Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991
17
stafi upp á Akrafjall og leituðum
uppi svartbakinn á sama hátt og
þeir Suðursveitungar fóru út á
Breiðamerkursand og sóttu sér
unga úr hreiðrum skúma. Við
hleyptum heldur ekki fram báti á
Langasandi. Ég minnist síðkvölds
á Rínarbökkum yfir hvítvínsglasi
og umræðum um Lorelei og leitina
að henni.
Steinn var sósíalisti og trúmað-
ur. f lífi og starfi Jesú Krists sá
hann þann sósíalisma sem hann
vildi að næði til alls mannkyns. í
lífsskoðunum var Steinn að mörgu
leyti líkur föður sínum. Afstaða
þeirra til fjölskyldu, vinnu, trúar,
þjóðemis og lítilmagnans var hin
sama. Þó töldu þeir sig vera á önd-
verðum meiði í stjórnmálum. Eftir
á að hyggja risti munurinn ef til
vill ekki dýpra en að annar fáraðist
yfir óhæfuverkum Bandaríkja-
manna en hinn Sovétmanna þegar
fjölskyldan sat við matborðið og
hlustaði á fréttir í útvarpi.
Nú þegar kaldastríðinu lýkur og
menn telja að hamingjan felist í
stórum þjóðapotti þar sem hver
reynir að skara eld að sinni köku
svo hagvöxtur verði sem mestur,
er okkur hollt að minnast þeirra
gilda sem mikilvæg voru þeirri kyn-
slóð sem nú er smám saman að
kveðja. Þau eru heiðarleiki, sam-
viskusemi í starfi, ræktarsemi við
land og þjóð, og samúð og aðstoð
við þá sem minna mega sín í þjóðfé-
laginu. Fyrir þessu öllu barðist
Steinn í verki, ræðu og riti.
Steinn kynntist Guðmundu
Gestsdóttur árið 1987 og tóku þau
upp samvistir. Við erum þakklát
henni fyrir þann félagsskap og
stuðning sem hún veitti honum allt
til hinstu stundar. Megi hún hlýja
sér við minningar um góðan félaga.
Steini voru trúmál hugstæð og
hann bryddaði oft upp á umræðum
um lífsgátuna. Hafi hann haft rétt
fyrir sér í þeim rökræðum hlakka
ég til að taka upp þráðinn hinum
megin því seint mun ég játa mig
sigraðan frekar en Steinn.
Við kveðjustund vil ég þakka
ánægjuleg kynni. Verk Steins lifa
áfram í ótal mörgu, sáðkorn hans
búa í dugmiklum afkomendum.
Þannig tekur hver kynslóð við af
annarri og nýtur þess sem vel er
gert.
Jón Hálfdanarson
Hann Steinn afí er dáinn. Það
er skrýtið að hugsa til þess að hann
kemur ekki framar til okkar upp á
Skaga. Við minnumst hans alveg
frá því að við vorum lítil.
Afi kom æfinlega með Akraborg-
inni. Hann var með tösku sem hann
passaði vel og upp úr þessari tösku
kom bæði Opal og Tópas. Svo sett-
ist hann við píanóið spilaði og söng
og kenndi okkur að spila lögin sín
og lögin hennar ömmu. Hann
kenndi okkur líka á blokkflautu.
Þegar við komum í heimsókn fyrst
í Arbæinn og síðar í Laugarnesið
til hans og Guðmundu fengum við
að spila á gamla orgelið hans. Þá
var afi tilbúinn að hjálpa og kenna
því bæði þurfti að stilla takka og
stíga og það gat verið erfítt fyrir
stutta fætur.
Afi var alltaf í góðu skapi. Þess
vegna hrifust margir félagar okkar
af honum og höfðu gaman af að
hitta hann. Fæstir áttu von á sí-
felldu sprelli frá svo gömlum og
virðulegum manni. Til dæmis svar-
aði hann okkur alltaf bæ, bæ, Árbæ
ef við sögðum bæ en ekki bless.
Afi var alltaf á hreyfíngu. Hann
fór með okkur í sund 'þar sem hann
sýndi okkur og kenndi ýmsar sund-
aðferðir. Og oft fórum við í göngu-
ferðir með honum um bæinn okkar.
Mjög eftirminnileg er okkur morg-
unleikfimin hans. Hann byijaði
hvern dag með leikfimi á ganginum
niðri. Þá var afí á náttfötunum og
við líka. Hann var gamall íþrótta-
kennari, kenndi okkurýmsar æfing-
ar og fræddi okkur um gagnsemi
þeirra. Það fór ekki á milli mála
að okkur fannst við vera þrælgóð.
Síðan kenndum við vinum okkar
æfingarnar og stjómuðum leikfimi
í kjallaranum.
Afí átti orf og ljá. Þegar pabbi
og mamma trössuðu að slá garðinn
okkar með sláttuvélinni kom afi
með orfíð sitt og ljáinn og sló upp
á gamla mátann. Þegar hann var
búinn vafði hann striga utan um
ljáinn og batt fast svo enginn meiddi
sig. Þannig stendur orfíð í bílskúm-
um okkar dyggilega innpakkað.
Afí hafði gaman af að spila á
spil. Hann kenndi okkur bæði Mar-
ías og Manna. í hita leiksins barði
hann stundum hnefanum svo fast
í borðið að spilin dönsuðu. Þá var
okkur um og ó. Stundum tefldi
hann líka, mest við nafna sinn Stein
Amar.
Eftir því sem afí varð eldri kom
hann sjaldnar upp á Skaga. Hann
var hjá okkur um hvítasunnuna í
vor og var þá ósköp þreyttur. Hann
sat mest í stól, gerði ekki leikfimi
og gekk lítið úti. En eitt kvöldið
settist hann við píanóið, spilaði og
söng lögin sín og þá var gamli afí
mættur í essinu sínu.
Nú kemur hann ekki framar til
okkar. Hann er kominn til ömmu
sem við fengum aldrei að sjá. Við
eigum eftir að sakna hans og allra
samverustundanna með honum en
við erum glöð yfír að hafa kynnst
honum og geymum minninguna um
góðan afa.
Steinn Arnar, Eiríkur og
Sigríður Víðis, barnabörn
á Akranesi.
Kveðja frá Seyðfirðinga-
félaginu í Reykjavík
Steinn Stefánsson, fyrrverandi
skólastjóri, kvaddi okkur fyrir
skömmu á hlýjum sumardegi, 83
ára að aldri. Hann varð bráðkvadd-
ur í Reykjavík fímmtudaginn 1.
ágúst sl.
Steinn Stefánsson var borinn og
barnfæddur í Suðursveit eins og
meistari Þórbergur. Hugur hans
stóð snemma til mennta og því
kvaddi hann heimahagana ungur
að árum, settist í Kennaraskóla ís-
lands, lauk þaðan prófi árið 1931
og aflaði sér síðar framhaldsmennt-
unar í tónlist og íþróttum. Hann
var því sérlega vel menntaður og
fjölhæfur, jafnvígur á ólíkar grein-
ar.
Að námi loknu varð Steinn kenn-
ari við Barnaskóla Seyðisfjarðar og
síðar skólastjóri. Þessum störfum
gegndi hann í hálfan fimmta tug
ára við góðan orðstír. Hann var
ágætur kennari, röggsamur skóla-
stjóri og rómaður söngstjóri, sann-
kallaður menningarviti í orðsins
bestu merkingu.
Steinn hlaut mikla tónlistargáfu
í vöggugjöf. Þar kippti honum í
kynið því móðir hans, Kristín á
Kálfafelli, var tónelsk kona er lék
á orgel. Tónlist var honum ætíð
mikið áhugamál. Svo var einnig um
hans ágætu konu, Arnþrúði Ingólfs-
dóttur. Hugðarefni þeirra hjóna
voru því samofin í listum og lífí.
Heimili þeirra í Tungu var mikið
menningarheimili og sannkölluð
tónlistarakademía. Börn þeirra,
fímm að tölu, drukku þennan menn-
ingaráhuga í sig með móðurmjólk-
inni og eru nú þekktir einstaklingar
á sviði bókmennta og lista.
Steinn var frumkvöðull og drif-
fjöðut' í tónlistarlífi Seyðfírðinga í
áratugi og hélt við gamalli tónlistar-
hefð þar eystra og fetaði þannig í
fótspor Lárusar S. Tómassonar,
skólastjóra, sonar hans Inga T.
Lárussonar, tónskálds, og Kristjáns
læknis Kristjánssonar. Steinn var
stjómandi Samkórsins Bjarma frá
stofnun hans 1946 og kirkjuorgan-
isti í tvo áratugi. Hann fékkst einn-
ig við tónsmíðar og sendi frá sér
12 sönglög er sóknarnefnd Seyðis-
fjarðar gaf út honum til heiðurs
árið 1976.
Samhliða skóla- og tónlistar-
starfínu var hann fjögur kjörtíma-
bil í bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaup-
staðar og sat í fjölmörgum nefndum
af ýmsum toga. Það er því með
ólíkindum hve miklu hann kom í
verk.
Og hann lét víðar til sín taka.
Steinn studdi drengilega erfíðis-
mennina austur á Seyðisfírði í bar-
áttu þeirra fyrir bættum hag, bar-
áttunni um brauðið. Það var ekki
mulið undir íslenska alþýðu á
kreppuárunum, menn höfðu naum-
ast til hnífs og skeiðar, vinna var
stopul og kaup lágt.
Faðir minn og Steinn störfuðu
mikið saman í Sósíalistafélagi Seyð-
isfjarðar, er beitti sér m.a. fyrir
eflingu atvimjulífsins austur þar á
nýsköpunarárunum. Steinn hafði
um það forystu að keyptur var tog-
ari til Seyðisfjarðar árið 1947 og
hafíst var handa um byggingu fisk-
iðjuvers árið 1952. Ég man hve
faðir minn rómaði framgöngu hans
í þessum málum og fleirum er
Steinn beitti sér fyrir í bæjarstjóm-
inni. Hann markaði spor hvarvetna
þar sem hann fór og var ætíð áber-
andi persónuleiki í bæjarlífí Seyðis-
fjarðar.
Steinn minnti mig stundum á
Arnald í Sölku Völku eftir Laxness,
unga menntamanninn er kom til
liðs við erfiðismennina á oseyri við
Axlarfjörð og færði þeim samfé-
lagshugsjónina. En að einu leyti
voru þeir ólíkir. Arnaldur hvarf frá
sínu fólki á vit þokukennds draums
í leit að landinu bak við fjallið bláa.
En Steinn stóð með sínum samherj-
um á milli Bjólfs og Strandatinds
allan sinn starfsaldur.
Hann var mikill og mætur Seyð-
fírðingur og sýndi vissulega hug
sinn til íjarðar og fólks í verki sem
fyrr segir og gerði það ekki enda-
sleppt, því hann skrifaði Skólasögu
Seyðisfjarðar, er út kom árið 1989,
og er fyrsta heftið í Safni til Sögu
Seyðisfjarðar. Og hefur það ekki
verið neitt áhlaupaverk.
Seyðfirðingar í Reykjavík stofn-
uðu með sér félag fyrir tæpum tíu
árum. Þeir hafa drukkið saman
sólarkaffí hér syðra í tólf ár og
komið sér upp átthagahúsi austur
á Seyðisfirði með miklu sameigin-
legu átaki, húsi sem nú er þar
bæjarprýði.
Steinn sýndi Seyðfírðingafélag-
inu og málefnum þess alla tíð mik-
inn áhuga og mikla ræktarsemi.
Hann gekk strax í félagið er það
var stofnað og lét sig ekki vanta á
samkomur þess þótt kominn væri
á níræðisaldur. Iðulega hélt hann
uppi sönggleði á þessum samkom-
um og lagði alltaf gott til mála er
efst voru á baugi í félaginu. Við
Seyðfírðingar hér syðra munum
sakna hans á næsta sólarkaffi þeg-
ar félagið heldur upp á 10 ára af-
mælið. Það er mikill sjónarsviptir,
að slíkum manni. Samfundir okkar
verða ekki þeir sömu að honum
gengnum.
Steinn skilaði miklu og merku
lífsstarfi og seint mun fenna í fót-
spor hans austur á Seyðisfírði.
Margir munu minnast hins látna
heiðursmanns í dag með þakklæti
og virðingu þegar hann er til grafar
borinn, ekki síst gamlir vinir og
sveitungar frá Seyðisfirði.
Fyrir hönd Seyðfírðingafélagsins
í Reykjavík sendi ég börnum Steins
og venslafólki samúðarkveðjur.
Ingólfur A. Þorkelsson
Landsmót
unglinga-
deilda SVFÍ
LANDSMOT unglingadeilda
Slysavarnafélagsins verður hald-
ið 9.-11. ágúst nk. í Kollafirði og
nágrenni.
I kvöld mæta þátttakendur til
skrásetningar og kynningar. Á
laugardag verða lögð fyrir verkefni
í skyndihjálp, leit og rötun, klifri
og sigi ásamt æfíngum á bátum.
Um kvöldið verður kvöldvaka og
flugeldasýning. Á sunnudeginum
verður farið í kynnisferðir m.a. á
æfingasvæði í Saltvík og í Slysa-
varnaskóla sjómanna.
Mótið sækja unglingadeildir víðs-
vegar að af landinu, og er búist við
góðri þátttöku.
Æfíngasvæði laugardagsins
verður í Kollafírðinum norðanverð:
um, beggja vegna vegarins. SVFÍ
beinir þeirri áskorun til ökumanna,
sem leið eiga um, að gæta sérstakr-
ar varúðar.
-------*-+-*-----
■ FJÓRAR hljómsveitir munu
sjá um tónlistina á veitingahúsinu
Gauk á Stöng dagana 4.-15. ágúst.
Deep Jimi and the Zepcreams
spila 9. og 10. ágút. Dagana 11.-13.
ágúst mun hljómsveitin Gal í Leó
spila. Og síðast en ekki síst mun
hljómsveitin GCD undir forystu
þeirra Rúnars Júlíussonar og
Bubba Morthens skemmta fólki
14. og 15. ágúst.
MOTTU 06 TEPPA
20 - 50%
ss® afsláttur
MIKLABRAUT