Morgunblaðið - 18.08.1991, Page 23
a 83
22
fíHfffffl
;i t;
flUMMJS
mmBBram
fliQAJaMUOaOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR J8,.AGUST. 199J
JWtr|pitM$íM§>
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Arvakurh.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Umræður um EES í
Noregi
Það er fróðlegt fyrir okkur ís-
lendinga að fylgjast með
umræðum í Noregi um stöðu við-
ræðna EFTA-ríkjanna við Evrópu-
bandalagið um stofnun evrópsks
efnahagssvæðis. Morgunblaðið
birti í heild í fyrradag ræðu Eldrid
Nordbö, viðskiptaráðherra Nor-
egs, og í gær birtist hér í blaðinu
frásögn af þeim umræðum, sem
urðu á norska stórþinginu í kjölfar
ræðu ráðherrans. Umræðurnar
eru fróðlegar fyrir okkur, bæði
vegna efnis og að þær skyldu fara
fram á þessum tíma.
Megingagnrýni stjórnarand-
stöðunnar í Noregi á ríkisstjórnina
er efnislega hin sama og stjórnar-
andstaðan hér hefur haft uppi,
þ.e. að ríkisstjórnirEFTA-ríkjanna
hafí ofmetið niðurstöður ráðherra-
fundarins í Lúxemborg. Helzta
vörn norsku ríkisstjórnarinnar er
hin sama og þeirrar íslenzku að
vísa til yfirlýsingar formanns ráð-
herranefndar Evrópubandalags-
ins, utanríkisráðherra Lúxem-
borgar að fundinum loknum.
Einn þáttur í gagnrýni Kaci
Kullmann Five, formanns norska
hægri flokksins, er sérstaklega
umhugsunarverður. Hún sagði
m.a.: „Voru það fagleg vinnubrögð
stjórnmálamanna að fagna sigri?
Hlaut ekki slík hegðun að kalla
fram neikvæð viðbrögð meðal
EB-ríkja? Það ber því vitni, að
ríkisstjómina skorti hæfni til
sjálfsgagnrýni, þegar hún kveðst
ekki geta hafa brugðizt öðru vísi
við á þessu sviði. Forseti, ég er
þeirrar skoðunar, að norskra hags-
muna hefði verið bétur gætt, ef
fagnað hefði verið af hófsemi og
menn hefðu einbeitt kröftum
sínum að því að setja góðan samn-
ing á blað.“
Þetta eru efnisleg rök, sem eiga
fullan rétt á sér. En þessar umræð-
ur sýna, að skoðanir stjórnmála-
manna á þessum málum fara ekki
fyrst og fremst eftir því, hvar í
flokki þeir standa, heldur hvoru
megin þeir sitja við borðið. Kaci
Kullmann Five, formaður hægri
flokksins í Noregi gagnrýnir Gro
Harlem Brundtland, forsætisráð-
herra og leiðtoga Verkamanna-
flokksins í Noregi fyrir nákvæm-
lega sömu viðbrögð og komu frá
Davíð Oddssyni, forsætisráðherra
og formanni Sjálfstæðisflokksins,
sem taldi Lúxemborgarfundinn
mikinn sigur. Þau Kaci Kullmann
Five og Davíð Oddsson eiga áreið-
anlega meira sameiginlegt í stjóm-
málum en formaður Sjálfstæðis-
flokksins og leiðtogi norska
Verkamannaflokksins. En hin
síðarnefndu sitja sömu megin við
borðið og sjá stöðu þessara mála
þess vegna með svipuðum hætti.
Hins vegar eru formaður hægri
flokksins í Noregi og formenn
Framsóknarflokks og Alþýðu-
bandalags hér samheijar í gagn-
rýni á ríkisstjórnir landa sinna,
þótt þau eigi að öðru leyti ekki
mikla samleið í stjórnmálum.
Það er líka umhugsunarefni fyr-
ir okkur íslendinga, að norska
Stórþingið er kallað saman til sér-
staks fundar til þess að fjalla um
þetta mikilvæga mál. Hér er látið
duga, að ráðherrar og talsmenn
stjórnarandstöðu, ræðist við á
vettvangi Ijölmiðla. En fjölmiðlar
em ekki þjóðþing og á fjölmiðlum
sitja ekki kjörnir fulltrúar þjóðar-
innar. Umræður á Alþingi hafa
allt aðra og meiri þýðingu en
umræður í Ijölmiðlum.
Morgunblaðið hefur margsinnis
vakið athygli á því undanfarin ár
að vegna gjörbreyttra aðstæðna
og batnandi samgangna væri ekk-
ert því til fyrirstöðu að kalla Al-
þingi saman með eins til tveggja
daga fyrirvara til þess að fjalla
um mikilvæg mál. Þetta hafa m.a.
verið rök blaðsins fyrir því að af-
nema eigi rétt ríkisstjórna til útr
gáfu bráðabirgðalaga. Ríkisstjórn-
ir hveiju sinni virðast hafa til-
hneigingu til þess að senda Al-
þingi heim sem fyrst á vorin og
sýnast vilja losna við umræður þar
um veigamikil mál utan hins hefð-
bundna þingtíma. Þetta er röng
afstaða og hæfir ekki í lýðræðis-
þjóðfélagi.
Alþingi er hinn rétti vettvangur
til þess að ræða málefni þjóðarinn-
ar og þegar um mikivægustu mál-
efni er að tefla er full ástæða til
að kalla þingið saman, svo að
umræður geti farið þar fram með
eðlilegum hætti í augsýn alþjóðar.
Málefnaleg vinnubrögð Norð-
manna eiga að verða okkur hvatn-
ing til þess að fylgja fordæmi
þeirra og kalla þingið jafnan til
funar, þótt þinghlé sé, til þess að
ræða stærstu þjóðmál, þegar aug-
ljóst tilefni er til. Stjórnmálamenn
eiga ekki að vera hræddir við leik-
reglur lýðræðis og þingræðis. Auk
þess er eðlilegra, að umræður af
því tagi, sem fram fóru í norska
stórþinginu í liðinni viku fari fram
strax og tilefni er til, en verði
ekki teknar upp að nýju nokkrum
mánuðum síðar eins og tíðkast hér
hjá okkur. Það er nefnilega næsta
víst, að umræður af þessu tagi
eiga eftir að fara fram á Alþingi
en þá er tilefni þeirra löngu liðið.
1 Tfí ÞAÐ ER
JL I \J • betra að
vera lifandi heimsk-
ingi en dauð hetja,
segir sögupersóna í
skringilegri skáldsögu
Fay Weldons, The
Shrapnel Academy, sem fjallar um
hetjur og herfræði og er dæmisaga
af svipuðum toga og þegar Golding
skrifar um strákana og bófahasar
þeirra á vegum flugnahöfðingjans;
hvorttveggja ágætar sögur en þó
er efninu þrýst inní táknmyndina
með þó nokkru handafli og fyrir-
höfn. En samt með eftirminnilegum
árangri varpað ljósi á örlög manns-
ins og athafnir, en þó sérstök
áherzla lögð á dularfulla löngun
hans til að framkalla einhvers kon-
ar ragnarök, ekki með hvísli heldur
hávaða. Og þannig framkallar
skáldkonan dæmigerðan heimsendi
á heldur sakleysislegu sveitasetri í
Bretlandi en þar er víst ekki allt
sem sýnist. Stríðandi aðilar takast
á, bæði gestir og heimamenn, í
þessari sérkennilegu hernaðaraka-
demíu þarsem áherzla er lögð á að
kenna mönnum og innræta hernað-
arsögu og bardagalist. Að lokum
springur setrið í loft upp einsog
nærri má geta þarsem andstæð öfl
leika sér að eldi og enginn er óhult-
ur fyrir sannfæringu og fordómum
annarra. Það er semsagt lífið í hnot-
skurn; heimurinn okkar einsog
hann kemur höfundi dæmisögunnar
fyrir sjónir. Og enginn skyldi neita
þvi þetta er hvers manns heimur
HELGI
spjall
og hann kemur okkur
við einsog ástandið er
í æsispennandi fjör-
brotum gamals tíma
sem er að bisa við að
endurfæðast inní nýtt
umhverfi. En það er
sársaukafull endurfæðing og verður
kannski ekki annað eða meira en
einskonar endurtekning í nýju
gervi. í raun eru það hugmyndir
mannsins um sjálfan sig og um-
hverfi sitt sem eru að fljúga úr
gömlum púpum, en hugmyndir eiga
stutt líf fyrir höndum einsog hrað-
inn er orðinn og endast líklega ekki
öllu lengur nú á dögum en við-
kvæmir fiðrildavængir. I samræmi
við nýja tízku gætum við þá talað
um einnota hugmyndir og við vitum
mætavel slíkar hugmyndir eru ekki
margra fiðrilda virði. En skáldsaga
Weldons fjallar um gamlar hug-
myndir í nýjum búningi. Hemaðar-
hyggja hefur alltaf í för með sér
einhvern hvell.
Hvert er markmið skáldsögu ef
það er ekki sjálfskönnun, segir Fay
Weldon í dæmisögu sinni. Þarsem
ólíklegasta fólki er safnað saman á
einn stað í gömlu sveitasetri einsog
algengt er í sögum Agöthu Christie
svo það geti varpað ljósi hvert' á
annað og lýst upp annars heldur
afkimadökk hugarfylgsni manns-
ins. í þessu umhverfi Weldons bein-
ist athyglin að miklum herforingj-
um sögunnar en Agata Christie
fjallar um glæpi og morðingja eins-
og kunnugt er. Kannski er þetta
mynstur Weldons ekki tilviljun ein-
ber. Hún er að ýta undir sjálfsþekk-
ingu sem gæti væntanlega komið
okkur að notum í heimi sem dýrkar
eyðileggingaröfl. Smáathugasemd-
ir um Karlamagnús, Djengis Kahn,
Gústaf Adolf og Napóleon eru því
ekki útí bláinn. Gústaf Adolf vissi
tilaðmynda allt um styijaldir og
vopn en vantaði tilfinnanlega gott
stríð til að geta nýtt til fullnustu
sérþekkingu sína og hugmynda-
auðgi. Og þá fann hann bara upp
nýtt stríð, því það er rétt sem Wel-
don segir: Sá sem á hnetubijót er
ekki lengi að útvega sér hnetur.
Og það munaði ekki um það, stríðið
stóð yfir í þijátíu ár og skildi fátt
eftir annað en Mutter Courage á
eilífri baslgöngu sinni um berangur
mannsins, rústir og dauða.
Og svo náttúrulega Sögur her-
læknisins sem voru næringargott
andlegt fóður þegar ég var dreng-
ur.
Umhverfi persónanna í The
Shrapnel Academy er í stíl við efn-
ið og jafn fáránlegt og fjarri veru-
leikanum og lífið sjálft. En þá á ég
auðvitað við það líf sem okkur var
ætlað að lifa og innsiglað var undir
táknlegri litadýrð regnbogans. Ég
sagði táknlegri vegna þess svo virð-
ist sem okkur sé ekki ætlað að
höndla friðarbogann. En það verður
kannski þegar maðurinn endurfæð-
ist úr púpu dýrsins inní fyrirheit
guðs.
M.
(meira næsta sunnudag.)
OLAFUR G. EINARS-
son, menntamálaráð-
herra, skipaði fyrir
skömmu nýjan út-
varpsstjóra eftir að
Markús Örn Antonsson
sagði starfi sínu lausu
til þess að taka við
embætti borgarstjóra í Reykjavík. Augljóst
var af umræðum á opinberum vettvangi,
að mikill áhugi var á því, hver skipaður
yrði í embættið en hins vegar hefur minna
farið fyrir umræðum almennt um nauðsyn
þess að móta nýja fjölmiðlastefnu og þá
fyrst og fremst gagnvart ljósvakamiðlum.
Þó fer ekki á milli mála, að það verkefni
hlýtur að vera aðkallandi og eitt af því,
sem núverandi ríkisstjórn og þá fyrst og
fremst menntamálaráðherra, hljóta að ein-
beita sér að.
Hugmyndir, sem fram komu á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins um sölu Rásar
2 og þeir erfiðleikar, sem frambjóðendur
flokksins í landsbyggðarkjördæmum lentu
í vegna þeirra sýna glögglega, að stefnu-
mörkun á þessu sviði getur orðið umdeild
og valdið hörðum deilum. Á þingi Sam-
bands ungra Sjálfstæðismanna, sem stend-
ur um þessi helgi á ísafirði gaf Ólafur
G. Einarsson til kynna að hann væri
hlynntur hugmyndum um að gera Ríkisút-
varpið að almenningshlutafélagi. Sú yfir-
lýsing ráðherrans á vafalaust eftir að leiða
til töluverðra umræðna, en er jafnframt
vísbending um, að þessi málefni eru nú
komin á dagskrá.
Viðfangsefnin, sem staðið er frammi
fyrir eru áðallega þessi: í fyrsta lagi má
spyija, hvort rök séu fyrir því í ljósi þeirra
breytinga, sem orðið hafa í Ijósvakamiðlum
að halda áfram starfsemi Ríkisútvarpsins
í óbreyttu formi. Á að einkavæða RÚV?
Sumir segja t.d. að það eigi að leggja nið-
ur fréttaþjónustu Ríkisútvarpsins, þar sem
einkastöðvar sjái nú fyrir þeirri starfsemi
og þess vegna sé ástæðulaust að ríkið
haldi henni uppi. Aðrir spyija á móti, hvort
yfirleitt sé hægt að tala um nokkra frétta-
samkeppni af hálfu fijálsu útvarpsstöðv-
anna nema frá Stöð 2. í öðru lagi er
spurt, hvort sanngjamt sé að fjármagna
starfsemi Ríkisútvarpsins að verulegu leyti
með afnotagjöldum, sem öllum er gert
skylt að greiða, hvort sem þeir hafa áhuga
á þjónustu Ríkisútvarpsins eða ekki. í
þriðja lagi: er hægt að halda því fram með
rökum, að Ríkisútvarpið sé hlutdrægt í
pólitískum efnum? í fjórða lagi: hver er
reynslan af hinni fijálsu útvarps- og sjón-
varpsstarfsemi og er ástæða til að gera
breytingar á þeim starfsramma, sem þeim
stöðvum er settur?
Svo vill til, að svipaðar umræður fara
fram annars staðar og þá m.a. í Bretlandi
um stöðu BBC. Þess vegna er fróðlegt að
kynnast þeim viðhorfum, sem fram hafa
komið þar enda getur það orðið til þess
að skýra stöðu þessara mála hjá okkur
sjálfum. Innan brezka íhaldsflokksins hef-
ur sú gagnrýni lengi verið uppi, að BBC
væri hlutdrægt í stjórnmálum og drægi
taum Verkamannaflokksins í fréttum og;
fréttaskýringarþáttum. Jafnframt hafai
farið fram vaxandi umræður um það, hvort
einkavæðingin, sem hefur verið býsna.
víðtæk í Bretlandi á undanförnum árumi
ætti einnig að ná til BBC. Loks hafa farið1
fram þar í landi svipaðar umræður og hér'
um afnotagjaldið en þó er sá munur á,.
að BBC hefur ekki tekjur af auglýsingum.
Fyrir nokkrum mánuðum komu út tvö'
rit í Bretlandi, sem hafa að geyma umfjöll-
un um þessi mál. Ritin enygefin út á veg-
um aðila, sem tengjast íhaldsflokknum
brezka. Annars vegar er um að ræða rit
eftir mann að nafni Stephen Milligan, sem
verður einn af frambjóðendum flokksins í
næstu þingkosningum og á að baki starf'
bæði hjá virtum blöðum í Bretlandi og hjá
BBC. Rit hans er gefið út af „The Tory
Reform Group“, sem er vettvangur fyrir
umræður og stefnumörkun í stjórnmálum.
Ymsir af forystumönnum þessa hóps eru
meðal þekktustu stjórnmálamanna í Bret-
REYKJAVIKURBREF
Laugardagur 17. ágúst
landi nú og má þar nefna bæði Douglas
Hurd og Michael Heseltine. Hitt ritið, sem
hér verður vitnað til er eftir mann að nafni
Damian Green. Hann verður einnig í fram-
boði fyrir íhaldsflokkinn í næstu kosning-
um og á að baki starfí hjá BBC og öðrum
sjónvarpsstöðum í Bretlandi og brezka
dagblaðinu The Times. Rit hans er gefið
út af Centre for Policy Studies, en í báðum
tilvikum er tekið fram, að ritin lýsi skoðun-
um höfunda en ekki þeirra, sem að útgáf-
unni standa. Engu að síður er í þeim
merkileg málefnaleg umfjöllun, sem aug-
ljóslega á erindi í umræður um þessi mál-
efni hér og er raunar til fyrirmyndar að
sjá, hvernig staðið er að slíkum umræðum
af hálfu brezkra íhaldsmanna.
Veíheppn-
aður ríkis-
rekstur
FYRRNEFNDI
höfundurinn,
Stephen Milligan,
segir í upphafi rits
síns, að þrátt fyrir
alla þá gagnrýni,
sem beinzt hafi að BBC heima fyrir séu
þeir, sem ferðast hafa víða um heim sam-
mála um eitt: útvarps- og sjónvarpsstarf-
semi í Bretlandi sé með því bezta sem
þekkist í heiminum. Jafnframt kemst höf-
undur að þeirri niðurstöðu, að BBC hafði
öðlast traust og virðingu á alþjóðavett-
vangi vegna þess, að fyrirtækinu hafi tek-
izt að halda uppi hágæðaþjónustu án þess
að fórna pólitísku sjálfstæði sínu. í raun
og veru megi furðu gegna, að ríkisrekstur
hafi verið svo vel heppnaður en engu að
síður eigi íhaldsmenn að gera sér grein
fyrir því, að BBC sé mikilsverð þjóðareign,
sem njóti vinsælda meðal kjósenda og virð-
ingar um heim allan.
Síðan setur hinn brezki frétta- og stjórn-
málamaður fram þá staðhæfingu, að BBC
mundi ekki vegna betur í einkaeign og
spyr hvers vegna. Svör hans eru þessi:
gagnstætt því, sem almennt er um ríkis-
rekna starfsemi hafi BBC tekizt frábær-
lega vel að uppfylla þarfir viðskiptavina
sinna. I annan stað sé fyrirtækið fjármagn-
að með afnotagjöldum. Breyting á því fyr-
irkomulagi á þann veg, að fjármagna fyrir-
tækið með auglýsingum eða einhvers kon-
ar áskriftargjöldum mundi draga úr þeim
kostum, sem áhorfendur eigi nú völ á. í
þriðja lagi mundi einkavæðing BBC knýja
fyrirtækið í sama farveg og aðrar einka-
stöðvar að sýna efni í þeim tilgangi að ná
til sem flestra áhorfenda og ná sem mest-
um tekjum. Reynslan í Bandaríkjunum
sýni, að einkafyrirtæki í þessari grein bjóði
upp á svipað dagskrárefni, jafnvel þótt þau
séu fjölmörg. Á Italíu hafi helztu áhrif
fjölgunar einkastöðva verið þau að fjölga
þeim klámmyndum, sem völ væri á í sjón-
varpi. í Frakklandi hafi einkavæðing TF-1
sjónvarpsstöðvarinnar orðið til þess að
draga úr gæðum sjónvarpsefnis. Einka-
væðing mundi því einungis auka fjöl-
breytni á takmörkuðu sviði og draga úr
gæðum. í fjórða lagi mundi einkavæðing
gera brezka þinginu erfiðara um vik að
hafa áhrif á efni og gæði dagskrárefnis
BBC. Þrýstingur yrði á að draga úr eða
fella niður ýmiss konar þjónustu svo sem
útsendingu á trúarlegu efni en auka
skemmtiefni. Höfundur lýsir þeirri skoðun,
að á sama tíma og kröfur á hendur einka-
aðilum séu minnkaðar séu sterk rök fyrir
því að auka hágæðaefni i BBC.
í því sambandi nefnir Stephen Milligan
sérstaklega, að mikilvægur þáttur í starfi
BBC eigi að vera rétt notkun enskrar
tungu. Engin stofnun hafi meiri áhrif á
málið en BBC. Stofnunin eigi að vera til
fyrirmyndar í þeim efnum, ýta undir
menntun og menningu, gæði á öllum svið-
um en beijast gegn ofbeldi og rangri
málnotkun.
Höfundur gagnrýnir BBC fyrir eyðslu
og sóun á fjármunum og hefur orð á því,
að starfsmenn fyrirtækisins ferðist á dýr-
ustu fargjöldum og gisti á dýrustu hótel-
um. Hann gagnrýnir einnig viðleitni fyrir-
tækisins til þess að leggja undir sig allt
svið ljósvakamiðlunar í Bretlandi, hvort
sem um sé að ræða morgunsjónvarp eða
svæðisútvörp og telur, að fyrirtækið eigi
að einbeita sér að meginþáttunum í starf-
semi sinni. Hann nefnir nokkur atriði, sem
geti stuðlað að því, að BBC fari betur með
almannafé. Að BBC verði skuldbundið til
að kaupa ákveðinn hluta efnis frá sjálf-
stæðum framleiðendum. Að afnotagjöldin
verði takmörkuð með þeim hætti að hækka
þau ekki alltaf til jafns við verðbólgu. Að
hvetja fyrirtækið til þess að afla sér tekna
með öðrum hætti t.d. með viðtækari sölu
á eigin framleiðslu og hætta starfsemi, sem
hafi takmarkaða þýðingu, svo sem hljóm-
sveitarrekstur.
Stephen Milligan telur augljóst, að BBC
eigi að selja svæðisbundnar útvarpsstöðv-
ar, enda muni aðrir geta séð um þá starf-
semi en leggur jafnframt áherzlu á, að
fyrirtækið verði að þjóna öllum þjóðfélags-
þegnum, hvort sem þeir sækist eftir léttu
efni eða þungu, ella væru rökin fyrir af-
notagjaldinu ekki lengur til staðar.
Hvernig á
að fjár-
magna
BBC?
I SERSTÖKUM
kafla í ritinu fjallar
höfundur um Ijár-
mögnun á rekstri
BBC en hér á landi
hafa einmitt orðið
töluverðar umræð-
- ur um réttmæti
þess, að RÚV innheimti afnotagjöld af
öllum eftir að fijálsu útvarpsstöðvarnar
og Stöð 2 komu til sögunnar. Stephen
Milligan segir, að þijár leiðir. hafi verið
nefndar: að fjármagna BBC með auglýs-
ingum, að gera fyrirtækið að áskriftarsjón-
varpi eða að fjármagna það með almennri
skattlagningu.
Síðan segir höfundur, að auglýsingar í
BBC mundu óhjákvæmilega breyta dag-
skrárefni þess. Það yrði líkara dagskrá
einkastöðvanna í Bretlandi. Þess vegna
yrði þessi leið ekki til þess að auka fjöl-
breytni og val heldur auka einhæfni sjón-
varpsefnis eins og menn þekki í Banda-
ríkjunum. Hann spyr ennfremur, hvers
vegna eigi að breyta því kerfi, sem fram-
leiði sjónvarpsefni, sem sé nánast einstætt
að gæðum.
Þá er vikið að hugmyndinni um að gera
BBC að áskriftarsjónvarpi. Höfundur seg-
ir, að yrði þessi leið farin mundu hundruð
þúsunda áhorfenda, fyrst og fremst fátækt
fólk og gamalt, verða af dagskrá BBC en
aðrir yrðu að borga meira en þeir gera
nú. Loks telur hann fjármögnun BBC með
almennri skattlagningu leiða til þess að
ríkisstjórnir hveiju sinni hafi meiri áhrif á
fyrirtækið. Óbein áhrif pólitískra aðila yrðu
mikil og niðurstaðan yrði sú, að fyrirtækið
hefði minni fjármuni handa á milli en nú.
Niðurstaða Stephen Milligan er sú, að
þótt gagnrýna megi afnotagjaldið séu rök-
in gegn öðrum fjármögnunarleiðum enn
sterkari.
Fróðlegt er að kynnast umíjöllun höf-
undar um pólitíska hlutdrægni BBC. Hann
segir marga íhaldsmenn í Bretlandi telja
starfsmenn BBC vinstri sinnaða og að
þeir séu aðgangsharðari við ráðherra
Ihaidsflokksins en talsmenn Verkamanna-
flokksins. Hann bendir á, að slíkar deilur
hafí staðið um BBC frá 1927 og stundum
hafi stofnunin látið undan þrýstingi og
lotið lægst á fjórða áratugnum, þegar
Winston Churchill, sem þá var utanjgarðs-
maður í brezkum stjórnmálum og Ihalds-
flokknum, hafi verið neitað um aðgang
að útvarpi til þess að svara Neville Chamb-
erlain!
Kjarni málsins sé sá, að þegar fjallað
sé um stefnu ríkisstjórnar sé eðlilegt að
fjalla meira um vandamál, sem upp koma.
Það sé skylda fijálsra blaða og ljósvaka-
miðla að vekja athygli á vandamálum, sem
leiða af stefnu stjórnvalda. Ráðherrum
kunni að þykja þetta óþægilegt og þeir
vilji gjarnan horfa á langar sjónvarpsdag-
skrár um afrek sín en þetta sé hins vegar
nauðsynlegur þáttur í lýðræðisþjóðfélagi.
Morgu nblaðið/KG A
Jafnframt sé eðlilegt, að BBC fjalli meira
um stefnu og störf ríkisstjórnar en stjórn-
arandstöðu, hið fyrrnefnda sé einfaldlega
fréttnæmara.
Því má skjóta hér inni í, að á tímum
vinstri stjórna hafa trúnaðarmenn Sjálf-
stæðisflokksins stundum átt erfitt með að
skilja, hvers vegna ráðherrar vinstri
stjórna væru svo mikið í fréttum Morgun-
blaðsins. Skýringarnar og rökin fyrir því
eru nákvæmlega þau sömu og Stephen
Milligan færir hér fram varðandi brezka
íhaldsflokkinn og BBC.
Þá kemur fram í riti þessu, að mjög
margir áhorfendur telja BBC hlutdrægt í
stjórnmálum. í könnun, sem gerð var árið
1989 hafi 37% þeirra, sem spurðir voru,
verið þeirrar skoðunar. Þegar hins vegar
spurt var í þágu hvaða flokks kom í ljós,
að 27% töldu BBC fylgja íhaldsflokknum
að málum en 9% Verkamannaflokknum!
Lokaorð þessa frambjóðanda íhaldsflokks-
ins í næstu kosningum eru þau, að þrátt
fyrir margvislega athugasemdir við rekst-
ur BBC sé mikilvægt, að íhaldsflokkurinn
standi vörð um sjálfstæði þessarar stofn-
unar og berjist hart gegn tilraunum Verka-
mannaflokksins til þess að draga úr því
sjálfstæði. Ef íhaldsflokkurinn reyni að
hafa áhrif á rekstur BBC verði erfíðara
að standa gegn tilraunum Verkamanna-
flokksins til hins sama, þegar sá flokkur
sé við völd.
KJARNINN I TIL-
lögum hins höfund-
arins, sem nefndur
var hér að framan,
Daiman Green er
sá, að greiði eigi
afnotagjöldin í sér-
stakan sjóð, ekki
beint til BBC. Sérstakur aðili sjái síðan
um úthlutun þeirra og markmiðið sé að
halda uppi framleiðslu og útsendingu á
hágæða sjónvarpsefni. Megnið af því fjár-
magni mundi ganga til BBC enda væri
tilgangurinn meðal annars sá að varðveita
Afnota-
gjöldin í
sameigin-
legan sjóð
kjarnann úr starfsemi þess en þessi aðili
hefði einnig heimild til að úthluta hluta
afnotagjalda til annarra fyrirtækja í ljós-
vakamiðlun. Jafnframt eigi að hvetja BBC
til þess að afla tekna með öðrum hætti
og þá ekki sízt með sölu á dagskrárefni
um allan heim.
Höfuhdur segir tillögur sínar miða að
því að viðhalda BBC sem sterkri stofnun
nema eða þangað til aðrir aðilar geti óum-
deilanlega veitt þá þjónustu, sem BBC
veiti nú. Hins vegar megi leggja niður
ýmsa þætti í starfsemi BBC, svo sem svæð-
isbundnar útvarpsstöðvar og útvarp 1 og 2.
Sú staðreynd, að i bæklingum, sem
gefnir eru út af tveimur aðilum, sem tengj-
ast íhaldsflokknum brezka og ritaðir eru
af væntanlegum þingframbjóðendum
flokksins er ekki lagt til að einkavæða
BBC og ekki lagt til að leggja afnotagjöld
niður, vakti verulega athygli í Bretlandi
fyrir nokkrum mánuðum, þegar þessi rit
komu út.
Hér verður enginn dómur lagður á efni
þeirra en hins vegar er augljóst, að marg-
ar af þeim röksemdum, sem hér hefur
verið vitnað til eiga erindi í umræður hér
um stöðu Ríkisútvarpsins, fjármögnun
þess og samkeppnisstöðu gagnvart fijálsu
útvarpsstöðvunum og Stöð 2. Hér er þó
sá eðlismunur á, að í BBC eru engar aug-
lýsingar en bæði sjónvarp og hljóðvarp
RÚV byggja að verulegu leyti á auglýsing-
•um. Auglýsingar í RÚV, ásamt afnota-
gjöldunum, veldur því auðvitað, að sam-
keppnisstaða einkafyrirtækjanna er mjög
erfið og líklega er rekstrargrundvöllur út-
varpsstöðvanna svo takmarkaður að
óbreyttum aðstæðum, að ekki er hægt að
búast við miklum tilþrifum á þeim vett-
vangi.
Þess vegna m.a. er mjög brýnt, að öll
þessi mál verði tekin til nýrrar umfjöllunar
og að núverandi ríkistjórn og menntamála-
ráðherra hafí frumkvæði að nýrri stefnu-
mörkun á þessu sviði, sem byggir að hluta
til á fenginni reynslu hér og að nokkru á
athyglisverðum málefnalegum umræðum
í nálægum löndum, eins og þeim, sem hér
hefur verið vitnað til.
„Augljóst var af
umræðum á opin-
berum vettvangi,
að mikill áhugi
var á því, hver
skipaður yrði í
embættið en hins
vegar hefur
minna farið fyrir
umræðum al-
mennt um nauð-
syn þess að móta
nýja fjölmiðla-
stefnu og þá fyrst
og fremst gagn-
vart ljósvakamiðl-
um. Þó fer ekki á
milli mála, að það
verkefni hlýtur að
vera aðkallandi
og eitt af því, sem
núverandi ríkis-
stjórn og þá fyrst
og fremst
menntamálaráð-
herra, hljóta að
einbeita sér að.“