Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 Heimir Steins- son valinn í embætti út- varpsstjóra ÓLAFUR G. Einarsson, mennta- málaráðherra, ákvað í gær að leggja til við forseta íslands, að séra Heimir Steinsson, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum, verði skipaður útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins frá 1. október næstkomandi. Heimir var valinn úr hópi 14 umsækjenda. Umsóknarfrestur um starf út- varpsstjóra rann út á þriðjudaginn. Fjórtán sóttu um stöðuna, þar af óskuðu Qórir eftir nafnleynd. Aðr- ir umsækjendur voru: Gísli Al- freðsson, þjóðleikhússtjóri, Hall- dór Halldórsson, fréttamaður, Heimir Steinsson, þjóðgarðsvörð- ur, Inga Jóna Þórðardóttir, við- skiptafræðingur og formaður út- varpsráðs, Ólafur Stephensen, markaðsráðgjafí, Pétur Guðfínns- son, framkvæmdastjóri sjónvarps, Ragnar Jónsson, kennari, Stefán Jón Hafstein, dagskrárstjóri, Sveinn Kristinsson og Sverrir Öm Kaaber, skrifstofustjóri. Sjá samtal við Heimi Steins- son á bls. 18. rr"/'"T\' 'T"T\ i n i UH“ -; J\" \ ÚTT ^ \ \ \ \.,\i Morgunblaðið/Bjarni Safnaðarheimili Seljasóknar gert fokhelt SMIÐIR vinna nú við að setja þak á tvö af fjórum húsum Seljakirkju i Reykjavík og er stefnt að því að þau verði gerð fokheld í þessum mánuði. Hin húsin tvö voru fullgerð árið 1987 en þá var kirkjan vígð. Safnaðarstarf er blómlegt í Seljasókn og að sögn séra Valgeirs Ástráðssonar sóknarprests koma að jafnaði eitt þúsund til tólf hundmð manns í kirkj- una og safnaðarheimilið á viku að vetrinum. Húsin sem nú er verið að vinna við munu hýsa skrifstofu safnaðarins og ýmsa aðra starfsemi. Valgeir segir að ekki sé enn ljóst hvenær húsin verði tilbúin til notkunar en söfnuðurinn sé í biýnni þörf fyrir auk- ið húsnæði. Sverrir Norðfjörð arkitekt kirkjunnar teiknaði frístandandi klukknatum við kirkjuna, sem enn er ekki tekið til við að reisa. Mjólkurframleiðslan á verðlagsárinu: Útlit fyrir 2 millj. lítra fram- leiðslu umfram fullvirðisrétt SAMKVÆMT bráðabirgðatölum Framleiðsluráðs landbúnaðarins um innvigtun mjólkursamlaganna í júlí var mjólkurframleiðslan þá um 6,8% minni en í sama mánuði í fyrra. Að sögn Gísla Karlssonar, fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins, er búist við áframhald- andi samdrætti framleiðslunnar í ágúst, og sagðist hann telja að heild- arinnvigtunin á verðlagsárinu yrði um 106,5 milljónir lítra. Það er tæplega 2% umfram virkan fullvirðisrétt í mjólkurframleiðslu, en hann er um 104,5 milljónir lítra. Árleg innanlandsneysla mjólkuraf- urða samsvarar um 101 milljón lítra, og hefur framleiðslan umfram það verið flutt út, en þar er fyrst og fremst um útflutning á ostum að ræða. Utflutningurinn er að hluta til á ábyrgð bænda sjálfra en annars á ábyrgð ríkissjóðs, og liggur sú skipting fyrir í lok sepíemb- er þegar heildarframleiðslan á verðlagsárinu liggur fyrir. ón lítra miðað við tólf mánaða tíma- bil, og er það um 2% meiri innvigtun en á sama tímabili í fyrra. Hjá mjólk- ursamlagi KEA á Akureyri nam inn- vigtunin tæplega 21,3 milljónum lítra, sem er 1,3% meira en í fyrra, hjá mjólkursamlagi Kaupfélags Borgfírðinga nam innvigtunin tæp- lega 9,7 milljónum lítra, en það er 6,4% meira en í fyrra, og hjá mjólk- ursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga nam innvigtunin rúmlega 8,6 millj- ónum lítra, og er það 9,1% meiri innvigtun en í fyrra. Mest hefur aukningin milli ára orðið hjá mjólk- ursamlagi V-Barðstrendinga á Pat- reksfirði, eða 11,7%, og hjá mjólkur- samlagi Dalamanna í Búðardal, en þar er hún 10,3%. Stöðvarhreppur og Breiðdalshreppur: Rættum sameiningu frystihús- anna og sveit- arfélaganna VIÐRÆÐUR hafa átt sér stað að undanförnu milli fulltrúa Stöðvarhrepps og Breiðdals- hrepps um sameiningu sveitarfé- laganna. Ekki liggur fyrir ákvörðun í málinu af hálfu sveit- arstjórnanna en gert er ráð fyrir að komist verði að niðurstöðu síðar á þessu ári. Jafnframt þessu eru uppi hugmyndir um sameiningu hraðfrystihúsanna á Stöðvarfirði og í Breiðdalsvík, en milli þeirra hefur verið nokk- ur samvinna á undanförnum Bryndís Þórhallsdóttir, oddviti Stöðvarhrepps, sagði í samtali við Morgunblaðið að menn hafí um nokkurt skeið verið að velta fyrir sér sameiningu sveitarfélaganna, enda hafi stjómvöld þrýst mjög á um sameiningu minni sveitarfélaga í landinu. Hún segir að viðræður hafí átt sér stað milli fulltrúa hrepp- anna en ekki liggi enn fyrir nein ákvörðun af þeirra hálfu. Fundar- höldum verði haldið áfram og gert sé ráð fyrir að komist verði að niður- stöðu á þessu ári. Að sögn Bryndísar búa um 350 manns í hvoru sveitarfélagi um sig. Um 18 kílómetrar séu milli þorp- anna en vegurinn á milli liggi um erfíðar skriður og erfitt geti reynst að halda honum opnum yfir vetur- inn. Bryndís segir að ekki hafi verið um að ræða neina samvinnu milli sveitarfélaganna varðandi þjónustu en hins vegar megi nefna, að sam- vinna hafí verið milli frystihúsanna þar. Hugmyndir séu uppi um sam- einingu þeirra og 20. ágúst séu fyrirhugaðir hluthafafundir í báðum fyrirtækjunum, þar sem afstaða verði tekin til sameiningar. Innvigtun mjólkursamlaganna í lok júlí var samtals orðin tæplega 107,5 milljónir lítra miðað við næstu 12 mánuði á undan, og er það um 4% meiri innvigtun en var á sama tíma í fyrra. Undanfama þijá mán- uði var innvigtunin samtals um 30,8 milljónir lítra, en það er tæplega 5% minna magn en á sama tímabili í fyrra. Að sögn Gísla Karlssonar er framleiðslan í ár mun jafnari um land allt en hún var á síðasta ári, og á vestanverðu landinu hefur aukn- ingin orðið hvað mest. Þar hafa bændur haft svigrúm til framleiðslu- aukningar þar sem í fyrra var sára- lítið framleitt umfram fullvirðisrétt á svæðinu allt frá Reykjanesi og vestur um í Skagafjörð. Hins vegar hefur aukningin verið óveruleg á Suðurlandi og í Eyjafirði, en á þeim svæðum verður framleiðslan mjög svipuð og í fyrra. „Mjólkurframleiðslan hefur verið jöfn og góð allt frá síðastliðnu hausti, en fóður var mjög gott í vet- ur um land allt. Þetta verður því eitt jafnasta árið í langan tíma, en framleiðslan hefur lítið dalað í sum- ar, enda hefur sumarið verið sérstak- lega hagstætt. Ég hygg að fram- leiðslan sé meiri en bændur höfðu reiknað með og ætlað sér, og þó þeir hafí eitthvað fækkað kúm þá hafa hinar bara ekki staðist veð- urblíðuna,“ sagði Gísli. Á yfírstandandi verðlagsári mega kúabændur færa 5% af framleiðsl- unni yfír á næsta verðlagsár, en í fyrra var þeim heimilt að færa 15%. Hins vegar voru margir bændur sem ekki fullnýttu framleiðslurétt sinn þá, en að sögn Gísla er ljóst að miklu fleiri munu nú nýta sér heimild til að færa milli ára þó ljóst sé að ald- rei þyrftu allir á því að halda. í lok júlí nam innvigtun hjá Mjólk- urbúi Flóamanna rúmlega 38,1 millj- Egilsstaðaflugvöllur: Lægsta tilboð 252 millj. TILBOÐ í lagningu flugbrautar á Egilsstaðaflugvelli voru opnuð í gær. Lægsta tilboðið var frá Krafttaki og norska fyrirtækinu Veidekke A/S. Tilboð þeirra í verkið nam 252 milljónum króna án virðisaukaskatts. Leggja á tveggja kílómetra langa flugbraut á Egilsstaðaflugvelli og er verkið tvíþætt, annars vegar und- irlag og hins vegar 10 sentimetra þykkt maJbik. í .útboðinu var gert ráð fyrir því að verkið kostaði rúmar 259 milljónir án virðisaukaskatts og er lægsta tilboðið því tæp 97 pró- sent af kostnaðaráætlun. Alls bárust sex tilboð í verkið. Hið hæsta þeirra var frá sænska fyrirtækinu Gatu och Vág AB. Til- boð þess var upp á 433 milljónir án virðisaukaskatts. Útboðið miðaðist við að framkvæmdir hæfust í sept- ember á næsta ári og lyki í október. Að sögn Péturs Einarssonar flug- málastjóra er enn ekki ljóst, hvort sú áætlun stenst, enda eru viðræður við tilboðsaðila ekki hafnar. Verðkannanir í matvöruverslunum .frá mars 1990: Meðalverðhækkun 3,7% - laun hækkað um 9,3% SAMKVÆMT reglubundnum verðkönnunum Verðlagsstofn- unar á tilteknum fjölda vöru- tegunda í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu hefur meðalverð þeirra hækkað um 3,7% frá því í lok mars 1990 til loka júlí siðastliðins. Frá gerð kjarasamninganna í febrúar 1990 til dagsins í dag nema launahækkanir samtals 9,3%, auk eingreiðslna sem samtals nema 23.850 kr. á hvern laun- þega. Frá því í mars 1990 til júlí 1991 hækkaði matvöruliður framfærsluvísitölunnar um 2,9%, en framfærsluvísitalan í heild um 9,3%. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Sigurðssonar, yfírvið- skiptafræðings Verðlagsstofnun- ar, hefur stofnunin gert sex verð- kannanir á tilteknum fjölda vöru- tegunda í um 50 matvöruverslun- um á höfuðborgarsvæðinu frá marslokum 1990 til loka júlí 1991. Fram til janúarmánaðar voru vörutegundirnar 50 talsins en eft- ir það hafa þær verið rúmlega 80 talsins. Um er að ræða matvörur að undanskilinni mjólk, gos- drykki, hreinlætisvörur og snyrti- vörur. Frá því í lok mars l990 til - Launabreytin á matvöi ciar ág.’91 Launabreytingar: Grunnkaupshækkanir og eingreiðslur K Verðbreytingar á matvöru* l l l l I- N D J’91 F M A M J J Á 112 111 110 109 108 107 106 105 104 103 102 101 100 J’90 F M *Á tímabilinu frá marslokum 1990 til loka júlí 1991 gerði Verðlagsstofnun verðkannanir á tilteknum fjölda vörutegunda í um 50 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæöinu. loka apríl 1990 nam óvegin meðal- hækkun í verslununum 0,7% og frá apríllokum til loka júlí nam hækkunin 2,8%. Frá lokum júlí 1990 til loka október lækkaði meðalverðið hins vegar um 1%, og frá lokum október til loka apríl 1991 var það óbreytt, en frá lok- um apríl til loka júlí síðastliðins hækkaði það um 1,2%. Þannig var hækkunin á tímabilinu öllu um 3,7% með fyrirvara um fjölgun vörutegunda í könnununum frá janúar 1991. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.