Morgunblaðið - 18.08.1991, Qupperneq 29
_____ MORGUNEÍLAÐIÐ ATV1I\II\IA/RAÐ/SMÁ sunnudagur-is. ágúst 1991_'_
^VTVl MIIHWAÁ/GT ýsi^ig^ap
Vantar eldri konu
til að hugsa um okkur. Erum 9, 11 og 41
árs. Þarf að geta flutt til okkar.
Upplýsingar á morgnana s. 642224.
Kennara vantar
Kennara vantar að Skólaseli á Króksfjarðar-
nesi í Reykhólahreppi. Um er að ræða
kennslu 6-9 ára barna (samkennsla). Einbýl-
ishús og flutningsstyrkur í boði.
Nánari upplýsingar í símum 93-47794 og
47786.
Sveitarstjóri Reykhólahrepps.
Annast silkiprentun, skiltagerð og
bílmerkingar.
Starfskraftur óskast
Við óskum eftir að ráða starfsmann, helst
vanan silkiprentun. Aðeins duglegur starfs-
maður með framtíðarvinnu í huga kemur til
greina. Vinnuvika hjá okkur er 35 stundir á
viku og væntanlegur starfsmaður þarf að
geta unnið aukavinnu þegar svo ber við.
Upplýsingar sendist skriflega til Silkiprents
hf., Vagnhöfða 14, 112 Reykjavík.
Fyrirspurnum ekki svarað í síma.
Kona óskast
Kona óskast til starfa í raftækjaverslun í
Austurbænum. Ekki yngri en 30 ára.
Umsókn er greini aldur og fyrri störf sendist
auglýsingadeild Mbl. merkt: „K - 1026“. fyr-
ir föstudaginn 23. ágúst nk.
Gott fólk
AUGLÝSINGASTOFA
Gott fólk vantar
fleira gott fólk
Auglýsingastofan Gott fólk óskar eftir
drífandi fólki til að takast á við krefjandi og
skemmtileg verkefni.
Auglýsingahönnuður
Okkur vantar hugmyndaríkan vinnufélaga,
sem hefur reynslu af auglýsingagerð og
grafískri hönnun. Þarf að geta unnið sjálf-
stætt. Reynsla í hönnun með Macintosh
tölvu æskileg.
Viðskiptafulltrúi
Við leitum einnig að viðskiptafulltrúa til að
sjá um samskipti milli auglýsingastofunnar
og viðskiptavina, gerð markaðsáætlana og
annast verkefnastjórnun. Þarf að vera hug-
myndaríkur, geta sýnt frumkvæði og verið
góður í mannlegum samskiptum. Reynsla
æskileg.
Bókari
Óskum eftir bókara með reynslu í hálft starf
til að annast fjárhagsbókhald o.fl. Þarf að
geta hafið störf strax.
Ef þú hefur áhuga á að prófa eitthvað nýtt og
spennandi, sendu þá umsókn til auglýsinga-
deildar Mbl., merkta: „Gott fólk - 3991“.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnað-
armál.
Iþróttakennarar
íþróttakennara vantar að Þelamerkurskóla í
Z/3 stöðu.
Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 96-26555.
íþróttakennari
Laus er staða íþróttakennara við framhalds-
skólann í Austur-Skaftafellssýslu og Nesja-
skóla í Hornafirði. Mjög gott tækifæri fyrir
áhugasamt fólk.
Nánari upplýsingar veita Zophonías Torfa-
son, skólameistari, í síma 97-81176 eða
Kristín Gísladóttir, skólastjóri, í síma
97-81443.
Atvinnurekendur/starfsfóllc
Ég vinnfyrirykkur
Persónuleg ráðgjöf
og
ráðningarþjónusta.
Teitur lÁRUSSON -4r
STARFSMANNAÞJÓNUSTA hf.
HAFNARSTRÆTI20, VIÐ LÆKJARTORG, 101 REYKJAVÍK, SÍMI624550.
Kennarar
Kennara vantar að Steinsstaðaskóla í Skaga-
firði. Steinsstaðir eru 10 km (bundið slitlag)
frá hringvegi, hitaveita á svæðinu og 2 km
í næstu verslun. Sundlaug er við skólann.
Nemendum, sem eru um 50, er ekið dag-
lega. Hálfsdagsmötuneyti er í skólanum.
Húsnæði fyrir kennara er í nýjum einbýlishús-
um. Daggæsla. Ókeypis flutningur innan-
lands er í boði.
Upplýsingar veitir skólastjóri í síma
.95-38033, formaður skólanefndar í síma
95-38018, og oddviti í síma 95-38068 eða
95-38035.
Rafmagnstækni-
fræðingur
Óskum eftir að ráða rafmagnstæknifræðing
til starfa sem fyrst.
Starfið er fólgið í eftirfarandi:
1. Að geta tekið-við hönnuðu og teiknuðu
verkefni og annast efnisval og efnispant-
anir erlendis frá sem innanlands.
2. Hafa innsýn yfir framleiðslu og tilboðs-
verk og sjá um alla efnisútvegun.
3. Hafa yfirstjórn með birgðakerfi og öllu
lagerhaldi fyrirtækisins.
4. Hafa eftirlit með vörugæðum.
5. Hafa umsjón með afgreiðslu og pökkun
framleiðsluvara.
6. Þátttaka í vöruþróun og hönnun.
Nánari upplýsingar um starfið verða veittar
á skrifstofu Rafboða hf., Skeiðarási 3, 210
Garðabæ.
Umsóknir er greini frá aldri, menntun og fyrri
störfum, berist fyrir 24. ágúst 1991.
MSaFBOOÍ %
Skeiðarási 3,
210 Garðabæ.
Sími 52537, fax 652150.
Grunnskólinn á ísafirði
Kennarar
Enn eru lausar nokkrar kennarastöður við
Grunnskólann á ísafirði. Meðal kennslu-
greina: Tónmennt, raungreinar, sérkennsla,
kennsla í 2. bekk, tölvukennsla.
Upplýsingar veitir skólastjóri í símum
94-3044, 94-3146 (skólinn) og 94-4649
(heima).
Skólastjóri.
Launadeild
Opinber aðili í austurborginni óskar að ráða
starfskraft til almennra starfa í launadeild.
Starfið er laust strax. Viðkomandi þarf að
vera töluglöggur og nákvæmur og hafa góða
framkomu.
Laun samkv. samningum opinberra starfs-
manna.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar til 22. ágúst nk.
Gl JDNT TÓNSSON
RÁF> C | ö r ö RÁÐ N I N L.A R f | O N II STA
TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22
Húsvörður
Þjónustuíbúðir aldraðra,
Hraunbæ 103, Reykjavík
óska að ráða húsvörð til starfa sem fyrst.
Starfið felst m.a. í almennu eftirliti, sjá um
þrif, fylgjast með öryggiskerfi og skyld störf.
Leitað er að reglusömum og laghentum starfs-
manni (helst hjón) á aldrinum 45-55 ára.
67 fm íbúð fylgir starfinu. Laun samningsatriði.
Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðu-
blöð fást á skrifstofu Guðna Jónssonar,
Tjarnargötu 14, og skal umsóknum skilað
þangað fyrir 22. ágúst.
GudntTónsson
RÁÐCJÓF & RÁÐN I NCARÞIÓN USTA
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
REYKJALUNDUR
Viljum ráða starfsfólk til starfa í eftirfarandi
deildum Reykjalundar:
Hjúkrunardeildir
Lausar eru tvær hlutastöður hjúkrunarfræð-
inga.
Ennfremur vantar tvo hjúkrunarfræðinga á
fastar næturvaktir. Athugið að næturvaktir
eru greiddar með sérstökum álagsgreiðslum.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma
666200.
Heilsugæslustöð
Mosfellslæknisumdæmis
Viljum ráða hjúkrunarfræðing til starfa sem
fyrst.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri á heilsu-
gæslustöðinni í síma 666100.
Iðjuþjálfunardeild
Iðjuþjálfa vantar á iðjuþjálfunardeild Reykja-
lundar frá 1. september nk. Möguleiki á
barnaheimilisplássi á barnaheimili á staðnum.
Upplýsingargefur Ingibjörg Pétursdóttir, yfir-
iðjuþjálfi, í síma 666200-102.
Iðnaðardeildir
Við leitum að starfsmönnum til vélgæslu í\
röra- og filmudeild. Unnið er á þrískiptum
vöktum.
Upplýsingar veitir Gunnar Þórðarson, fram-
leiðslustjóri, í síma 666200-150.