Morgunblaðið - 18.08.1991, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.08.1991, Qupperneq 20
Mælingar á ósonlaginu með loftbelg Dikson Heisseyja Bjarnarey Syðri Straumfjörður Scoresbysunci Reykjavík ■moen Leirvík, AISLANDI eftir Elínu Pólmadóttur ÞYNNING ósonlagsins, sem verndar jörðina fyrir skaðlegum útfjólu- bláum geislum, hefur tvöfaldast á undanförnum áratug yfir megin- landi Evrópu í samanburði við næsta áratug á undan, segir í nýrri skýrslu vísindamanna undir forustu dr. John Pyle til veðurstofu- og umhverfisráðuneytis Bretlands. Segir hann að þetta geti verið upp- hafið að miklu hraðara ósontapi og bætir við: „Þetta veldur áhyggj- um um hvað muni gerast á norðurhveli." Guðmundur G. Bjarnason, eðlisfræðingur og sérfræðingur í háloftarannsóknum, sem þetta var borið undir, segir að þetta sé í samræmi við mælingar EPA (Environ- mental Protection Agency) í Bandaríkjunum. En í framhaldi af þessu muni á hausti komanda fara í gang viðamiklar mælingar á ósonlag- inu yfir Norður-Atlantshafssvæðinu á vegum Evrópuþjóða (The European Arctic Stratospheric Ozone Experiment), þar sem ísland verður einn aðaláherslustaðurinn. Eftir þær rannsóknir og greiningu á eldri mælingum ætti að fást betri innsýn í hvað hefur verið að gerast hér í háloftunum og möguleikar til þess að meta það, m.a. hvort ósonið er að minnka eða aukast. Við fengum Guðmund G. Bjarnason til þess að fræða okkur um það hvað sé títt í þessum efnum í framhaldi af viðtali sem við áttum við hann í árslok 1989. En því lauk á þeim ummælum hans að breytingarnar á þekkingu á ósonlag- inu sem umlykur jörðina séu svo örar að sérfræðingar megi hafa sig alla við að fylgjast með. riHKlðáÍHÉnBt uðmundur G. Bjarnason hefur und- anfarið ár haft aðstöðu á Raunvís- indastofnun Háskóla íslands, þar sem hann hefur verið að vinna að úrvinnslu á ósonmælingum sem gerðar hafa verið hér af Veðurstofu Islands allt frá 1957. Hann segir að nú sé í ráði að senda nýútskrifað- an eðlisfræðistúdent, Örnólf Rögn- valdsson, til Boulder í Bandaríkjun- um til þess að vinna frekar úr þess- um mælingum í þá veru að bera þær saman við útreikninga í tölvu- Ííkani með aðstoð öflugustu tölvu sem völ er á í heiminum (Cray- tölva). En í Boulder í Colorado er samstarfsstofnun 50 bandarískra háskóla um lofthjúpsrannsóknir og þar var Guðmundur sjálfur við nám í lofthjúpsfræðum. Vann þar m.a. með vís- indakonunni frægu Susan Solomon þegar hún' fyrst manna setti fram kenningu sem gat skýrt eyðingu ósonlags- ins eftir leiðangur á Suðurskautssvæðið á árinu 1986. Þar er ætl- unin að greina og túlka ósongögnin frá íslandi og bera niðurstöðurnar saman við tölvuvætt reiknilíkan um loft- hjúpinn. Hingað til hafa þessar ís- lensku ósonmælingar verið sendar í gagnabanka í Toronto, en ekki verið unnið úr þeim sérstaklega. Farið var í þessar rannsóknir í kjölfarið á fundi, sem efnt var til að frumkvæði þeirra Guðmundar og Þorsteins I. Sigfússonar, eðlis- fræðings og formanns Eðlisfræðifé- lags íslands, í Háskóla íslands vor- ið 1990 um rannsóknir á lofthjúpi jarðar yfir Islandi. Ráðstefnan svo og greiningin er á vegum Eðlis- fræðifélagsins. Var myndaður um verkefnið rannsóknahópur um óson, sem í eru dr. Þorsteinn I. Sigfússon eðlisfræðingur, dr. Þór Jakobsson veðurfræðingur, dr. Guðmundur G. Bjarnason eðlisfræðingur og Örn- Staðir í Evrópu þar sem athuganir verða gerðar á Ózonlaginu í vetur NORÐURSKAUT •Lindenberg Hohenpeissenberg OHP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.