Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 9. AGUST 1991 31 Agústa Sigurðar- dóttir - Minning hann helgað sig alveg listagyðjunni. Hann var afkastamikill listamaður og málaði bæði olíu- og vatnslita- myndir og vann verk í málm. Segja má, að hann hafi lifað sig inn í list sína, enda ljómaði hann allur þegar hann ræddi um þetta hugðarefni sitt. Eiginkonu sína, Sigurbjörgu Þor- steinsdóttur, missti hann 8. nóv- ember 1990, en hún hafði átt við veikindi að stríða síðustu árin og annaðist Óskar hana af mikilli nær- fæmi. Hann var aldursforseti í Lions- klúbbi Njarðvíkur. Þegar Lionsklúb- bur Njarðvíkur var stofnaður 2. mars 1958 varð hann einn af stofnfé- lögum klúbbsins. Hann gegndi ýms- um trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn og var meðal annars formaður starfs- árið 1961-1962. Hann tók oft til máls á fundum og var tillögugóður og naut samverunnar með félögun- um. Á mannamótum var hann hrók- ur alls fagnaðar, léttur í lund og gamansamur. Að leiðarlokum þakkar Lionsklúb- bur Njarðvíkur honum fyrir góða viðkynningu og fyrir allt starfið í klúbbnum gegnum tíðina. Við sendum aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur. Megi hann hvíla í friði. Fyrir hönd stjómar Lionsklúbbs Njarðvíkur, Jón Aðalsteinn Jóhannsson Þegar einstaklingur hverfur af sjónarsviði era skilin eftir spor — sum djúp en önnur dýpri. Óskar varði dtjúgum hluta ævi sinnar til að miðla og gefa öðrum í kennslu. Margir fyrram ærslabelgir og skólavillingar, nú rórri og ráðsettari, þakka Óskari kennara fýrir að hafa komið sér til manns, með mildinni og hörkunni eftir þvi sem við átti hverju sinni. Aðstandendur Fjölbrautaskóla Suð- umesja nutu góðs af eldmóði og úr- ræðum Óskars við uppbyggingu nýrrar stofnunar. Hann telst tvímæi- alaust til þess trausta hóps er kalla má foreldri þeirrar stofnunar. Tíminn og krónan viku þar fyrir lönguninni til að skapa og byggja upp af þeirri natni og kostgæfni sem annars er vandfundin. Með nærvera sinni skerpti hann stöðugt á athygli og þroska nemenda sinna og samstarfs- fólks. Ekki með löngum hrókaræðum heldur hnitmiðuðum og kjarnyrtum setningum. Hann virti orðin sem af- sprengi hugsunar. Þegar pólitíkusinn eða bindindismaðurinn Óskar rök- ræddi viðhorf sín á þeim sviðum hafði hann ávallt rúm til að virða skoðanir „fjenda" sinna svo fremi að rök fylgdu. Heldur þótti honum lakara að heyra eintijáningslegar fullyrðingar en brást við með því að leyfa prakkaranum í sér að taka völdin. Þannig lærðum við af honum. Fyrir það kunnum við þakkir. Elja Óskars í skólamálum dygði mörgum ein og sér til athafna og hugarhægð- ar. Á einhvem óskiljanlega hátt tókst honum þó að skapa sér tíma til að sinna öðrum yndisefnum. Myndlistin átti þar dijúgan skerf. Með henni sameinaði Óskar þá lyndiseinkunn sína að skapa og gefa öðram. Sem i öðra fór hann á þeim vettvangi óhræddur ótroðnar slóðir en leyfði okkur hinum að njóta með sýningum eða gjöfum. Um það leyti sem Óskar Jónsson lét formlega af störfum fyrir aldurs sakir þá keypti hann sér tölvu af nýjustu gerð til „að búa mig undir framtíðina," eins og hann orðaði það. Þau viðhorf lýsa sennilega hvað best þeim ólgandi krafti sem bjó í anda hans. Vélstjórinn frá Vest- mannaeyjum var stöðugt að nema og uppgötva nýjar lendur. Vissulega mátti kalla hann meistara vélarinn- ar, ekki síður illa haldinn raungreina- mann eða ræðuskörung og heim- sjieking. Sambland alls þessa lyfti Óskari Jónssyni upp frá þeim fast- mótaða þúfuhugsunarhætti sem allt of mikið vill ná tökum á okkur en veitti honum betri yfirsýn og næm- ari skilnig á lífinu sjálfu heldur en almennt gerist. Af þeim gnægtar- brunni leyfði hann samferðarfólki sínu að njóta. Við kveðjum Óskar Jónsson og þökkum honum leiðsögn- ina. Við munum oma okur við minn- ingar um ljúfan vin. Ættingjum hans og aðstandend- um sendum við dýpstu hluttekningu. Fyrir hönd starfsfólks Fjölbrautaskóla Suðurncsja, Hjálmar Árnason Fædd 23. júní 1941 > Dáin 23. júlí 1991 Þegar kær vinkona kveður þennan heim á besta aldri, þá verður fátt um orð. Við kynntumst henni Ágústu og manni hennar, Sigurbirni Pálssyni er þau hófu byggingu húss síns á Túngötu 9 á Álftanesi og voru þau með þeim fyrstu sem fluttu í götuna okkar. Það vakti strax athygli okkar frumbyggjann að þar vora samhent hjón, hann handlaginn en hún mikil húsmóðir sem reisti myndarlegt heimili fyrir sig og börnin, Margréti og Sigurð, en seinna fæddist svo Hallgrímur Páll sem fermdist um síðustu páska og stjórnaði Ágústa fermingarundirbúningnum af mikilli reisn þótt fársjúk væri. Við þessi gömlu við götuna mynduðum með okkur tryggan vinahóp og nú sökn- um við vinar sem alltaf var reiðubú- inn að rétta hjálparhönd ef henni fannst hún geta létt undir með öðr- um. I mörg ár aðstoðaði hún bónda minn með sérstakri nærgætni og alúð og þökkum við henni fyrir það og margt fleira. Við munum sakna hennar á gaml- árskvöld en sú hefð hefur verið að þau hjónin komu yfir til okkar og fögnuðum við saman nýju ári með fjölskyldum okkar. Við Gústa höfum starfað saman í mörg ár og betri samstarfsmanneskju hef ég ekki haft, alltaf að gera sitt besta til að þeir sem verkanna áttu að njóta nytu þeirra sem best og síðustu mánuði starfsins gerði hún miklu meira en raunveruleg geta hennar leyfði en skilaði sínu ætíð óaðfinnan- legu. Ágústa trúði á það góða í mann- Minning: Fæddur 23. nóvember 1908 Dáinn 18. júní 1991 Hann var fæddur í Stapadal í Amarfirði. Faðir hans var Sigur- mundur Sigurðsson og móðir Guðný Guðmundsdóttir. Þeirra leiðir lágu ekki saman. Guðný giftist síðar ekkj- umanni, Kristjáni bónda í Stapadal. Þau áttu sex börn. Sigurmundur var héraðslæknir á Breiðumýri, Laugar- ási og síðast í Bolungarvík. Kona hans var Anna Eggertsdóttir, Jokk- umssonar frá Skógum í Þorskafirði. Þau áttu sex börn. Annan son átti Sigurmundur, fyrir hjónaband, Ágúst myndskera í Reykjavík sem er látinn. Ættir Gunnars verða ekki raktar hér en fullyrða má að hann átti til merkra manna að telja frá báðum foreldram sínum. Fárra vikna gömlum var Gunnari komið í fóstur til Sigríður Sigurðard. og Guðjóns Árnasonar, bónda í Aust- mannsdal, handan við fjörðinn. Minntist Gunnar fósturforeldra og heimilisins í Austmannsdal með hlý- leika. Að sjálfsögðu hefur drengurinn svo fljótt sem orka leyfði, farið að leggja hönd að verki. Þar var búskap- ur bæði til sjós og lands, og mun honum hafa fallið betur að sinna útgerðinni. Að krakkar fengju vasaaura á þeirri tíð var óþekkt fyrirbæri. En Gunnar sagði mér að strákarnir hefðu stundum verið að sniglast út á Bíldudal, reiðubúnir að róa með ferðamenn út í skip sem láguá firð- inum og fengu aura fyrir. í einni ferðinni sat þungaviktarmaður í skut og fór hann að spyrja drengina hverra manna þeir væru. Þegar Gunnar svaraði fullum rómi að hann væri sonur Sigurmundar læknis á Breiðumýri, tók karl heldur betur bakfall svo litlu munaði að gæfi á bátinn. En farþeginn var þekktur maður á þeirri tíð, Þórólfur í Baldurs- eskjunni og gerði alltaf gott úr öllu. Hún hugsaði vel um heimili sitt og þarfir heimilisfólksins og hún rækt- aði garðin sinn bæði utan húss og hið innra með sör trúði hún á Guð og góða heimkomu að þessu lífí lo- knu. Við þökkum samfylgdina í öll þessi ár og biðjum henni guðs bless- unar á nýju tilverustigi. Aðalheiður og fjölskylda Lýs milda Ijós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó hjálpin' mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú og hennar ljós? Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú er burt mitt hrós. Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið, unz fáráð öndin sættist Guð sinn við. Þú Ijós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég fmn aftur andans fógru dyr og engla þá, sem bam ég þekkti fyr. (J.H. Newman. Matthías Jochumsson.) Hve sárt er að sjá á bak góðri manneskju á besta aldri. Hve sárt það er fyrir aldraða móður, eigin- mann, böm og barnabörn. Hún hélt upp á fimmtugsafmæli sitt réttum mánuði fyrir andlátið. Þá undi hún sárþjáð í sumarbústað í faðmi fjöl- skyldu sinnar á fögrum stað í ís- lenskri sveit. Þó var Ágústa glöð og keik og kvaðst þess albúin að takast á við sjúkdóm sinn og sigra. Hinn heimi, að kalla nágranni læknisins. Gunnari þótti þetta broslegt atvik og sannast hér sem oftar að lengi man til lítilla stunda. Eftir fermingu fór þrá til fram- haldsnáms að sækja fast að Gunn- ari. Þar sem hann skorti fararefni brá hann á það ráð að skrifa föður sínum í fyrsta sinn og spyijast fyrir um stuðning af hans hendi. Svarið var jákvætt. Honum var fyrirhuguð skólavist á Akureyri. Svo þegar Gunnar kom þangað um haustið með tiltekinni skipsferð, stóð þar vörpu- legur maður á bryggjunni að taka á móti honum. Það var vinur Sigur- mundar, Jónas Þorbergsson, síðar útvarpsstjóri. Sem forsjármaður Gunnars í skólavistinni reyndist Jón- as honum vel svo að Gunnar sagðist oft minnast hans þegar hann heyrði góðs manns getið. Þegar Gunnar síð- ast settist sextán ára gamall í fyrsta bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri mun honum hafa þótt hag sínum all vel borgið. Æskudraumur unglings- ins úr Arnarfirði var að rætast. Gunnar var skýrleiksmaður svo námsefnið hefur ekki verið honum torfæra. Mun stærðfræði hafa sérs- taklega legið létt fyrir honum. En námsbrautin varð skemmri en efni stóðu til. í þriðja bekk gagnfræða- skólans veiktist hann svo hastarlega, að hann varð að hætta námi og lauk ekki prófi. Það var vorið 1925 að Sigurmund- ur á Breiðumýri skipti um læknishér- að og flutti ásamt fjölskyldu sinni að Laugarási í Biskupstungum. Þangað fór Gunnar og var þar í 3 sumur og því átti hann þar athvarf í veikindum sínum og náði þar heilsu undir læknishendi föður síns. Um veru sína í Laugarási gat hann þess sérstaklega, hvað Anna, læknisfrúin, hefði verið sér raungóð. Gunnar fór í Iþróttaskólann í Haukadal og hélt þaðan til Vestmannaeyja, þar sem hann reri eina vertíð hjá Ólafi Ingi- jarðneski líkami féll í valinn en hinn andlegi heldur nú á veg hins milda ljóss á áframhaldandi vegferð lífs- ins. Þar trúi ég að verði tekið á móti Ágústu af traustum og góðum vinum, sem farnir eru á undan. Þar trúi ég að fremstur fari faðir henn- ar, sem hún var mjög tengd og far- inn er fyrir allmörgum árum. Ágústa Sigurðardóttir var íslensk alþýðukona í bestri merkingu þess orðs. Hún fæddist í Reykjavík 23. júní 1941 og ólst þar upp hjá foreld- rum sínum, þeim Ingibjörgu Sigurð- ardóttur húsmóður og Sigurði Sigur- björnssyni yfirtollvérði. Ingibjörg lif- ir dóttur sína, en Sigurður dó árið 1975. Ágústa átti fjögur systkini, þau Margréti fædda 1939, sem er elst, svo kom Ágústa, þá Guðbjörg fædd 1949, Sigurbjörn fæddur 1953 og Sigríður Ólöf fædd 1955. Ágústa gekk í barnaskóla Austur- bæjar og Gagnfræðaskóla Verk- náms við Brautarholt og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Árið ’59 — ’60 stundaði hún og lauk námi við Hús- mæðraskólann að Varmalandi í Borgarfirði. Hinn 11. maí 1963 giftist Ágústa leifssyni, skipstjóra og útgerðar- manni. Eg sá Gunnar fyrst í Haukad- al og fannst mér hann skera sig nokkuð úr hópnum, enda hafði hann þá mótast með öðrum hætti eða hvað sem því olli þá varð þessi fríðleiks piltur mér hugstæður. Gunnar settist að í Reykjavík. Hóf þar prentnám og lagði þar með grann að sínu ævistarfi. Því námi lauk í Prentsmiðju Jóns Helgasonar og út- skrifaðist Gunnar árið 1938. Sama ár staðfesti Gunnar ráð sitt. Kona hans var Vilborg Sigurðaróttir úr Reykjavík. Hún reyndist honum traustur lífsförunautur og lifir mann sinn. Bæði voru þau sósíalistar og ég hygg að þau hafi sameiginlega átt fleiri hugðarefni. Árið 1945 fluttu hjónin til Vest- mannaeyja þar sem Gunnar varð prentsmiðjustjóri í Prentsmiðjunni Eyrúnu hf. Talsverð blaðaútgáfa hefur lengi verið í Eyjum. Kom sér þá vel að Gunnar var góður íslenskumaður, leiðrétti handrit í setningu og leið- beindi mönnum við uppsetningu af smekkvísi. Margir áttu erindi í prent- smiðjuna svo oft var þar talsverður erill sem hefur reynt á þolinmæðina, þegar verkin biðu. En Gunnar leysti hlutverk sitt vel af hendi í hartnær þijá áratugi sem hann var þar að verki. Þau hjónin, Gunnar og Vilborg, reistu sér myndarlegt íbúðarhús að Brimhólabraut 20 og bjuggu þar síð- eftirlifandi maka sínum, Sigurbirni Pálssyni húsasmið, starfsmanni hjá Skeljungi. í stuttu máli og hræsnis- lausu, var það sannkallað gæfuspor. Þau hjón vora einkar samrýnd og samstillt, jafnvel svo, að vilji annars var vilji beggja. Eins og við mátti búast einkenndi hlýja og gagnkvæmt traust þeirra samband, ■ allt þar til er yfir lauk. Meiri umhyggju, hjálp- semi og hlýju var ekki hægt að hugsa sér, en þegar Bjössi studdi Ágústu sína síðasta spölinn. Þá má heldur ekki gleyma hlut Ingibjargar móður hennar, en mild móðurhönd, hjúkr- aði og huggaði af kærleika sem þekkir engin mörk. Börn Ágústu voru einnig vakin og sofin yfir vel- ferð móður sinnar. Að henni liði sem best sínar síðustu stundir. Börn þeirra hjóna eru þijú, þau Margrét fædd 8. september 1963, Sigurður fæddur 17. nóvember 1967 og Hallgrímur Páll, fæddur 14. fe- brúar 1977. Barnabörnin eru tvö þau Linda Björk, fædd 12. febrúar 1981 og Sigurbjörn Grétar fæddur 16. júlí 1984. Þau eru böm Margrétar og Ragnars P. Hannessonar eigin- manns hennar. Eins og fyrr segir voru þau Ág- ústa og Bjössi mjög samstiga í öllu þvi sem þau tóku sér fyrir hendur. Snyrtimennska, ósérhlífni og dugn- aður einkenndi þau og má sjá þess merki á fallegu og reisulegu einbýlis- húsi, sem þau reistu yfir heimili sitt á Túngötu 9, Álftanesi. Þar er hver hlutur á sínum stað og hlýja og heiðríkja ríkjandi. Garðurinn þeirra stendur í fullum blóma, vel hirtur og fallegur. Þannig skilur Ágústa við. Hún var barn sumarsins, fædd- ist þegar dagur er lengstur, og deyr inn í sumarið, þegar það er í fullum skrúða. Ég bið algóðan Guð að hugga og styrkja Bjössa og börn og barnabörn þeirra hjóna, Ingibjörgu móður Ág- ústu og alla þá er um sárt eiga að binda vegna fráfalls hennar. Láta hið milda Ijós lýsa veginn sem fram- undan er. Bergsveinn Auðunsson. an meðan þau voru hér í Eyjum. Þau áttu 4 böm: Gylfa, þyrluflugmann í Bandaríkjunum, Gerði, fyrrum flug- freyju, búsett í Reykjavík, Gauta, afgreiðslumann á Stokkseyri og Sig- urð, flugvirkja á Englandi. Hjónin ferðuðust mikið, sérstak- lega um Evrópulöndin. Dvöldu þau oft ytra í sumarleyfum, sér til hress- ingar og lífsfyllingar. Þau áttu gott bókasafn og voru vel að sér á mörg- um sviðum. Á félagsmálasviðinu er vert að geta þess að Gunnar átti lengi sæti í bæjarstjóm Vestmannaeyja, sem varamaður bæjarfulltrúa Al- þýðubandalagsins. Málflutningur hans vár skýr og hnitmiðaður en málþóf var honum ekki að skapi. Vilborg vann utan heimilisins í fisk- verkun og var uin skeið formaður Verkakvennafélagsins snótar. Þar með höfðu þau áhrif á framþróun byggðarmála hér í Eyjum. Það var í samræmi við lífsskoðanir þeirra hjóna að vinna að bættum hag þeirra sem minna máttu sín. Gunnar var um árabil einn af máttarviðum Leikfélags Vestmanna- eyja. Tilþrif hans á leiksviðinu eru mér minnisstæð. Hann hafði skýra framsögn og greinilega leikhæfi- leika. Hann hafði mikla og skæra ten- orrödd. Sótti hann á sínum yngri árum söngtíma hjá Pétri Jónssyni óperusöngvara og söng í Karlakór Reykjavíkur og Karlakór verka- manna. Ég innti hann einhveiju sinni eftir því hvort hann hefði með frek- ara námi getað náð langt á sviði sönglistarinnar. Hann neitaði því ekki en svaraði snögglega að við ættum ekki að lifa í fortíðinni. Gunnar var vel ritfær og hafði fagra rithönd. Lundin var ör og hvessi stundum ef honum þótti á sig hallað en stormurinn gekk fljótt yfir. Hann var góður drengur. Gunnar var laus við yfirlæti, lagði gott til manna og málefna og var hlýr í viðkynningu. Við útförina söng Inga Bachmann erindi úr Sólskríkjunni hans Þor- steins Erlingssonar við lag Jóns Lax- dal, „Sú rödd var svo fögur svo hug- ljúf og hrein". Mér fannst það hljóma vel í minningu Gunnars Sigurmunds- sonar. Með samúðarkveðju til fjölskyld- unnar, vina og vandamanna. Sigurgeir Kristjánsson Gunnar Sigur- mundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.