Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 21 Noregur: Minnisblöð með sleggju- dómum valda fjaðrafoki Ósió. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunbladsins. BIRTING leynilegra minnisblaða frá Verkamannaflokknum, sem eru full af sleggjudómum uin andstæðinga flokksins, hafa valdið hörðum viðbrögðum í Noregi. Minnisblöðin voru tekin saman af framkvæmda- stjórn flokksins og eru ætluð þingflokki hans sem undirbúningur fyrir umræður í tengslum við sveitastjórnarkosningar í haust. Á minnisblöðunum er ráðist harkalega að öllum andstæðingum Verkamannaflokksins en þar að auki er þar að finna tilbúin svör við ýmsum „erfiðum spurningum“ sem búast má við að stjórnmála- menn Verkamannaflokksins verði spurðir í kosningabaráttunni. Meðal þess sem má lesa í minnis- blöðunum er að Miðflokkurinn þjá- ist af „EB-ofsóknarbijálæði“, þing- manni sósíalista, Tove Kari Viken, er lýst sem „ósamkvæmri sjálfri Kirkjan þarf ekki lengur að standa skil á upplýsingum fyrir þjóðskrána, heldur hefur sú skylda færst yfir á skattayfirvöld víðs veg- ar um landið. Hingað til hefur þjóð- skráin stuðst við þær upplýsingar um íbúana sem kirkjan hefur látið í té, en í ár verður nýja fyrirkomu- sér“ og sagt að það sé „ómögulegt að vita hvar maður hafi hana“. Um Kristilega þjóðarflokkinn er sagt að hann hafi „unun af því að kynna sig sem boðbera hins rétta siðferð- is . . . þó að flestir telji að flokkur- inn einkennist af tvískinnungi“. Hægriflokkurinn fær svo þá eink- unn að hann hafi „verulega lagt sitt af mörkum til að auka rugling- inn varðandi muninn á aðild að EES og EB“. Langverstu útreiðina fær hins lagið tekið upp. Einungis 63% unglinga á ferm- ingaraldri í Svíþjóð láta fermast í ár. Þegar síðari heimsstyijöldinni lauk var þetta hlutfall 90%. Síðan hefur fermingarbörnum sífellt farið fækkandi hlutfallslega, sérstaklega á síðustu þremur árum. vegar Sósíalíski vinstriflokkurinn (SV), sem hefur verið skæður keppinautur Verkamannaflokksins um fylgi á vinstrivængnum, á und- anförnum árum. „SV er sá flokkur sem alltaf hefur meira fé til umráða en aðrir flokkar. Það er ekkert vandamál fyrir SV að búa til 100 þúsund ný störf. í veröld SV er alltaf hægt að afla meiri fjár. Flokk- urinn hikar heldur ekki við að gefa rangar upplýsingar," segir m.a. í minnisblöðunum. Um Framfaraflokk Carls I. Hag- ens er sagt að hann haldi áfram að fleyta sér áleiðis á óánægjuöld- unum. Flokkurinn byggi fylgi sitt á „sinnuleysi“ og „óánægju" meðal almennings. Gunnar Berge, formaður þing- flokks Verkamannaflokksins, segir í viðtali við dagblaðið Verdens Gang í gær að hann taki fulla ábyrgð á leynilegu minnisblöðunum. Þá þyki honum það mjög leitt að farið sé niðrandi orðum um þingmanninn Tove Kari Viken. „Ég ætla að biðja hana velvirðingar þegar ég hitti hana næst. Hún er mjög viðkunna- leg kona,“ sagði Berge. Hann bætti því við að ef vitað hefði verið að minnisblöðin yrðu birt hefðu líklega sumar setningarnar verið „fínpúss- aðar“ áður. Aðrar væru hins vegar bæði „góðar og fyndnar" að hans mati. Fulltrúar annarra flokka hafa mjög mismunandi skoðanir á minn- isblöðunum. Sumir eru fullir vand- lætingar en aðrir segja þetta vera „hina bestu auglýsingu". Flestir gefa líka í skyn að þetta sé nokkuð sem allir flokkar stundi. ■ ÓSLÓ - Norskir tollgæslumenn lögðu í gær hald á 72 kíló af hassi við landamæri Noregs og Svíþjóðar. Labrador-hasshundur fann hassið í kassa sem var logsoðinn við bíl tveggja Dana. Þetta er mesta magn hass sem fundist hefur í einu í Noregi. Talið er að það hefði selst á um 90 milljónir ISK hefði það komist í umferð. Danirnir, kona og karl, eiga yfir höfði sér 15 ára fangelsisdóm í Noregi verði þau sakfelld. Svíþjóð: F ermingum fækkar Stokkhólmi:> Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. KIRKJUSÖFNUÐIR í Svíþjóð eru sífellt að minnka. Kirkjusókn verð- ur æ minni á meðan aðsókn á hvers kyns tónleika og aðrar afþrey- ingaruppákomur í kirkjum færist stöðugt í aukana. Það verður æ sjaldgæfara að ungmenni sinni trúarlegum áhugamálum sínum inn- an þjóðkirkjunnar. I ár láta 10% færri unglingar ferma sig en fyrir þremur árum síðan. Reuter Thatcher heiðruð í New York Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, ræðir við Henry Kissinger, er var utanríkisráðherra Bandaríkjanna á átt- unda áratugnum, í veislu er haldin var Thatcher til heiðurs um borð í skemmtiferðaskipinu Regal Princess í New York-höfn á miðviku- dag. Veislan var þáttur í hátíðahöldum vegna jómfrúrsiglingar skips- ins. Thatcher á vinstri hönd er eiginmaður hennar, Denis Thatcher. Hjónabönd kaþólskra: Eiturlyfjafíkn næg ástæða til ógildingar Páfagarði. Reuter. DÓMSTÓLL í Páfagarði hefur úrskurðað að ef annar aðilinn í hjóna- bandi fólks sem er kaþólskrar trúar sé haldinn eiturlyfjafíkn sé það næg ástæða til að ógilda hjónabandið. Kaþólska kirkjan hafnar hjóna- skilnuðum, en leyfir samt ógildingu hjónabanda í ákveðnum tilvikum, ef um alvarlegt rof á hjónabands- eiðnum er að ræða. Slík ógilding þýðir í raun að kirkjan lítur svo á að hjónabandið hafi aldrei stofnast. Úrskurðurinn birtist í árbók Páfagarðs sem kom út í vikunni. Þar segir að eiturlyfjafíkn annars aðilans sé næg ástæða til ógildingar vegna þess að þegar viðkomandi sór eiðinn hafi hann ekki haft fulla dómgreind. Hjónabönd er hægt að ógilda ef báðir aðilar hafa ekki gefið fullt samþykki sitt eða ef annar aðilinn hefur blekkt hinn vísvitandi. Árið 1983 var reglum kirkjunnar breytt á þann veg að vanheilsa á geði kom til álita sem næg ástæða ógildingar hjónabands. Islamska Jihad: Markmið samtakanna að beij- ast gegn vestrænum áhrifum Reuter John McCarthy (tv.) var látinn laus úr gíslingu í Libanon í gær. Myndin var tekin af McCarthy áður en honum var rænt i Beirút 17. apríl 1986. Á myndinni sést einnig Bandaríkjamaðurinn Terry Anderson. Hann hefur verið í haldi lengst allra gísla í Líbanon. Beirút. Reuter. Islamska Jihad (Heilagt stríð) lét í gær lausan breska blaðamanninn John McCarthy með bréf til Perezar de Cuell- ars, aðalritara Sameinuðu þjóð- anna. Islamska Jihad eru sam- tök herskárra stuðningsmanna Irana, sem hafa það að markm- iði að gera að engu ítök Vestur- landa í Mið-Austurlöndum. Til þess hafa samtökin undanfarin átta ár beitt miskunnarlausum aðferðum, sem bitnað hafa jafnt á aröbum sem Vestur- landabúum. Þar á meðal eru sjálfsmorðsárásir, mannrán, morð og flugrán. Mál vest- rænna gísla í Líbanon hefur borið hátt undanfarin ár, en nú virðist sem lausn þeirra gæti verið í sjónmáli. Islamska Jihad er í innsta kjarna neðanjarðarhreyfingar múhameðstrúarmanna úr röðum shíta í Líbanon, en Hizbollah (Flokkur Guðs) ræður þar lögum og lofum. Neðanjarðarhreyfingin var stofnuð um bókstafstrú erkik- lerksins Ayatollahs Ruhollaþs Khomeinis, byltingarleiðtoga ír- ans. Jihad kom fyrst fram á sjónar- sviðið í apríl árið 1983 þegar sam- tökin gerðu sprengjuárás á banda- ríska sendiráðið í Beirút með þeim afleiðingum að 17 manns biðu bana. Sex mánuðum síðar létu 242 bandarískir landgönguliðar og 58 franskir fallhlífarhermenn lífið þegar sprengjur, sem voru faldar í vörubílum, sprungu. Jihad stóð að baki þessum tilræðum, sem urðu til þess að Ronald Reag- an, þáverandi forseti Bandaríkj- anna, sá sig tilneyddan að kveðja allt bandarískt herlið brott frá Líbanon. Árið 1984 hófu liðsmenn ísl- amska Jihads að ræna Vestur- landabúum í Líbanon í því skyni að fá 17 manns, sem sátu í fang- elsi í Kúveit fyrir aðild að sprengjutilræðunum í Líbanon árið 1983, leysta úr haldi. Síðar bættist við sú krafa að ísraelar létu lausa nokkur hundruð lí- banska og palestínska fanga í skiptum fyrir gísla. Um þessar mundir er sex Bandaríkjamanna, tveggja Breta, tveggja Þjóðveija og eins Itala saknað og er talið að þeir séu í gíslingu í Líbanon. Liðsmenn ísl- amska Jihad sögðust aðeins hafa tvo þessara gísla, Bandaríkja- mennina Terry Anderson og Thomas Sutherland, í haldi áður en John McCarthy var sleppt. Menn velta nú vöngum yfir því hvort það sé upphafið á því að allir vestrænir gíslar í Líbanon verði látnir lausir í skiptum fyrir líbanska og palestínska fanga að McCarthy hefur verið látinn laus. Ef marka má orð óiiafngreinds frammámanns bókstafstrúaðra múhameðstrúarmanna í Líbanon í gær er hér um mikilvægt skref í áttina að lausn gíslamála í Mið- Austurlöndum að ræða. Hann kvaðst telja að bréfið, sem Mc- Carthy á að afhenda de Cuellar, hafi að geyma tillögu um skipti á vestrænum gíslum og föngum, sem eru í haldi í ísrael.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.