Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 Samtökin Líf í Fossvogsdal: Athugasemdir við stofnbraut í Fossvogsdal SAMTÖKIN Líf í Fossvogsdal hafa sent Borgarskipulagi Reykjavíkur og Skipulagsnefnd Kópavogs bréf þar sem gerðar eru athugasemdir við Aðalskipulag Reykjavíkur 1990-2010 varðandi breytingar á stofn- brautarkerfi borgarinnar, þ. e. möguleika á gerð yfirbyggðrar stofn- brautar í Fossvogsdal. Telja samtökin að þar sé vikið frá helstu markmiðum Aðalskipulags Reykjavíkur í veigamiklum atriðum. Samtökin Líf 1 Fossvogsdal vitna til fylgirits með uppdrætti Aðalskip- ulags Reykjavíkur þar sem segir að markmiðið sé að búa íbúum borgarinnar sem best lífskilyrði og umhverfí og gera Reykjavík kleift að sinna sem best hlutverki sínu sem höfuðborg landsins. Telja sam- tökin að akbraut um Fossvog sé í andstöðu við þessi markmið. Slík framkvæmd falli undir umhverfis- spjöll og lífskilyrði 12 þúsund íbúa landsins yrði stefnt í hættu af slíku mannvirki, m.a. vegna óhjákvæmi- legrar loftmengunar og titrings frá umferð. Þá telja samtökin hug- myndina í mótsögn við markmið skipulagsins í umferðarmálum þar sem segir að stefnan sé að stuðla að sem minnstri mengun frá um- ferð og atvinnurekstri í borginni, þ.e. hljóð-, loft- og vatnsmengun. í kafla um opin svæði segir í Aðalskipulaginu að stefnt sé að því að tryggja sem öruggastar göngu- leiðir skólabama og annarra veg- farenda um borgarlandið, stuðla að fjölbreyttri notkun útivistarsvæða og aukinni tijárækt. í tengslum við þennan hluta vekja samtökin at- hygli á að í Fossvogsdal eru starf- ræktir tveir fjölmennir skólar, Snæ- landsskóli og Fossvogsskóli. Hvergi sé í fylgiriti minnst á öraggar göng- uleiðir barna, aukna trjá rækt eða uppbyggingu útivistarsvæða í daln- um. Samkvæmt fylgiriti skipulagsins koma aðrar vestur - austur veg- tengingar- á höfuðborgarsvæðinu s.s. Arnarnesvegur eða breikkun Miklubrautar ekki í stað tengingar í gegnum Fossvogsdal eða undir Nýbýlaveg. Skipulagið yrði á allan hátt sveigjanlegt, t.d. yrði auðveld- ara að leysa beygjustrauma á um- ferðaþyngstu gatnamótum stofn- brautakerfisins með Fossvogsdals- tengingu. Samtökin telja þessi rök hæpin. í skipulagsuppdrætti sé hvergi að finna útfærslu á fyrirferð- amiklum umferðarslaufum sem slíkum gatnamótum óhjákæmilega fylgi. Breikkun Miklubrautar liggi beint við en beinn og breiður vegur um Amarneshæð væri einföld lausn. í skipulaginu era Aimannavarn- arsjónarmið sett fram sem rök fyr- ir braut um Fossvogsdai en samtök- in telja að frá öryggissjónarmiði eigi stofnbraut höfuðborgarsvæðis- ins ekki að liggja um dalbotn. Þær hættur sem borgarbúar gætu staðið frammi fyrir séu annað hvort frá landi eða sjó, af eldgosi, jarð- skjálfta eða flóðbylgju. í eldgosi færi hraunstraumurinn niður El- liðaárdal og Fossvogsdal. í jarð- skjálfta sé hætt á að jarðgöng hryndu saman og í flóðbylgju myndu þessir daiir verða fyrstir til að hverfa undir vatn. Undir athugasemdir Samtak- anna Líf í Fossvogsdal skrifa Hallur Baldursson, Margrét Þorvaldsdótt- ir, Reynir Guðsteinsson og Elín G. Óskarsdóttir. Bessí Jóhannsdóttir. Menntamálaráð: Bessí Jó- hannsdótt- ir formaður FYRSTI fundur nýkjörins Menntamálaráðs íslands, sem Alþingi kýs hverju sinni að loknum alþingiskosningum, var haldinn 18. júlí. Samkvæmt lögum ber Mennt- amálaráði að skipta með sér verkum. Bessí Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri var kjörin formaður, Helga K. Möller kenn- ari varaformaður og Helga Kress dósent ritari. Aðrir með- limir ráðsins eru Áslaug Brynj- ólfsdóttir fræðslustjóri og Sig- urður Björnsson söngvari. Fráfarandi formaður er Sól- rún Jensdóttir skrifstofustjóri, fráfarandi varaformaður Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri. Framkvæmdastjóri Mennta- málaráðs og Menningarsjóðs er Einar Laxness. (Fréttatilkynning.) Bændur krefjast þess að hætt verði við áform um rýmkun innflutningsheimilda: Fráleitt að búvöru- samingur komi í veg fyrir EES aðild - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra STÉTTARSAMBAND bænda krefst þess í bréfi til forsætisráðherra að dregin verði til baka öll fyrirheit um rýmkaðar innflutningsheimild- ir fyrir búvöru, sem gefin hafi verið í samningum um Evrópskt efna- hagssvæði. Sambandið vísar í búvörusamning og segir að innflutningur tiltckinna mjólkurvara myndi á engan hátt samrýmast ákvæðum samn- ingsins um jafnvægi innlendrar framleiðslu og heimamarkaðar. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir þessar vörur lítið atriði í heildarmynd EES samninganna. „Það er fráleitt að álykta að búvörusamningur komi í veg fyrir aðild að samningi af þessu tagi,“ segir Davíð. Hann bætir við að málið verði rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í dag og bréf Stéttar- sambandsins kynnt þar. Davíð Oddsson segir að hugmynd- ir um varning á frílista EFTA og EB hafí verið kynntar í fyrri ríkis- stjóm og málið margrætt. Áðspurður um ástæðu þess að ekki hafí verið rætt um mjólkurvörumar á listanum í ríkisstjórn hans, segir Davíð ekki hægt að fara ofan í allt sem ijallað sé um í ráðuneytunum. Hann kveðst ekki telja að hreinsa þurfí til milli ráðherra landbúnaðar og utanríkis- mála. Eins og fram hefur komið í blaðinu hefur Halldór Blöndal sagt að Jón Baldvin Hannibalsson hafi svarað neitandi spumingum sínum um hvort landbúnaðarvörar væra til umræðu í EES viðræðunum. Davíð Oddsson segir að mjólkur- vörumar sem nú sé talað um séu aðeins lítill hluti heildarsamninga um evrópskt efnahagssvæði. „Málið er blásið upp af Ólafí Ragnari Gríms- syni og minnir á storm í vatnsglasi,“ segir Davíð. „Það skiptir ekki megin- máli hvort þessar vörur eru kallaðar landbúnaðar- eða iðnaðarvörar. Að- alatriðið er að samkeppnisstaða inn- lendrar framleiðslu verður tryggð ef Nýr útvarpsstjóri tekur við í haust: Vona að ég geti tek- ið með mér eitthvað af anda Þingvalla - segir séra Heimir Steinsson SÉRA Heimir Steinsson, prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöll- um, tekur við embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins þann 1. októ- ber næstkomandi. Hann segist hlakka mjög til að takast á við þau störf, sem embættinu fylgi, enda hafi hann Iengi haft áhuga á þessari stofnun og hlutverki hennar. Hann leggur mikla áherslu á menningarlegt hlutverk útvarpsins, bæði hvað varðar íslenska menningu og kynningu erlendrar menningar hér á landi, og seg- ist te\ja, að þar beri stofnunin meiri ábyrgð en flestir aðrir fjölm- iðlar í landinu. Heimir segist munu sakna Þingvalla eftir tíu ára veru þar, en hann vonist til að geta flutt með sér eitthvað af anda staðarins í Efstaleitið. Heimir Steinsson er fæddur á Seyðisfírði árið 1937. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1957, stundaði nám í fornleifafræði við Kaupmanna- hafnarháskóla og í íslenskum fræðum við Háskóla íslands á áranum 1958 til 1961 og lauk embættisprófi í guðfræði frá Há- skóla íslands 1966. Hann stund- aði um tíma kennslu í Reykjavík og á Seyðisfírði, var sóknarprest- ur þar eystra 1966 til 1968, var við framhaldsnám í Edinborg 1968 til 1969, kenndi í lýðháskól- um í Danmörku og Noregi á árun- um 1969 til 1972, stýrði lýðháskó- lanum í Skálholti frá 1972 og var rektor hans frá 1977 til 1981. Frá því ári hefur hann verið þjóð- garðsvörður á Þingvöllum. Heimir er kvæntur Dóra Þórhallsdóttur. Heimir Steinsson sagði f sam- tali við Morgunblaðið í gær að hann hefði lengi haft áhuga á útvarpi og hefði töluvert fengist við þáttagerð og fleira allt frá árinu 1959. Þegar embætti út- varpsstjóra hefði losnað í sumar hefði hann tekið ákvörðun um að sækja um það. „Ég hlakka mjög til að takast á við þetta emb- ætti,“ segir Heimir. „Ríkisútvarp- ið, bæði hljóðvarp og sjónvarp, er í nokkram skilningi hjarta ís- lenskrar nútímamenningar. Það er einnig kynningarmiðstöð er- lendrar menningar og smiðja, þar sem erlend áhrif era steypt í ís- lenska deiglu og rennt í íslenskt mót. í Ríkisútvarpinu kemur fram sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar og miklu máli skiptir hvernig því tekst að flytja erlenda menningu inn í íslenskan veruleika. í þeim efnum ber Ríkisútvarpið að mínu mati meiri ábyrgð en flestir aðrir fjölmiðlar þessa lands.“ Hann segist telja að hann taki við góðu búi menningarlega í Rík- isútvarpinu. „Stofnunin býr að 60 ára arfleifð, sem fráfarandi út- varpsstjóri hefur gert prýðileg skil í þáttum nú nýverið. Þarna er gott til görs að taka, eins og segir á fornum stað. Hjá útvarp- inu vinnur fjöldi sérfróðra manna og ég mun væntanlega nota tím- Morgunblaðið/Bjarni Séra Heimir Steinsson útvarpsstjóri og kona hans Dóra Þórhalls- dóttir. ann í upphafí til að kynnast þeim, starfsaðstöðu þeirra og viðhorfum og vænti góðs af samvinnu við þá alla. Ég vænti einnig góðs af samvinnu við útvarpsráð og form- ann þess.“ Heimir segist hafa ýmsar hug- myndir um breytingar hjá Ríkisút- varpinu en hann teldi það hins vegar framhlaup af sinni hálfu að orðfæra þær nú. „Eitt vil ég þó nefna og það er að mig langar til að fjalla um málefni Ríkisút- varpsins, hljóðvarps og sjónvarps, einstakra rása þess og svæðis- stöðvanna í útvarpinu. Það má vera að ég verði með þætti 'um stofnunina og þá sem þjónustu hennar njóta í vetur. Eins vil ég segja við vini mína á dagblöðum þessa lands að ég hlakka til beinn- ar og óbeinnar samvinnu við þá. Ég er til dæmis afar þakklátur fyrir blaðaumijöllun um Ríkisút- varpið og útvarpsefni og harmaði ekki þótt hún yrði meiri á kom- andi tíð. Ég tel einnig að Ríkisút- varpið og dagblöðin eigi að taka höndum saman um að varðveita það fjöregg sem við nefnum ís- lenska sjálfsmynd, sjálfstæði, tungu og menningararfleifð.“ Heimir Steinsson segir að lok- um, að auðvitað verði mikil breyt- ing á sínum högum við að taka við embætti útvarpsstjóra. „Við hjónin munum auðvitað sakna Þingvalla mjög mikið. Það getur enginn dvalist hér í áratug án þess að sakna þessa staðar og biðja honum blessunar, sem og þeim, sem hér tekur við. Ég vona að ég geti tekið með mér í Efsta- leitið eitthvað af anda Þingvalla enda eru þeir eru helgistaður allra íslendinga." af innflutningi viðbits verður." í bréfi Atéttarsambands bænda er tekið fram að áform stjórnvalda um að leyfa innflutning á unnum mjólkurvörum, eins og jógúrt, Smjörva, Léttu og laggóðu og ísefn- um, hafí ekki á nokkru stigi málsins verið kynnt forsvarsmönnum sam- bandsins. Minnt er á að í mars hafí þáverandi ráðherrar landbúnaðar og fjármála skrifað undir samning við stéttarsambandið um stefnumörkun í mjólkurframleiðslu og sauðfjár- rækt. Samningurinn gildi til 1998 og markmið hans séu að laga búvöra- framleiðslu að innlendri markaðsþörf og gefa landbúnaði svigrúm til þró- unar að aukinni hagkvæmni, til að mæta betur óskum neytenda og frek- ari samkeppni. í bréfínu segir síðan orðrétt: „Til þess að tryggja landbúnaðinum starfsfrið á þessum aðlögunartíma vora eftirfarandi ákvæði sett í samn- inginn: „Aðilar eru sammála um að forsenda samnings þessa sé að regl- um verði ekki breytt eða ákvarðanir teknar um innflutning búfjárafurða þannig að teflt verði í tvísýnu því jafnvægi og þeim árangri sem að er stefnt. Þetta hindrar þó ekki að ís- land gerist aðili að alþjóðasamning- um sem gerðir kunna að verða og snerta viðskipti með landbúnaðarvö- raur, enda samrýmist framkvæmd þeirra ofangreindum markmiðum um jafnvægi innlendrar framleiðslu og heimamarkaðar." Samkvæmt út- reikningum sem fyrir liggja gæti magn þeirra unnu mjólkurvara sem um er rætt í þessu sambandi numið allt að 20% af markaðshlutdeild mjólkurvara á matvöramarkaðnum hér á landi.“ Stéttarsamband bænda vísar í bréfínu á bug þeirri túlkun, sem fram hefur komið hjá utanríkisráðherra, að umræddar mjólkurvörar séu iðn- aðarvara og því óviðkomandi búvöru- samningnum. Þá segir að ákvörðun um að leyfa innflutning þessara vara hefði bein áhrif á þá hagsmuni sem samningnum er ætlað að tryggja og sé því óijúfanlega tengd framkvæmd hans. Loks krefst sambandið þess í bréfinu til forsætisráðherra að fullt samráð verði haft við bændur um málið, verði um frekari samningavið- ræður að tefla. --------*-*-•--------- Milljón króna styrkveiting til doktorsnáms STJÓRN Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjáns- sonar kaupmanns hefur ákveðið að veita nokkra styrki handa efni- legum ncmendum í námi á sviði verkfræði og raunvísinda. Samkvæmt erfðaskrá hjónanna Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristj- ánssonar kaupmanns var stofnaður sjóður til styrktar efnilegum nemend- um í verkfræði- og raunvísindanámi. Stofnfé sjóðsins var ákveðinn hluti af eignum þeim er þau létu eftir sig, en heimilt er skv. skipulagsskrá að veita styrki af þeim vöxtum sem sjóð- urinn ber. / Á sl. ári voru veittar samtals 3 miilj. kr. úr sjóðnum. Umsóknarfrestur er til 10. sept- ember nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.