Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR !1. ÁGÓST 1991
7
Formaður Félags rækju- og
hörpudiskframleiðenda:
Munum gera kröfu
um verulega lækk-
un hráefnisverðs
„ÞESSI niðurstaða sýnir í hnotskurn gjaldþrot stefnu stjórnvalda
í þessum iðnaði undanfarin ár,“ segir Halldór Jónsson, formaður
Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, um þá ákvörðun stjórnar
Byggðastofnunar að veita rækjuvinnslustöðvunum ekki frekari lán.
Halldór segir óvíst hvort vinnslustöðvunum takist að rétta úr kútn-
um eftir öðrum leiðum, það muni ráðast í september og október
þegar nýtt hráefnisverð verður ákveðið. Hann segir að rækjuvinnsl-
an muni þá gera kröfur um lækkað hráefnisverð.
„Þetta er eins og búast mátti
við, eftir þær yfirlýsingar sem ríkis-
stjórnin hafði gefið um þessi mál.
Þeir gerðu Byggðastofnun nánast
ókleift að lána nokkra peninga til
stöðvanna,“ sagði Halldór.
„Nú verður hver og einn að
bjarga sér eftir öðrum leiðum, því
það er ljóst að stjórnvöld vilja ekki
bæta fyrir eigin mistök í þessum
iðnaði. Það er ekkert launungarmál
að fyrirtækin eru mörg hver mjög
illa sett og ég óttast að þessi niður-
staða muni hafa mjög slæm áhrif
víðast hvar,“ sagði hann.
Stjórn Byggðastofnunar sam-
þykkti einnig heimild til skuld-
breytinga á þegar veittum lánum
rækjuverksmiðja en skuldir vinnsl-
unnar við Byggðastofnun eru innan
við 100 millj. kr. Halldór sagði
þetta litlu skipta fyrir heildarvanda
rækjuvinnslunnar. „Þetta er þó
virðingarvert og gefur tóninn fyrir
aðrar lánastofnanir," sagði hann.
Þá lýsti stjórn Byggðastofnunar
sig reiðubúna að taka við umsókn-
um frá rækjuvinnslustöðvum um
lán til hlutafjáraukningar. Halldór
sagði að fyrirtækin hefðu reynt að
auka eiginfé sitt og þetta myndi
hjálpa þar uppá. „En það sem við
töldum að þyrfti að gera fyrst af
öllu var að fá leiðréttingu af hálfu
stjórnvalda. Það væri eðlileg byijun
svo að í framhaldi af því yrðu fyrir-
tækin fýsilegur kostur til fjárfest-
ingar. Auðvitað verður þessi leið
reynd eins og aðrar þó ég sjái ekki
í fljótu bragði að það verði mikii
ásókn í að leggja hlutafé í þennan
iðnað eins og gengið hefur verið
um hann undanfarin ár.
Vendipunkturinn verður á tíma-
bilinu september til október en
núverandi verð á rækju upp úr sjó
gildir út september. Þessi ákvörðun
Byggðastofnunar og stjórnvalda
kemur tii með að auka kröfur okk-
ar um lækkun á hráefnisverði, sem
er stærsti liðurinn í rekstri verk-
smiðja. Það er aiveg Ijóst að við
munum gera verulegar kröfur um
lækkun á hráefnisverði í haust. Ef
engir, leiðrétting fæst þá er staðan
orðin mjög vonlítil," sagði Halldór.
Forsetanum fagnað í Uruguay
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, lýkur í dag heimsókn sinni til Uruguay og heldur af stað heim
á leið. Forsetanum hefur verið vel tekið þar sem hún hefur komið. Tilgangur ferðinnar var að opna
sýningu norrænna listamanna. Forsetinn átti í gærdag viðræður við forseta og varaforseta Uruguay
í borginni Montevideo. Þá var henni boðið að ávarpa þjóðþing landsins. Myndin sýnir forsetann taka
við blómum úr hendi íslenskra stúlkna sem búsettar eru í í Uruguay. Frú Vigdís og föruneyti hennar
eru væntanleg til landsins á morgun.
Nfðsf.rkf srell o g fromgohoH með 10 c
m Mjúlcuf hnokkur I follegum litum
Bfeið dekk
ffjolluhjólodekk)
Sferkur
höggloberi
rrggisendorskin
tjósobúnoður
Verkferofosko
Aukohondbi
iremsó
Sfondori
Ö'ogg íólbrem:
I TILEFNI
SUMARTILBOÐS
ÖRFÁ
ALVÖRU FJALLAHJÓL
Á SÉRTILBOÐI
18 gíra, frá kr. 19.277.-
(ábur kr. 27.538.-)
21 gíra, frá kr. 25.546.-
(áðurkr. 31.933.-)
10 DAGA UTSALA A V-ÞYSKU
MONTANA REIÐHJÓLUNUM
DÆMI:
Barnahjól frá kr. 8.486.- (abur kr. 12.052.-)
Unglinga og fullorðinshjól án gíra,
frá kr. 12.118.- (ábur kr. 17.312.-)
Unglinga og fullorðinshjól, 3ja gíra,
frá kr. 14.911.- (áður kr. 21.302. )
10 gíra, kr. 13.081.- (áður kr.21.802.-)
EINNIG Á FÁEINUM DÖNSKUM WINTER HJÓLUM
DÆMI:
Barnahjól frá kr. 9.467,- (áður kr. 12.623.-)
Lúxus-kvenhjól, 3ja gíra, frá kr. 23.762.-
(áður kr. 29.498.-)
ALVEG EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ
EIGNAST KJÖRGRIP Á TOMBÓLUVERÐI
SUMARTILBOÐIÐ STENDUR
AÐEINS í 10 DAGA
RAÐGREIÐSLUR
OPIÐ
LAUGARDAGA
KL. 10-16
— — Reiðhjó/a verslunin n—mt
SKEIFUNNI V V
VERSLUN SÍMI679890 VERKSTÆCH SÍMI679891
SPÍTALASTÍG 8
VIÐ ÓÐINSTORG SÍMI 14661
»í»
OLL HJOL
MEÐ
ÁBYRGÐ TIL
ALDAMÓTA
%
5
m
■
SÉí