Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 13
meðferð er líkleg til árangurs. Stærð þessa hóps er erfiðast að meta, þessir sjúklingar safnast fyr- ir, og myndu aldrei útskrifast. Margar þjóðir gera ekki ráð fyrir slíku fólki á meðferðardeildum, og fer það þá í fangelsi. Mannréttinda- samtök hafa stutt þessa þróun, vegna þess að annars dveljast þess- ir sjúklingar alla ævi á spítala og njóta því ekki þeirra mannréttinda að „afplána“ sekt sína á afmörkuð- um tíma og fólkið sjálft æskir þess líka.“ Þessi niðurstaða réttargeðlækn- isins er vægast sagt mjög erfiður biti að kingja. Ekki svo að skilja að ég telji niðurstöðuna ranga eins og hún er sett fram, heldur miklu fremur vegna þess að við sem vinn1 um með þroskaheftum getum tæp- lega sætt okkur við hana. Það þarf svo sannarlega að opna rækilega umræðu um þessi mál og leita ann- arra lausna þó þær liggi ekki á borðinu. í fyrsta lagi þarf hér áræð- anlega að skoða betur hugtakið þroskaheftur og þroskaheftur af- brotamaður. Ég er t.a.m. viss um að ekki eru allir sáttir við hvernig ég nota það. í öðru lagi vitum við að athafnir þroskaheftra eru oft háðari stað og stund en fyrirfram gerðri áætlun. Þannig má komast langt með aðlögun umhverfís þó enn sé umdeilt hvaða aðferð til at- ferlismótunar dugi best eða hvort sú aðferð sé yfirhöfuð til. A þetta bendir Lára Halla reyndar sjálf í þessari ágætu grein sinni. En hvernig svo sem þessum málum er nú háttað, hljóta þessi ummæli Láru Höllu að vekja alla sem fást við málefni þroskaheftra til umhugsunar og færa okkur skrefi nær í umfjöllun um vanda þeirra þroskaheftu sem leiðast út í afbrot. Höfundur er félagsfræðingur og starfarsem forstöðumaður sambýlis fyrir þroskabefta með atferlistruflanir. ■ SÁLIN HANS JÓNS MÍNS leikur um helgina í Keflavík, nánar tiltekið í K17, sem áður var Glaum- berg. Hljóðfærasláttur hefst á hefð- bundnum tíma, um kl. 22.30, og stendur fram á næsta dag. ■ GCD, hljómsveit Bubba Morthens og Rúnars Júlíussonar, leikur á Hótel Borg í dag, föstu- daginn 8. ágúst. Þetta verða fyrstu tónleikar GCD í Reykjavík síðan í byijun sumars. Asamt Bubba og Rúnari skipa þeir Beggi Morthens og Gulli Briem hljómsveitina. Tón- leikarnir heíjast stundvíslega kl. 24.00. Húsið verður opnað kl. 23. Forsala verður í gestamóttöku Hót- els Borgar. kös á bíla, kannski 8-10 tonna). Ef til vill verður þetta til þess að við hættum að fæða vargfugl á þúsundum tonna af físki á ári með því að byrgja ekki allar físk- vinnsluþrær og ganga betur um allar fískvinnslustöðvar. Það var fyrir nokkrum árum að ekki var pláss í loðnuþró í sjávarplássi úti á landi, í mikilli aflahrotu var sett um 300 tonn af loðnu á tún, þeg- ar farið var að bræða loðnuna reyndist vera eftir um 100 tonn, hitt hafði vargfuglinn étið. Ég tre- ysti viðkomandi ráðherrum til að taka þessi mál fastari tökum (sem ég veit að þeir hafa allan vilja til) og veita í alvöru auknu fé til haf- og fískirannsókna og breyta lögum um meðferð fisks, úrkast o.fl. svo fískur sé flokkaður sem önnur matvara. Við höfum ekki efni á að draga þetta lengur ef við eigum að geta lifað á þessu afskekkta landi okk- ar og ef enginn hugsar um annað en að róta nógu miklum afla úr sjónum endum við með dauð fiskimið, eftir kannski ótrúlega skamman tíma. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 TTT H '—/' ." ‘i' J'1.. '' l‘l":—'—V í m : Frá Rykkrokktónleikunum 1989. Arlegt Rykkrokk haldið í Fellahelli HINIR árlegu Rykkrokktónleikar félagsmið- stöðvarinnar Fellahellis verða haldnir á morg- un, laugardag. Tólf hljómsveitir koma þar fram. Þetta er í sjötta sinn sem tónleikarnir eru haldn- ir en í tengslum við þá verður haldin barna- og fjölskylduskemmtun og hefst hún kl. 14. Tónleik- arnir sjálfir munu hins vegar hefjast kl. 17 og standa til miðnættis. Rás 2 mun útvarpa þeim beint frá kl. 19.30 en annað efni verður tekið upp og sent út síðar. Tólf hljómsveitir koma fram að þessu sinni. Þær eru: Júpíters, GCD, Gildran, Vin- ir Dóra, Ham, Bless, Bootlegs, Sororicide, Bleeding Volcano, Rotþró, Tolstoy og Synir Raspútíns. Hljómsveitirnar voru valdar með fjölbreytni í huga. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill en fólki er bent á að klæða sig eftir veðri. NUmiÆAYWEM HAMMERITE er ryöbindandi lakk, sem bindur fast og þurrt ryö og stöövar ryðmyndun. Það er sjálfgrunnandi og fljótþornandi háglanslakk, borið á án undanfarandi grunnmálunar. HAMMERITE hefur mjög háan yfirborðsstyrk, þ.e. höggþol, skrapþol, hitaþol og veðrunarþol. Ýtarlegri upp- lýsingar fást hjá söluaðilum og í bækl- ingnum „Beintá ryðið" og einblöðungnum „Nú má lakka yfir ryðið“sem eru fáanlegir hjá þeim. HAMMERITE FÆST í MÁLNINGAR- OG BYGGINGAVÖRUVERSLUNUM HAMMERITE lakkið fæst í fjölda lita. Skoðaðu litakort hjá söluaðila. Höfundur er raftiekja vörð ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.