Morgunblaðið - 10.08.1991, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 10.08.1991, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. AGUST 1991 Rykkrokk ’91 ÁRLEGT Rykkrokk við Fellaskóla verður haldið í dag. Að þessu sinni taka tólf sveitir þátt í tónleikunum, en að auki verður barna- og fjölskylduskemmtun. Rykkrokk hefur verið haldið á vegum Fellahellis frá 1984, í fyrstu sem einskonar karnival, en síðan sem rokktónleikar ann- að hvert ár, sem helst voru ætl- aðir ó- eða líttþekktum rokksveit- um. Á síðasta ári var ákveðið að hafa tónleikana árlegan viðburð. Síðustu ár hefur Rás 2 sent út frá tónleikunum og gerir einnig núna. Að þessu sinni koma fram á Rykkrokki eftirfarandi sveitir í þessari röð, en tónleikarnir hefj- ast kl. 17.00 og þeim lýkur kl. 24.00: Synir Raspútfns, Tolstoy, Rotþró, Bleeding Volcano, Sor- oricide, Bootlegs, Bless, Ham, Vinir Dóra, Gildran, GCD og Júpi'ters. Fyrstu fjórar sveitirnar hafa haldið nokkra tónleika, en verða að teljast lítið þekktar, þó Bleeding Volcano hafi verið búin að vinna sér nafn sem Boneyard. Rotþró kemur frá Húsavík og sendi nýverið frá sér kassettuna Haltu kjaft, éttu skít, boraðu gat á Reykjavík, sem Erðanúmúsík gaf út. Sororicide, sem sigraði í Músíktilraunum Tónabæjar undir nafninu Infusoria, kemur fram með nýjum söngvara, en sveitin er að undirbúa sig fyrir upptökur á breiðskífu sem gefa á út fyrir jól. Bootlegs hefur ekki spilað mjög víða, en sveitin er að gera sig klára fyrir þátttöku í tónlist- arráðstefnunni CMS í Kaup- mannahöfn í næsta mánuði. Bless, sem sent hefur frá sér tvö lög á árinu, annað á vegum Skífunnar, hitt á ástralskri plötu, hyggst halda í hljóðver fljótlega til aðtaka upp „demó". Ham, tók fyrir skemmstu upp nokkur lög í hljóðveri með hmum nafntogaða upptökustjóra Roli Mosiman, en upptökurnar á að nota í kvikmynd Óskars Jónassonar Sódóma Reykjavík, hvar hljómsveitin kem- urfram undir nafninu Helia. Vinir Dóra átti drjúgan þátt í blús- disknum Blue lce, sem fengið hefur góðar viðtökur hér á landi og erlendis, en síðustu fregnir herma að sveitin hyggi á hljóð- versplötu fyrir jól. Lftið hefur borið á Gildrunni upp á síðkastið, en GCD verið á allra vörum, enda plata sveitarinnar, sem Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson leiða, lang söluhæsta plata landsins um þessar mundir. Af Júpíters er það að frétta að sveit- in vinnur nú að breiðskífu, sem koma á út í haust. Bootlegs Ham Bless GCD Sororicide. ÞAÐ VERÐUR FJÖR í KVÖLD ! §ffQómsoeitinSmeUir ogMagnarfi&jamason Smellir og Raggi Bjarna eru til alls líklegir í kvöld og flakka vítt og breytt um dægurlönd á leikandi léttum nótum. BREYTT OG BETRA DANSHÚS ! Aögangseyrir kr. 800,- Snyrtllegur klæönaftur. Oplö frá kl. 22 - 03. DANSHÚSIÐ GLÆSIBM SÍMI686220 Metsölublað á hverjum degi! LIFANDI TÓNLIST FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD GARÐATORGI 1, GARÐABÆ • SÍMI 657676 20 ára ■^U‘STaji staður blúsara! VITASTIG 3 SÍMI 623137 Blússveitin frábæra VINIR DÚRA & GESTIR M.a. kynnt efni af nýútkomnum CD BLUEICE sem verður til sölu við innganginn á sérstöku tönleikaverði kr. 1500,- (kostar kr. 1899,-) „HAPPY HOUR" kl. 22.30-23.30 Þar sem blúsfaraldurinn virðist síst i rénum og stemmingin í gærkvöldi var gífurleg þá mælum við með að fólk mæti tímanlega i kvöld. HVERJIR VERÐA GESTIR VINA DÓRA í KVÖLD? PÚLSINN STOPP! MOULIN ROUGE í KVÖLD Laugavegi 1 1 ó Opið frá kl. 23 - 03. Ath. Frítt inn til kl. 24. Miðaverð aðeins kr. 700.- Ath. Snyrtilegur klæðnaður OLI BLAÐASALI HELDUFt UPPIDAMPI OPIÐ FRÁ KL. 18-03 Munið hádegisbarinn laugardag og sunnudag!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.