Morgunblaðið - 10.08.1991, Side 24

Morgunblaðið - 10.08.1991, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. AGLIST 1991 ATVINNU íþróttakennarar íþróttakennara vantar að Grunnskólanum, Hellu, næsta skólaár. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 98-75943 eða 98-75138 og formaður skólanefndar í síma 98-78452. Kópavogur Vantar starfskraft, stundvísan og samvisku- saman, til afgreiðslu á fatnaði. Reyklaus vinnu- staður. Vinnut. frá kl. 1 -6 eða skv. samkomulagi. Upplýsingar um nafn og símanúmer sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „K-14028" Hveragerðösbær Frá Grunnskólanum í Hveragerði Okkur vantar kennara til að kenna erlend tungumál. Upplýsingar meðal annars um kaup og kjör veita Guðjón Sigurðsson, skólastjóri, í síma 98-34195 eða 98-34950 og Pálína Snorra- dóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 98-34436. Laus staða Staða aðstoðarvarðstjóra í lögreglu Barða- strandarsýslu er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. október 1991. Umsóknarfrestur er til 8. september 1991. Sýslumaður Barðastrandarsýslu, 8. ágúst 1991. Stefán Skarphéðinsson. Hjúkrunarfræðingar! Hjúkrunarfræðing vantar á Heilsugæslustöð- ina á Þingeyri. Góð laun, góð aðstaða og gott húsnæði. Fastur læknir á staðnum. Upplýsingar í síma 94-8122 á heilsugæslu- stöðinni eða 94-8161 á hreppsskrifstofunni. Kennarar athugið Kennara vantar í Víðistaðaskóla, Hafnarfirði, í almenna kennslu, fullt starf. Einnig vantar forfallakennara vegna barnseignarleyfis. Æskilegt í báðum tilvikum að viðkomandi geti kennt stærðfr. í 8. og 9. bekk. Þá vant- ar einnig myndmenntakennara í hálft starf. Nánari uppiýsingar gefur skólastjóri í síma 52911 eða 651511 og skólaskrifstofa Hafn- arfjarðar í síma 53444. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. Kirkjubæjarklaustur Tónlistarskólinn á Kirkjubæjarklaustri auglýs- ir eftir skólastjóra. Við skólann er kennt á hljómborðshljóðfæri, gítar, blokkflautur, og málmblásturshljóðfæri auk tónfræðigreina. Nemendur skólans eru 30. Gott húsnæði er í boði. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist til skrifstofu Skaftár- hrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjar- klaustri Nánari upplýsingar veita Ari Agnarsson í síma 91-614613 og Bjarni Matthíasson í síma 98-74840. Morgunverður Viljum ráða starfsmann til starfa við morgun- verð. Vinnutími frá kl. 5.30-12.00. Vaktafyrirkomulag, unnið í fjóra daga og frí í tvo daga. Hentugt fyrir duglega reglusama snyrtilega konu eldri en 25 ára. Nánari upplýsingar veittar á staðnum. ►*< £ 1 ffi Bergstaðastræti37, sími25700. KAUPFÉLAG AUSTUR-SKAFTFELLINGA fiskiðjuver Fiskvinnslufólk Fiskiðjuver KASK, Höfn í Hornafirði, óskar eftir vönu starfsfólki til fiskvinnslustarfa nú þegar. Næg atvinna er í þoði. Fæði og húsnæði er á staðnum. Nánari upplýsingar í síma 97-81200 alla virka daga milli kl. 8 og 17. Fiskiðjuver KASK. ixl Laus staða Staða löglærðs fulltrúa við embætti sýslumanns Barðastrandarsýslu er laus til umsóknar. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir sendist undirrituðum, sem veitir allar upplýsingar um starfið, fyrir 1. september 1991. Sýslumaður Barðastrandarsýslu, 8. ágúst 1991. Stefán Skarphéðinsson. Heilsuhælið, Hveragerði Hjúkrunarfræðingar - sjúkrafiðar Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa. Annars vegar í vakta- vinnu og hins vegar til sérverkefna á sviði fræðslu- og stjórnunarstarfa. Mikilvægt að viðkomandi hafi áhuga á náttúrulækningum og heilbrigðisfræðslu. Starfsreynsla og fram- haldsmenntun æskileg. Heilsufæði og gott húsnæði á staðnum. Upplýsingar gefur Hrönn Jónsdóttir, hjúkrun- arforstjóri, alla virka daga nema mánudaga í síma 98-30322. KVOTI Kolakvóti - þorskkvóti Óskum eftir að kaupa þorsk- og kolakvóta þessa árs. Staðgreiðsla í boði eða skipti á öðrum tegundum. Upplýsingar í síma 94-2592 eða 91-678032. Steinbjörg hf. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Námsmenn erlendis athugið Sumarráðstefna SÍNE verður haldin í dag, laugardaginn 10. ágúst, kl. 14.00 í Stúdenta- kjallaranum v/Hringbraut. Sýnum samstöðu, mætum öll. Aðalfundarboð Vélbátaábyrgðarfélagið Grótta boðar til aðalfundar fyrir árið 1990 á Hótel Sögu (Þingstofa C) föstudaginn 16. ágúst og hefst fundurinn kl. 16.00. Venjuleg aðalfundarstöf. Stjórnin. AUGLYSINGAR BÚSETI HUSNÆÐISSAMVINNUFÉLAG Opið hús hjá Búseta hsf. Á morgun, sunnudaginn 11. ágúst, verður opið hús hjá Búseta hsf., frá kl. 13.00- 18.00, á Laufásvegi 17. Komdu við og kynntu þér starfsemi félags- ins. Búseti er nýr valkostur! Allir velkomnir. Starfsmenn Búseta hsf. TIL SÖLU Þingvallavatn Þessi sumarbústaður í landi Kárastaða er til sölu. Upplýsingar gefur Pétur Guðmundsson hrl. í síma 680900. í _ ; TILKYNNINGAR Sumarleyfi Endurskoðunarskrifstofa okkar verður lokuð vegna sumarleyfa frá mánudeginum 12. ágúst til mánudagsins 26. ágúst. Viðskiptavinum okkar bendum við á símsvara okkar og telefaxtæki. Þrep hf. - endurskoðun, Skipholti 50b, 105 Reykjavík, sími 680077, telefax 680281. FÉLAGSSTARF Akureyri - Akureyri Bæjarmálafundur verður haldinn í Kaupangi við Mýraveg, mánudag- inn 12. ágúst, kl. 20.30. Nefndarmenn og varamenn í nefndum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Norðurland eystra Sunnudaginn 11. ágúst kl. 15.00 verður haldinn stofnfundur Kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna á Norðurlandi eystra. Fundurinn verður haldinn í Kaupangi við Mýraveg, Akureyri. Sérstakur gestur fundarins verður Davíð Stefánsson, formaður SUS.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.