Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 41
[Ot/: MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 ot 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ■ GÓÐKUNNINGJAR lögregl- unnar skemmta föstudag og laug- ardag á veitingastaðnum Tveir vin- ir og annar í fríi. Enginn aðgangs- eyrir. ■ KYNNINGARFUNDUR um heilsubót og heilsurækt fyrir til- verknað svæðameðferðar, kineso- logi og heilunar verður haldinn laugardaginn 10. ágúst kl. 20.00 í kaffistofu Hafnarborgar við Strandgötu í Hafnarfirði. Tveir sér- fræðingar á þessu sviði, færeysku konurnar Oda Fuglo og Maren Bláhammar munu flytja erindi og svara fyrirspurnum. Oda Fuglo hef- ur lengst af starfað í Danmörku og hjálpað fólki með margvísleg vandamál (barnleysi, stam, kvíða, orðblindu o.fl. varðandi sálræn jafnt sem líkamleg vandamál). Hún hefur einnig haldið heilsunámskeið þar sem komið er inn á ýmsar leiðir til styrkingar og heilsubótar. Maren Bláhammar hefur starfað við svæðameðferð, nudd o.fl., í heiisum- iðstöð sem hún rekur í Færeyjum. Þær munu dvalja hér í viku og munu bjóða þeim sem þess óska upp á meðferð. (Fréttatilkynning.) ■ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Bandalagv starfsmanna ríkis og bæja: „Heil- brigðishópur BSRB ítrekar fyrri mótmæli gegn auknum álögum á sjúklinga vegna lyfjakostnaðar. Heilbrigðishópur BSRB hefur stutt afstöðu sína með skýrum dæmum og komið þeirri afdráttarlausu kröfu á framfæri við heilbrigðisráð- herra og aðra sem hlut eiga að máli og reglugerð ráðuneytisins varðandi lyfjakostnað verði dregin til baka. Fullyrðingar heilbrigðis- ráðherra í fjölmiðlum að undan- förnu um að hann hafi ekki fengijj^ skýrar ábendingar frá samtökum launafólks um þessi efni eru því ósannar og með öllu óskiljanlegar. Heilbrigðishópur BSRB mótmæl- ir því að sjúklingar verði látnir bera aukinn kostnað vegna veikinda sinna enda samræmist það ekki hugmyndum okkar um velferðar- kerfi.“ VARGUKí VÉUM Það er óhugnanlegt hversu sela- stofninn hér við land stækkar ár frá ári og verður þessi þróun sam- tímis og fiskimenn verða að draga saman veiðar sínar. Ekki hef ég séð tölur um hversu mikið hluti af nytja- fiski okkar fer í selinn en sjálfsagt mælist það í þúsundum tonna. Hon- um verður vel til veiði og er síst að merkja að harnað hafi á dalnum hjá honum. Á fiskimiðunum er sel- urinn hreinasti vargur í véum og étur gjarna fisk úr netum. Stemma þarf stigu við fjölgun selsins og jafnvel gera ráðstafanir til að fækka honum eitthvað. Jóhann Yiljum engin kjarnavopn í Velvakanda fimmtudaginn 18. júlí kom fram fyrirspum frá Torfa Ólafssyni þar sem hann spyr hvort ég telji ekki þurfí að spyija rúss- nesk skip sem koma hingað hvort í þeim séu kjamavopn, heldur bara skip frá NATO-ríkjunum. Sem formanni Samtaka herstöðvaand- stæðinga, sem hafa beitt sér mjög fyrir því að stefna íslands um bann við kjarnorkuvopnum hér á landi sé virt, er mér ljúft að svara Torfa því að auðvitað þarf að spytja öll skip sem hingað koma og eru þannig útbúin að þau geti borið kjamavopn. Það er sjálfsögð skylda íslenskra stjórnvalda að tryggja að hingað komi ekki kjarnavopn og ef herstjómir við- komandi ríkja vilja ekki gefa út slíkar yfirlýsingar á að banna þeim að koma hér til hafnar. Afleiðing- ar kjarnorkuslyss við strendur landsins yrðu alvarlegri en svo að réttlætanlegt sé að treysta „heið- ursmannasamkomulagi“ hvort werzaíitr íglugga SÓLBEKKIR Ma fyrirliggjandi. vatn KK SENDUM (PÓSTKRÖFU Þ.ÞORGRÍMSSON&CQ Ármúla29 • Reykjavík • sími 38640 sem er við Rússa eða NATO-ríkin í því efni.“ Ingibjörg Haraldsdóttir Verðum með Arniaflex Á góðu verði pípueinangrun í hólkum, plötum og límrúllum frá Þ. MRGRÍNISSON & CO Ármúla 29 - Múlatorgi - Simi 38640 HRINGDU OG FAÐU SENT EINTAK Pöntunarlistinn kostar250kr. ♦ póstburöargjald PÖNTUNARLÍNA 91-653900 BÆJARHRAUNl 14, 220 HAFNARFIRÐI UISALA - UTSALA Allt aé °/o afsláttur HAGKAUP /4C£t í ectmc £end

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.