Morgunblaðið - 10.08.1991, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Prófsteinn
á ríkisstíómina
essa dagana er unnið
kappsamlega að undir-
búningi fjárlagafrumvarps
fyrir næsta ár á vegum ríkis-
stjórnarinnar. Einstök ráðu-
neyti hafa undanfarnar vikur
unnið að tillögum um það,
hvernig framkvæma megi
umtalsverðan niðurskurð á
útgjöldum hins opinbera. I
umræðum hefur komið fram,
að ríkisstjórnin stefndi að 15
milljarða niðurskurði. Hins
vegar hefur verið dálítið á
reiki við hvað er miðað. Þann-
ig er t.d. alveg ljóst, að ef
rætt er um 15 milljarða nið-
urskurð frá óskalistum ein-
stakra ráðuneyta hefur það
í sjálfu sér takmarkaða þýð-
ingu. Það er hægt að búa til
óskalista um hvað sem er.
Þær niðurskurðartillögur,
sem nú er unnið að í ráðu-
neytunum, þurfa að vera
raunverulegar. Sjálfsblekk-
ingar duga ekki og hafa enga
þýðingu. Útgjöld ríkisins
hafa aukizt ár frá ári árum
og áratugum saman. Þessa
útgjaldaaukningu þarf að
stöðva og minnka síðan
smátt og smátt hlutdeild hins
opinbera í útgjöldum þjóðar-
búsins. Þetta er erfitt verk-
efni. Engri ríkisstjórn og
engum fjármálaráðherra hef-
ur tekizt að ná árangri í þess-
um efnum um langt árabil.
Líklega eru samráðherrar
fjármálaráðherrans verstu
óvinir hans í þessari baráttu
og síðan þingmenn einstakra
kjördæma. Oft vill það verða
svo, þegar þingmaður sezt í
ráðherrastól, að hann verður
nánast umsvifalaust tals-
maður þess kerfis, sem hann
tekur að sér að stjórna og
jafnvel þeirra hagsmunasam-
taka, sem eiga viðskipti við
ráðuneyti hans. Sjaldnar lítur
ráðherra á verkefni sitt sem
svo, að hann sé gæzlumaður
almannahagsmuna. Þess
vegna má búast við, að fag-
ráðherrar verði fjármálaráð-
herra þungir í skauti, þegar
kemur að niðurskurði á fjár-
þörf hins opinbera.
Þegar kemur að því að
kynna þingflokkum stjórnar-
flokkanna hugmyndir fjár-
málaráðherra um niðurskurð
þyngist róðurinn enn. Þing-
menn hafa tilhneigingu til
þess að líta á það sem frum-
skyldu sína að tryggja fjár-
muni til margvíslegra þarfa
í kjördæmi sín en síður að
berjast fyrir þeim almennu
hagsmunum, sem eru í því
fólgnir að ná raunverulegum
tökum á útgjöldum ríkisins.
Það er því enginn öfunds-
verður af því verkefni, sem
Friðrik Sophusson, fjármála-
ráðherra, hefur nú með hönd-
um.
Hitt er alveg ljóst, að með
því íjárlagafrumvarpi, sem
lagt verður fram í þingbyrjun
verður tónninn sleginn af
hálfu núverandi ríkisstjórnar.
Talsmenn Sjálfstæðisflokks-
ins hafa árum saman hvatt
til niðurskurðar á ríkisút-
gjöldum. Fyrir alþingiskosn-
ingarnar 1979 lagði flokkur-
inn fram róttækar hugmynd-
ir um það efni. Þegar Sjálf-
stæðisflokkurinn stjórnaði
fjármálaráðuneytinu á árun-
um 1983 til 1987 tókst ekki
að ná umtalsverðum árangri
í niðurskurði. Nú er mikil-
vægara en nokkru sinni fyrr,
að það takist. Þjóðin er kom-
in á vissan endapúnkt. Það
eru ekki til peningar til þess
að halda uppi óbreyttu ríkis-
kerfi.
Þess vegna verður fjár-
lagafrumvarpið fyrsti próf-
steinninn á núverandi ríkis-
stjórn. Ef fyrsta skrefið verð-
ur ekki stigið nú með afger-
andi hætti verður það ekki
gert síðar. Raunverulegur
niðurskurður kostar áreiðan-
lega stórátök. Hann kostar
átök íjármálaráðherra og
forsætisráðherra, sem hlýtur
að vera bakhjarl hins fyrr-
nefnda í þessu máli, við fag-
ráðherrana. Hann kostar
átök ríkisstjórnarinnar við
þinglið stjórnarflokkanna.
Hann kostar átök stjórnar-
fiokkanna við margvíslega
hagsmuni hér og þar um
landið. Ef ríkisstjórnin sýnir
það á næstu vikum, að hún
er tilbúin í þessi átök verða
miklar vonir bundnar við
hana. Forðist hún átökin mun
það valda miklum vonbrigð-
um meðal fjölmargra stuðn-
ingsmanna hennar og boðar
ekkert gott fyrir framtíðar-
hagsmuni þjóðarinnar.
Frá fundi í Genf;
Þegar ég glataði voninni
eftir Guðmund J.
Guðmundsson
Um nokkurra ára skeið hefur mér
hlotnast sú gæfa að vera fulltrúi A_SÍ
á vinnumálaráðstefnunni í Genf. Ég
hef alltaf sótt í að vera fulltrúi í „pól-
itísku" nefndinni, sem kallað er, raun-
verulega er það utanríkisnefnd ráð-
stefnunnar. En ráðstefnan starfar
eins og Sameinuðu þjóðirnar, enda
orðin ein af stofnunum þeirra sem
starfar í fjölmörgum nefndum, sem
tekur fyrir hina ýmsu málaflokka.
Út af fyrir sig efast ég um að það
sé praktískt að fulltrúi ASÍ sitji að
jafnaði í þessari pólitísku nefnd, því
þama er fyrst og fremst fjallað um
deilumál þjóða á pólitískum vettvangi
og þar ber öðru ofar undanfarin ár
deilur Araba og Israela. Ég held að
eftir þessa veru mína í nokkur ár,
þó ekki mörg, þá geti ég flutt mál
og túlkað afstöðu frá hvaða ríki sem
er fyrir botni Miðjarðarhafs, svo
margar ræður er ég búinn að heyra
frá hveiju og einu ríki. Það sem ein-
kennir málflutning þessara ríkja, sem
öðru fremur eru deilur um Paiestínu,
er að Arabarnir tala mun meira en
Israelar, svona sex-átta ræður á móti
hverri einni ísraela. Að hluta til kem-
ur þetta vegna þess, að Arabaríkin
eru mörg en Israelsríki aðeins eitt.
Ég hef átt þeirri gæfu að fagna
að vera góður persónulegur kunningi
fulltrúa ísraelska alþýðusambandsins
og þar hefur verið margur mætur
maðurinn. Það þarf ekki mikla næmni
til að finna að í herbúðum ísraela eru
býsna skiptar skoðanir, þótt það komi
aídrei opinberlega fram. Maður fínnur
það, kannske með sjötta skilningar-
vitinu að fulltrúar Verkamanna-
flokksins, en fulltrúar ísraelska alþýð-
usambandsins eru greinilega hliðholl-
ir honum, að þar ríkir meiri vilji til
samninga við Arabaríkin. ísrael hefur
átt mjög erfitt síðari ár á þessari
ráðstefnu eftir að uppreisnin hófst á
Vesturbakkanum._
Málflutningur ísraela er ákaflega
hógvær og markviss. íslendingar eru
í ákaflega miklu aðhaldi hjá þeim.
Það var Thor Thors, sem á sínum
tíma var fyrsti flutningsmaður þess
hjá Sameinuðu þjóðunum, ásamt
íjölda annarra fulltrúa, að ísrael yrði
tekið inn í Sameinuðu þjóðirnar. Og
var Thor framsögumaður í málinu.
Hinn frægi fyrrverandi utanríkisráð-
herra ísrael, Abba Eban, minnist
mjög rækilega á þetta í þekktum
æviminningum sínum. Mér heyrðist
þetta vera kennt í skólum þar í sveit.
Þetta hefur aukið persónuleg tengsl
mín við Israela enda erum við sessu-
nautar, þar sem löndum þarna er
raðað í sæti eftir stafrófsröð. Og
stundum hefur maður verið litinn
óhýru auga — jafnvel af ýmsum öðr-
um fulltrúum, fýrir náinn félagsskap
við Israelsmenn. Þegar ég og ísra-
elsku fulltrúarnir vorum að drekka
te saman og þeir voru að kynna mig
fyrir vinum sínum, þá skildist mér
stundum á þeirn að ég hefði verið í
móttökunefnd Ólafs Thors, þegar
hann tók á móti Ben Gurion og síðar
Goldu Meyr, en þau voru bæði forsæt-
isráðherrar. En bæði munu þau hafa
látið vel af móttökum er þau fengu
á íslandi í ísraelskum dagblöðum.
Ég lét þetta með öllu óleiðrétt,
enda engir Islendingar nærri og mér
líkar vel að vera yfirtitlaður.
Nú er fjarri því, að ég taki undir
afstöðu ísraelsmanna um deilurnar á
Vesturbakkanum, ég er þar ísrael
algjörlega ósammála og finnst satt
að segja grátlegt að sú þjóð sem
þurfti að þola allar þær þjáningar og
hörmungar í seinni heimsstyijöldinni,
skuli nú gerast sek um hluti eins og
átt hafa sér stað gagnvart Palestínu.
En ekki ætlaði ég að fara að rekja
hér þátt þessara heimsmála enda
margraktar í öllum fréttum fjölmiðla.
Hitt hef ég löngu gert mér ljóst að
í flestum hinna arabísku ríkja ríkir
fasískt hernaðareinræði, sem á ekk-
ert skylt við lýðræði. Og þorri þess-
ara þjóða býr við örgustu harðstjórn
og fæst þeirra eru aflögufær að kenna
öðrum þjóðum lýðræði eða góða um-
gengni við borgara sma. Engu að síð-
ur, finnst mér þáttur ísraela á Vestur-
bakkanum slæmur.
Ég sagði að ísraelar héldu nokkuð
vel á málum, þeir halda ekki margar
ræður, en málflutningur þeirra er
býsna markviss og þeir koma fram
sem ein heild, þó mér virðist þeir inn-
byrðis vera mjög ósammála.
Þó hafði ég alltaf von um að þessi
mál myndu leysast — ég hafði þær
hugmyndir um að ef Bandaríkin, Sov-
étríkin, Frakkland og Bretland t.d.
tækju ábyrgð á landamærum ísraels
— en það virtist mér vera algjört
skilyrðj, þá mundi vera möguleikar á
að fá ísrael til að gefa eftir Vestur-
bakkann. Hins vegar fannst mér allt-
af hvorugur vilja gefa eftir Jerúsalem
— hún er heilög borg í augum beggja.
Guðmundur J. Guðmundsson
„Síðan og frá þessum
degi hef ég tapað
trúnni að hægt sé að
semja frið í þessum
ríkjum. Mér þykjir sárt
að tapa þessari trú, en
eftir þessar tvær ræður
þá slokknaði sú von.“
Ég hafði þessa trú alveg þar til
um miðjan júní síðastliðinn þá kom
allt í einu í hóp ísraelsmanna, sessu-
nauta okkar íslendinga einhvers kon-
ar rabbíi. Þetta var prestur með
svarta kollhúfu í svartri skikkju með
hvítt sítt skegg, og þarna fór ekkert
á milli mála að þarna fór trúarofstæk-
ismaður. Og þetta var maður sem
greinilega átti mikið undir sér, hann
var greinilega æðstur þeirra.
Ég fékk strax nokkra andúð á
þessum manni, það var yfir honum
hroki ofstækismannsins.
Síðan var haldinn fundur á þinginu
í aðalsal, þar sem allir þingfulltrúar
voru komnir saman þ.e. á annað þús-
und manns. Og þá voru þessi mál,
sambúð ísraeia og nágrannaríkja og
þá öðru fremur réttindi Palestínu á
Vesturbakkanum.
Þessi dagur líður inér ekki úr
minni. Einn af ísraelunum hafði hald-
ið ræðu, ræðan var ákaflega mild og
stakk mjög í stúf við fullyrðingar og
gífuryrði Arabanna, þetta heitir lík-
lega á íslensku dægurmáli taktík.
Hann lýsti stuttlega vandamálum
ísraelsmanna og hvatti til þess að
aðilar töluðu saman með öðru en
byssum.
Síðan reis þessi rabbíi upp og var
næstur á mælendaskrá — það fór
kurr um salinn. Aðra eins ræðu hef
ég sjaldan heyrt — hann var fullur
af andagift — talaði á ensku — og
andagiftin var slík að hann minnti
að nokkru á Einar í Bethel. Þegar
hann hafði fordæmt nágranna sína í
nafni Drottins síns og lýst ísraelum
sem Guðs útvöldu þjóð þá fordæmdi
hann þennan fund, að þessi fundur
skildi vera að ræða þessi mál. Þessi
fundur virtist ekki gera sér neina
grein fyrir því, að í heilagri ritningu
stæði svart á hvítu að Drottinn alls-
heijar Jahve hefði gefið sinni þjóð —
Israelum ekki einungis þetta land,
sem þeir byggðu nú, líka heldur mörg,
hundruð þúsund ferkílómetra til við-
bótar. (Það er að segja Jórdaníu, all-
an Sínaískaga, gott ef ekki einhvern
hluta Egyptalands handan Suez-
skurðarins, væna sneið af írak og
Líbanon) Síðan ítrekaði hann að eng-
ar sáttatillögur væru hér til umræðu
því þeir gætu ekki gengið á móti
Drottni sínum — Jahve sjálfum — sem
hefði gefíð þeim þetta land.
Undir lok ræðunnar var farið að
púa á þennan rabbía og nokkrir full-
trúar farnir að lemja í borðið. Þá
magnaðist hann allur og ákallaði
Drottinn sinn til stuðnings máli sínu.
Síðan gekk þessi gamli rabbíi til sæt-
is síns.
Mælskari mann hef ég sjaldan
heyrt flytja mál sitt.
Á eftir honum kom Russi — hvað
skyldu nú Rússar segja, hugsaði ég
og var reyndar ekki búinn að ná mér
eftir ræðu rabbíans. Rússinn taldi
nauðsynlegt að menn legðu vopn til
hliðar, menn þyrftu að ræða þessi
mál, þau væru vandasöm og erfið og
hann taldi líka nauðsynlegt að ísrael
og Sovétríkin tækju upp nánara sam-
starf sín á milli. En fyrst og síðast
yrðu menn að setjast niður og ræðast
við í rólegri yfirvegun.
Þá reis upp næsti maður á mælend-
askrá — það var fulltrúi írans — það
er einkenni á þessum fundum að
hversu mikið sem Arabaríki og ísrael
deila þá deila þeir aldrei íran og ísra-
el. En nú varð breyting.
íran eitt arabaríkja virðist standa
utan við þessar deilur og alltaf hef
ég haft það á tilfinningunni að ísrael
hafí hjálpað íran um vopn í átta ára
stríðinu milli írans og íraks.
Greiðsluform í rekstri
glasafrj ó vgnnar
eftirJón Hilmar
Alfreðsson
Innan tíðar mun glasafijóvgun-
armeðferð hefjast hér á landi. Um
er að ræða læknisaðgerð vegna
ófijósemi, aðgerð sem er allkostn-
aðarsöm, því láta mun nærri að hver
tilraun kosti um 200 þúsund krónur.
Starfsemi þessi mun verða á
Landspítalanum, sem er ákjósanlegt
frá faglegu sjónarmiði. Eignarhald
þessarar starfseiningar er ótvírætt
ríkisins, en það sem hér verður gert
að umræðuefni er fjármögnun rekst-
arins eða greiðslufyrirkomulag.
í fljótu bragði gæti virst eðlilegt
og sjálfsagt að þessi starfsemi yrði
fjármögnuð á sama hátt og önnur
starfsemi á Landspítala, það er með
hlutdeild í þeirri fjárveitingu sem
spítlanum hlotnast árlega af fjárlög-
um.
Við nánari skoðun er þó ýmislegt
sem mælir gegn þessu. Landspítalinn
hefur um árabil búið við fjárskort,
sem hefur haft margvísleg áhrif, en
berlegast komið fram í lokunum
sjúkrarúma. Á meðan þetta ástand
varir er hætt við að glasafijóvgun
verði afskift og rekstur ótryggur.
Fyrir fáeinum vikum virtist en ein
krísa vofa yfir Landspítalarekstri.
Nefnd var sett á laggir til að gera
tillögur um niðurskurð og lokanir.
Sem vænta mátti varð glasafijóvgun
ofarlega á blaði.
Nýlega fjallaði landlæknir um for-
gangsröðun í heilbrigðisþjónustu.
Hann skiptir þjónustunni í 4 flokka
og enn hafnaði glasafijóvgun í
neðsta flokknum.
Þetta er ekki tíundað hér til ve-
fangs eða gagnrýni, heldur til þess
að benda á að glasafijóvgun og önn-
ur skyld meðferð er þess eðlis, að
hún getur ekki haft forgang á borð
við lækningu sjúkra og því er það
skynsamlegt og eðlilegt að fjár-
magna hana með öðrum hætti. Eink-
um er það æskilegt fyrir meðferðar-
þegana sjálfa, að þessa starfsemi
megi reka ótruflað, með þeim afköst-
um sem eftirspurn krefur og með
þeim gæðastaðli sem bestur er.
Við undirbúning þess að taka upp
glasafijóvgun hér á landi hafa orðið
„Hér hefur verið gerð
g-rein fyrir tillögu til
fjármögnunar við
rekstur glasafrjóvgun-
ar. inntak þeirrar til-
lögu er að starfsemin
keppi ekki við hefð-
bundna sjúkraþjónustu
um naumt skammtaða
fjármuni.“
verulegar og endurteknar tafir. Það
er nánast orðinn siður að kenna um
ijárskorti í slíkum tilvikum. Það er
ekki rétt, það vantar ekki fé, hins-
vegar er ijármögnunarkerfi heil-
brigðismála stirðnað og farið að
virka sem hemill á þjónustu og fram-
farir.
Glasafijóvgun hefur verið keypt
erlendis um 3-4 ára skeið og greidd
að fullu af Tryggingastofnun ríkisins
(TR) á verði sem er hærra en áætlað-
ur kostnaður hér heima. Þar við
Jón Hilmar Alfreðsson
bætist að meðferðarþegar sjálfir
hafa þurft að greiða ýmsan ferða-
kostnað beinan og óbeinan. Reynslan
er samt sú að tiltölulega fáir hafa,
kostnaðarins vegna, kosið að bíða
innlendu þjónustunnar.
Af þessu má ráða að fé vantar
ekki til innlendrar glasafijóvgunar
og hana má að fullu ljármagna með
greiðslum, a) frá TR sem þó væru
mun lægri en nú renna til útlanda
og b) einstaklinganna sjálfra, en þær
greiðslur yrðu langtum lægri en
nemur útlögðum ferðakostnaði nú.
Með þessu móti yrði snurðulaus
rekstur best tryggður.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991
21
íraninn hóf ræðu sína á hefðbund-
inn hátt, var rólegur og yfirvegaður,
en Iranar eru það yfirleitt jafnvel þó
svo menn fái aðrar hugmyndir. Þeir
flytja yfirleitt mál sitt betur, þrátt
fyrir ofstæki erkiklerksins Khomeinis
heitins, heldur en margar aðrar
arabaþjóðir. Og þegar kom að, að
hann svaraði hinum ísraelska rabbía
þá fylltist hann heilögum anda,
hreytti nokkrum ónotum í rabbíinn
og sagði að Kóraninn — íslam —
ætti þessi lönd og Kóraninn boðaði
það, að þar skyldi íslam eitt ríkja,
og þeir ætluðu ekki — hinar íslömsku
þjóðir að láta villutrúarmenn setjast
að í þeim ríkjum, sem Kóraninn boð-
aði að væru undir íslam. Hann boð-
aði brottvikningu Israela úr ríkjum
íslams. Þess vegna mundu Arabar í
nafni íslams gera þessar þjóðir að
íslömskum þjóðum. Lokaorð hans
voru særingar til Guðs síns að hann
skyldi vera honum trúr og þjóð sín
og gera þessar þjóðir þ.e.a.s. ísrael
að Islam og hét guði sínum fullu
trausti í þeim efnum. Þegar hann
mælti þessi síðustu orð loguðu eldar
í augum hans og sannfæringarkraft-
urinn og trúarheiftin gneistaði af
honum.
Því miður var ræðuskrá þessa dags
upptekin fyrirfram og einir 25 ræðu-
menn áttu daginn. Ef svo hefði ekki
verið hefði ég sennilega misst mig
upp í ræðustól og spurt hvort nokkuð
þýddi fyrir fulltrúa Jave eða fulltrúa
Islams að vera hér að halda ræður
því þeir gerðu það í nafni guða sinna.
Mér virtist með öllu útilokað að fara
að tilmælum rússans að ræðast við
öðruvísi en að þessir guðir væru við-
staddir samningagjörðina. Báðir hétu
sínum guðum fulltingi og voru reiðu-
búnir að beijast fyrir guði sína, ann-
ar vitnaði í loforð sem hann hafði
fengið frá Jahve og hinn vitnaði í
fyrirheit Kóranins. Hvað gátu ótýndir
fulltrúar rætt þegar báðir áttu guð-
legum skyldum að gegna — ég hefði
lagt til að reynt yrði að ná sambandi
við guði þeirra en eyða ekki tímanum
í tilgangslausar umræður milli full-
trúa þessara guða.
Ég gekk dapur af þessum fundi —
en því missi ég greinarkorn þetta frá
mér, áð þegar James Baker utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna var á ferð í
ísrael þá var ríkisstjórn Israels eða
hluti af henni sýnd á fundi í frétta-
tíma sjónvarps, annar maðurinn frá
Shamir forsætisráðherra var rabbíinn
sem talaði í nafni guðs síns í Genf.
Siðan og frá þessum degi hef ég
tapað trúnni að hægt sé að semja frið
í þessum ríkjum.
Mér þykjir sárt að tapa þessari
trú, en eftir þessar tvær ræður þá
slokknaði sú von.
Höfundur er formuður
Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar.
En er það ekki ranglátt að krefja
einstaklinga greiðslu fyrir þessa teg-
und læknishjálpar umfram aðrar?
Slíkri spurningu er vandsvarað, en
spyija má á móti hvort það sé rétt-
lætanlegt að sameiginlegur sjúkra-
sjóður landsmanna greiði þessa
starfsemi að fullu, meðan hann
hrekkur ekki til fyrir brýnstu lækn-
is- og líknarverkefnum.
Þá má benda á að ófijósemi skerði
ekki tekjuöflun á sama hátt og sjúk-
dómar oft gera, að um tvo vinnandi
einstaklinga er að ræða sem ómegð
íþyngir ekki. Þess gerast þó dæmi
að hjón hafi ekki efni á þessari með-
ferð, án þess að samhliða fari van-
hæfí til að ala önn fyrir barni, en
slík tilfelli eru ekki mörg og þar fer
vel á félagslegri velferð, til dæmis
með fullri greiðslu af hálfu TR.
Hér hefur verið gerð grein fyrir
tillögu til fjármögnunar við rekstur
glasafijóvgunar. Inntak þeirrar til-
lögu er að starfsemin keppi ekki við
hefðbundna sjúkraþjónustu um
naumt skammtaða fjármuni. Til-
gangurinn er að tryggja hnökra-
lausan rekstur og framþróun á sviði
ófijósemislækninga.
I víðari skilningi má líta á þetta
sem lítið skref á þeirri endurskoðun
sem nú fer fram innan heilbrigðis-
kerfísins og miðar að því að tryggja
aukið fjármagn á komandi árum,
jafnhliða hagræðingu og sparnaði.
Höfundur er læknir á
Landspítolanum.
Einkavæðing* ríkisjarða
Landgræðsla kemur landinu og íslendingum öllum til góða.
eftir Þór
Sig-fússon
I einni af smásögum franska rit-
höfundarins Jean Giono sem á næst-
unni kemur út í íslenskri þýðingu
segir frá gömlum fjárhirði sem hefur
þá einu löngun að planta tijám.
Hann býr á afskekktu og gróðurs-
nauði landi, sem engan fýsir að
dvelja á. Gamli maðurinn gróðursetti
100 plöntur á dag í fjölda ára. Smám
saman fóru plönturnar stækkandi
og svæðið tók á sig fallega græna
mynd. í lok sögunnar er sagt frá
því hvernig lítið þorp tók að mynd-
ast á hinu áður afskekkta svæði og
nefndir komu til að kanna hvernig
á þessum „sjálfsprottna" skógi
stæði. Gamli maðurinn hafði ekkert
verið að hrópa upp um gróðursetn-
ingu sína — hans ánægja fólst í skóg-
inum og engu öðru.
Fjöldi íslendinga hefur sýnt skóg-
rækt og landgræðslu mikinn áhuga.
Ég hef átt því láni að fagna að kynn-
ast nokkrum þeirra landa okkar sem
sinnt hafa skógræktarstarfi í ára-
tugi. Þessu fólki má sannarlega líkja
við gamla manninn í sögu Gionos.
Ánægja þessa fólks felst fyrst og
fremst í því að sjá skóginn vaxa á
landi sem oft var auðn ein áður.
Engum verður ráðlagt að halda
út í íslenskar auðnir til að rækta upp
án þess að tryggja fyrst að landið
sé afgirt, þar ekki heimiluð beit og
að landið verði ekki hrifsað af þeim
undir aðrar framkvæmdir innan
fárra ára. Besta leiðin til þess að
tryggja þessi markmið hingað til
hefur verið að einstaklingarnir sjálf-
ir beri fulla ábyrgð á landinu.
Lítið er um framboð af landi til
sölu hérlendis. Ein leið til að bæta
framboð á landi til skógræktar er
að bjóða áhugafólki um skógrækt
að taka ríkisjarðir í fóstur. Um eitt
þúsund jarðir eru nú í eigu ríkisins.
Hluti þeirra er gamlar bújarðir sem
lítið er gert við. Til þess að tryggja
að þessar jarðir séu verndaðar fyrir
ágangi og til þess að efla skógrækt-
ina enn frekar má bjóða þessar jarð-
ir áhugafólki um landgræðslu og
skógrækt til kaups. Hugsanlegt er
að koma því svo fyrir að um yrði
að ræða hvetjandi kerfi þannig að
ef gróðurmagn á landinu ykist veni-
lega næstu ár eftir sölu, þá mætti
koma til móts við skógræktarfólkið
með því að veita afslátt af kaupverði.
Margar ríkisstjórnir landsins hafa
haft landgræðslu á sinni stefnuskrá
en lítið hefur þeim flestum orðið
ágengt. Ástæðan er ekki einungis
sú að íjármagn hafí skort, heldur
má einnig fullyrða að virkja þurfi
fleiri íslendinga til landgræðslu og
skógræktar. Með því að auka fram-
boð lands má tengja fleiri íslendinga
landgræðslustarfinu.
Þó svo að Q'öldi tijáa á landinu
komi ekki fram í þjóðhagsreikning-
um þá eru skógrækt og landgræðsla
verðmæti sem veita okkur lífsfyll-
ingu. Með sölu ríkisjarða má opna
leið fyrir landgræðslu- og skógrækt-
arfólk til að taka land í fóstur með
minni stbfnkostnaði en ella. Þannig.
getum við grætt upp stór landsvæði
án þess að ganga í hina margum-
töluðu og misnotuðú vasa skattborg-
ara þessa lands.
Með því að auka framboð á landi
fyrir áhugafólk um skógrækt og
landgræðslu eigum við örugglega
eftir að sjá hundruðir áhugamanna
gera sama og gamli maðurinn í sögu
Gionos, rækta skóg sér til ánægju
og um leið landinu og íslendingum
öllum til góða.
Höfundur er hagfræðingur.
Bilanir í símstöð Landssímahúsins:
Tímabundinni viðgerð lok-
ið en orsök bilana ókunn
Morg^unblaðið/KGA
Bergþór Halldórsson, yfirverkfræðingur sjálfvirkra símstöðva,
Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafuiltrúi Pósts og síma, og Þorvarður Jóns-
son, framkvæmdarstjóri fjarskiptasviðs.
SKIPT hefur verið um vél- og
hugbúnaðareiningar í stjórn-
kerfi sjálfvirku símstöðvarinn-
ar i Landsímahúsinu og eiga
þessar aðgerðir að koma í veg
fyrir bilanir í stöðinni fram að
áramótum en þá verður nýr
hugbúnaður tekinn í notkun.
Atta bilanir hafa orðið í sumar
á stöðinni og hafa þær varað
samanlagt í 3 klukkustundir.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi er haldinn var á vegum
Póst- og símamálastofnunnar.
Þorvarður Jónsson, framkvæmd-
arstjóri fjarskiptasviðs Pósts og
síma, sagði að ekki væri hægt að
benda sérstaklega á ákveðna orsök
fyrir bilununum. Hann kvað tækni-
menn hafa prófað sig áfram stig
af stigi og skipt um ákveðnar ein-
ingar í stjórnkerfí símstöðvarinnar.
Þorvarður benti á að síðast hefði
orðið bilun 23. júlí sl., stöðin hefði
gengið áfallalaust í 17 daga og
vonast væri til að þessar aðgerðir
nægðu til þess að stöðin gengi
áfallalaust áfram. Sérfræðingarnir
frá L.M. Ericson eru farnir en að
sögn Þorvarðs er athugun ekki lok-
ið því að von er á manni frá Eric-
son er mun rannsaka símstöðina
eftir sérstöku kerfi og mun sú rann-
sókn taka 3 vikur.
Sá hugbúnaðir sem nú er notað-
ur í símstöðinni í Landssímahúsinu
mun vera tekin úr notkun um
næstu áramót. Þá mun nýr hugbún-
aður er eykur afkastagetu og
rekstraröryggi símstöðvarinnar
vera tekinn í notkun en hann var
pantaður síðastliðið vor áður en
bilanirnar komu upp. Reynt verður
að flýta þessari breytingu eins og
unnt er vegna bilananna.
Að sögp Bergþórs Halldórsson-
ar, yfirverkfræðings sjálfvirkra
símstöðva, er notkun stöðvarinnar
í Landssímahúsinu mun meiri en á
áþekkum stöðvum út á landi og
•þetta auka álag getur hafað valdið
bilununum. En 8 símstöðvar af
sömu tegund og sú í Landsímahús-
inu eru notaðar hér á landi. Berg-
þór sagði að skipt hefði verið um
þær einingar í miðbæjarsímstöðinni
er væru frábrugnar þeim er væru
í hinum stöðvunum. Einnig hefði
verið reynt að framkalla bilun í
Múlaprófunarstöðinni en það hefði
ekki gengið. Taldi Bergþór að sú
tilraun hefði ekki heppnast vegna
þess að ekki hefði verið hægt að
líkja eftir því mikla álagi sem
símstöðin í Landssímahúsinu væri
stundum undir. En að mati Berg-
þórs koma veikleikar stöðvarinnar
fram þegar álag er mikið.
Berþór sagði að taka ætti upp
tvær 6érstakar skiptistöðvar fyrir
höfuðborgarsvæðið. Þessar stöðvar
eiga að minnka álagið á stafrænu-
stöðvarnar tvær á höfuðborgar-
svæðinu með því að sjá um að
miðla símnotendum út á landi í
aðrar símstöðvar. Stafrænustöðv-
arnar hafa séð um þetta hingað til
en það hefur m.a. orsakað að bilan-
ir í þeim hafa áhrif á númer sem
eru ekki á þeirra svæði. Nýju skipti-
stöðvarnar verða tvær til þess að
hægt verði að starfrækja eina ef
önnur bilar.