fyrst heyrði Óskar flytja ræðu á Lionsfundi. Þar var talað blaðalaust á skýru og ósviknu máli, af snilld sem ekki er algeng. Frekari kynni mín af Óskari leiddu ennfremur í lós að hann bjó yfir fleiri hæfileikum, sem hlutu að vekja undr- un. Það má nefna að rafeindafræði virtist liggja fyrir honum eins og opin bók. Eðlisfræði, efnafræði og stærðfræði hafði hann kynnt sér, svo að þeir sem höfðu stærri próf í þess- um fræðum máttu vara sig. Þá var tómstundaiðja hans að stunda málar- alist og afrakstur þeirrar iðju sýndi hann nokkrum sinnum í Keflavík og Njarðvík. Auk þessa var hann heim- spekingur og var ekki allra að fylgja honum á því flugi, sem var honum þó nokkuð eiginlegt. Þegar ég lít yfir framanskráðar staðreyndir, þá er mér ljóst að Óskar hefði getað orðið afreksmaður á hveiju því sviði, sem þarna er nefnt, en hann er vissu- lega dæmi um ófáa snillinga, sem hér hafa fæðst og dáið, án teljandi afreka, vegna takmarkana, sem fá- tækt og umkomuleysi íslenskrar þjóðar hefir skammtað þeim. Með þessum orðum vil ég óska þessum gengna vini mínum farsæld- ar og þroska á framandi brautum. Ég sendi ennfremur innilegustu samúðarkveðjur til allra ástvina Óskars og óska þeim Guðsblessunar. Ingólfur Aðalsteinsson. Haustið 1956 kynntist ég Óskar Jónssyni fyrst er hann hóf kennslu við Gagnfræðaskólann í Keflavík. Hann var með meistararéttindi í vélvirkjun og vélstjórn og hafði unnið við vélsmíðar í Reykjavík. Vestmannaeyjum og Keflavík. Einnig hafði hann kennt við Iðn- skólann í Eyjum. í fámennu kenn- araliði lítils skóla er nauðsynlegt að hvert sæti sé vel skipað. Augljóst var að mikiar vonir voru bundnar við komu þessa nýja. kenn- ara: Hann var fullþroska maður og hafði öðlast fjölbreytta starfs- reynslu úr atvinnulífinu. Óskar upp- fyllti þessar væntingar, hann átti létt með að umgangast og leiðbeina unglingum. Hann varð aðalteikni- kennari skólans, en Óskar hafði verið mikill áhugamaður um mynd- list, meðan annars haldið málverka- sýningar og hélt áfram að sinna þessu áhugamáli sínu fram til hins síðasta. Raungreinar eins og stærð- fræði og eðlisfræði voru annað áhugasvið Óskar og var hann sí- fellt að bæta við þekkingu sína á því sviði, bæði með því að sækja öll kennaranámskeið, sem í boði voru og sífelldu sjálfsnámi. Féiags- störf unglinga í skólum, þar sem þeir verða að standa nokkuð á eig- in fótum eru mikilvæg til aukins þroska þeirra. Þar kom Óskar mjög við sögu. í hvert skipti sem nemend- ur til aukins þroska þeirra. Þar kom Óskar mjög við sögu. í hvers skipti sem nemendur fluttu leikrit eða önnur sviðsverk var Óskar kominn með sitt fólki til að búa til leikmynd- ina. Þetta vann Óskar af smitandi áhuga, og aldrei var spurt um klukkuna, þó að komið væri fram á nótt. Þegar ég hætti störfum í Gagn- fræðiskólanum og fór að Iðnskóla Suðurnesja 1969, en hann var þá orðinn dagskóli, hætti Óskar kennslu í Iðnskólanum, en hann fylgdist vel með þróun mála þar. Tókst samstarf allra sveitarfé- laganna á Suðurnesjum um bygg- ingu og rekstur iðnskóla, það fyrsta á landinu árið 1972. Nokkru síðar hófust umræður um stofnun framhaldsskóla á Suð- umesjum. Þeim málum lauk svo að gerður var samningur milli allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum og ríkisins um sameinaðan framhalds- skóla á sömu nótum og samningur- inn um Iðnskólann 1972, en nú yrði iðnnámið ein brautin, tækni- braut, í þessum nýja Fjölbrauta- skóla. Það var sameiginlegur metnaður skólastjórnenda og skólanefndar hins nýja skóla, að tæknibrautirnar yrðu ekki neinar hornrekur í hinum nýja skóla. Til þess þurfti bæði mikla fjármuni og valið starfslið, ef þetta ætti að takast. Atvinnulífið á svæðinu er þannig að full þörf var á góðri menntun vélstjóra. Til að byggja upp þessa braut var valinn Óskar Jónsson. Af brenn- andi áhuga hans tókst það vel, en það voru ótaldir tímarnir meðan annars um helgar þegar flestir eiga frí, sem finna mátti ðskar vinnandi að þessu áhugamáli sínu. Það var gaman að bjóða öðrum skólamönn- um, sem komu í kynni heimsóknir í vélstjóradeildina til Óskars og fá hann til að útskýra þetta uppbygg- ingarstarf. Það var aldrei nein hálfvelgja í kringum Óskar Jónsson. Hann gaf sig allan í þeim verkefnum sem hann var að fást við. En Óskar var ekki einn. Hann átti góða og sam- heldna tjölskyldu, sem stóð við hlið hans í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur. Eiginkonu sína, Sigur- björgu Þorsteinsdóttur frá Vest- mannaeyjum, missti hann síðastlið- ið haust eftir 48 ára farsælt hjóna- band, en börnin þeirra lifa föður sinn. F’arð minn gamli vinur vel, með þökk fyrir 35 ára góð kynni. Ingólfur Halldórsson Föstudagskvöldið_2. ágúst sl. an- daðist vinur minn Óskar Jónsson á gjörgæslu Landakotsspítala eftir stutta sjúkdómslegu. Þótt á milli okkar væri um eitt kynslóðabil, átt- um við í gegnum áratugina sérkenni- lega líkt lífsmynstur og sigldum sömu slóðina, ef svo má að orði kom- ast og hentum við oft gaman að þessu sjálfír. Hvað snertir menntun, lærðum við báðir járnsmíði hjá Vélsmiðjunni Hamri í Reykjavík og lukum báðir prófi í faggreinum okkar frá Iðnskó- lanum í Reykjavík og framhaldsnámi í vélfræði frá Vélskóla íslands, eins og hann þá hét. Unnum við báðir til sjós og lands í okkar faggreinum fyrst eftir skólanám. En leiðir okkar Óskars lágu fyrst saman árið 1956 er ég fluttist frá Reykjavík með fjölskyldu mína til Njarðvíkur en hann hafði flust þang- að með sína fjölskyldu frá Vest- mannaeyjum, aðeins tveimur árum áður. Við urðum strax ásamt fjöl- skyldum okkar bestu nágrannar enda skammt á milli heimilanna og hefur vinátta okkar haldist óslitin síðan. Hann eignaðist með konu sinni fjögur börn, slíkt hið sama og ég gerði með minni konu. Eftir að við fluttumst suður með sjó gerðumst við strax meðlimir í Iðnaðarmanna- félagi Suðurnesja og höfum verið þar alla tíð síðan. Árið 1958 gerðumst við saman stofnfélagar að Lions- klúbbi Njarðvíkur, en við vorum 15 talsins. Þar starfaði Óskar dyggilega til dauðadags. Hann varð formaður þess klúbbs starfsárið 1961-1962 og gerður að fyrsta heiðursfélaga hans árið 1980, jafnframt því að vera ald- ursforseti. Hann er fjórði stofnfélag- inn sem er fallinn í valinn og eftir eru aðeins 6 starfandi, en hinir fímm hafa ýmist flust í önnur sveitarfélög eða erlendis. Lionsklúbbur Njarðvík- ur telur nú 45 meðlimi og hefur alla tíð haft lifandi og öflugt félagsstarf og sinnt fjölmörgum mannúðar- og menningarmálum í gegnum árin og átti Óskar ekki hvað síst þakkir fyr- ir sitt framlag í þeim efnum. Hann var ræðumaður góður, glett- inn, orðheppinn og brá oft fyrir sig heimspeki, enda í henni vel lesinn og höfðum við félagarnir bæði gagn og gaman af þegar hann lét gamm- inn geisa. Hann var mjög vel sjálf- menntaður, lagði sig fram í eðlis- og efnafræði samfara stærðfræði og sótti fjölmörg námskeið í þeimefnum, ásamt flatar- og njmmálsteikning- um, sem í dag nefnast víst grunn- teikningar. Hann hóf kennslustörf hér syðra 1956 í framangreindum fræðum, fyrst við Gagnfræðaskólann í Kefla- vík, þá við Iðnskóla Keflavíkur og síðar einnig við Fjölbrautaskóla Suð- urnesja en Iðnskólanum var breytt í Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1976, þriðja fjölbrautaskólann hér á landi, næst á eftir Breiðholti og Flensborg. Þar lágu leiðir okkar einn- ig saman að sameiginlegu hugðar- efni, hann sem kennari en undirritað- ur sem skólanefndarmaður, að hrinda í framkvæmd nýrri braut, nefnilega vélstjómarbraut, sem brýn þörf var fyrir vegna allra sjávarplás- sanna á Suðurnesjum. Hann var sjálfkjörinn til að veita þeirri braut forystu og var gaman að fylgjast með þeim eldmóði sem hann sýndi þar í verki og vann að uppbyggingu þeirrar brautar mestmegnis einn með aðstoð nemenda sinna og þrátt fyrir bágborinn fjárhag komst hún til vegs og virðingar. Auk þess sem að framan er greint, sinnti ðskar fjölmörgum trúnaðar- störfum fyrir sitt sveitarfélag, en slík var atorka hans að hann hafði einnig tíma til að sinna sínum eigin hugðarefnum. Hann var góður ha- gyrðingur og sendi þá gjaman vísur og kvæði vinum sínum og vanda- mönnum á þeirra tyllidögum og naut ég þess oftar en einu sinni. Einnig stóð hugur hans mjög til málaralist- arinnar í sínum frítímum og náði þar sem annars staðar góðum árangri að mínu mati, minnsta kosti skreyta verk hans heimili mitt, sumarbústað og skrifstofu og er ég stoltur af. Hann fór ekki alltaf troðnar slóðir í þeim efnum, sífellt að finna upp á nýjum aðferðum og nú síðast vann hann aðallega í eir og framkallaði ýmis litbrigði með aðstoð gasloga svo eitthvað sé nefnt. Til stóð að hann héldi sýningu á seinni tíma verkum sínum nú í haust og efa ég ekki að hann hefur verið langt kominn með safn mynda í sjálfstæða sýningu og væri synd ef hún næði ekki að koma fyrir almenningssjónir vegna fráfalls hans. Snemma árs 1957 voru hin fjögur fyrirtæki Keflavíkurverktaka stofn- uð fyrir forgöngu Iðnaðarmannafé- lags Suðurnesja í öllum greinum byggingariðnaðar. Þar gengum við einnig sömu brautiina og stofnuðum saman verktakafyrirtæki ásamt 17 öðrum fagmönnum og skyldi það annast verktöku í öilum greinum jár- niðnaðar, blikksmíði og pípulögnum. Það fyrirtæki er enn í fullum gangi í dag og hefur undirritaður veitt því forstöðu frá byijun en Óskar Jónsson verið aðal hluthafaendurskoðandi þess frá stofndegi og þar til hann náði áttræðisaldri, en þá gaf hann ekki lengur kost á sér fyrir aldurs sakir eftir starf á fjórða áratug fyrir fyrirtækið. Þetta ber því glöggt vitni hvert traust meðeigendur hans báru til hans að kjósa hann árlega sem félagslegan endurskoðanda. Af 19 stofnfélögum þessa fyrirtækis er hann sá áttundi sem fellur í valinn en hluthafar þess í dag eru um 50 talsins. Óskar hafði mjög ákveðnar skoð- anir og var ófeiminn að halda þeim fram og sáum við ekki alltaf hlutina í sama ljósi og fékk ég oft á baukinn ef honum fannst ég ekki standa mig og ekki gera hlutina rétt að hans mati. Sömu sögu höfðu nemendur hans úr skólum einnig að segja. En eitt held ég að við getum öll verið sammála um að hann var bæði sann- gjarn, réttsýnn og vann alltaf með þér en ekki á móti. Óskar giftist tvívegis, í fyrra skip- tið Ingveldi Rósu Bjarnadóttur árið 1937, en þeirra sambúð var skamm- vinn. En lífsförunaut sínum, Sigur- björgu Þorsteinsdóttur, giftist hann árið 1942 og eignuðust þau fjögur mannvænleg > börn eins og áður er getið og eru þeim, ásamt mökum þeirra og börnum, gerð góð skil af öðrum hér í blaðinu í dag. Sigurbjörg lést fyrir aðeins níu mánuðum í nóvember sl. Það má með sanni segja að skammt hafi verið stórra högga á milli hjá þess- ari yndislegu og samhentu fjöl- skyldu. Sigurbjörg hafði ekki gengið heil til skógar um nokkurra ára skeið og ágerðist sjúkdómur hennar eftir því sem árin liðu þar til þrótturinn hvarf. En svo ástúðlagt var hjóna- band þeirra að þau máttu helst ekki hvort af öðru sjá og studdi Óskar konu sían af drengskap og blíðu þar til dagar hennar voru taldir. Ég vil fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar votta fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð og einnig bera þeim sömu kveðjur frá sam- starfsmönnum okkar og félögum í JPK hf. Um leið og ég þakka kærum vini og félaga samfylgdina í þessu lífi, er ég þess fullviss að æðri mátt- arvöld styðja hann yfír móðuna miklu eins og trú hans stóð til og þar mun vel tekið á móti honum. Ingvar Jóhannsson, Njarðvík Margbreytilegur var æviferill Óskars Jónssonar. Vel þekki ég aðeins kennslustarf hans í tæpan áratug en hef haft spurnir af ýmsu öðru. Samt tel ég mig geta stað- hæft að alúð og trúmennska hafí einkennt afskipti Óskars af öllu sem hann fékkst við. Er Fjöibrautaskóli Suðumesja tók til starfa haustið 1976 gafst ekki tóm til viðhlítandi undirbún- ings. Valt á hæfni og fórnarlund lykilmanna hvort heppnaðist sú til- raun sem þá var reynd í fyrsta sinn hérlendis: samhæfing framhalds- náms í bóklegum og verklegum greinum — annars vegar á iðn- og tæknibrautum, hins vegar í námi til stúdentsprófs. Óskar tók að sér að stjórna vélstjórnarbraut 1. og 2. stigs og lét hendur standa fram úr ermum eftir að Bjarni Einarsson forstjóri Skipasmíðastöðvar Njarð- víkur bauð skólanum verknámshús- næði nær endurgjaldslaust. Fyrsta starfsár skólans vann Óskar myrkra á milli að útvegun og uppsetningu kennslutækja á því lága dagvinnukaupi sem hæfa þótti réttindalausum kennara og ekki fór Óskar fram á greiðslur fyrir yfír- vinnu. Þó var hugsjónavinna löngu hætt að teljast mönnum til sóma. Óskar fékk á undralágu verði eða ókeypis ýmsar vélar og tæki og smíðaði sum sjálfur sem annars hefði vantað. Til sóma urðu verk- kennslustofurnar tvær í húsi sem stendur á grunni kotbæjar þar sem um hríð bjó sr. Hallgrímur Péturs- son, fyrsti járnsmiður á Suðurnesj- um. Auðvitað áttu fleiri hlut að máli en enginn stærri. Lágt kaup og litlar þakkir drógu ekki kjark úr eldhuga sem á sínum stað vann sigur sem athygli vakti. Er ég lít yfír þátt Óskars Jóns- sonar í mótun framhaldsnáms á Suðumesjum kemur mér í hug sá Skálholtsbiskup sem einna minnst er kunnur: Ólafur Gíslason frá Ytri- Njarðvík. Hann vann embættisverk sín á þrengingatímum þannig að engar stórdeilur spruttu af. Mistak- astoðir voru svo veikar að enga umtalsverða gagnrýni mátti á reisa. Ferill hans þótti því ekki fréttnæm- ur enda er maðurinn gleymdur. Sömu örlög bíða sjálfsagt Óskars kennara og þúsundþjalasmiðs. Fjöl- margt sem hann vann er þegar fyrnt og líklega verður allt gleymt þegar horfnir eru þeir sem manninn þekktu. Því miður stenst ekki sú uppörvandi staðhæfíng í Hávamál- um að aldrei deyi góður orðstír. Ekki leikur vafi á að margir hugsa hlýtt til Óskars á kveðju- degi. Framvegis mun hann hvorki sjást mála, smiða, kenna né örva aðra tiljiáða. En vonandi eru og verða framvegis uppi margir honum líkir, er útdeila í kyrrþey pundi því er þeir hafa vel ávaxtað. Áfkomendum Óskars og öðru skylduliði sendi ég samúðarkveðjur. Jón Böðvarsson Góður Lionsfélagi, Óskar Jónsson, lést á Landakotsspítala í Reykjavík 2. ágúst eftir stutta sjúkralegu. Hann starfaði lengstum við kennslu og fékkst við myndlist í tóm- stundum sínum. Síðustu árin gat

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.