Morgunblaðið - 18.08.1991, Side 38

Morgunblaðið - 18.08.1991, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM ’SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1991 KARLAR Karlagrobb Við kvenfólkið getum lært ýmislegt af körlum. Mér finnst til dæmis að konur mættu gjarnan vera jafn ánægðar og öruggar með sig og karlmenn. Eg á þó ekki við ein- hverja stráka- stæla eða karla- grobb því ég álít það ekkert sér- staklega að- dáunarvert að monta sig af kvennafari eða að slá um sig með ýktum veiði- eða viðskiptasögum, Það er hins vegar þetta ótrúlega sjálfs- traust þeirra sem ég tel öfunds- vert. Sjálfstraust sem ég held að þeir öðlist á uppvaxtarárun- um fremur en að það sé með- fætt. Ég fór fyrst að gefa þessu sjálfsöryggi karlmanna gaum þegar ég var með vikulegan spjallþátt í útvarpi fyrir nokkr- um árum. Þá komst ég að þvi að það var tvennt ólíkt að biðja karl eða konu um að koma í viðtal. Konurnar báru strax við klisjunni um að þær hefðu ekk- ert að segja, það væri svo margt fólk áhugaverðara en þær og svo framvegis. En jafnvel þótt þær væru að hugsa um að láta til leiðast þurftu þær langoftast umhugsunarfrest (til þess að ráðfæra sig við annað fólk?) áður en þær tóku ákvörðun. Viðbrögð karlanna voru yfir- leitt á allt annan veg. Ég hafði «-«>undum ekki lokið við að bera upp erindið þegar þeir sam- þykktu viðtalið. Þeir vildu bara fá upplýsingar um hvar og hve- nær þeir ættu að mæta, takk og bless. Ekkert vol og væl um að þeir væru svo hræðilega óspennandi viðmælendur og ættu ekkert erindi í útvarps- þátt. Og ekki þurftu þeir heldur að leita ráða hjá öðrum til þess að sannfærast um að þeir gætu spjarað sig. Þeir spurðu m.a.s. tæpast um hvað ég ætlaði eig- inlega að rabba við þá í eina og hálfa klukkustund í beinni útsendingu! Mér er tjáð að svipað sjálfs- traust komi einnig gjarnan fífem þegar karlar sækja um vinnu. Þeir krefjist mun hærri launa en konur — væntanlega af því að þeim finnst þeir verð- skulda þau — og þar að auki haldi það ekki endilega aftur af þeim þótt þeir uppfylli ekki öll þau skilyrði sem talin eru upp í atvinnuauglýsingunum. Það er kannski auglýst eftir viðskiptafræðingi en þrátt fyrir það senda menn með sam- vinnu- eða verslunarskólapróf inn umsókn, fullvissir um að þeir valdi starfinu þrátt fyrir prófleysið . . . Svona öryggi fleytir (karl)- mönnum langt. Oft alla leið inn 7fctlþingi eða í aðrar ábyrgðar- stöður. Það þarf ekkert að dekstra þá. Þeir stíga óum- beðnir fram, sannfærðir um eigið ágæti, og segja: „Hér er ég, sem bæði get og vil.“ Það er hins vegar vitanlega ekki sjálfgefið að þeir, sem hafa mesta sjálfstraustið, hafi líka mest til brunns að bera. Það er t.d. alls óvíst að þeir, sem eru áfjáðastir í að baða sig í sviðsljósinu, hafi eitthvað meira eða merkilegra að segja en aðrir. En það þýðir lítið að knarta yfir því þótt misvitrir karlar einoki aliar stöður og vaði uppi í fjölmiðlum. Hvernig á annað að vera á meðan eld- klárar konur sitja beima hjá sér og finnst þær ekki eiga er- indi á opinberan vettvang þar sem þær fundu hvorki upp hjólið né voru fyrstar til að setja fram afstæðiskenning- una? eftir Jónínu Leósdóttur VEITINGAR Fannst nafnið bara ágætt Ný veitingastofa var að opna í miðbænum. Opnaði raun- ar fyrir um mánuði síðan, en formleg opnun var í vikunni. Stofan heitir Lyst og List og er í Hlaðvarpanum neðst á Vestur- götunni. Morgunblaðið ræddi aðeins við matseljurnar, en þær kalla sig Lúlú og Ellu og vilja Matseljurnar þær Lúlú og Ella. Morgunblaðið/Árni Sæberg láta það duga. Þær voru inntar eftir því hvernig þetta nafn væri tilkomið og hvers lags veitinga- stofa þetta væri eiginlega. Það var Lúlú sem hafði orð fyrir þeim stöllum. „Nafnið er þannig til komið, að veitingastof- an er alveg hreint við hliðina á Listmarkaðinum hér í Hlaðvarp- anum og okkur þótti það vel við hæfi að kalla því staðinn okkar Lyst og List, því gestir okkar geta auk þess að snæða góðan mat, notið góðrar listar. Hvernig staður? Ja, við leggjum áherslu á létta rétti, alls konar mat. Við erum með rétti dagsins sem ganga bæði í hádegi og á kvöld- in. Vip opnum kiukkan ellefu og höfum opið svona eftir því hvað mikið er að gera. Kaffi og kökur eru og alltaf á boðstólum, allt heimalagað. Vínveitingaleyfí hafa þeir ekki viljað veita okkur, það vantar víst einhveija vaska og sturtur á staðinn.“ En hvernig hefur staðnum verið tekið? „Alveg ljómandi vel, sér- staklega í hádeginu, þá er oft mikið að gera. Salurinn hjá okk- ur tekur 35 til 40 manns í einu og ég hugsa að oft sé fullt hjá okkur. Kvöldin hafa hins vegar verið rólegri þó stígandi hafi verið að undanfömu. Þetta virð- ist henta fólki vel, léttir réttir, góðir og ódýrir,“ segir Lúlú. En er þetta hluti af starfsemi Hlaðvarpans? Lúlú segir nei. Við rekum þetta sjálfstætt og leggj- um mikinn metnað í að gera sem best. Haustferðirnar okkar eru til Newcastle. Fyrsta brottför 28. okt. Möguleiki á 4 og 5 daga ferðum. Verð: 4 daga ferð kr. 22.900 5 daga ferð kr. 24.900,-* Gist verður á Hotel Hospitaly Inn, County Hotel og Crest. Newcastle er frábær verslunarstaður. Þar eru margar stórverslanir, t.d. Eldon verslunarmiðstöðin að ógleymdri Metro, en Metro er stærsta verslunarmiðstöð í Evrópu. Newcastle er mikil menningarborg. Þar eru fallegustu leikhúsbyggingar sem um getur, óperuhúsið er engu líkt og allt þetta stendur opið fyrir ferðamanninn þegar hann kemur til Newcastle. * Stgr. verð miðað við 2 i herbergi Hafðu samband við sölumenn okkar strax. V Hipr FERÐASKRIFSTOFA BÆJARHRAUNI 10 • SÍMI 65 22 66 • FAX: 651160 TISKA Sævar Karl fyllti Perluna Sævar Karl Ólason klæðskeri og kaupmaður blés í vikunni til meiri háttar tískusýningar þar sem hann kynnti nýjustu vörurnar frá helstu viðskiptaaðilum sínum á er- lendri grundu. Ekkert minna en Perlan dugði sem vettvangur og sendir voru út 1.000 boðsmiðar, auk þess sem opinberlega var greint frá uppákomunni í fjölmiðlun með þeim hætti að allir sem óskuðu eftir að mæta máttu það. Og það vantaði ekki áhugann og fólk sem lagði af stað þremur kortérum áður en sýn- ingin skyldi hefjast lenti í biðröðum, fyrst eftir bílastæðum, síðan við dyrnar. Hvert horn, hver krókur og hver kimi var þéttskipaður og er Perlan þó mikið hús. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Sævar Karl reynist vera stórhuga, hann hefur áður staðið fyrir miklum uppákomum til handa viðskiptavin- um sínum, meðal annars tekið á leigu Gamlabíó og boðið sínu fólki til klassískra tónleika. Tískusýning- in þótti heppnast hið besta þótt all- ur gangur væri á því hversu vel gestir sáu það sem fram fór á svið- inu, en það skipti ekki öllu máli, því svona samkundur snúast ekki síður um það að sýna sig og sjá aðra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.