Morgunblaðið - 10.08.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.08.1991, Qupperneq 1
48 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 178. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Meirihluti Finna styður þjóðarsátt Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem birtist í finnska blaðinu Uusi Suoini í gær, styðja um 70 prósent Finna áform ríkisstjórnarinnar um þjóðarsátt. Með samkomulagi um slíka sátt hyggst ríkisstjórn Eskos Ahos forsætisráðherra (Miðflokki) lækka laun, tekjur bænda og verð á timbri og pappír. I framhaldi af þessu ætlar stjórnin einn- ig að semja um þriggja ára launastöðvun. Á móti launalækkunum hefur ríkisstjómin boðið verðlækkanir á nauðsynjavörum. Ekki er ljóst hvernig staðið verður að þeirri lækkun. Samtök atvinnurekenda telja að verslunareigendur séu ekki reiðubúnir til að lækka vöruverð um meira en fimm prósent. Það myndi einungis vega upp á móti helmingi þeirrar launalækkunar, sem ríkisstjórnin hyggst knýja fram. Jafnaðarmenn og vinstri sósíal- Hong Kong: Viðskiptavin- ir Citibank istar („Vinstrabandalagið"), sem eru burðarásar stjórnarandstöðunn- ar, hafa rætt við forsætisráðherra og segjast ekki vera alfarið á móti þjóðarsáttinni. Hins vegar segist Pertti Paasio, formaður jafnaðar- manna, skilja það vel að verkalýðs- félögin séu á varðbergi. Vinnuveit- endur vilja aftur á móti tafarlaust lækka laun verulega. Að þeirra hyggju væri hægt að binda enda á efnahagskreppuna innan 12 mánaða ef kæmi til launalækkun- ar og launastöðvunar í stað þess að slá málinu á frest þar til í vor á næsta ári þegar flestir kjara- samningar renna út. Reuter Tveir albanskir flóttamenn bera þann þriðja á milli sín á knattspyrnuleikvanginum Victoria í Bari á Ítalíu. Mörg þúsund flóttamanna er nú gætt á leikvanginum og eru margir aðframkomnir af matar- og vatnsskorti. ítöisk herskip á vakki við strendur Albaníu: óttaslegnir Hong Kong. Reuter. FJOLDI viðskiptavina útibúa breska bankans Standard Chart- ered og bandaríska bankans Citibank í Hong Kong tók í skyndingu út fjármuni sína í gær vegna orðróms um slæma stöðu þeirra. Fólkið sagðist hafa heyrt að Citibank væri gjald- þrota og Standard mætti ekki lengur skrá hlutabréf sín i kaup- höllinni í London. Talsmenn Citibank segja að ummæli bandarísks þingmanns, Johns Dingells, þess efnis að móðurfyrirtæki bankans, Citicorp, sé „tæknilega“ gjaldþrota, hafi valdið írafárinu. Þeir vísa fulíyrð- ingu Dingells harkalega á bug og segja hana gersamlega úr lausu lofti gripna; ráðamenn Standard segja einnig að um gróusögur sé að ræða. Hrun eins stærsta al- þjóðabanka heims, BCCI, fyrir skömmu er talið eiga sinn þátt í ókyrrðinni. Orvænting- og eymd í búð- um flóttamannanna í Bari Bari, Italíu. Reuter. UM EITT þúsund albanskir flóttamenn brutu sér í gærmorjgun leið út af knattspyrnuleikvangi í borginni Bari á suðurströnd Italíu og komust margir fram hjá lögregluverði fyrir utan hann. Flestir náð- ust þeir eftir stuttan eltingarleik um eyðilegan berangur umhverfis leikvanginn og voru fluttir til Bari. Um tíu þúsund flóttamenn, sem komu til Bari með skipinu Vlora frá bænum Durres í Albaníu á fimmtu- dag, bíða þess nú á leikvanginum að verða fluttir aftur til síns heima. Mikil örvænting og eymd ríkja á leikvanginum. Flóttamennirnir reyndu fyrst að brjótast út á fimmtudagskvöld en tilraunin tókst ekki. Þrír særðust þá skotsárum og er einn þeirra þungt haldinn. Lög- regla kveðst aðeins hafa skotið í loft upp og alls ekki að fólkinu. Lögregluþjónar, sem voru inni á leikvanginum áður en fólkið braust út, reyndu að hafa hemil á fólkinu með kylfum og kústsköftum. Flótta- fólkið grýtti lögreglumennina með múrbrotum og gijóti úr áhorfenda- stæðum leikvangsins. Eftir að tekist hafði að handsama fólkið, sem komst út af leikvanginum í gær, var strætisvögnum lagt umhverfis svæðið til að stöðva Albanana. Lög- regla hættir sér nú ekki inn á leik- vanginn og var matvælum varpað inn á hann úr þyrlu í gær. ítalir segjast ekki ráða við nýja flóðöldu flóttamanna og hafa lýst yfir því að fólkið verði allt sent heim innan þriggja daga, ýmist loft- eða sjóleiðis. Stjórnvöld í Róm segja að matarskortur sé kveikjan að því að Albanar flýi land. Þau hafa reynt að sýna albönskum stjórnvöldum þolinmæði, en nú virðist hún á þrot- um. Vincenzo Scotti, innanríkisráð- herra Ítalíu, sakaði Albana í gær um að beita Itala fjárkúgun. Scotti hefur umsjón með því að flytja flóttamennina aftur til Albaníu. Skipi með 900 flóttamenn um borð hefur verið meinað að sigla inn í höfnina í Durres síðan á miðvikudag og er Scotti nóg boðið. Hann sagði að Albanar væru að reyna að „leggja allt undir“ til þess að kúga frekari efnahagshjálp út úr ítölum. ítölsk herskip hafa verið send á vettvang til að stöðva skip með al- banska flóttamenn um borð. Einu herskipi hefur verið leyft að taka sér stöðu innan albanskrar landhelgi til að fylgjast með skipaferðum. -------------- Leiðtogi Hizbollah: Gíslar verði látnir lausir Þýskaland: Kohl ver Friðrik mikla Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, gaf í gær út þriggja síðna yfirlýsingu þar sem hann varði þá ákvörðun sína að vera viðstadd- ur endurgreftrun jarðneskra leifa Friðriks mikla Prússakonungs. Kanslarinn hefur sætt gagnrýni lyndra fjölmiðla vegna málsins. Kohl hefur verið sakaður um að kynda undir þjóðernishyggju með ætlun sinni um að vera við- staddur athöfn, sem haldin verður til heiðurs Friðrik mikla í Sans- souci-höllinni 17. ágúst, 205 árum eftir andlát hans. Einnig segja gagnrýnendur að útför herforingj- ans beri því vitni að hemaðar- hyggja fortíðarinnar sé að skjóta kirkju, vinstri flokka og fijáls- upp koljinum í sameinuðu Þýska- landi. í yfirlýsingu sinni sagði kanslarinn að Friðrik mikli hefði verið málsvari umburðarlyndis og eljusemi. „Það er eins með Friðrik og mörg önnur stórmenni sögunnar að skammt var á milli hinna björtu og myrku hliða hans,“ sagði Kohl í yfirlýsingu sinni frá Austurríki, þar sem hann er nú í sumarleyfi. Kohl sagði að Þjóðveijar ættu að nota þetta tækifæri til að skoða sögu sína af minni einstrengings- hætti en verið hefði og hampa góðum köflum hennar um leið og þeir fordæmdu skuggahliðarnar, svo sem valdaskeið nasista. Kohl sagði að Friðrik mikli hefði ekki aðeins verið einvaldur, sem sölsaði undir sig völd og jarð- ir með hervaldi til dýrðar Prúss- landi. „Nafn. Friðriks markaði upphaf þess að ríkisvald lyti lög- um og stjórnarhættir á nútíma- Friðrik mikli vísu væru teknir upp og vísaði veginn til framtíðar," sagði í yfir- lýsingunni. Beirút, Damaskus. Reuter. ANDLEGUR leiðtogi Hizbollah- samtakanna (Flokks guðs) í Lí- banon, Mohammed Hussein Fad- lallah, sagði í gær að láta bæri vestræna gísla lausa. Hann sagði einnig í viðtali við blaðið The Washington Post að jafnvel harð- linuöfl í íran vildu sjá fyrir end- ann á gíslamálunum. Við bænastund í mosku í Beirút beindi Fadlallah máli sínu til þeirra sem rændu franska lækninum Jer- ome Leyraud eftir að Bretanum John McCarthy var sleppt lausum í fyrra- dag. „Við biðjum þá sem halda lækn- inum, hvaða hópi sem þeir tilheyra, að láta hann lausan og setja þar með endapunkt við allt þetta mál,“ sagði hann. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun hitta McCarthy á morgun í Lundúnum og taka við bréfi mann- ræningjanna sem Bretinn hefui; meðferðis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.