Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991 13 MorgunDiaoio/öjorn öionaai Við hina nýju upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í flugstöð Leifs Eiríkssonar. A myndinni eru fyrir framan borðið frá vinstri til hægri: Steindór Sigurðsson formaður ferðamálasamtaka Suðurnesja, María Guðmundsdóttir forstöðumaður upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Islandi og Jóhann D. Jónsson ferðamálafulltrúi Suðurnesja. Fyrir aftan borðið frá vinstri til hægri: Helga Guðjónsdóttir og Heiða Heiðarsdóttir starfsmenn upplýsingamiðstöðvarinnar. Leifsstöð: Opnuð upplýsingamið stöð fyrir ferðamenn Keflavík. OPNUÐ hefur verið upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði, en það hefur verið til margra ára baráttumál að sögn Steindórs Sigurðssonar formanns ferðamálasam- taka Suðurnesja. „Við opnuðum í byijun júlí og sú miðlun sem þar hefur átt sér stað sýnir og sannar að upplýsingamiðstöðin hefur svo sannarlega átt rétt á sér, ekki aðeins fyrir þetta svæði heldur allt landið,“ sagði Steindór Sigurðsson ennfremur. Jóhann D. Jónsson ferðamála- fulltrúi Suðumesja sagði að á milli 60-70 fyrirspurnir kæmu daglega og í ljós hefði komið að talsvert væri um að erlendir ferðamenn kæmu til landsins án þess að hafa skipulagt ferð sína fyrirfram. Þessu fólki væri veitt liðsinni við að finna gistingu við hæfi og upplýst hvað væri í boði fyrir ferðamenn sem ætluðu sér að ferðast um ísland. -BB Heiðarfjall: Stendur ekki til að leyna neinu - segir umhverfisráðherra í svar- bréfi til formanns Blaðamannaf élagsins EIÐUR Guðnason, umhverfisráðherra, segir það koma sér á óvart að formaður Blaðamannafélags Islands skuli kalla bréf það sem ráðherrann sendi landeigendum á Heiðarfjalli á dögunum aðför að frelsi fjölmiðla. Bréfið segir Eiður einungis hafa miðað að því að tryggja starfsmönnum ráðuneytisins vinnufrið á fjallinu. Þetta kem- ur fram i svarbréfi_ sem ráðherra sendi Lúðvík Geirssyni, formanni Blaðamannafélags Islands, á mánudag. I bréfinu segir ráðherra að umhverfisráðuneytið hafi ekki í hyggju að leyna einu né neinu og segir það álit sitt að mikilvægt sé að eiga gott samstarf við fjölmiðla. Jafnframt segir í bréfi Eiðs að á fundi ráðuneytismanna með land- eigendum fyrr í mánuðinum hafi komið fram að landeigendur hefðu boðið aðmírálnum á Keflavíkurflug- velli að senda fulltrúa sinn á vett- vang til að vera viðstaddur rann- sóknina, auk þess sem búast mætti við mörgum öðrum m. a. blaða- mönnum. Þessar aðstæður segir Eiður að vísindamennirnir hafi ekki treyst sér til að vinna við og því hafi hann sent landeigendum þau tilmæli að takmarkaður yrði að- gangur fólks að rannsóknasvæðinu. Ráðherra segir að þau tilmæli bein- ist alls ekki sérstaklega að blaða- mönnum. Tímarit í upplagskönnun Verslunarráðsins: Heimsmynd prent- uð í stærstu upplagi HEIMSMYND er prentuð í stærstu upplagi þeirra íslenskra tíma- rita, sem Verslunarráð íslands hefur upplagseftirlit með. Heims- mynd var að meðaltali prentuð í 9.163 eintökum á tímabilinu frá nóvember 1990 til júní í ár. Alls fylgist Verslunarráðið með upplagi 6 tímarita. Þjóðlíf er í öðru sæti hvað upplag snertir með 8.863 eintök og Æskan fylgir fast á eftir, en hún var að meðaltali prentuð í 8.606 eintökum á tímabilinu. Hin tímaritin sem Verslunarráðið hefur upplagseftirlit með eru Heilbrigðismál, sem var prentað í 7.650 eintökum á tímabil- inu, 3 T, sem prentað var í 6.360 eintökum og Uppeldi, en upplag þess var að meðaltali 7.250 eintök á fyrrgreindu tímabili. Auk tímaritanna fylgist Versiun- arráðið með upplagi nokkurra fréttablaða og kynningarrita, en samkvæmt tilkynningu frá Verslun- arráði íslands er Morgunblaðið eina dagblaðið sem nýtir sér þessa þjón- ustu þess. Heimskórinn: Tækifæri til að syngja með Pavarotti í vor FYRSTU æfingar íslandsdeildar heimskórsins svokallaða eða World Festval Choir fara fram um miðjan september. Söngfólk- ið mun æfa Requiem eftir Verdi fyrir tónleika í Globen tónlistar- höllinni í Stokkhólmi 11. apríl Leiðrétting- Síðastliðinn föstudag birtist í blaðinu grein um ellimisþyrmingar. Ætlunin var að gera myndina þann- ig úr garði að einstaklingar þekkt- ust ekki og yrðu ekki bendlaðir við greinina. Hinsvegar hefur komið í ljós að hægt er að greina aðila á myndinni sem um ræðir og er það miður því það var á alls engan hátt tengt þessu viðkvæma umfjöllunar- efni. Eru hlutaðeigandi beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. 1992. Meðal einsöngvara á tón- leikunum er Luciano Pavarotti. I heimskórnum eru um 3000 söngvarar víðsvegar að úr heimin- um. Þeir æfa fyrir tónleika í heima- löndum sínum en hitta aðra félaga í kórnum á tónleikum sem haldnir eru öðru hveiju í hinum ýmsu lönd- um. Þess er ekki krafist að söng- fólkið lesi nótur og engin raddpróf eru í kórinn. Þeir sem syngja í öðr- um kórum þurfa ekki að hætta til þess að taka þátt í kórstarfinu. Fyrstu tónleikarnir sem íslenska söngfólkinu gefst kostur á að taka þátt í fara fram í Globen tónlistar- höllinni í Stokkhólmi 11. apríl 1992. Þeim sem vilja verða með, áhuga- mönnum og atvinnufólki alls Staðar að af landinu, er bent á að hafa samband við Hafdísi Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra kórsins á ís- Iandi. íslendingum gefst kostur á að syngja með stórsöngvaranum Luciano Pavarotti 11. apríl á næsta ári. Siðferði og samfélagsgerð í íslendingasögum: Komið til varnar hetjunni - segir Vilhjálmur Árnason dósent NÝLEGA birtist í virtu bandarísku tímariti, Journal of English and Germanic Philology (J.E.G.P), grein eftir Vilhjálm Arnason dósent í heimspeki við Háskóla Islands sem nefnist „Morality and Social Structure in the Icelandic Sagas“ (Siðferði og samfélags- gerð í íslendingasögunum) þar sem Vilhjálmur gagnrýnir fyrri skrif um íslendingasögurnar og bendir á mikilvægi þess að um- ræða um þær taki tillit, bæði til félagslegra og siðferðilegra þátta. í samtali við Morgunblaðið sagði Vilhjálmur að þessi grein væri eins konar framhald af grein sem hann skrifaði í Tímarit Máls og Menningar árið 1985. „Mér var boðið á ráðstefnu í Salt Lake City í Bandaríkjunum þegar ég bjó þar í landi veturinn 1988-1989 og skömmu síðar til Viktoríuborg- ar á Vancouvereyju í Kanada á vegum Richard Beck stofnunar- innar. Þar flutti ég fyrirlestra sem greinin í J.E.G.P byggist á.“ I grein sinni gagmýnir Vil- hjálmur hefðbundnar aðferðir til að nálgast siðferði söguhetja ís- lendingasagnanna, þ.e. út frá trú- arbrögðum. Hann telur skila betri árangri að athuga samfélagsgerð- ina, þ.e. tengsl siðferðis og samfé- lagsgerðar. Á íslandi var samfé- lag án ríkisvalds þar sem ekkert tryggði öryggi þegnanna og því varð einstaklingurinn að reiða sig á ættingja, vini og bandamenn og leiða má rök að því að þetta endurspeglist í siðferðinu. „Hins vegar er hætt við að ef einblínt er á tengsl siðferðis við samfélagsgerð missi menn sjónar á siðferðinu og taki að sjá allt sem ópersónulegt félagslegt ferli,“ sagði Vilhjálmur. „Þegar rætt er um íslendingasögurnar má ekki gleyma hlutverki dyggðanna inn- an samfélagsins. Það má segja að í greininni sé komið hetjunni til varnar því að henni hefur verið sótt úr öllum áttum undanfarið. Af þeim sem telja að í sögunum megi finna gagnrýni á hetjuskapinn út frá kristilegu siðferði, af þeim sem lýsa hetjunum sem félagslega vanhæfum einstaklingum sem ógni röð og reglu og af þeim sem álíta að í sumum sögum sé verið að draga dár af hetjuskapnum." Vilhjálmur sagði að eftir sem áður væri óneitanlega til hetju- skapur í sögunum og yrði ekki útskýrður í burtu. „Hann er til Vilhjálmur Árnason vitnisburðar um sammannlegan siðferðilegan þátt í þeim. Síðan draga félagslegar aðstæður fram þessa mannkosti og láta reyna á þá á óvenjulegan hátt. í raun og veru eru átökin í íslendingasögun- um ekki á milli kristins og heiðins siðferðis heldur á milli hetjuhug- sjónarinnar með öllu tilheyrandi (sæmd, drengskapur og hefnd) og félagslegrar þarfar á að tryggja frið og reglu,“ sagði Vil- hjálmur Árnason. (fí RAFKNÚNAR DÆLUR 0,5 til 3,0 hp. Hringrásardælur, brunndælur, sjódælur úr kopar, neyslu- vatnsdælur með jöfnunarkút, djúpvatnsdælur og fleiri útfærslur, Úrvalsvara á ótrúlega lágu verði. LASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.