Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Óvæntir atburðir á vinnustað hrútsins skerða frítíma hans um sinn. Nu er ekki staður né stund fyrir hann að blanda saman leik og starfí. Hann verður ör í skapi í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Nautið gæti fengið heimsókn þegar verst gegnir fyrir það núna. Eitthvað úr fortíðinni kemur því úr jafnvægi. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Það er ógerningur að spá fyrir um þróun fjármála tvíburans núna. Hann er ef til vill kvíða- fullur út af ákveðnu vandamáli á vinnustað. Síminn hringir við- stöðulaust hjá honum. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HI8 Þetta er ekki heppilegur tími fyrir krabbann til að ná sam- komulagi við aðra. Óvæntur kostnaður gerir honum erfitt fyrir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ljónið er aðeins með hálfan hugann við starfið núna, en verður að losa sig úr þessu dagdrauma-ástandi. Ættingi þess kann að vekja upp gömul deilumál. Meyja (23. ágúst - 22. september) 32 Einhver óvissa ríkir hjá meyj- unni núna. Hana langar að fá tíma til eigin ráðstöfunar. Gamlar og rótgrónar skoðanir koma í veg fyrir að sú ósk hennar hljóti málefnaiega um- fjöllun. V°g . (23. sept. - 22. október) Smávægileg mál heima fyrir geta sett áætlanir vogarinnar um þátttöku í félagsstarfi úr skorðum. Kvöldið verður besti tíminn fyrir hana til tjáskipta. Sþorödreki (23. okt. - 21. nóvember) Sporðdrekinn ætti að beina at- hyglinni að starfi sínu núna og reyna að forðast árekstra við þá sem vinna með honum. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) & Bogmaðurinn getur orðið að Snara út peningum fyrir óvænt- um aukakostnaði ef hann er á ferðalagi. Hann ætti að kynna sér verðlag áður en hann gerir stórinnkaup. Réttast væri fyrir hann að forðast deilur um hug- myndafræðilega efni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitinni gæti orðið á að fara óvarlega með lánskortið sitt núna. Hún ætti einnig að gæta þess að týna ekki verð- mætum hlut. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Vatnsberinn verður að standa við öll loforð sem hann hefur gefið öðru fólki. Hann lætur sig heimilismálin mestu varða, en getur orðið fyrir einhverjum óþægindum á vinnustað. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) 'Ta* Vinir fisksins kunna að tefja hann í dag. Hann verður að leggja hart að sér til að fá lok- ið áríðandi skyldustörfum. Stjörnuspána á aó lesa sem dægradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. TOMMI OG JENNI FERDINAND m iuiimi u SMÁFÓLK WHY W0ULD AM'f'ONE UJANT TO 5AY; "600DNI6MT" T0THEM0ON? Hví skyldi nokkurn langa til að segja „góða nótt“ við tunglið? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Tólf spil féllu í síðari hálfleik gegn Svíum á EM og aðeins eitt skóp umtalsverða sveiflu. Þetta hér: Austur gefur: allir á hættu. Norður ♦ 954 VD ♦ G8765 ♦ ÁG75 Vestur Austur ♦ G7 ♦ KD632 VG9765 II ¥1043 ♦ Á932 ♦ K10 *D2 Suður ♦ Á108 ♦ ÁK82 ♦ D4 ♦ K964 ♦ 1083 Svíar höfðu stansað í einu grandi í lokaða salnum og unnið þqú: 150 og í NS. í opna salnum gengu sagnir þannig með Þorlák Jónsson og Guðm. P. Arnarsson í NS gegn Morath og Bjerre- gaard: Vestur Norður Austur Suður Morath Guðm. Bjerreg. Þorl. - - Pass 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Tvö lauf eru Puppet Stayman og svarið á 2 tíglum sýnir 4-lit í öðrum eða báðum hálitum. Útspil: hjartafimma. Þorlákur átti slaginn á drottn- ingu blinds og spilaði smáum tígli í öðrum slag. Einhverra hluta vegna hoppaði Bjerre- gaard upp með kónginn. Það var dýrt spaug. Hann skipti yfír í smáan spaða, en Þorlákur dúkk- aði tvisvar og sótti níunda slag- inn á tígul. Ef Bjerregaard lætur tígul- tíuna í stað kóngsins, verður Morath að skipta yfir*í spaða til að fella spilið. Og það hefði hann vafalítið gert. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á stórmótinu í Biel í Sviss sem nú stendur yfir kom þetta enda- tafl upp í skák hinna stigaháu stónneistara Aleksei Shirov (2.610), Lettlandi, ogUlf Anders- son, Svíðþjóð, sem hgfði svart og átti leik. Þótt svartur sé peði yfir virðist jafnteflið blasa við vegna mislitu biskupanna, en Ulf var ekki á sama máli: 44. — Bxh4i, 45. Kxh4 (Hvítur lendir í leikþröng ef hann þiggur ekki mannsfórnina, eftir 45. Bc2 - Bel, 46. Ba4 - Bd2, 47. Bc2 - Bcl og verður að hleypa svarta kóngnum að) 45. — Kf5, 46. Kg3 - Ke4, 47. Kf2 - Kd3, 48. Kel - Kxc4, 49. Kd2 - Kb4, 50. Kc2 — e4, 51. Bg4 — a4, 52. Bf5 — e3, 53. Be6 — c4 og hvítur gafst upp. Staðan á mótinu þegar tefldar höfðu verið tíu umferðir af fjórtán var þessi: 1. Shirov 6V2. 2. Bareev 6 v. 3. Andersson 5*/2 v. 4. Christiansen 5 v. 5. Adams 4‘/2 v. 6-7. Lautier og Gavrikov 4 v. 6. Kozul 3A v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.