Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGLIST 1991 29 Fiskur á grillið Við íslendingar höfum svo sannarlega hellt okkur útí „grillinenningu". Þegar ekið er um sveitir landsins, eink- um þær sem hýsa sumarbústaða- og útilegufólk, má víða sjá reyk stíga upp í loftið. Oftast er þess indíána- reykur merki þess, að kviknað hefur í fitunni af kjötinu, sem bráðnar og rennur ofan í kolin. Lambakjötið okkar, sem er ny'ög gott grillað, er nær alltaf með alltof miklu fitulagi. Þótt Sam- starfsnefnd um sölu lambakjöts auglýsi árlega grillkjöt að miklum móð, er enn langt í land að það sé nægilega fituhreinsað í hend- urnar á neytendum. Oftast er indíánareykurinn frá grillinu afleið- ing feitu rifjanna, sem alveg mega missa sín, bæði ein sér eða sem langir angar á kótelettunum. Það myndast bráðóhollt ösku- lag á kjötinu, en fitan sjálf er nógu óholl fyrir og treysti ég mér til að fullyrða að sala lambakjöts ykist verulega ef kjötið væri fituhreinsað meira en gert er. En fleira kjöt er hægt að grilla en lambakjöt, auk þess sem grilla má fleira en kjöt. Fiskur hentar mjög vel á grillið. Ekki rennur úr honum fitan og hann myndar engan indíánareyk. Hann má setja á misstórar fiskgrindur, sem ætl- aðar eru á grillið, auk þes sem setja má hann í álpappír og er þá gott að setja ýmiskonar græn- meti og ávexti með. Allur fiskur hentar á grillið. Ysan okkar er alltaf vinsæl - því ekki að grilla hana - hún verður hátíðarmatur þannig. Mikið er talað um að setja blóð- berg á grillmat. Það er ágætt fyrri part sumars, en þegar þessi árstími er kominn, er það nánanst bragðlaust. Miklu nær er að næla sér í birkilauf að ég tali ekki um lauf af rifsberjarunnum. Þau eru afbragðs krydd, en við skulum taka þau af áður en við borðum fiskinn. Ýsa I álpappir. 1 kg ýsuflak safi úr 'Á sítrónu 1 Vi tsk salt nýmalaður pipar fiskkrydd, ef ykkur sýnist 1 pk hreinn ijómaostur, lOOg 1 meðalstór blaðlaukur (púrra) eða stór laukur 10 meðalstórir sveppir, ferskir eða frystir 1 meðalstór paprika, gul, græn eða rauð 3 meðalstórar gulrætur 4 álpappírsbútar, 30*25 cm. 1. Hitið grillið. 2. Roðdragið og beinhreinsið flökin, skerið í 4 jafnstóra bita. 3. Stráið salti og pipar á fiskbit- ana og látið þá standa í 10 mínútur. Nota má fiskikrydd í staðinn, það er yfirleitt saltað. 4. Kreistið safa úr 'h sítrónu, blandið saman við ijómaostinn með gaffli, smyijið yfir fiskbit- ana. 5. Hreinsið blaðlauk eða lauk og gulrætur. Blaðlaukur er oft mjög óhreinn. Skafið ekki gulr- ætur, þvoið bara. Mest vítamín er við hýðið. Skerið blaðlauk í þunnar sneiðar eða saxið lauk fínt og rífíð gulrætur fínt. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 6. Takið steina og stilk úr paprik- unni, saxið síðan smátt. 7. Þerrið ferska sveppi vel með eldhúspappír, þvoið ekki. Sker- ið síðan í sneiðar. 8. Blandið öllu grænmetinu sam- an. 9. Skiptið fískinum á álpappírsb- útana, skiptið síðan grænmet- ismaukinu jafnt yfir fiskinn. Lokið pappírnum vel og vefjið jaðrana saman. 10. Leggið fískbögglana ofan á grindina á grillinu. Hafíð þar í um 15 mínútur. Takið þá af grillinu, látið standa óopnaða í 3-5 mínútur. Setjið þá á disk. Klippið gat ofan í álpappírinn og borðið upp úr honum. Gæt- ið þess að brenna ykkur ekki á gufunni úr álbögglunum, þegar þið opnið þá. Athugið. Ekki þarf að hafa allar þessar grænmetistegundir, og nota má ýmsar aðrar í staðinn. Grillaður lax eða silungur l*/2 kg flakaður lax eða silungur 2 tsk. salt safí úr 1 appelsínu safi úr 1 sítrónu nýmalaður pipar 1 stór appelsína í sneiðum mörg blöð rifsbeija- eða birkilauf 1. Hitið grillið 2. Hellið sjóðandi vatni á roðhlið flakanna, reynið að láta það ekki fara á fiskholdið. Skafið síðan roðið án þes's að meija fískinn. Beinhreinsið síðan flökin. Gott er að stijúka fingr- inum niður eftir beingarðinum og kippa beinunum upp með flísatöng. 3. Stráið salti og pipar yfír físk- inn og látið bíða í 10-15 mínút- ur. 4. Þvoið rifs- eða birkilaufin, sléttið úr þeim og raðið ofan á fiskholdið. Hafið ekki mjög þétt. 5. Afhýðið appelsínumar, skerið í örþunnar sneiðar og setjið milli laufblaðanna. 6. Smyijið fiskgrind með olíu. 7. Leggið flökin saman, roðið snúi upp, grillið fiskinn í um 10 mínútur á hvorri hlið. Fylg- ist með, þykkt fisksins og fjar- lægð frá glóð ræður tímanum. 8. Fjarlægið appelsínusneiðarnar og laufblöðin. Meðlæti: Soðið grænmeti og kartöflur eða heitt snittubrauð, sem setja má í álpappír og hita með. Kryddsmjör eða annað smjör er líka gott með. Leiðrétting: í síðasta þætti, indverskt og íslenskt flatbrauð á grillið, var villa í uppskriftinni af íslenska flatbrauðinu. í báðum uppskrift- unum átti að vera hveiti líka, en heilhveiti var sett í staðinn. I upp- skrift nr. 1 á að vera 4 dl hveiti, 2 dl haframjöl, 3 dl heilhveiti og 1 dl rúgmjöl, 1 tsk salt og 4 dl sjóðandi vatn, en í uppskrift nr 2 á að vera 4 dl hveiti, 2 dl hveit- iklíð og 4 dl heilhveiti 1 tsk. salt og 4 dl sjóðandi vatn. Joan Backes sýnir í Hafnarborg í Hafnarfírði BANDARÍSKA listakonan Joan Backes opnar málverkasýningu 10. ágúst nk. kl. 14.00 í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Joan Backes er fædd í Mil- waukee, Wisconsin en er nú búsett í Kansas þar sem hún, jafnframt því að vinna að list sinni, kennir við The Kansas City Art Institute. Hún lauk MFA-námi í listmálun frá Northwestern University í 111- inois árið 1985. Henni voru veitt starfslaun frá Fullbright-stofnun- inni til að starfa hér á íslandi árið 1989 og nýlega hlaut hún styrk úr sjóði The American-Scandinavian Foundation til að vinna að verkum sínum í vinnustofu Edvard Munch í Noregi. Joan Backes hefur haldið einka- sýningar í heimalandi sínu og víðar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin verður opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 14-19 og stendur til 25. ágúst nk. Án titils, 1991, egg-tempera á panel. ■ HÓPUR áhugafólks um uppeld- isfræði Rudolfs Steiner stóð fyrir umræðufundi í kaffistofu Hlaðvarp- ans mánudaginn 6. júlí sl. Hrafnkell Karlsson kennari við Steiner-skóla í Svíþjóð greindi frá reynslu sinni og áherslum í starfí. Steiner-skólar leit- ast við að gefa barninu breiða lífsmynd og gera því kleift að setja sig í samhengi við náttúruna og umhverfið. Lögð er áhersla á að skapa börnunum skilyrði til alhliða þroska og er tilfinningum, vilja og vitsmunum gert jafn hátt undir höfði. Til staðar eru foreldarar sem vilja að til verði slíkur skóli hér á landi. Framhaldsumræðufundur um Steiner-skóla verður mánudagana 12. og 19. ágúst í Kaffistofu Hlað- varpans. Allir áhugasamir velkomnir. KENNSLA Vélritunarkennsla Ný námskeið byrja 12. ágúst. Vélritunarskólinn, s. 28040. FÉLAGSLÍF NSB og Hans Inge Fagervik halda útitónleika á Lækjartorgi í dag, föstudag, kl. 16.00. Tón- leikar í Fíladelfíu kl. 20.30. Komið og hlustið á þessa frá- bæru hljómsveit og söngvara. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Tónleikar með norsku hjálpræð- ishershljómsveitinni NSB í kvöld kl. 20.30. Ókeypis aðgangur. Allir hjartanlega velkomnir. Kynningarfundur um heilsubót og heilsurækt fyrir tilverknað svæðameðferðar, Kinesologi og heilunar verður haldinn laugardaginn 10. ágúst kl. 20.00 í kaffistofu Hafnarborg- ar, Strandgötu, Hafnarfirði. Fyr- irspurnir og umræður. Frummælendur: Oda Fuglo og Maren Bláhammer. Sjá fréttatil- kynningu í blaðinu í dag, einnig uppl. í síma 52108. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3S. 11798 19533 Helgarferðir 9.-11.ágúst 1a. Síðsumarsferð í Þórsmörk (Einhyrningsflatir - Markarfljóts- gljúfur). Fjölbreytt ferð við allra hæfi. Hin stórkostlegu Markar- fljótsgljúfur skoðuð á laugardeg- inum. Gönguferðir um Mörkina. Tilvalin fjölskylduferð. 1 b. Landgræðsluferð í Þórsmörk. Við óskum eftir nokkrum sjálf- boðaliðum i landgræðsluferð um helgina. Einnig vantar sjálf- boðaliða tii gæslu 1 Hvítárnes- skála nú í ágúst. 2. Álftavatn - Strútslaug. Gist í skála F.l Mjög spennandi ferð um svæðið kringum Fjallabaks- leið syðri. Ekið á Mælifellssand og gengið að Strútslaug og kringum Hólmsárlón. 3. Landmannalaugar - Eldgjá. Gist í sæluhúsi F.l. Gönguferðir um nágrenni Lauga. Ekið í Eldgjá. Upplýsingar og farm. á skrifstofunni Öldugötu 3, simar 19533 og 11798. Ferðafélag islands. ÚTIVIST GRÓFINN11 • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARIH606 Munið fjölskylduferðina i Bása núna um helgina. Einnig ferð yfir Fimmvörðuháls. Laugardagur 10. ágúst. KI.08: Hekla Níunda ferðin í fjallasyrpunni. Gengið verður upp frá Rauðu- skál. Gangan tekur um 8 klst. ATH.:Fjallaskírteinin liggja nú fyrir á skrifstofu Útivistar og geta þátttakendur í fjallasyrp- unni nálgast þau þar og fengiö stimpil við þær ferðir sem þeir hafa tekiö þátt í. Sunnudagur 11. ágúst Kl. 08: Básar Dagsferð, 3-4 klst. i Básum. Einnig hægt að dvelja í Básum fram á miðvikudag eða föstu- dag. Póstgangan 16. áfangi Kl. 08: Oddgeirshólar - Egilsstaðir Kl. 10.30: Skálmholtshraun - Egilsstaðir Kl. 13 Selatangar - ísólfsskáli Kl. 13 Hjólreiðaferð. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3S: 11798 19533 Helgarferðir 9.-11. ágúst 1. Síðsumarferð í Þórsmörk (Einhyrningsflatir-Markar- fljótsgljúfur). Fjölbreytt ferð við allra hæfi. Hin stórkostlegu Mar- karfljótsgljúfur skoðuð á laugar- deginum. Gönguferðir um Mörk- ina. Tilvalin fjölskylduferð. Góð gisting í Skagfjörðsskála í Langadal. 2. Landgræðsluferð í Þórsmörk. Við óskum eftir nokkrum sjálfboðaliðum í land- græðsluferð um helgina. Takið þátt i uppgræðslu Merkurran- ans. Frí ferð. Takmarkað pláss. Félagar sem aðrir eru velkomnir. 3. Álftavatn-Strútslaug. Gist í skála F.í. Mjög spennandi ferð um svæðið kringum Fjallabaks- leið syðri. Ekið á Mælifellssand og gengið að Strútslaug og kringum Hólmsárlón. 4. Landmannalaugar-Eldgjá. Gist í sæluhúsi F.í. Gönguferðir um nágrenni Lauga. Ekið i Eldgjá. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofu, Öldugötu 3, símar 19533 og 11798. Sumarleyfi i Þórsmörk. Tilvalið að dvelja í góðu yfirlæti á milli ferða. T.d. frá föstudegi eða sunnudegi til miðvikudags eða föstudags. Kynnið ykkur til- boðsverð og fjölskylduafslátt. Hvítárnesskáli. Okkur vantar sjálfboðaliða í skálavörslu nú í ágúst viku í senn eða styttri tíma. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofu, Öldugötu 3. símar 19533 og 11798. Ferðafélag Islands. r*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.