Morgunblaðið - 09.08.1991, Page 20

Morgunblaðið - 09.08.1991, Page 20
1 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. AGUST 1991 Morðið á Shapour Bakhtiar í Frakklandi: Getgátur um aðild and- stæðinga Rafsanjanis Lögreglan leitar þriggja írana í tengslum við rannsóknina Nikosiu, París. Reuter. SHAHPOUR Bakhtiar, síðasti forsætisráðherra Reza Pahlevis ír- anskeisara, er hrakinn var frá völdum 1979, fannst myrtur á heim- ili sínu í einu af úthverfum Parísar í gær ásamt aðalráðgjafa sín- um. Þeim hafði verið banað með eggvopnum en óljóst er hvenær morðin voru framin og hveijir voru að verki. Að sögn franskra yfirvalda leitar lögreglan þriggja Irana sem vitað er að heimsóttu Bakhtiar á miðvikudagskvöld. Iranskur útlagi telur líklegt að harðl- ínuklerkar í Iran, sem andvígir eru slökunarstefnu Hashemis Raf- sanjanis forseta, hafi staðið að ódæðinu. Það hefur vakið furðu að tilræð- ismenn skyldu geta komist inn á heimilið en fjórir lögreglumenn gættu öryggis Bakhtiars allan sól- arhringinn. Þeir leituðu á mönnun- um þrem á miðvikudag en fundu ekkert grunsamlegt. Bakhtiar, sem var 76 ára að aldri, flúði frá íran nokkrum mánuðum eftir valdatöku shítaklerkanna og 1980 reyndi lí- banskur ofsatrúarmaður að drepa hann í París. írönsk stjómvöld beittu sér mjög til að fá tilræðis- mennina lausa en í öðrum tilvikum, er útlægir andstæðingar klerkanna hafa verið drepnir, hefur stjómin í Teheran annaðhvort þagað þunnu hljóði eða neitað allri aðild að verknaðinum. Bakhtiar var forystumaður í útlagahópi fijálslyndra andstæð- inga klerkanna en keisarinn skip- aði hann í embætti í lok valdaferils- ins, þrátt fyrir andstöðu Bakhtiars við stefnu keisarans, og var það talin örvæntingarfull tilraun til að friða andstæðinga stjórnvalda. Bakhtiar sat aðeins að völdum í rúman mánuð. Eftir valdatökuna 1979 dæmdu klerkarnir hann og ellefu aðra háttsetta embættis- menn keisarans, er flúið höfðu land eða voru í felum, til dauða. Margir þeirra em þegar fallnir fyrir morð- ingjahendi. Einn af aðstoðarmönn- um Bakhtiars var stunginn til bana við heimili sitt í apríl sl. af óþekkt- um_ tilræðismanni. Á síðasta ári náðaði franska stjórnin fímm menn sem áttu aðild að tilræðinu við Bakhtiar 1980, er olli dauða fransks lögreglumanns og saklauss vegfaranda. Tilræðis- mennimir höfðu verið dæmdir í lífstíðarfangelsi en Frakkar hafa að undanfömuJagt sig mjög fram um að bætá samskiptin við íran og var náðunin þáttur í þeirri stefnu. Utanríkisráðuneytið í París fordæmdi í gær morðið á Bakhtiar og sagðist vænta þess að málið yrði upplýst að fullu. Gæsla var strax aukin við landamærastöðvar. Ayatollah Mehdi Rouhani, sjálf- skipaður leiðtogi útlægra shíta í Evrópu, sagðist hafa fengið viðvör- un fyrir tíu dögum um að íranskir tilræðismenn væm komnir til Frakklands. Rouhani taldi að morðin hefðu verið framin af and- stæðingum Rafsanjanis íransfor- seta úr röðum klerkanna, ofstækis- manna er væm á móti slökunar- og sáttastefnu forsetans gagnvart Vesturlöndum. Reuter Shapour Bakhtiar í fylgd franskra lögreglumanna árið 1980. Skömmu áður hafði hann komist naumlega undan er nokkrir tilræðismenn reyndu að myrða hann. Uppstokkun í ríkis- stj órn Grikklands Aþenu. Reuter. KONSTANTÍN Mitsotakis, for- sætisráðherra Grikklands, til- kynnti á miðvikudag að hann ætl- aði að stokka upp ríkisstjóm sína, sem setið hefur síðan í apríl í fyrra, og taka efnahagsmál lands- ins fastari tökum. Ráðherralisti var birtur í gær og tók þá nýja stjórnin formlega við störfum. Breytingar þessar koma í kjölfar mikillar gagnrýni á Mitsotakis fyrir að láta fjölskyldu sína hafa of mikil pólitísk áhrif. í síðasta mánuði sagði Stavros Dimas, iðnaðar-, orku- og tæknimálaráðherra, af sér embætti eftir að hafa átt orðasennu við eigin- Aðgerðir tyrkneska hersins á landamærunum að Irak: Stjórn Saddams Husseins mót- mælir hernaðinum gegn PKK Tyrkir sagðir ætla að koma upp varnarsvæði á írösku landsvæði Istanhúl, Ankara, Nikosiu. Reuter, The Daily Telegraph. ÍRAKAR mótmæltu í gær hemaðargerðum Tyrlqa á landamærum ríkj- anna en tyrkneski herinn hefur undanfarna daga gert harða hríð að búðum vinstrisinnaðra skæraliða úr röðum tyrkneskra Kúrda er hafa aðsetur i írak. Þaðan hafa þeir gert skyndiárásir yfir landamærin. Utanríkisráðuneytið í Ankara neitaði að taka við formlegum mótmæl- um íraska sendiherrans og var því borið við að „engin ástæða“ væri til mótmæla. tyrkneska hermenn frá því hann hóf baráttu sína fyrir sjö árum. Að sögn talsmanna peshmerga-skæruliða hafa 29 kúrdískir flóttamenn í norð- urhéruðunum fallið í árásum Tyrkja undanfarna daga og allmargir særst. Embættismenn í Ankara segja að helstu leiðtogum íraskra Kúrda, Jalal Talabani og Massoud Barzani, hafi verið skýrt frá árásum Tyrkja áður en þær hófust en ekki fer spumum af viðbrögðum þeirra. konu Mitsotakis í móttöku í gríska sendiráðinu í Moskvu. Einn ráðher- ranna sem var rekinn er dóttir Mitso- takis, Dora Bakojannis, en hún gegndi embætti aðstoðarforsætisráð- herra. Þá kom á óvart að einn vinsæl- asti ráðherrann, Stefanos Manos umhverfisráðherra, missti embætti sitt og í hans stað var settur Akkiles Karamanlis, bróðir Grikklandsfor- seta, Konstantíns Karamanlis. Ráð- herrar utanríkis-, varnar- og efna- hagsmála héldu embættum sínum og í heild urðu breytingarnar á ríkis- stjórninni ekki svo ýkja miklar. Mitsotakis sagði á blaðamanna- fundi eftir að nýju ráðherrarnir sóru embættiseiða að helsta verkefni stjórnarinnar væri að vinna bug á efnahagsvanda landsins en verðbólga er hvergi meiri í löndum Evrópuband- alagsins en í Grikklandi eða 22,8% á síðasta ári. íjárlagahalli þessa árs er talinn munu verða um 850 millj- arðar ÍSK. Stjórnmálaskýrendur hafa sagt að Mitsotakis hafi með uppstokkuninni á ríkisstjóm sinni viljað sýna fram á að hann léti fjölskyldu sína ekki hafa áhrif á ákvarðanir sínar. Tyrkneskur liðsforingi sagði að aðgerðunum yrði hætt strax og tak- markinu, að bijóta skæmliðana á bak aftur, væri náð. Fréttamenn breska blaðsins The Daily Telegraph full- yrða að Tyrkir hyggist koma upp ■ ISLAMABAD - Sardar Abdul Qayyum, nýskipaður forsætisráð- herra þess hluta Kasmír-héraðs sem tilheyrir Pakistan, segir að íslamskir dómarar verði að hafa skegg. Qayy- um hefur kvartað yfir skorti á mönn- um sem hafi bæði þekkingu á trúar- brögðunum og skilning á vísindum nútímans — og væra skeggjaðir þar að auki. Qayyum sagði að ekki væri hægt að ráða menn sem þekkingu hefðu á hvoram tveggja fræðunum nema þeir væra skeggjaðir. ■ BONN - Talsmenn Treuhand- eignarhaldsfyrirtækisins sögðu í gær að Treuhand hefði nú selt u.þ.b. fjórðung fyrram austur-þýskra rík- isfyrirtækja en fyrirtækið hefur umsjón með einkavæðingu þeirra. Birgit Breuel framkvæmdastjóri sagði að Treuhand hefði selt meira en 3.000 fyrirtæki af þeim sem því var falið að selja eða loka. Þetta væru milli 20 og 30% af heildarfjöld- anum en erfítt væri að reikna það út nákvæmlega þar sem mörgum þeirra 8.000 fyrirtækja sem Treu- hand var ætluð umsjón með hefur verið skipt upp í minni einingar. Breuel sagði að sala fyrirtækjanna sem hefðu verið einkavædd til loka júlímánaðar hefðu færtTreuhand um 440 milljarða ÍSK. fimm km breiðu vamarsvæði með- fram landamæranum á írösku landi til að hindra árásir skæraliða. í Persaflóastríðinu sakaði Saddam Hussein Iraksforseti Tyrki um að bollaleggja innrás í norðurhérað ír- aks í því skyni að ná svæðunum undir sig en Tyrkir réðu öldum sam- an yfir mestum hluta Mið-Austur- landa, þ. á m. írak. Tyrkneski herinn hafði í gær sótt allt að tíu km inn í írak í tangarsókn gegn skæraliðum, að sögn talsmanna hersins. Tyrk- neska fréttastofan sagði að F-104 og F-4 herþotur flughersins hefðu ráðist á skotmörk í norðurhluta íraks í gær og þyrlur hefðu einnig gert árásir á skæraliðabúðir. Óljóst er um mannfall í röðum skæraliða. íraski herinn hélt á brott frá þessum svæð- um í apríl er herlið bandamanna var flutt á vettvang til að koma upp verndarsvæðum fyrir hundrað þús- unda Kúrda eru þá áttu í vök að veijast gegn heijum Saddams Hus- seins. Bandamenn hafa dregið her sinn á brott en hafa nokkur þúsund manna lið í Tyrklandi, reiðubúið að hefjast handa ef írakar ráðast gegn Kúdrum á ný. Nú ráða herflokkar íraskra Kúrda, svonefndir peshmerga, mestu í Norð- ur-írak. Þeir styðja ekki róttækar kröfur tyrkneska skæruliðahópsins er nefnist Kúrdíski verkamanna- flokkurinn (PKK). Hann krefst sjálf- stæðis Kúrdahéraðanna í Tyrklandi en nær fímmtungur íbúa þar í landi er talinnkúrdískur..Um3.200 manns . hafa fallið í átökum flokksins við Allt stefnir í spennandi kosningabaráttu í Svíþjóð Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SUNNUDAGINN 15. september munu nærri sjö milljónir Svía ganga til kosninga. Þá verður kosið til þjóðþingsins, til bæjar- og sveitarstjórna í 284 sveitarfélögum og til 24 lénsþinga um allt land. Kosningar til sóknarnefnda hinna 284 sveitarstjórna munu verða þann 20. október. Fleiri flokkar taka nú þátt. í kosningabaráttunni í Svíþjóð en nokkru sinni áður og alls átta flokkar hafa möguleika á að koma mönnum inn á þjóðþingið. Til þess þarf að uppfylla svokallaða fjög- urra prósenta reglu sem í stuttu máli kveður á um að sérhver flokkur verði að hafa a.m.k. 275.000 atkvæði á bak við sig til að ná manni inn á þjóðþingið. Flokkarnir átta eru: Miðflokk- urinn, Þjóðarflokkurinn, Kristilegi flokkurinn, Hægriflokkurinn (Moderaterna), Jafnaðarmanna- flokkurinn, Vinstri flokkurinn, U mhverfísverndarflokkurinn (græningjar) og Nýtt lýðræði. Samkvæmt skoðanakönnunum í vor er Umhverfísverndarflokkur- inn sá eini þeirra sem á á hættu að fá ekki mann kosinn, en flokk- urinn fékk í fyrsta sinn fulltrúa á . þing j.kosningunum. fyrir_þremur árum. Kristilegi flokkurinn og Nýtt lýðræði eru öruggir með menn inn, kannanir hafa sýnt að þeir hafa 8-10% fylgi. Þetta hefur leitt til mikilla kærleika á milli formanna þeirra, Alfs Svenssons, sem gegnt hefur formennsku í Kristilega flokknum í 20 ár, og Ians Wachtmeisters, formanns Nýs lýðræðis og flokksbróður hans, skemmtanakóngsins Berts Karlssons. Óánægjuframboð Nýs lýðræðis hefur reynst rótgrónu flokkunum óþægur ljár í þúfu, en það var stofnað vegna óánægju með hefðbundnu pólitíkina, sem ber keim af mörgum kosningadeil- um og ágreinirrgi í þjóðþinginu. Ef Jafnaðarmannaflokknum á að gefast kostur á að mynda ríkis- stjórn að kosningum loknum í haust verður hann að auka fylgi sitt úr þeim 30% sem hann hefur nú samkvæmt skoðanakönnun- um, í tæp 40%. Flestir spá því að Jafnaðarmannaflokkurinn leiti samstarfs við Miðflokkinn, sem útilokar að mestu leyti að til sam- starfs leiðtoga borgaralegu flokk- anna, þeirra Bengts Westerbergs úr Þjóðarflokknum og Carls Bildts úr Hægriflokknum, komi. í sam- eiginlegri yfírlýsingu sem gefín var út í ársbyijun var formanni Miðflokksins, Olof Johansson, ekki boðin þátttaka í samstarfinu. Það er afar stirt á milli þessara þriggja flokka sem voru saman í ríkisstjómum borgaraflokkanna á áranum 1976-1982. Kosningabaráttunni lýkur með kappræðum formanna flokkanna í sjónvarpi og útvarpi þann 13. september. Þar verður bryddað upp á þeirri nýbreytni að bjóða formönnum Kristilega flokksins og Nýs lýðræðis þátttöku þótt þessir flokkar hafi nú enga þing- menn, en hingað til hefur sænska útvarpið krafist þess að einungis flokkar sem hafa menn á þingi fái að koma fram í þessum um- ræðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.