Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991 * Persónur úr rekavið Myndlist Bragi Ásgeirsson Hann er enn á ferðinni með konur sínar og karla, sem hann hefur höggvið og mótað úr rekav- ið, hinn aldni garpur Sæmundur Valdimarsson. Að þessu sinni prýða högg- myndirnar anddyri Norræna húss- ins og verða gestum til augnaynd- is til 26. þessa mánaðar. Ferill Sæmundar er óvenjuleg- ur, því að hann hóf seint að fást við myndlist, var kominn á fullorð- insár og hafði þann starfa að vera næturvörður við Áburðai'verk- smiðjuna. Áður hafði hann verið búsettur að Krossi á Barðaströnd og stundaði aðskiljanlegustu störf til sjós og lands. Ég get þess hér vegna þess að ég þykist kenna upprunans í verk- um hans, en kynni mín af landi og fólki, þegar ég fór víða á vega- vinnuárum mínum sönnuðu mér, að stutt væri í listamanninn í mörgum einstaklingnum. Þetta kom fram á ýmsan hátt, og eðli- lega stundum frumstæðan, en náttúrubarnið var einkum ríkt í þeim ásamt tilfinningu fyrir um- hverfinu. Og satt að segja vildi maður sjá meira af slíku í list yngi'i kynslóða og meira af frum- öflum landsins. Þessi lífsreynsla mín gerir það að verkum, að aldrei myndi ég samþykkja aldurstakmörk fyrir inngöngu í listaskóla, svo fremi sem vilji og hæfileiki séu fyrir hendi. Ekki má fórna eldri kyn- slóðum, sem byggðu þetta land, og við eigum allt að þakka, fyrir hinar yngri, einungis vegna ald- ursins. Er þessu slegið fram að gefnu tilefni. Sæmundur Valdimarsson hefur margt að segja okkur í verkum sínum, og hann hefur þá sönnu og upprunalegu kennd mótunar- listamannsins, að hrífast meira af ijölbreyttum og mjúkum formum kvenlíkamans, en hinum harða og flatarmálslega stranga líkama karlpeningsins. En kannski einmitt fyrir þessi ströngu reiknifræðilegu lögmál var karllíkaminn í tísku um aldar- aðir og dýrkun kvenlíkamans er tiltölulega ungt fyrirbæri í listinni. Þetta mættu kvenréttindakonur hafa í huga, því að þeim er meiri sómi sýndur með þessu en hitt, nema þær vilji að líkami karl- rembusvínsins verði aftur hin ríkj- andi hefð! Þeir sem sjá einungis annarleg- ar og ástríðuþrungnar kenndir í formum kvenlíkamans og jafnvel ýmislegt út fyrir þann ramma, ættu eiginlega að hugsa sinn gang því þá er stutt í óeðlið. Hin formræna fegurð er fyrir öllu, og menn eiga að nálgast lista- verk með það í huga, en ekki blanda óskyldum málum full mikið í gjörninginn. Eins og ávallt koma þessar ein- lægu og nostursamlega mótuðu fígúrur manni í gott skap og það er stundum með ólíkindum hve listamaðurinn nær miklu úr hinum tiifallandi rekadrumbum. Á stundum eru að vísu reka- drumbarnir fallegastir eins og þeir hafa veirð mótaðir af náttúrunni, en gleymum því ekki að þessi verk eiga eftir að eldast og veðrast og fá yfir sig fyllingu tímans. Verkin eru nefnilega alltaf svo glæný þegar þau koma frá hendi Sæ- mundar og trúa mín er sú að tíminn muni gera þau mun forvitn- ilegri. Það er óhætt að mæla með innliti á þessa sýningu, og ber um leið að minna fólk á hina athyglis- verðu sumarsýningu hússins á verkum Þorvaldar Skúlasonar í kjallarasölunum. MEZZÓ- TINTUR Eftir að grafík-listamenn höfðu splundrað hinum hefðbundna ramma listgreinarinnar, þannig að menn vissu vart hvað var upp og hvað niður í tækninni, hefur orðið nokkur breyting á hlutunum. Ekki svo að skilja, að menn haldi ekki áfram að leita að nýj- ungum innan fagsins, en ef svo heldur fram, kann að koma að því, að sumt í málaralist og öðrum greinum myndlista eigi fullt erindi inn á grafíksýningar. Á ég við, þegar menn nota ljósmynda- og þrykktæknina í málverkið, en það er býsna algengt nú til dags. Þannig séð er hið mikla frelsi innan listarinnar á seinni tímum einnig af nokkuð tvíbentum toga, a.m.k. ef athöfnunum fylgir ekki nokkur alvara og agi. En ólíkt er það skemmtilegra að sjá vel unnið í sígildri tækni en allskonar þrykk aðskiljanleg- ustu líkamsparta á léreft, jafnvel sitjandans! Ferskleikinn felst nefnilega ekki alltaf í tilraunum heldur á sér einnig stað í hugmyndaauðgi innan sígildra tæknibragða, og eru því engin takmörk sett hvern- ig hægt er að hagnýta sér þau. Héðinn nálgast alþjóð- legan meistaratitil HÉÐINN Steingrímsson náði öðrum áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á lokuðu skákmóti, sem Iauk nýlega í Kescernit í Ungverjalandi. Fyrsta áfanga að titlinum náði Héðinn með sigri sínum á Skák- þingi íslands, sem fram fór á Höfn í Hornafirði í september í fyrra. Héðinn teflir nú á alþjóðaskák- mótinu í Gausdal í Noregi ásamt þeim Þresti Þórhallssyni og Hann- esi Hlífari Stefánssyni. Ráðstefna um fjölmiðlafræði NORRÆN fjölmiðlafræðiráð- stefna verður sett í Háskólabíói sunnudaginn 11. ágúst. Félagsvís- indadeild Háskóla Islands og Norræna húsið eru sameiginlega gestgjafar ráðstefnunnar sem fjallar aðallega um vald og fjölm- iðla í Evrópu. Á þriðja hundrað þátttakendur verða í ráðstefnunni sem stendur til 14. ágúst. Þar verða flutt ávörp og fyrirlestrar, norrænir fjölmiðlamenn taka þátt í pallborðsumræðum. Á milli almennra funda koma saman yfir 20 vinnuhópar sem munu fást við ýmis viðfangsefni. 911 Rfl 91 97fl LÁRUS p■ VALDIMARSSON framkvæmdastjori (m \ I VVklO /V KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu eru að koma meðal annarra eigna: Ný sérhæð í tvíbýlishúsi 3ja herb. við Rauðagerði, 89 fm, tvöf. stofa, svefnherb., bað með þvottaaðstöðu, eldh. m. borðkrók. Sérlóð með sólverönd. Allt sér. Húsnæðislán kr. 1,8 millj. Sérhæð í þríbýlishúsi 2ja-3ja herb. sunnanmegin i Kóp. Allt sér. Ræktuð lóð. Útsýni. Bílskúrs- réttur. Verð aðeins kr. 5,6 millj. Ný úrvalsíbúð - bílskúr Á 1. hæð við Sporhamra 117,5 fm. Tvöföld stofa, 2 svefnherb., stór skáli. Sérþvottahús. Góður bílskúr. Húsnæðislán kr. 5,0 miilj. Fullgerð sameign. Á úrvalsstað í Vogunum Steinhús, ein hæð, 164,8 fm auk bílsk., 23 fm. Vel byggt og vel með- farið. 5 svefnherb. Skrúðgarður. Eignaskipti möguleg. Glæsileg séreign við Kvisthaga Neðri hæð, 5 herb. 134,3 fm í þríbýlishúsi. Allt sér. Hæðinni fylgir sérkjallari um 50 fm. Stór ræktuð lóð. Frábær staður. Suðuríbúð við Fellsmúla 4ra herb. íb. á 3. hæð um 100 fm auk geymslu og sameigriar. 3 svefn- herb. Stór stofa með sólsvölum. Sérhiti. Mikil og góð sameign. í gamla góða vesturbænum 2ja herb. íb. á 2. hæð í reisulegu steinh. við Ránargötu endurbyggð fyrir fáum árum. Húsnæðislán kr. 2,6 millj. Einbýlishús - raðhús - skipti Óskum eftir einbhúsi, helst í miðsv. í borginni, um 110-140 fm. Rað- hús kemur til greina. Skipti möguleg á 4ra herb. hæð á vinsælum stað í Vesturborginni. • • • Opið ídag kl. 10-16. í nágr. Háskólans óskast 2ja-5 herb. íbúðir. Góðar greiðslur. ALMENNA FASIEIGNASAIAH LAUGAVEGM^ÍMAr7ÍÍ5Ö^Í370 Umsjónarmaður Gísli Jónsson Þá er það bréf frá Kjartani Ragnars í Reykjavík. Hann skrifar mér um margt sem aðrir láta ósagt. Ég birti þetta skemmtilega bréf í heild sinni okkur öllum til umhugsunar, en sjálfur ætla ég í bili aðeins að leggja út af síðasta efnisþættin- um, þegar þar að kemur. Þar kemur Kjartan að miklu alvöru- máli sem ég hef mikið velt fyrir mér upp á síðkastið. Við verðum að bjarga viðtengingarhættinum frá glötun! En nú tekur Kjartan til máls: „Heill og sæll, Færeyingar andmæla nú sem óðast íslenskum tökuorðum í máli sínu, að því er blaðafregnir herma; — vilja t.d. halda í „heli- koptara“ sinn, en hafna islenskri þyrlu, eða thyrlu (Þeir rita ekki þ). — Því dettur mér í hug að mæla með því að við tökum upp færeyska orðið „vonarkjóll“, um flík þungaðra kvenna; um leið verði útrýmt orðskrípinu „óléttu- kjóil“, og öðrum áþekkum. Nýlega birtist hér í dagblaði einu grein með fyrirsögn „Vand- anum velt á undan sér“. Ein- hvem veginn fannst mér þetta orðafar ekki við hæfi, þ.e. að nota afturbeygða fornafnið með þolmynd. E.t.v. er þetta bara hótfyndni mín, eða hvað? Langt er síðan ýmis nútíma- mál, t.d. danska og enska, lögðu (yfirleitt) niður fallbeygingu orða, — og virðist það ekki koma að sök. Þó er í þessum málum talið nauðsynlegt að viðhalda fallbeygðu tilvísunarfornafni (eða notað er í þess stað fall- þeygt, óákveðið fornafn). I franskri tungu er þetta mál leyst með einu, litlu smáorði „dont“ sem á við um hvers konar kyn, tölu og fall. Því nefni ég þetta að oft veld- ur óþægindum í íslenskri tungu að við fallþeygjum ekki tilvísun- arfornafn. — Væri það nokkur goðgá ef einhver orðsnjall maður brygði á það ráð að smíða íslenskt smáorð sem nota mætti á sama hátt og þetta franska snjallyrði? Ég hef áður orðað við þig dönsk-þýsk áhrif á íslenska tungu, og nú leyfi ég mér að nefna ávarpið „velkominn" sem e.t.v. má rekja til nefndra áhrifa, — eða hvað? Er ekki skemmti- legra að segja „komdu fagn- andi“ heldur en „vertu velkom- inn“, — eða er hótfyndni mín enn á ferð? E.s. Til viðbótar dettur mér í hug að auk fallbeygingar hafa t.d. danska, enska (og ýmsar aðrar tungur) látið viðtengingar- hátt lönd og leið, — og virðist það ekki heldur koma að sök þar á bæjum. — En ég segi „fyr- ir mig og mína persónu“ að ég vil ekki fyrir nokkurn mun missa blæbrigði viðt.háttar úr íslensku máli. Ég bið þig forlátá þréfstúf, og jafnframt vel að lifa!“ ★ Umsjónarmaður er sömu skoðunar og bréfritari. Blæ- brigði tungunnar biðu þess ekki bætur, ef viðtengingarháttur hyrfi, og hér feitletra ég sagnir í þeim hætti. Auðvitað væri það léttara að hafa einn hátt fremur en tvo, en hvernig yrði mál okk- ar og líf, ef það sjónarmið réði eitt? Margt fleira en viðtengingar- háttur er í stórhættu vegna leti og einæðis. Þolmynd og mið- mynd mega gæta sín vandlega (Húsið „opnar“, og íþróttamað- urinn „hvílir"). Jafnvel setning- arhlutar eins og viðurlag í tíma- merkingu eru nú sjaldséðir og -heyrðir. „Eg var ung gefin Njáli,“ sagði Bergþóra Skarp- héðinsdóttir. Hvernig þætti ykk- ur flatneskjan: Þegar ég var ung, var ég gefin N.? ★ Hlymrekur handan kvað: Uppi á skurðdeild þeir ákváðu að taka einn fíngur af Sigvarði Haka. Það var akkúrat þá sem Frigg vildi fá í fyrsta sinn minna til baka. 601. þáttur ★ Fyrir skemmstu var hér vitn- að í nýlegt bréf frá Halldóri Kristjánssyni frá Kirkjubóli, en ekki var því fullsvarað þá. Hann minntist meðal annars á beyg- ingu orðsins ær. Hann hafði heyrt í fréttum að „bóndinn fengi gjald fýrir hverja ær“. Hér hefði hins vegar átt að segja að bóndinn fengi gjald fyrir hveija á. En svo á ég gamalt bréf frá Halldóri, þar sem hann svarar sjálfum sér betur en ég gæti gert, um annað í málfari okkar. Ég leyfi mér því að endurbirta hluta af því: „Sæll vertu Gísli. Kröfugerðir kærra vina kveikja hjá mér litla stöku. Virðist mér um valkostina vanta ákvarðanatöku. Algengt fréttamál í útvarpi og blöðum gæti verið svona: Ákvarðanataka launþegasam- taka hefur dregist, en nú hefur kröfugerð þeirra verið lögð fram og eru þá tveir valkostir fyrir hendi. Þetta mætti líka orða svo: Samtök launþega drógu nokkuð að ákveða sig en nú hafa þau lagt fram kröfur sínar og er þá tveggja kosta völ.“ Kveð ég svo Halldór frá Kirkjubóli enn með virktum. ★ Hlymrekur handan stældi úr ensku: Eg held að limrumar siðprúða svekki (sumar eru þó lausar við hrekki), en býsna fásénar eru barasta penar, - enda betra að þær séu það ekki. í síðasta þætti var tekið upp úr annál Sveins Sölvasonar lög- manns og komst ekki alveg villu- laust til skila, t.d. stóð „hem“ fyrír latínuslettuna item í upp- hafinu. Menn eru beðnir að virða þetta á betri veg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.