Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐHp, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚSI 1991 --,----------------------------:--í—i---- 7 Ágætt í Selá Hörður Óskarsson, umsjónar- maður sölu veiðileyfa í Selá, sagði í samtali við Morgunblaðið að Selá hefði nú gefið rúmlega 600 laxa og væri það vel viðunandi, sérstaklega vegna þess að reyndir Selármenn hefðu reiknað með því að niðursveifla myndi verða í veið- inni í sumar. Holl sem nýlega voru á neðra veiðisvæðinu fengu rúma 50 laxa og annað 36 laxa. Eitt til um 40 laxa. Veiðin hefur verið síst lakari á Leifsstaðasvæð- inu, efra svæðinu, þar sem veitt er á þrjár stangir. Nýlega var þar holl sem var komið með 22 laxa eftir tvo daga. Mikill lax var sagð- ur víða á svæðinu. Hörður sagði að brögð hefðu verið að því að neðri hluti árinnar „héldi ekki fiski“ eins vel og áður, eins og hann orðaði það. Gamlir og góðir veiðistaðir hefðu sumir lítið gefið þar eð laxinn virtist bruna í gegn og inn á efri svæði í ánni. Nefndi hann Langhyl, Bleikjupoll og einn frægasta veiðistað Selár, sjálfan Vaðhylinn. Það er mest smálax sem kemur á land um þessar mundir og sumt af því undirmáls- fiskur, 3 til 4 pund. „Það þykja tittir hér,“ sagði Hörður. Meira úr Leirvogsá Meira reyndist hafa veiðst í Leirvogsá heldur en fram kom í Morgunblaðinu um helgina. Guð- mundur í Leirvogstungu, formað- ur veiðifélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að þar væru nú komnir 270 laxar á land. Mikill fiskur er um alla á og reiknaði Guðmundur með þvi að áin færi ekki undir meðalveiði síðustu tíu ára. „Það er enn talsvert áf laxi að ganga, það komu til dærnis 13 laxar á land á mánudaginn og flestir þeirra voru grálúsugir," sagði Guðmundur. Hérogþar ... Það er farið að veiðast og veið- ast vel í Laxá í Dölum. Það vant- aði bara vatnið í ána. Morgunblað- ið sló á þráðinn til Árna Baldurs- sonar sem var að veiða í ánni í gær, hann var við annan mann og höfðu þeir fengið 15 laxa á einum og hálfum degi. Eitt hollið sem lauk sér af fyrir skömmu fékk 140 laxa. Lausleg talning bendir til þess að rúmlega 300 merktir laxar hafi veiðst í Laxá í Kjós í sumar. Eru það heimtur úr sleppingu 30.000 gönguseiða síðasta sumar og menn telja að mikið sé af hin- um merkta laxi í ánni. Margt af laxinum er smátt, 3 til 4 pund, þeir stærstu 5,5 pund, en þeir eru einnig til alveg niður í rúm 2 pund. Leigutakar árinnar vonast til þess að að minnsta kosti annað eins veiðist af merktu löxunum, en þess má geta, að í vikubyrjun -var heildarveiðin úr Laxá í Kjós og Bugðu komin i um 1.200 laxa. Markrnið sleppingarinnar á sínum tíma var að sjálfsögðu að auka veiðina í ánni og það hefur tek- ist. Án sleppingarinnar næmi veiðin aðeins um 900 löxum. gg Morgunblaðið/Róbert Schmidt Yrðlingur í hásæti Á hveiju vori fara grenjaskyttur af stað til að vinna greni. Tilgangur- inn með veiðunum er að halda refastofninum niðri að einhveiju leyti og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra við mannskepnuna. Á mynd- inni er lítill yrðlingur sem náðist úr greni í Arnarfirði. Því er ekki að neita að yrðlingar eru fallegir, sérstaklega svona litlir. R. Schmidt. Þjóðviljinn: Starfsfólki sagl upp störfum í TENGSLUM við greiðslustöðv- un Bjarka hf., útgáfufélags Þjóð- viljans, hefur öllu starfsfólki blaðsins, um 40 manns, verið sagt upp störfum. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í.gær var Bjarka hf. á mánu- dag veitt greiðslustöðvun til tveggja mánaða. Ætlun stjórnenda blaðsins er að endurskipuleggja rekstur þess, og afia um 2000 áskrifta til að tryggja áframhaldandi útgáfu. Að sögn Halls Páls Jonssonar, framkvæmdastjóra Þjóðviljans, hafa engar viðræður farið fram um mögu- lega sameiningu Tímans, Þjóðviljans og Alþýðublaðsins en hugmyndir hafa verið settar fram um það. „Sameining blaðanna er vissulega raunhæfur möguleiki, en hitt er ann- að mál að okkur er fremst í huga að ná fram áætlunum okkar um að tryggja blaðinu. starfsgrundvöll," sagði hann. Hallur sagðist persónu- lega ekki vera hlynntur sameiningu blaðanna eins og á stendur. Eldurvið ER SÚ GAMLA bensíndælu ORÐIN LÉLEG? LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um eld við bensíndælu á bensínstöð Skeljungs á Bústaða- vegi laust eftir miðnætti aðfara- nótt sl. þriðjudags. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði í bensíni á tveimur stöðum við eina bensíndæluna og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Að sögn lögreglu hefði stórslys geta hlotist af. Maður sem átti leið á bensínstöð- ina tilkynnti um eldinn sem hann sagði að tveir menn sem keypt höfðu bensín hefðu kveikt. Að sögn lögreglu kvaðst annar maðurinn, sá er valdur varð að eldinum, hafa ætlað að kveikja sér í vindlingi með kveikjara en misst hann niður á jörðina með þeim afleiðingum að það kviknaði í bensíni. Vantar þig nýja útihurð? Bjóðum glæsilegt úrval útihurða sem fara eldri húsum sérlega vel. Vandaðar hurðir byggðar á áratuga reynsiu okkar við framleiðslu útihurða fyrir íslenska veðráttu. Framleiðum aðeins alvöru útihurðir, útihurðir eru okkar sérgrein. Komdu við í sýningarsal okkar og skoðaðu úrvalið, þú verður ekki fyrir vonbrigðum. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíðum Moggans! HYGGINN VELUR HIKO-HURÐ HURÐAIÐJAN KÁRSNESBRAUT 98 - SÍMI43411 200 KÓPAVOGUR BÍLATORG BBTRIBÍLASALA NÓATÚN 2 - SÍMI621033 TOYOTA LANDCRUSER VX 1991 Gullsans., sjálfskiptur, sóllúga, dráttarbeisli. Ekinn 8 þús. km. FORD ECONOLINE 250 CLUBVAGON XLT1991 Hvítur, rafmagn í rúðum og læsingum, vél 351, sjálfskiptur, vökvastýri, sæti fyrir allt að 12 manns. Ekinn 6 þús. km. Verð 2.700.000,- Skipti. Afbragös sogstykki ná til ryksins, hvar sem er NILFISK er vönduö og tæknilega ósvikin vara, löngu landsþekkt fyrir frábæra eiginleika og dæmalausa endingu. Njóttu 3ja ára ábyrgðar op fullkominnar varahluta-og viðgeröarþjonustu okkar. Veröiö kemur þér þægilega á óvart, því NILFISK kostar aöeins frá kr. 20.450,- (19.420,- stgr.). JrQ nix HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420_ NILFISKj STERKA RYKSUGANl Öflugur mótor meö dæmalausa endingu. Kónísk slanga, létt og lipur. Stillanlegt sogafl á þægilegan hátt. 10 lítra poki og frábær ryksíun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.