Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 2\l1 ,,l-dC&i'irínn 5ogtc aAeg dettöýctnga eJns /Y)ikiS & honum og möguiegl cr. ° Með morgunkaffinu Sköllóttur Hani spyr hvort við getum farið í Ríkið fyrir ’ann ? Flatsængurmenn- ingin af hinu góða Dýrtíð, dýrtíð, dýrtíð heyri ég öðru hvoru hrópað út í þjóðfélag- inu? Slíkur óskapnaður eru verðin orðin í verslunum landsins að óbreytt hjón stynja undan fram- færslu á tveimur, þremur börnum. Já, tímarnir breytast. Þegar t.d. amma var ung var það ekki óal- gengt að hjón ættu 10-15 krakka og kæmi þeim kannski öllum á legg og þótti ekkert sérstakt tiltökumál. Þetta gerðist þó að menn í dag séu sammála um það að forverar þeirra hafi lifað við sult og seyru. En hvernig koma þessar fullyrðingar þeirra heim og saman, sé ofanritað haft til hliðsjónar. Er skýringin e.t.v. sú að við erum hætt að geta skilið það að unnt sé að lifa mann- sæmandi og hamingjusömu lífi án mikilla efna? Auðvitað var lífsbaráttan oft erf- ið hjá afa og ömmu, um það er ekki deilt. En er bara sannleikurinn ekki sá að baráttan fyrir lífsviður- værinu er margfalt harðsóttari nú á tímum, vegna alls þess er glepur augað og við „verðum“ að eignast. Hvaða maður með mönnum á t.a.m. ekki eigin íbúð, fullbúna húsbún- aði, eigin bíl og státar jafnvel í of- análag af sumarhúsi í sveitinni? En staðreyndin er að fyrir þennan flott- ræfilshátt hleypir margur sér í stór- skuldir. Allt á kostnað samheldni ijölskyldunnar. Víkjum aftur að fyrri tíð en för- um þó nokkra áratugi framar í ár- talið. Eg ólst upp í stórum systkina- hóp. Heima hjá mér voru fjárráð stundum knöpp. Ekki rekur mig samt minni til þess að hafa skort fæði eða klæði. Móðir mín hafði ævinlega einhver ráð til að metta hungraða munna o.s.frv. En það varð harðsóttara fyrir okkur systk- inin að heija út aura til að kaupa reiðhjól fyrir. Einnig fengu fæst okkar eigið herbergi. Öðru nær, heldur sváfu þau yngstu í flatsæng- um til að fullnýta húsplássið. Þætti þetta ekki boðlegt í dag? Þrátt fyr- ir allt að þá átti maður einkar ánægjulega æsku. Þannig að sjá má að þröngt setinn bekkurinn er ekki endilega þrándur í götu hvað varðar uppeldi á börnum, eins og sumir sérmenntaðir hafa haldið fram hin síðari ár. En nú eru tímarnir sem sé aðrir. Nú er engum boðið annað en sér vistarvera. Er mér til efs að þessi þróun sé betri heldur en „flatsæng- urmenningin" var. Dæmi þó hver fyrir sig. Konráð Friðfinnsson Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Ekki verða birt nafnlaus bréf sem eru gagnrýni, ádeilur eða árásir á nafngreint fólk. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. ijarni ekki nógu vel heima .. .. ___„m hann erþaulkunnugur. Hefur meirf Nokkur umræða hefur orðið um ónvarpsþátt þann, sem Ingimar igimarsson stjórnaði og ræddi við í Jón Baldvin Hannibalsson og jarna Einarsson. Eitthvað hafa menn verið að 3nda Ingimar tóninn fyrir stjórn ans á þættinum, sem raunar var andasöm nokkuð, en hér verður kki lagt mat á það atnði. Hitt vil g segja, að Bjarni Einarsson virt- =t ekki vera nægilega vel heima í hann er þaulkunnugur. Hefur meirf að segja stjórnað fjölþjóða viðræð um um þessi efni og staðið sig þa afburða vel. Því vil ég raunar bæta við, ekki er að undra, þótt ýmsir ekki í fullu tré við Jón Baldv kappræðum, enda er hann alnu álitinn málsnjallasti maðurim Alþingi. Að því er ræðumem varðar, minnir hann mjög á fræga föður, sem mestur hefi Réttindaafsal eða ekki? Mig langar mig til að svara Sig- ríði Jóhannsdóttur sem átti línu hjá Velvakanda 25. júlí. Ég ætla að þrefa við hana um hvernig raða skuli alþingismönnum sem ræðusnillingum. Hun hefur sína hugmyndir um það og nær þá yfir öldina alla. Samt held ég að Hannes Hafstein, Tryggvi Þórhalls- son, Sigurður Eggert og Gunnar Thoroddsen séu þar í fremstu röð. Sé miðað við flæðandi mælsku munu fáit' taka fram Einari Olgeirs- syni og Ólaff Thors. Sé hins vegar leitað þeirra sem sterkastir voru að styðja mál sitt röksemdum, tel ég Eystein Jónsson, Harald Guð- mundsson og Vilmund Jónsson í fremstu röð. En allt er þetta öðrum þræði bundið við smekk. Hitt var erindið við Sigríði að hún hélt að Bjarni Einarsson hefði ekki verið nógu vel að sér um Evrópu- málin. Hún virðist alveg viss um það að ekkert réttindaafsal fylgi aðild að EES. Nú hef ég lesið í Morgunblaðinu að Norðmenn telji að fyrir sig sé aðild að þessu efnahagssvæði skerðing á fullveldi Noregs. Þeir hafa samþykkt að í slíkum tilfellum þurfi þrjú atkvæða í Stórþinginu til þess að aðildin gildi. Hvernig stendur nú á því, að þátttaka í þessum samningi felur í sér skerðingu á fullveldi Noregs en ekkert því um líkt fyrir okkur? Vill nú ekki Sigríður vera svo elskuleg að segja mér hvernig á því stendur? Haildór Kristjánsson E.s. Guðmundur heitir hann víst sem Páll Heiðar talaði við í ríkisútvarpinu 20. júlí. Hann sagði að aðild að EB fylgdi nú ekki meira réttindaafsal en svo að Alþingi yrði að samþykkja hana. Hvernig var það 1262? Sam- þykkti ekki Alþingi Gamla sátt- mála? Fylgdi því ekki réttindaaf- sal? HOGNI HREKKVISI Yíkveiji skrifar Víkvetji hefur ferðast all víða um landið í sumar og notið náttúrufegurðarinnar. Veðurblíðan hefur verið engu lík og ekki ástæða til að eltast við sólina, því hún hef- ur látið sjá sig alls staðar. Eitt er það, sem eyðileggur þó mjög ánægju Víkveija af að ferðast um okkar fagra land, en það er slæm umgengni sumra ferðalanga. Um síðustu helgi var Víkveiji til dæmis í Skorradalnum og fann þar skemmtilegt tjaldstæði fjarri öðr- um. Varla hefði verið hægt að finna betra tjaldstæði, lítil á rann fram hjá, klettaborg tryggði skjól og jarðvegurinn var mjúkur, svo tjald- hælar voru auðfestir og nætur- svefninn rór. Hins vegar höfðu fyrri gestir þarna ekki látið svo lítið að fjarlægja allt rusl eftir sig. Til dæm- is höfðu þeir hrúgað saman fjölda plastpoka og einfaldlega skellt steini ofan á, svo þeir fykju ekki. En slík hrúga eyðist seint og Vík- veiji kom henni í sorpgám. Stór innkaupapoki fylltist léttilega af ámóta rusli, þegar Víkveiji gekk um næsta nágrenni. Þegar ruslið hafði verið ijarlægt var fyrst hægt að njóta fegurðar staðarins. XXX * Aferðum sínum um landið hefur Víkveiji veitt því athygli, að allt of margir ökumenn virðast ekki skilja merkingar og umferðarskilti. Til dæmis hefur Víkveiji oftar en einu sinni séð ökumenn hunsa gjör- samlega óbrotna iínu á steyptum vegum, sem bannar framúrakstur. Ef menn virða slíkar merkingar að vettugi er ekki nema von að alvar- leg slys verði. Þá getur Víkveiji sagt sögu af ökumanni, sem ók fyrir aftan Víkveija á leið til borgar- innar á mánudag. Fyrst reyndi þessi ökumaður að aka fram úr þegar stór hópur hrossa var á veginum og virtist sama þó hann hætti á að fæla hrossin, eða jafnvel aka á þau. Hann hætti þó við, en reyndi aftur örskömmu síðar, í krappri beygju. Víkveiji reyndi að víkja fyrir mann- inum, en tækifærið bauðst ekki strax vegna umferðar á móti. Þá brast ökumanninn þolinmæðin og þeysti fram úr þar sem óbrotin lína var skýrt máluð á steyptan veginn. Það var mikið lán að ekki varð harður árekstur þegar bíll birtist á veginum á móti. xxx V íkverji hefur nokkrum sinnum aðstoðað ungan dreng við að bera út Morgunblaðið. Stundum er úr vöndu að ráða, því fólk hirðir ekki um að setja nöfn sín við dyr húsa. Fyrir skömmu kvartaði nýr áskrifandi vegna þess að hann hafði ekki fengið blaðið með skilum. Drengurinn ákvað að sjálfsögðu að bæta úr, en átti í erfiðleikum með það, því þijár hurðir eru á húsinu og nafn áskrifandans var þar hvergi að finna. Víkverji vill því benda fólki á að hafa slíkar merkingar í lagi, til að forðast óþægindi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.