Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR' 9, ÁGÚST 1991 BEINT 1 FLÆKJU Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Beint á ská 2Vi: Lyktin af ótt- a(„The Naked Gun 2Vi: „The Smell of Fear“). Sýnd í Há- skólabíói. Leikstjóri: David Zucker. Handrit: Zucker og Pat Proft. Aðalhlutverk: Leslie Nielsen, Priscilla Presley, Ge- orge Kennedy, O. J. Simpson. Paramount. 1991. LÖgregluforinginn Frank Drebin (Leslie Nielsen) hefur drepið sinn þúsundasta eiturlyfja- sala („verð að viðurkenna að ég bakkaði yfir tvo vegfarendur en sem betur fer reyndust þeir vera dópsalar“) og situr kvöldverðar- boð forseta Bandaríkjanna, Ge- orge Bush. Þar er starfsmanna- stjórinn John Sununu einnig og þekktir athafnamenn sem allir eru frægir fyrir að menga jörðina með efnaúrgangi sínum. Og loks er þar umhverfísráðgjafi forsetans, sem ætlar að skrúfa fyrir úrgang- inn o g boða umhverfisvænni orku- gjafa í framtíðinni. En það skiptir ekki máli núna. Drebin lögreglu- foringi hefur á slysalegan hátt steinrotað sessunaut sinn, frú Barböru Bush. Líklega er einhver versti glæp- urinn í umsögnum um bíómyndir, fyrir utan að segja frá endinum, að segja frá bröndurunum í gam- anmynd en Beint á ská 2'h, fram- hald hinnar bráðskemmtilegu löggusögu um Frank Drebin, er svo yfírfull af þeim að það er erf- itt að fjalla um hana án þess að nefna einn eða tvo. Það er eins og leikstjórinn David Zucker úr ZAZ-genginu (samstarfsmennirn- ir David Zucker, Jim Abrahams og Jerry Zucker) hafi viljað hafa brandara í hveiju skoti. Fyrir þá sem nutu fyrri myndarinnar í botn er hér komið miklu meira af sama kolgeggjaða, bráðhlægilega, óborganlega, snarruglaða og fjar- stæðukennda húmornum. Myndin er auðvitað kjánaleg á köflum en það er líka partur af skemmtun- inni og hún er mestanpart yndis- leg skemmtun. Það er umhverfisvænn blær yfir Drebin í þetta sinn því vondu kallarnir eru verksmiðjubarónar og mengunarvaldar all ógurlegir sem ræna umhverfisráðgjafa for- setans og setja tvífara hans í stað- in, sem boðar óbreytt ástand. Sumt er fyndnara en annað í eltingaleik Drebins við vondu kall- ana, sumt fer kannski framhjá fólki í látunum en samt er nóg eftir til að hlæja að. Og stóri plús- inn við myndina er Leslie Nielsen sem fyrr í hlutverki Drebins. Hann er alltaf jafngóður. Það er ekki síst honum að þakka hversu vel tekst til. Erfitt er að ímynda sér annan gamanleikara fást við þennan nýjasta „Inspector Clo- useau“ kvikmyndanna. Nielsen á sína seinni tíma frægð að þakka ZAZ-genginu eða frá því hann lék í myndinni „Airplane!“ þeirra fé- laga. Hann lék Drebin í sjónvarps- þáttum þeirra, „Police Squad“, sem Beint á ská myndirnar eru gerðar eftir. Nielsen fellur ein- staklega vel inní gamansemi ZAZ-hópsins. Sem Drebin er hann heimskasta núlifandi lögga ver- aldar og hinn fullkomni sauðar- svipur Nielsens undirstrikar það í hveiju atriði. Allt sem hann kem- ur nálægt verður að stórfelldum mistökum (les: bröndurum) ogþað er áf hreinum misgáningi og að- eins eftir heilu skipsfarmana af misskilningi sem honum tekst að leysa málin. Allt sem hann segir og gerir fer beint á ská og veröld- in í kringum hann er aldrei hrein og bein heldur. Þegar hann fyllist depurð sest hann inná þunglyndis- barinn Bláu nótuna þar sem eru seldar snörur með sígarettunum og á veggjunum hanga myndir af helstu stórslysum sögunnar, Zeppelin-loftfarið, Titanic, Micha- el Dukakis. Aðrar persónur eru allar vel með á nótunum. Bush forseti er brakandi ekta á að líta og Sununu einnig, sem virðist reyndar á bandi vondu kallanna (hefur ekki beint almenningsálitið með sér þessa dagana), en aðrar persónur eru kunnar úr fyrri myndinni eins og félagi Drebins, sem George Kennedy leikur, O.J. Simpson sem hrakfallabálkurinn og síðast en ekki síst Priscilla Presley, sem stóra ástin í lífi Drebins. Allt er þetta fólk frábærlega eðlilegt í hinum undirfurðulega heimi myndarinnar. Missið ekki af leikkonunni Za Za Gabor rétta eyrnafíkju í upp- hafskynningunni og sitjið áfram og lesið kreditlistann eftir sýningu því þar leynist margur gullmolinn. Hljómsveitin Gömlu brýnin: Sveinn Guðjónson, Halldór Olgeirsson, Björgvin Gíslason og Sigurður Björgvinson. Gömlu brýnin: Gullaldarrokk á veit- ingahúsinu Dansbamum HLJÓMSVEITIN Gömlu brýnin leikur fyrir dansi í veitingahús- inu Dansbarnum við Grensásveg nú um helgina, föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin leikur alhliða danstónlist, en uppistaðan í efnisskránni er tónl- ist frá gullaldarárum rokksins og frá bresku poppbylgjunni á sjöunda áratugnum. Hljómsveitina skipa Björgvin Gíslason gítar, Halldór Olgeirsson trommur, Sigurður Björgvinsson bassi og Sveinn Guðjónsson hljóm- borð og sönginn annast þeir félagar í sameiningu. Dansbarinn er við hlið matsölu- staðarins Mongolian Barbeque á Grensásvegi, og er innangengt á milli, enda geta gestir matsölustað- arins litið inn á Dansbarinn að lok- inni máltíð án þess að greiða að- gangseyri. ■ „THE GOLDEN ANGELS" koma fram á Hótel Islandi föstu- daginn 9. og laugardaginn 10. ág- úst, og gefst gestum okkar þá kost- ur á að sjá sýningarhópinn í fyrsta sinn á íslandi. „The Golden Angels“ eru með undirfatasýningu. í hópn- um eru fjórar atvinnufyrirsætur sem hafa frá upphafi verið sérstak- lega valdar fyrir þessar sýningar. ÖLKJALLARINN Pósthússtræti 17, sími 13344. Hljómsveit Jóns SigupQssonar ásamt söngkonunni Matty Jóhanns. Fyrir þá, sem ekki vita, þá þjóðum við gestum okkar upp á stærsta og Pesta dansgólf borgarinnar B.B. bandið spilar í kvöld til kl. 3 með Ellý Vilhjálms í farabroddi LAUGARDAGSKVÖLD: Heldur Feðgabandið uppi stuðinu til kl. 3 SUNNUDAGSKVÖLD: Spilar hinn frábæri trúbador Jón Víkingtil kl. 1 MÁNUDAGSKVÖLD: Spilar trúbadorinn Einar Jónsson til kl. 1 Þar sem dansinn dunar mest skemmtir íólkiö sér best „ INGÓLFS CAFÉ Opiö föstudag og laugardag frá kt. 23.00. Eyjólfur Kristjánsson veröur á efri hæóinni bæöi kvöldin Snyrtilegurklæðnaður Ingóifscafé, Ingólfsstræti, sími 14944. ÞAÐ VERÐUR FJÖR í KVÖLD ! Smellir og Raggi Bjarna eru til alls líklegir í kvöld og flakka vítt og breytt um dægurlönd á leikandi léttum nótum. BREYTT OG BETRA DANSHÚS ! Klæönaöur. Aögangseyrir kr. 800.- Snyrtilegur Opiö frá kl. 22 - 03. DAMSHÚSID CLÆSIBÆ SÍMI686220 LIFANDI TÓNLIST FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD GARÐATORGI 1, GARÐABÆ • SÍMI 657676 20 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.