Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 15
Þetta eru mennirnir ásamt Arnari Sigmundssyni, sem vilja banna all- an útflutning á ferskum þorski og ýsu þótt þeir eigi 84-85 % af kvótan- um. Mér finnst að ekki þurfi að setja nein bönn á þennan útflutnig. Þeir geta bara sjálfir hætt að flytja út ferskan þorsk og ýsu en látið þá einstaklinga sem eftir eru í út- gerð vera í friði með sinn útflutning á þorski og ýsu. Nei, það má ekki segja sægreifanir, Amar og Krist- ján við þurfum að koma þeim á hausinn, svo við getum hirt af þeim kvótann. Hvað segir einn sægreif- inn í Vestmannaeyjum í samtali við Agnesi Bragadóttur í Morgunblað- inu 24. júlí sl. „Kvótakaup eru eina fjárfestingin sem skiptir máli“ segir Bjarni Sighvatsson og upplýsir að Vinnslustöðin hafi á þriggja ára tímabili keypt um 5 þúsund tonn af kvóta. „Kvótinn er það eina sem einhvers virði er í dag. Ég lít á þetta dót í landi sem einskis virði.“ Ég spyr, fyrst eigur Vinnslu- stöðvarinnar eru einskis virði, því er þessu dóti þá bara ekki lokað? Hin frystihúsin hér í Eyjum komast alveg yfir að vinna þann fiskveiði- kvóta sem Vinnslustöðin á, þ.e.a.s. ef til þess fengist fólk. Eða er það kannski stefna Vinnslustöðvarinnar að selja allan sinn fisk óunninn út úr landi. Sigurður Einarsson útgerðar- maður og sægreifi í Eyjum segir í Fiskifréttum 28. janúar 1989. „Við höfum náð tökum á fiskveiðum okkar, kvótinn virkar, en það er þó tvennt sem virðist þurfa breytinga við í núverandi fiskveiðikerfi okkar. Annars vegar verður að friða smá- fisk sérstaklega, þrátt fyrir þá heildarstjórnun sem hefur verið beitt. Hinsvegar virðist það sóknar- markskerfi, sem hefur verið notað úndanfarin ár, vera orðið úrelt og þyrfti að leggjast niður.“ Ég get verið Sigurði sammála um að friðun á smáfiski sé lífsnauð- synleg og ættu menri sem koma með smáfisk að landi að láta 3 tonn af kvóta fyrir hvert 1 tonn sem Iandað er af smáfiski og mönnum gert skylt að koma með allt í land sem fiskast, þar á ég jafnt við frys- tiskip sem önnur, en þetta mun kosta meira eftirlit. Ekki get ég fallist á að við höfum náð tökum á fiskveiðum okkar og kvótinn sé far- inn að virka, því á sl. 4 árum hefur hann verið skorinn niður um 32%. En hvað er til ráða í fiskveiðimál- um okkar íslendinga. Ég tel að leggja ætti niður kvótakerfið í þeirri mynd sem það er í dag, síðan yrði ákveðinn sá afli sem mætti veiða og veiðar gefnar fijálsar. Þegar kvótinn hefði náðst yrðu veiðar stoppaðar. Þá fengju aflamenn að njóta sín og meðalmennskan lögð á hilluna og allt brask og siðleysi með kvótann heyrði sögunni til að kvóta- kerfið verði ekki í raun lokaður klúbbur útvalinna sægreifa, sem engir nýir menn komist inn í og þar með endumýist greinin ekki á eðlilegan hátt. Höfundur er formaður s/s Verðandi, Vestmannaeyjum. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 15 . 20 tommu 6 - 8 ára án gíra. Nú kr. IU.V3Z.- áöur kr. 16.347 j 24 tommu 8 -12 ára án gíra. Nú kr. 12.531 •“ ááur kr. 18.702 26 tommu fullorðinshjól án gíra. Nú kr12.531.- áður kr. 18.702 24 - 26 - 28, lommu hjól m/girum. Nú kr. i 5.546." áöur kr. 23*204 Útbúnaóur; Bögglaberi - keójukassi - Ijósabúnabur - lás - standari - bjalla glitaugu - pumpa og máluó bretti.. Torino, Vestur - Þýsku gæóa hjólin Útbúna&ur; Fótbremsa - hjálpardekk - bretti - karfa og skraut. Windsurfer, 16 tommu sfúlkna hjól, Barbie - níðsterkt hjól meb alvöru legum og styrktum gafli. ViShalds og varahlutaþjónusta á öllum hjólum RaðgreiSslur Opið laugardag G.Á. Pétursson hf Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 J ÞAÐ ER BARA BÆJARLEIÐ í BORGARNES V VIÐ BORGA.RF'JA.RÐA.RBR Ú Komið við í einni glæsilegustu þjónustumiðstöð landsins. Opið frá kl. 8-23.30 alla daga. Kjörbúð með miklu matvöruúrvali : Veitingasalur - Greiðasala - Olíu- og bensínsala - Útibú Sparisjóðs Mýrasýslu - Upplýsingamiðstöð ferðamanna - Úrvals snyrtiaðstaða með skiptiborði fyrir kornabörn. KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA - OLÍUFÉLAGIÐ HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.