Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 27 Aldís Reynisdóttir, HeUissandi - Minning Fædd 15. febrúar 1944 Dáin 31. júlí 1991 í dag verður jarðsungin á Akra- nesi Aldís Reynisdóttir, húsmóðir á Hellissandi. Hún lést á Landspítal- * anum miðvikudaginn 31. júlí sl. Aldís fæddist á Akranesi 15. febrúar 1944 og þar ólst hún upp. Hún var elsta barn hjónanna Guð- rúnar Jónu Jónsdóttur frá Öndverð- arnesi og Reynis Halldórssonar frá Ytri-Tungu í Staðarsveit. Systkini hennar urðu alls níu, og lifa hana átta ásamt móður hennar, en faðir hennar er látinn fyrir allmörgum árum. Ung að árum giftist Aldís Emi Hjörleifssyni, sjónmanni á Akra- nesi. Örn er sonur hjónanna Sigrún- ar Jónsdóttur og Hjörleifs Guð- mundssonar á Sólvöllum í Önundar- firði. Hann var alin upp á Akranesi hjá föðurbróður sínum, Bjarna Guð- mundssyni og eiginkonu hans, Jós- efínu Ástrósu Guðmundsdóttur. Það var á gamlársdag 1961 sem þau Aldís og Öm gengu í hjóna- band. Hún var þá tæpra 18 ára, en hann 22ja ára. Fyrstu hjúskapar- árin sín bjuggu þau á Akranesi, en vorið 1965 fluttust þau að Hellnum í Breiðavíkurhreppi á Snæfellsnesi. Sú var í fyrstu ætlun þeirra að dveljast þarna eitt sumar í skjóli foreldra Aldísar, en þeir höfðu þá hafið búskap á jörðinni Skjaldar- tröð. En þetta eina sumar varð reyndar að 13 árum. Svo fór að ungu hjónin gerðust landnemar á Hellnum. Þau keyptu eyðijörðina Brekkubæ og hófu þar búskap. Jörðin var húsalaus, og landið að mestu óræktað. Allt urðu þau að byggja frá grunni. Það gerðu þau, reistu íbúðarhús og skepnuhús, ræktuðu land. Til þess að komast af varð líka að sækja sjóinn, og það gerði bóndiníi í Brekkubæ. Hann reri á eigin trillu frá Hellnum vor og haust, og á vetrarvertíð var hann formaður á bátum frá Ólafsvík og Hellissandi.. Þó að húsfreyjan á Brekkubæ hafi ekki sótt sjóinn, má segja að hún hafí gert út ekki síður en bóndi hennar. Hún gekk til allra verka úti sem inni, bústörf- um sem fiskverkun, og langtímum saman sinnti hún ein búinu með ungum börnum, meðan eiginmaður- inn var að heiman til sjós. Þetta var hart líf og reyndi áreiðanlega á þolrifin. En þau voru lánsöm hjón- in. Hygg ég að ekki hafi skipt þar minnstu máli, hvílíkur dugnaðar- forkur Aldís var til allra verka og óvílin. Haustið 1978 bregða þau Örn og Aldís búi í Brekkubæ og flytjast út á Hellissand; keyptu þar hús og gerðu sér gott og fagurt heimili á Bárðarási 9. Þau höfðu atvinnu sína af sjósókn. Seldu trilluna, sem hafði dugað þeim vel á Hellnum, og fengu sér stærri bát, og síðan enn stærri í félagi við uppkomna syni tvo. Af lífi og sál tók Aldís þátt í útgerð- inni með eigimanni og sonum og hlífði sér hvergi, meðan hún mátti orku sinnar neyta. Aldís og Örn eignuðust fjögur börn. Elst er Ásdís, fædd 1963, áður en þau flytjast frá Akranesi að Hellnum. Hún er gift Ágústi Jóel Magnússyni. Hin þrjú fæðast meðan þau bjuggu á Hellnum: Örn, fæddur 1966, í sambúð með Guð- ríði Sirrý Gunnarsdóttur; Bjarni, fæddur 1967, kvæntur Kristínu Guðbjörgu Sigurðardóttur, og Sigr- ún Hjördís, fædd 1975. Barnaböm- in urðu þtjú, áður en Aldís lést. Hugstæð er hún mér hún Dídí, mágkona mín. Dídí var hún jafnan kölluð í fjölskyldu sinni. Ég kom oft á heimili hennar og þótti það alltaf skemmtilegt. Dídí var ákaf- lega glaðvær, ræðin og hláturmild, líka þótt mikið væri að gera. Oft hef ég haldið að glaðværðin hafi verið drifkraftur dugnaðar hennar og afkasta. í mannfagnaði sá ég hana leika á als oddi. Þá átti hún til að taka fram gítarinn sinn og slá hann til söngs. Og hló inná milli laga smitandi hlátri. Þagnaður er nú hláturinn hennar Dídíar og glaðvær söngur. Hún lést eftir langa og erfíða sjúkdóms- þraut, úr krabbameini. Að henni er mikil eftirsjá, en minningin um hana lifir björt í hugum allra þeirra sem hana þekktu. Blessuð sé hún. Finnur Torfi Hjörleifsson. í dag verður jarðsett á Akranesi kær vinkona okkar, sem lést á Landspítalanum aðfaranótt 31. júlí sh, langt um aldur fram eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm, sem að lokum sigraði þó hart væri bar- ist, en sjúkdóm sinn bar hún með aðdáunarverði stillingu og hug- rekki. En þijú og hálft ár eni síðan að sjúkdómurinn uppgötvaðist og fór hún þá í gegnum erfíðar með- ferðir sem virtust ætla að skila árangri. Fyrir um ári síðan kom stóra áfallið, sjúkdómurinn gerði vart við sig á ný, það var í sömu viku og við þrenn hjón ætluðum saman í sumarfrí til Noregs, en kjarkurinn var mikill og hún gafst ekki upp, fór þó hún þyrfti að sytta tíma sinn um helming til að komast heim og ganga í gegnum erfíðar meðferðir sem biður hennar. Þrátt fyrir þetta mikla áfall var hún með bros á vör og kátust af öllum, það ætti að verða manni lærdómsríkt _ að umgangast slíka manneskju. í byijun júlí sl. gekkst hún undir tvær erfíðar höfuðað- gerðir og náði engri heilsu eftir það. Var það erfiður tími fyrir hana og alla fjölskylduna, það var yndis- legt að sjá hvað eiginmaður hennar veitti henni mikla ást og umhyggju og vék ekki frá henni, enda mátti hún ekki af honum sjá sama var með börn hennar og tengdaböm, þau voru hjá henni öllum stundum sem þau gátu enda var hún þeim svo mikið. Aldís fæddist á Akránesi 15. febrúar 1944 og ólst þai' upp, dótt- ir hjónanna Jónu Jónsdóttur og Reynis Halldórssonar sem er látinn, hún var næst elst tíu systkina áður er látinn bróðurinn Ragnar, þurfti því snemma að fara að bjarga sér og hjálpa til við uppeldi systkina sinna enda dugnaðurinn einkennt hana alla tíð. 31. desember 1961 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Erni Hjörleifssyni, sem alinn var upp á Akranesi hjá fósturforeldrum sínum Jósafínu A. Guðmundsdóttur og Bjarna Guðmundssyni, vbru þau því búin að lifa í hamingjusömu hjóna- bandi í þijátíu ár og eignast fjögur börn. Ásdís, gift Ágústi Magnús- syni og eiga þau tvö börn, Örn í sambúð með Guðríði Sirrý Gunnars- dóttur og eiga þau einn son, Bjarni giftur Kristínu Guðbjörgu Sigurðar- dóttur og eiga þau von á sínu fyrsta barni í þessum mánuði, Sigrún Hjördís sem er 15 ára. Árið 1965 flytja foreldrar hennar að Skjaldartröð á Hellnum og fóru þau til þeirra og ætluðu að vera sumarlangt, en líkaði vistin svo vel að um haustið kaupa þau jörðina Brekkubæ á Hellnum sem var í eyði og ekkert hús uppistandandi, þar byggðu þau allt upp og rækt- uðu af mikium stórhug og myndar- skap, stunduðu útgerð og fískverk- un til að endar næðu saman fór Össi sem skipstjóri á vertíðum en hún gætti bús og barna árið 1978. Eftir lát Reynis föður hennar seldu þau jörðina og fluttust inn á Hellis- sand, var Össi skipstjóri hjá öðrum í fyrstu en keyptu síðan sinn eigin bát sem þau hjónin gerðu út og hafa synir þeirra báðir komið inn í það fyrirtæki og reka einnig fisk- verkun, allt mikið dugnaðarfóik. Á síðasta ári gekkst hún fyrir því að stofna Lionessuklúbb og varð sá draumur hennar að veruleika þegar Lionessuklúbburinn Þernan var formlega stofnaður í maí 1990 og var hún kosin fyrsti formaður hans. Það var engin lognmolla í kringum hana Dídí það komst eng- inn upp með að láta iiggja illa á sér, alltaf svo kát, glöð og dríf- andi, hún var mikil sjálfstæðis- manneskja og lét ekki aftra sér frá því að sitja síðasta landsfund í mars sl. þrátt fyrir veikindi sín. Það er sárt að sætta sig við að hún skuli vera farin frá okkur. Henni sem þótti svo gaman að lifa og starfa, talaði aldrei um að neitt væri leiðinlegt, alltaf svo jákvæð, hún var með afbrigðum snyrtileg og var það sama hvort það var heimilið, eða það sem sneri að út- gerðinni þar var allt í röð og reglu. Að lokum kveðjum við hana með söknuði, og þökkum allar góðu og glöðu samverustundirnar. Elsku Össi, við vottum þér, börn- um, tengdabörnum, barnabörnum og ástvinum öllum okkar dýpstu samúð og biðjum guð að gefa ykk- ur styrk til að standast þessa þungu raun, eftir lifir falleg minning um góða og fórnfúsa konu. Blessuð sé minning hennar. Iris og Ottar. Minning: Nanna Snæland Fædd 15. júlí 1912 Dáin 1. ágúst 1991 Það eru áreiðanlega einhvers staðar fagnaðarfundir þessa dag- ana. Nanna er komin heim eftir langa og stranga lífsferð. Eg sá ekki hana Nönnu Snæland á bestu árum hennar en heyrði oft talað um þessa glæsilegu ungu stúlku sem margir álitu fegursta í Reykjavík. Sagt var líka að ungur tónlistarmaður, ungverskur (aðals- maður, það þurftu þeir alltaf að vera í ævintýrasögum almannaróms á þeim árum), sem kom hér með hljómsveit, hafi orðið svo ástfang- inn að hann hreif hana með sér suður í Evrópu. Svo kom hún aftur í janúar 1949 ásamt seinni manni sínum, Andrés Kesckés, sem lést hér árið 1986. Mikið vatn hafði runnið til sjávar síðan Nanna kvaddi heimaland sitt og atburðir gerst í lífi hennar sem nægt hefðu í bækur. Fyrri mann sinn missti hún 1943. Násistar flæddu yfir og hertóku Ungveija- land. Rússar komu og börðust við þá um yfirráð. Bardaginn um Búda- pest þar sem Nanna bjó stóð vikum saman en íbúarnir fiúðu í kjallara og önnur fylgsni þar sem þeir reyndu að lifa ósköpin af. Um þær mundir lá Nanna milli heims og helju eftir bijóstholsuppskurð vegna berkla en fór, strax og heils- an leyfði, af sjúkrahúsinu ofan í kjallaraholurnar til hinna. Þá hafði hún kynnst Andrési og voru þau gefin saman á meðan ástandið var enn þannig að það var lífshættulegt að skjótast í skjól milli húsa á leið þeirra til prestsins sem gaf þau saman. Þegar þau Andrés komu hingað landflótta 10. janúar 1949 kynntist ég þeim fyrst. Þá sá ég að almanna- rómur hafði ekki logið. Falleg var hún og fas tignarlegt en hlýlegt. Það sem seinna kom í ljós sýndi að hér var með afbrigðum hæfi- leikarík kona sem kunni að nýta þá hæfileika eftir því hvers lífíð krafðist hveiju sinni. í glöðum hópi naut hún sín hvort heldur sem hún var gestur eða veit- andi, ef lífið bauð til fagnaðar. Þeg- ar á móti blés og úrræða eða fórna krafíst, var það henni jafn eðlilegt að ganga til verks og leysa mái á ábyrgan hátt án undansláttar eða sjálfsvorkunnar. Kom sér þá vel hve verklagin hún var og sköpunargáfa og kímni gerði sitt til að vekja að- dáun á því sem hún hannaði og saumaði. Mesta gleði Nönnu var Iðunn, nafna tvíburasystur hennar sem dó fyrir tveimur árum, einkadóttur þeirra Andrésar og barnabörnin fjögur. Þau voru henni allt. Kær- leikur hennar er ríkulega endur- goldinn af þeim og þess hefur hún notið þessi síðustu ár sem hún dvaldi á Vífilstöðum. Iðunn, Árni maður hennar og börnin öll hafa verið samhent í því að gera henni dagana sem bærileg- asta og sýna henni elsku og virð- ingu. Við hin kveðjum Nönnu og minn- umst hennar og samverustundanna með gleði og þökk. Ég veit við hittumst hinum meg- in. Ágústa P. Snæland. ^ár-Pfsnto^ E X T ¥% Mlrlná t<'< b,,r *»«! odi haj4wr 170 -1 ÁHRIF&RÍKUR HÁRKÚR VÍTAMÍN, STEINEFNI OGJURTIR. FYRIRHÁR, HÚÐOG NEGLUR BIO-SELEN UMB. SIMI: 76610 CMC kerti tyrif niöurhengd lolt, ei ur gatvanlseruðum málmi og eldþoliO. CMC kwll er auðvclt i uppsetningu og mjög sterkt CMC kerfi er test meö etillanlegum upphengjum sem þola allt aö SO kg þunga. CMC kerli facsl i morgum geröum baeöi sýnilegt og faliö og veröiö er otrulega lágt. CMC kerti er serstaklegá hannad Hringið eftir tyrir loftplötur trá Armstrong trekan upplysingum 8? Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Reykavík - sími 38640 Þú svalar lestraiþörf dagsins ájsöum Moggans! Ferða- fólk í VÖRUHÚSIVESTUR- LANDS fáið þið allt sem þarf í ferðina, hvort sem halda skal vestur, austur, norður eða suður: Matvöru, fatnað og afþreyingavörur svo sem spil, bækur og blöð. Komið við hjá okkur í sumar VÖRUHÚS VESTUR- LANDS Birgðamiðstöð ferðafólksins © sími 93-71 200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.