Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 23
Alfreð Jolson „Hjónabandið er, í allri sinni fegurð, krefjandi, leggur á aðilana mikla ábyrgð og reynir mikið á þá. Karlmaðurinn og konan verða að vinna stöðugt að því að hjóna- bandið takist og leggja gagnkvæma rækt við þróun þess.“ getur sú fíkn skert svo frelsi þeirra að þeir séu lítt færir um að taka ákvarðanir og standa að heilbrigðri þróun hjúskaparlífs. Samkynhneigð er meinbugur á hjónabandi. Stund- um kemur ekki í ljós fyrr en geng- ið hefur verið í hjónaband að sá meinbugur er fyrir hendi. Fleiri af- brigði í kynferðislífi geta verið samskonar meinbugir. Stundum getur andlegur van- þroski, svo og.trafalar og hindranir í hjúskaparlífinu verið álíka alvaleg- ir meinbugir. Oft leiðir slíkur van- þroski til eigingimi og vangetu til þess að ganga með opnum huga út í hjúskaparlífið og standa að sam- eiginlegri þróun þess. Mörg hjóna- bönd ungs fólks hafa reynst gölluð og ógild af þeim ástæðum. Hjúskaparlífið krefst áhuga og stöðugrar viðleitni hjónanna. Þau þurfa að sanna ýmisiegt hvort fyrir öðra, bera vitni um viss atriði og sýna hvort öðra fram á vissar stað- reyndir. Öll sú viðleitni er tímafrek en ekki ómöguleg. Menn taka á sig mjög mikilvægar skyldur þegar þeir ganga í hjónaband og það verð- ur ekki lýst ógilt fyrir neina smá- muni. Mjög oft mistekst hjúskap- Hjörleifur Guttormsson ist verði við með breyttu skipulagi og öðrum verndaraðgerðum. Það er t.d. nöturlegt að sjá aðstæður á Hveravöllum, þar sem gestamóttaka er fast upp við hverasvæðið og fólk rásar hvar sem er um hverabarma og gróðurlendi. Gestamóttöku ætti að flytja nokkra kílómetra burt frá hverasvæðinu, og beina gangandi umferð um það eftir völdum afmörk- uðum leiðum. Fljótt á lítið sýnist eðlilegt að setja slíka þjónustu niður við Kjalveg litlu austar, en vakt og leiðsögn væri haldið uppi á hvera- svæðinu. Með þessu fengist ekki aðeins allt annað og þekkilegra svip- mót á hverasvæðið, heldur myndi draga verulega úr ágangi þar. MORGUNBLÁÐIÐ FÖSTUDAGÚR 9. ÁGÖST: 1991 -23 arlífið af því að hjónin leysa ekki hlutverk sitt almennilega af hendi eða að þau skortir nægilegan áhuga og umhyggju. Kaþólska kirkjan lítur svo á að hjónabandið sé sakramenti - náðar- lind sem Jesús Kristur hafi stofnað. Sakramentin eru höfuðatriði í aug- um kaþólskra manna. Kirkjan flaustrar ekki að því að leysa upp hjónabönd og hún vill ekki heldur að þau sundrist. Þetta sakramenti og hjónabandið sjálft eru höfuðatr- iði í því ferli að ijölskylda mannsins þróist eins og henni er ætlað. Kirkjan viðurkennir hjónabönd annarra trúarhragða af höfuðatriði hjónabandsins eru fyrir hendi í þeim. Ekki er litið á það sem sjálf- sagðan hlut að hjónabönd, sem stofnað er til utan kaþólsku kirkj- unnar, séu ógild. Á slík hjónabönd er litið sem þau séu gild ef höfuðatr- iði hjónabandsins eru virt í þeim. Kirkjan ber mikla virðingu fyrir hjónabandinu og lítur á það sem mikilvægasta samfélagið fyrir karl og konu. Það er stöðug trú kirkj- unnar, sem fylgt hefur henni gegn- um aldirnar, að hafi réttilega verið að hjónabandinu staðið í upphafi, megi ekki slíta því. Fólk gengur í þetta göfuga samband sem það sé varanlegt og sannarlega er sá var- anleiki nauðsynlegur til þess að hjónabandið verði tryggt og til þess að hjónin og fjölskyldan géti þróast og tekið framförum. Hjónaband í þessum skilningi er bundið við einn karl og eina konu samtímis. Kirkjan lítur ekki á neitt samband sam- kynja fólks sem hjónaband. Hun lítur ekki heldur á fjölkvæni sem raunverulegt hjónaband. Hjóna- skilnaður er kvalræði fyrir fijöl- skylduna eins og svo auðséð er í hinum mörgu samfélögum manna um heim allan. Hjónabandið er, í allri sinni feg- urð, kreijandi, leggur á aðilana mikla ábyrgð og reynir mikið á þá. Karlmaðurinn og konan verða að vinna stöðugt að því að hjónaband- ið takist og leggja gagnkvæma rækt við þróun þess. Það krefst hreinskilni og samstarfsvilja, gagn- kvæmra gjafa og fórna og þeirrar þolinmæði sem sprettur upp af sannri ást og gagnkvæmri virðingu hjónanna. Eigi hjónabandið að tak- ast, krefst það fórnar og bæna, svo og návistar og hjálpar Guðs og gagnkvæmrar hjálpar hjónanna. Þegar svo tekst til er hjónaband- ið stofnað, nært og styrkt af Guði. Kirkjan biður og vonar að hjóna- bönd blessist og þróist á íslandi og um heim allan. Höfundur er biskup kaþólskra manna á Islandi. „Gæsavatnaleið“ hin nýja! Reiðuleysið í skiputagi umferðar á hálendinu kemur ekki síður í ljós í lagningu vegaslóða út og suður og vöntun á leiðarmerkingum, að ekki sé talað um akstur utan slóða, sem sífellt setur meira mark á hálendið. Þá ber það einnig við að merkingar sem settar hafa verið upp veita rang- ar eða misvísandi upplýsingar, og getur það reynst afdrifaríkt fyrir ferðalanga í óbyggðum. Hér verður nefnt nýlegt dæmi um akslóð, sem ekki virðist þjóna mikl- um tilgangi, sem líklega hefur verið kostuð af almannafé. Um er að ræða slóð sem radd hefur verið frá sunn- anverðum Dyngjufjöllum vestur með Trölladyngju og í sveig suður að brú á Skjálfandafljóti. Mætti ætla að hún eigi leysa af hólmi hina gömlu Gæsa- vatnaleið, sem liggur um Urðarháls og yfir Dyngjuháls skammt frá jaðri Dyngjujökuls að Gæsavötnum, en við þau er gróðurvin í um 900 m hæð við rætur Bárðarbungu. Þaðan eru 9 km að brúnni á Skjálfanda- fljóti þar sem mætast nýja og gamla slóðin. Þarna á vegamótunum við Skjálf- andafljót skammt norðan Vonar- skarðs er veglegur þríarma veg- prestur. Vísar vesturarmur hans á Nýjadal, annar í norðaustur með áletruninni Askja og sá þriðji í suð- austur og á letrað „Gæsavötn 9 km“. Hvergi er þar að finna tilvísun á Gæsavatnaleið, sem er þó sá veg- slóði sem margir þekkja af afspurn og sýndur er á landabréfum. Nýja Rækj uiðnaðurinn eftir Gunnar Þórðarson Vegna þeirra erfiðleika sem rækjuiðnaðurinn er í og ýmissa yfir- lýsinga og ummæla sem komið hafa fram í fjölmiðlum undanfarið, tel ég mig knúinn til að setja þess- ar línur á blað. Hæst bera þar yfirlýsingar og stóryrði forsætisráðherra Davíðs Oddssonar, sem mér finnst ekki sæma einum æðsta manni þjóðar- innar að fella slíka palladóma sem hann hefur gert. Það hlýtur að vera krafa til manns í hans stöðu að kynna sér málin ofaní kjölinn áður en hann lætur frá sér fara slíkar yfirlýsingar um menn og málefni sem geta stórskaðað íjölda manns. Af því tilefni vil ég aðeins rifja upp afskipti ríkisvaldsins af rækjuiðnað- inum undanfarin ár til að benda á hve mikla ábyrgð stjórnmálamenn bera á því hvernig komið er í dag. Árin 1983 og 1986 voru gullald- arár í rækjuvinnslu, mjög hátt verð á mörkuðum og góð veiði fóru sam- an. Á þessum tíma var iðnaðinum gert að greiða í verðjöfnunarsjóð allt að 20% af veltu, og söfnuðust upp í sjóðnum mörghundruð millj- ónir króna. í þessum góðærum var mikil ásókn manna að fá leyfi til að setja upp rækjuvinnslur um allt land, en slíkt er háð leyfum frá sjáv- arútvegsráðuneytinu vegna laga um samræmingu veiða og vinnslu. Hugmyndin með þeim lögum var að koma í veg fyrir offjárfestingu í greininni eins og gerst hafði í öðrum greinum sjávarútvegs, og viðhalda jafnvægi í framboði og eftirspurn á hráefni. í stuttu máli varð niðurstaðan sú að allir sem sóttu um leyfi fengu það, þrátt fyr- ir ítrekuð mótmæli félags rækju- framleiðenda. Þessi ráðstöfun fyri’verandi sjáv- arútvegsráðherra varð til þess að gífurleg offjárfesting varð í grein- inni og þær verksmiðjur sem fyrir voru urðu að beijast blóðugum bar- daga fyrir hveiju kílói af hráefni, þar sem eftirspurnin var langt umfram framboð. Ef menn ætla að halda því fram að frekar eigi að stoppa verksmiðjur en taka þátt í slíku kapphlaupi vil ég aðeins benda á eitt atriði. Verðjöfnunarsjóður er hugsaður sem sveiflujöfnunarsjóður til hagsbóta fyrir t.d. útgerð og verkafólk, til að koma í veg fyrir að vinnslustöðvar pilli aðeins rækju þegar markaðsverð er hagstætt en Gunnar Þórðarson „Varð niðurstaðan sú að allir sem sóttu um leyfi fengu það, þrátt fyrir ítrekuð mótmæii félags rækjuframleið- enda.“ loki hreinlega þess á milli, áður- nefndum aðilum til stórtjóns. Menn geta ímyndað sér hvernig það væri fyrir verkafólk í bæ eins og ísafirði þar sem nærri helmingurinn af framleiðslunni er í ra^kjuvinnslu. Þannig geta þeir sem aðhyllast verðjöfnunarsjóð tæplega mælt með því að .verksmiðjur loki vegna of mikillar eftirspurnar á hráefni. Það er svo rétt að taka fram að þessi fjölgun verksmiðja eftir góðærin varð til þess að þeir sem greiddu inn í sjóðinn fengu aðeins lítinn hluta þess aftur, þar sem hann dreifðist við útborgun einnig til allra þeirra nýju aðila sem komnir voru í greinina. Hér var um stórkostleg- an ijármagnsflutning milli fyrir- tækja að ræða, lögskipaður af stjórnvöldum. Sem dæmi vil ég nefna að árin 1986 til 1987 greiddu verksmiðjur á ísafirði u.þ.b. 80 milljónir króna í verðjöfnunarsjóð en fengu til baka í erfiðleikunum seinna aðeins um 40 milljónir króna. Árin 1987-1988 var verðbólgan kæfð með m.a. rangri gengisskrán- slóðin til Öskju hefur hins vegar enn ekki verið færð á landabréf, enda skammt síðan hún var lögð. Undir- ritaður heyrði fyrst af henni hjá landverði í Nýjadal, sem jafnframt lét þess getið að ijallarútur færu frekar gömlu slóðina (Gæsavatnale- ið), þar eð hin lægi yfir hraun sem þættu fara illa með hjólbarða. Villuslóð á ábyrgð hins opinbera? Margt er við þetta mál að athuga. Vegmerkingarnar seni ég gat um eru fráleitar og villandi. Á leið minni hitti ég af tilviljun nokkra íslenska ferðalanga, sem ætlað höfðu Gæsa- vatnaleið að vestan, en fylgdu hinni nýju leiðármerkingu til Öskju og áttuðu sig ekki á villu síns vegar fyrr en nokkuð var komið áleiðis. Göngumenn erlenda rakst ég á sem villst höfðu inn á nýju slóðina og voru orðnir uppiskroppa með drykkj- arvatn. Vegna merkingarinnar „Gæsavötn 9 km“ álykta menn sem svo, að það sé botnlangi, en merking- in „Askja“ vísi á hina hefðbundnu Gæsavatnaleið. Með þessu er ekki aðeins verið að valda mönnum araa, heldur getur þetta haft alvarlegri afleiðingar, ekki síst ef veður gerast válynd. Gæsavatnaleið sem fylgir nokk- urn veginn Vatnajökulsvegi fyrri tíðar er örðug fjallaslóð en með fjöl- breyttu landslagi, nálægð af jökli og eldstöðvum og víðsýni í góðu skyggni. Nýja slóðin liggur um eins- leitt og heldur fábreyt.ilegt landslag og óvíst að hún haldist mikið lengur opin, enda skipta vikur ekki máli í þessu sambandi til eða frá. Lagning .vega um hálendið og opnun nýrra svæða fyrir bílaumferð er skipulagsmálefni, sem gaumgæfa þarf áður en í er ráðist. Fróðlegt væri að fá upplýst hvaða umfjöllun þessi vegalagning hefur fengið í stjórnkerfinu og hveijir tóku ákvörð- un um fjárveitingar til hennar. Kannski hefði því fjármagni verið betur varið til lagfæringa á Gæsa- vatnaleið eða til endurbóta á áning- arstöðum, sem henni tengjast. Óbyggðirnar eru auðlind Hálendi íslands og óbyggðir eru auðlind, sem þjóðin á eftir að hafa fjölbreytt not af í framtíðinni. Úti- vist fólks fer þar sífellt vaxandi og nýting í þágu ferðaþjónustu og orku- vinnslu á eftir að aukast. Þótt okkur finnist rúmt um í óbyggðum og víðáttur miklar gildir um þær hið saman og aðrar náttúruauðlindir, að þær eru takmarkaðar. Það er auð- velt að spilla þeim gæðum sem við sækjumst þar eftir: kyrrð og frið- sæld, gróðui'vinjum og sandauðnum með blæ hins ósnorta. Þess vegna er nauðsynlegt að móta skýrar um- gengnisreglur og skipulag fyrir há- lendið, sem tekur mið af náttúra- vernd og setur mannlegum umsvif- um skynsamlegar skorður. Ilöfundur er alþingismaður Alþýðubandalags fyrir Austuflandskjördæmi. ingu og háum vöxtum sem var við- urkennt að hefði verið útflutnings- greinunum þungur kross að bera. Til að bæta frystiiðnaðinum þetta upp greiddi ríkissjóður á þriðja milljarð króna inn í verðjöfnunar- sjóð fiskvinnslunnar, en rækjuiðn- aðurinn fékk ekki neitt. Og mót- mæli forsvarsmanna í rækjuvinnslu voru látin sem vindur um eyrun þjóta. í upphafi úthafsrækjuveiða unnu rækjuverksmiðjurnai' mikið þróun- arstarf sem kostaði mikla peninga en menn réttlættu það með því að fjárfest væri til framtíðarinnar. í dag þurfa þessir sömu aðilar að knékrjúpa fyrir útgerðarmönnum og greiða þeim hundruð milljóna á ári í formi kvótakaupa, en þeir fengu síðar eignarhald á auðlindinni með kvótakerfinu. Framleiðendur höfðu farið fram á helming kvótans og höfðu náð sáttum um skiptingu hans milli vinnslustöðva, en voru hundsaðir sem endranær. Allt era þetta atriði sem forsætis- ráðherra má hafa í huga þegar hann lætur álit sitt í ljós um iðnað- inn og þá menn sem hafa gert rækjuvinnslu að ævistarfi. Hann hefur að vísu bent. á að tii séu verk- smiðjur sem standi vel og því hljóti þær illa stöddu að vera illa reknar.' Ég vil aðeins benda á að verksmiðj- ur eins og Ingimundur hf. á Siglu- firði fékk í gjöf frá ríkissjóði á síðasta ári um 160 milljónir króna og er því varla viðmiðunarhæf í samanburði, og allir sem vilja sýna sanngirni munu sjá að verksmiðja eins og Söltunarfélag Dalvíkur er heldur ekki samanburðarhæft þar sem með bátasölum og kvótatil- færslum er fengin miklu jákvæðari útkoma heldur en vinnsla á rækju gefur tilefni tii. Bæði þessi fyrii^- tæki eru mjög stór í útgerð (Söltun- arfélag Dalvíkur er í eigu Sam- heija) svo þau tilheyra þeim forrétt- indahópi sem útgerðarmenn eru í dag. Það er eitt atriði sem mér finnst rétt að komi fram, en það eru svo- kölluð raðsmíðaskip sem erú fjögur skip sem ríkissjóður stóð fyrir smíði á og seldi fyrir nokkrum árum. Þeir aðilar sem keyptu þessi skip hafa hingað til aðeins greitt fyrir þau sem nemur 7% af aflaverð- mæti, þ.e. um 7 til 10 milljónir á ári. Hvert skip kostar hins vegar um 300 milljónir króna þannig að það sem „eigendur" greiða ríkis- ábyrgðarsjóði dugar ekki fyrir vöxt- um einu sinni. Sumir þessara aðila eru í rækjuvinnslu og fá þarna ódýrt hráefni sem gefur þeim tugi millj- óna á ári umfram aðra, allt á kostn- að ríkissjóðs. v Með þessum skrifum mínum er ég ekki að firra mig né aðra kollega mína ábyrgð á því hvernig komið er, en sjálfsagt hafa menn stundum tekið of djarfar ákvarðanir, en í ótryggum iðnaði eins og rækju- vinnsla er, verður varla hjá því kom- ist. Að lokum vil ég nefna eitt atr- iði. Á sama tíma og mikið verðfall hefur orðið á rækjumörkuðum hafa allar kröfur um aðbúnað í verk- smiðjunum stóraukist. Þetta er vegna nýrra reglna sem eru vænt- anlegar um innflutning á matvæl- um til EB. Það hefur kostað tals- verða peninga á erfiðum tímum að uppfylla þessi skilyrði en hefur sett íslenskan rækjuiðnað í hóp þeirra fremstu í heiminum á sínu sviði, og þær reglur sem verksmiðjurnar setja sér eru miklu strangari en Ríkismat sjávarafurða setur. Einnig er rétt að benda á að verksmiðjum- ar á ísafirði hafa sl. fjögur ár í sameiningu haft starfsmann í þró- unarstarfi sem skilað hefur umtals- verðum árangri, hinsvegar hefur aldrei komið neitt út úr hugmyndum eða starfi Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins fyrir áðumefndar verksmiðjur. Höfundur er framkvæmdastjóri Isvers og fyrrveramndi formaður Félags rækju- og hörpudisksframleiðenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.