Morgunblaðið - 09.08.1991, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 09.08.1991, Qupperneq 44
Sprenging í steypuskála Álversins: Glóandi málmur slettist á 5 menn SPRENGING varð í steypuskála Álversins í Straumsvík um þrjúleytið í gær þegar verið var að ljúka þar við barðasteypu. Afgangsmálminum úr rennu sem málminum er fleytt eftir úr ofni í mót var þá hellt í sérstakt kerald. Svo virðist sem raki í ílátinu hafi valdið sprenging- unni. Glóandi málmurinn slettist yfir salinn með þeim afleiðingum að fimm menn brenndust. Að sögn Erlings Leifssonar deild- arstjóra í Steypuskálanum á þetta verk að vera algerlega hættulaust, en hann telur að raki í keraldinu hafi valdið sprengingunni. Erlingur segir að umrætt ílát sé nýlegt en vildi ekki kveða upp úr með að það hafí verið notað í fyrsta sinn í gær. Guðmundur Eiríksson umdæmis- ’rstjóri Vinnueftirlitsins rannsakaði aðstæður á slysstað. Hann segir að það sé vel þekkt að þegar raki komi að kvikmálmi verði gufusprenging af þessu tagi og til þess þurfí ekki nema einn vatnsdropa. Rannsókn slyssins af hálfu Vinnueftirlitsins mun að sögn Guðmundar beinast að því að upplýsa hvernig raki hafí kom- Grjótregii í 'Grafarvogi ist í ílátið sem sprengingin varð í. Guðmundur segir að eftir helgina verði fundað með starfsmönnum Ál- versins til þess að freista þess að upplýsa orsakir slyssins. Jafnframt verði farið yfir önnur öryggisatriði í Steypuskálanum. Guðmundur getur þess að menn séu furðu lostnir yfír þessu slysi, því að þetta verk hafi verið unnið árum saman í Steypuská- lanum án þess að nokkuð bæri út af. Brunasár mannanna sem slösuð- ust voru kæld á staðnum og segir Erlingur Leifsson að læknir sem kom á staðinn hafí mælt með kælingunni sem fyrstu meðferð. Um níuleytið í gærkvöldi höfðu allir mennirnir verið fluttir á Slysadeild. Rannsókn þar leiddi í ljós að þeir voru með dreifð brunasár af fyrsta, öðru og þriðja stigi og voru þeir fluttir til frekari rannsókna og meðferðar á Lýtalækn- ingadeild Landspítalans. Hörður stóð við stóru orðin Morgunblaðið/KGA Hörður Magnússon markahrókur úr FH stóð við stóru orðin. Hann sagði í Morgunblaðinu í gær að hann ætlaði að láta drauminn rætast um að taka þátt í bikarúrslitaleik og sagðist einnig ákveðinn í að skora í öllum bikarleikjum FH. Hann skoraði öll mörkin þrjú í sigurleik FH á Víði í Garði. Hér má sjá Hörð ásamt Magnúsi Ólafssyni föður sínum og Magnúsi Hauki syni sínum eftir leikinn. Valur er hitt liðið í úrslitum bikarkeppninnar eftir sigur á Þór á Akureyri í gærkvöldi í vítaspymukeppni. Sjábls. 35. Verð á mjólkurdufti hefur hækkað margfalt meira en mjólkurverð: MIKIL mildi var að ekki skyldu verða slys á fólki er mistök við sprengingu ollu grjótregni í ná- grenni við byggingasvæði við Húsaskóla í Grafarvogi um kvöldmatarleytið í gær. Nokkrar skemmdir urðu á húsum og bílum við nærliggjandi götur, og segja sjónarvottar hreina heppni að ekki yrði fólk fyrir gijótfluginu. Heildsöluverð á mjólkurdufti er tífalt heimsmarkaðsverð 150 millj. niðurgreiðslur í ár vegna innlendrar sælgætis- og kökuframleiðslu Heildsöluverð mjólkurdufts á Isiandi er nú rúmlega tífalt á við heims- markaðsverð og þrefalt hærra en í nágrannalöndunum og hefur nær tvöfaldast á síðustu þremur árum. Viðskiptaráðuneytið greiðir niður mismuninn á heimsmarkaðsverði og innanlandsverði á nýmjólkurdufti, undanrennudufti og bakarasmjöri til innlendrar sælgætis- og kökufram- Ieiðslu, og nemur sú upphæð um 150 milljónum kr. á þessu ári. Gat kom á þak íbúðarhúss við Grundarhús er hnefastór steinn skall á því. Steinninn féll síðan nið- ur í næsta garð, og lenti á milli lítilla -’J*barna sem þar voru að leik. Þá skemmdust nokkrir bílar á bíla- stæði við Dalhús nokkuð. Gijót dreifðist yfir opið svæði og garða í raðhúsakjarna sem þarna er, og telja sjónarvottar mikla mildi að bamahópur sem var að leik á opna svæðinu yrði ekki fyrir gijótfluginu, en rétt áður en atvikið átti sér stað tók hópurinn á rás á eftir ketti út af svæðinu. Þá áttu strákar er voru að leik á knattspyrnuvelli Fjölnis fótum sínum fjör að launa er gijóti rigndi yfir völlinn. Samkvæmt upplýsingum frá við- skiptaráðuneytinu er heildsöluverð kílós af mjólkurdufti á íslandi 605 krónur. Heimsmarkaðsverð er 59 krónur en það er lægsta verð sem býðst og er greitt niður að miklum hluta. I Evrópubandalaginu er verðið 192 kr., 209 kr. í Noregi en 413 kr. í Finnlandi, svo dæmi séu tekin. Talið er að um 7 lítra þurfí að jafnaði til að framleiða 1 kíló af mjólkurdufti en heildsöluverð á því mjólkurmagni hér á landi er um 350 krónur. Það verð hefur hækkað úr um 300 krónum i ársbyijun 1988, en þurrmjólkurverðið hefur á sama tíma hækkað úr 375 krónum á kíló í ársbyijun 1988 í 605 krónur nú. Mjólkurduft er framleitt í mjólk- urbúum á Blönduósi og á Selfossi en verð þess er ákveðið af svokall- aðri fimmmannanefnd. Guðmundur Sigurðsson formaður nefndarinnar sagði að nefndin hefði á sínum tíma fengið upplýsingar frá Blönduósi um að taprekstur væri á þeirri fram- leiðslu. Því hefði verið tekin ákvörðun um að hækka verð á vörunni í áföng- um í samræmi við kostnaðinn við framleiðsluna. Síðan hefðu vaknað spumingar um réttmæti þessa, m.a. vegna þess að komið hefði í ljós að Mjólkurbú Flóamanna framleiddi mjólkurduft á ódýrari hátt. Málið í heild sinni væri því í athugun, bæði í iðnaðarráðuneyti og sérstakri nefnd. Hólmgeir Karlsson aðstoðarmjólk- ursamlagsstjóri KEA sagði, að tals- verðu munaði á nýtingu mjólkur við duftframleiðslu á Blönduósi og Sel- fossi og því væri framleiðslan ódýr- ari á Selfossi. Hins vegar væri ekki um sambærilega vöru að ræða; á Blönduósi væri duftið framleitt með gamalli tækni, en sælgætisgerðir kysu það duft frekar, þótt sjálfsagt væri hægt að framleiða allt mjólkur- duft fyrir innanlandsmarkaðinn á Selfossi. Að sögn Björns Friðfinnssonar ráðuneytisstjóra viðskipta- og iðnað- arráðuneyta hefur verið rætt um að hætta þessum niðurgreiðslum en leggja þess í stað jöfnunargjald á innfluttar vömr sem innihalda þurrk- aðar mjólkurvörar eða smjör, og em í samkeppni við innlendar vömr. ---------------- Vætusöm helgi framundan VÆTUSAMT verður um allt land um helgina. Búast má við því að hiti haldist óbreyttur fram á laug- ardag en á sunnudag mun kólna, sérstaklega norðanlands. Lægð verður stödd suðvestan við landið á laugardag og munu skil hennar liggja yfír landinu. Því má gera ráð fyrir einhverri rigningu um allt land. Á sunnudag verður lægðin komin norðaustur fyrir landið. Þá má reikna með rigningu á norður- ströndinni en skúrum annars staðar. IÓ» Niðurskurðartillögur ráðuneyta ræddar í ríkisstjórn: Hugmyndir um útboð skólatann- lækninga o g frelsi í lyfjaverslun RÍKISSTJÓRNIN tekur sér tíu daga til að ganga frá tillögum um 15 milljarða niðurskurð í ríkisfjármálum. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra segir að farið hafi verið yfir sparnaðarliugmyndir íjr öllum ráðuneytum á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Nú þurfi að velja þær sem raunhæfar séu, kanna betur útfærsluatriði og flókn- ari tillögur. Sparnaðarhugmyndir Sighvats Björgvinssonar heil- brigðisráðherra beinast samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins meðal annars að því, að stuðla að útboðum smærri þátta heil- brigðiskerfisins, t.d. skólatannlækninga. Þá mun stefnt að auknu fijálsræði í lyfjaverslun. Hugmyndir um gjöld fyrir sjúkrahúsvist fengu ekki hljómgrunn innan þingflokks Alþýðuflokksins þegar ráðherrar flokksins kynntu niðurskurðarhugmyndir sínar í vikunni. „Við ræddum um allar mögu- legar leiðir til niðurskurðar í ríkis- útgjöldum, hvort sem um þær yrði málefnaleg samstaða eða ekki,“ segir Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra. „Hugmyndir okk- ar eru énn á frumstigi og langt því frá að þær séu orðnar að tillög- um, hvað þá veruleika. Ossur Skarphéðinsson, formað- ur þingflokksins, segir margt at- hyglisvert í hugmyndum ráðherr- anna. „Á fundi þingflokksins varð niðurstaðan sú að ókleyft væri að krefja gamalmenni, börn og að- standendur þeirra um gjöld fyrir sjúkrahúsvist, en þetta er lang- stærsti hópurinn sem nýtir sér þjónustu sjúkrastofnana. Þetta túlka ég þannig að engar slíkar tillögur verði lagðar fram,“ segir Össur. Hann staðfestir að meðal hugmyndanna sem rætt var um hafi verið útboð á smærri þáttum heilbrigðiskerfisins, til að mynda skólatannlækningum. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins er fijáls lyfjaverslun ein af þeim hugmyndum sem þingflokk- urinn ræddi um. Þá voru ræddar hugmyndir um spamaðaraðgerðir í félagsmálum. Þingflokkurinn mun funda aftur á fímmtudaginn kemur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.