Morgunblaðið - 18.08.1991, Síða 24
JMfógmtMtifcifr
ATVINNURAD-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
ATVINNUAUGÍ YSINGA
Sendill óskast
Heilsuhraustur, sporléttur unglingur óskast
allan daginn í vetur á bókhald Morgunblaðsins.
Upplýsingar ekki í síma.
Bílamálarar
Óskum eftir að ráða bílamálara frá 1. sept.
Nánari upplýsingar í síma 685898.
Verkstjóri í sal
Fiskiðja Sauðárkróks hf. óskar eftir að ráða
salarverkstjóra frá 1. september 1991.
Umsókharfrestur er til 1. september.
Upplýsingar gefnar í síma 95-35207.
íþróttakennari
óskast
til starfa við grunnskóla Raufarhafnar.
Auk íþróttakennslu er gert ráð fyrir hús-
vörslu í félagsheimilinu og umsjón með
æskulýðsstarfi. Góð laun og húsnæði í boði.
Upplýsingar gefur Líney Helgadóttir í síma
96-51225.
Fræðslufulltrúi
Jafnréttisráðs
Laus er til umsóknar staða fræðslufulltrúa
Jafnréttisráðs. Starfið felur í sér ritstjórn
fréttabréfsins Vogarinnar og almenna
fræðslu á vegum ráðsins. Um er að ræða
tímabundna ráðningu til sex mánaða og þarf
viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.
Hlutastarf kemurtil greina. Háskólamenntun
áskilin.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, berist Jafnréttisráði, pósthólf
996, Reykjavík, fyrir 1. september nk.
í samræmi við ákvæði laga nr. 28/1991 um
jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla,
eru karlar jafnt sem konur, hvattir til að
sækja um.
Heilsugæslustöðin,
Húsavík
óskar að ráða hjúkrunarforstjóra til afleys-
inga í 1 ár frá. 1. september '91,
Einnig er laus staða hjúkrunarfræðings til
afleysinga í 1 árfrá 1. október '91 við heilsu-
gæslustöðina í Mývatnssveit.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í símum
96-41333 og 96-41855.
Heilsugæslustöðin, Húsavík.
Flakari
Vanan flakara vantar í hálfsdagsstarf til að
byrja með. Góð laun (samningsatriði).
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
1. september, merktar: „F - 12206“.
Matreiðslumaður
óskar eftir framtíðarstarfi
Umsjón og rekstur mötuneytis. Önnur störf
koma einnig til greina, þó helst ekki vaktir.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„M - 140“.
Fiskvinnslufólk
Vant fiskvinnslufólk vantar til starfa í frysti-
hús Fiskiðjunnar Dvergasteins hf., Seyðis-
firði.
Hafið samband við framkvæmdastjóra í síma
97-21400.
Listasafn íslands
Ræstitæknir
Starf ræstitæknis við Listasafn íslands er
laust til umsóknar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um starfs-
reynslu sendist Listasafninu í pósthólf 668,
121 Reykjavíkfyrir23. ágúst næstkomandi.
Bessastaðahreppur
Fóstrur
Krakkakot er leikskóli í Bessastaðahreppi á
Álftanesi, sem starfað hefur í eitt ár í nýju
húsnæði. Okkúr vantar leikskólastjóra og
fóstru sem fyrst.
Upplýsingar gefur Sigurður Valur, sveitar-
stjóri, í síma 653130 og Erla Thomsen, leik-
skólastjóri, í síma 651388.
Bókhald - fjármál
Vaxandi innflutnings- og verslunarfyrirtæki,
sem selur húsgögn, vantar starfsmann í
heilsdagsstarf til að sjá um bókhald og dag-
leg fjármál fyrirtækisins. Starfið býður upp á
sjálfstæði og ábyrgð, góða vinnuaðstöðu og
sanngjörn laun. Nauðsynlegt er að umsækj-
endur hafi reynslu af svipuðu starfi, séu sam-
viskusamir, geti unnið sjálfstætt, hafi hald-
góða menntun og geti vísað á góð meðmæli.
Þeir, sem uppfylla ofangreind skilyrði, eru
vinsamlega beðnir um að skila eiginhandar-
umsóknum til auglýsingadeildar Mbl. fyrir kl.
17.00 fimmtudaginn 22. ágúst, merktum:
„Sem fyrst - 3989“.
RAFSÓL.
Rafvirkjar
Okkur vantar rafvirkja til framtíðarstarfa.
Þarf að geta byrjað sem allra fyrst. Aðeins
vanir menn, sem geta unnið sjálfstaétt, koma
til greina.
Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl.
fyrir24. ágúst merktar: „Reyklaus- 14014“.
LANDSPÍTALINN
Hjúkrunarfræðingar athugið!
„5 daga deild“
Hjúkrunarfræðingar óskast á lyflækninga-
deild 11B sem er 21 sjúkrarúma deild, sem
lokuð er um helgar.
Um fullt starf eða hlutastarf getur verið að
ræða. Ýmiskonar vaktafyrirkomulag kemur
til greina. Mikið fræðslustarf er í gangi á
deildinni. Einstaklingshæfð aðlögun er í boði.
Umsóknarfrestur er til 1. september nk.
Upplýsingar gefur Anna Lilja Gunnarsdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 601290
og 601300.
Barnaspítali Hringsins
Hjúkrunarfræðingar!
Tvær stöður aðstoðardeildarstjóra eru lausar
til umsóknar nú þegar. Á barnadeild 3, 13E.
Deildin er handlækningadeild fyrir 13 börn á
aldrinum 21/2árs til 16 ára.
Á barnadeild 4, 13E. Deildin er ungbarna-
deild fyrir 12 börn. Ný uppgerðar deildir og
þægileg vinnuaðstaða. Góður aðlögunartími
með reyndum hjúkrunarfræðingi. Unnin er
3ja hver helgi. Ráðningartími fyrir báðar stöð-
urnar er til 31. júlí 1992.
Upplýsingar gefur Agnes Jóhannesdóttir,
sími 601035, Rannveig Björnsdóttir, sími
601030 og Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunar-
framkvæmdastjóri, sími 601033 eða 601300.
Rannsóknarstarf
Líffræðingur
- meinatæknir
Líffræðingur eða meinatæknir óskast um
óákveðinn tíma. Reynsla af sameindalíffræði
æskileg; ellegar í boði þjálfun á því sviði.
Viðfangsefni eru rannsóknir á krabbameini.
Upplýsingar gefa Valgarður Egilsson og Sig-
urður Ingvarsson, Rannsóknarstofu Háskól-
ans í meinafræði (frumulíffræðideild) sími
601905 og 601906.