Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 5 Að leik í Grasagarðinum. Morgunbiaðið/KGA Hestamennska og leikir í sumarblíðu ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjavíkur hefur staðið fyrir ýmis konar námskeiðum fyrir börn og unglinga í sumar eins og mörg undanfarin sumur. Meðal þess sem hefur verið boðið upp á yru leikjanámskeið hjá félagsmiðstöðvum fyrir börn á aldrinum 6-10 ára og reiðnámskeið í Reiðhöllinni í Víðidal. Hópur frá félagsmiðstöðinni Frostaskjóli var að leik í Grasa- garðinum í Laugardal í góða veðr- inu í gær. Þetta voru um 35 börn í fylgd með 9 leiðbeinendum. Lára Baldursdóttir, einn af leiðbeinend- unum, kvaðst hafa unnið á þessum leikjanámskeiðum í nokkur sumar og líkaði vel. Hún sagði að nám- skeiðin stæðu í tvær vikur hvert. Börnin eru á milli klukkan 10 og 16 á daginn á námskeiðunum en einnig er boðið upp á gæslu milli 9-10 og 16-17. Margt er sér til gamans gert á námskeiðunum. Farið er í sund, siglingu og ferðir í Húsadýragarðinn og í Öskjuhlíð. Tvíburasysturnar Helga Snót og Hildur Sif eru á.námskeiði Frosta- skjóls samt vinkonu sinni Hildi. Þær stöllur eru allar 8 ára. Allar hafa þær verið á leikjanámskeiði áður og sögðu þær að þau væru mjög skemmtileg. Eftir dvölina í Grasagarðinum var stefnt að því að fara í sund og ætluðu þær stöll- ur að leika sér í vatnsrennibraut- inni í Laugardalslauginni. Þær sögðu að næsta dag ætti síðan að fara með allan hópinn til Þingvalla þar sem yrði grillað og farið í leiki. Lára Baldursdóttir sagði að á hverju námskeiði væri farið í eina langa dagferð og þá væri t.d. farið til Þingvalla eins og nú eða út í Viðey. Einnig væri stundum farið upp á Akranes. Að sögn Láru hef- ur samkeppni í svona námskeiða- haldi aukist á síðustu árum því að íþróttafélögin bjóða upp á áþekk námskeið. Hún sagði að vegna þessarar samkeppni leggði ITR mikið upp úr því að hafa námskeið- in sem fjölbreytust. í Reiðhöllinni í Víðidal hafa ver- ið haldin reiðnámskeið á vegum ÍTR fyrir börn á áldrinum 8-13 ára í sumar. Þegar blaðamann Morgun- blaðsins bar þar að garði var hópur af börnum að undirbúa hesta fyrir útreiðatúr. Lára Helen Óladóttir, reiðkennari, sagði að á námskeið- inu væru 80 börn en þeim væri skipt í 4 hópa þar sem öll börnin gætu ekki farið á hestbak samtím- is. Fimm reiðkennarar leiðbeina börnunum. Deginum er skipt í tvennt hjá hveijum hópi. Hálfan daginn eru börnin með hestunum og hinn helminginn eru þau í bók- legu námi um hestamennsku auk þess sem þau fara í leiki. Sara, 8 ára, var í óða önn við *að leggja á Glettu þegar blaðamað- ur truflaði hana og spurði hvernig henni líkaði á reiðnámskeiðinu. Sara kvaðst hafa gaman að því. Hún er ekki óvön hestum því að fjölskylda hennar er með 4 hesta. Sara kann því réttu handbrögðin og umgengnina við hesta. Sara setur hnakkinn á Glettu. Hildur Sif, Hildur og Helga Snót. Farið á bak í Reiðhöllinni i Víðidal.'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.