Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 187. tbl. 79. árg.__________________________________MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Mannfall í umsátri um þinghús rússneska lýðveldisins: ENGIN MINNINGARORÐ - ERUM EKKIFALLNIR ENN - sagði Borís Jeltsín forseti rússneska sambandslýðveldisins í samtali í nótt >* Arás hrundið Mannfall varð er skriðdrekar réðust til atlögu við rússneska borgara er slegið höfðu skjaldborg um rússneska þing- húsið í miðborg Moskvu. Á stóru mynd- inni sjást stuðningsmenn Jeltsíns hefta för skriðdreka er stendur í ljósum log- um. Á innfelldu myndinni draga óbreyttir borgarar burt lík félaga síns. SOVÉSKIR bryndrekar lögðu til atlögu við víggirðingarn- ar umhverfis rússneska þjóðþingið í Moskvu klukkan 20 mínútur yfir tíu í gærkvöldi. Tíu mínútum síðar féll fyrsti maðurinn í skjaldborginni, sem slegið hefur verið utan um Borís Jeltsín, forseta Rússlands, og stuðningsmenn hans. Rauða hernum tókst að rjúfa fremstu varnarsveitir Jeltsíns áður en stillt var til friðar. Á meðan þessu fór fram sátu þingmenn Rússlands inni í þinginu og lögðu á ráðin um að skipa útlagastjórn, sem í fyrstu er ætlað að sitja í Leníngrad, en erlendis þegar klærnar verða hertar. Ostað- festar fregnir herma að Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna, sé í haldi í herstöð ásamt fjölskyldu. Vitað er að þrír menn krömdust til bana undir skriðdrekum þegar Rauði herinn reyndi að bijótast gegnum víggirðingu úr sporvögnum fyrir utan þinghúsið. Að minnsta kosti tuttugu þúsund Moskvubúar voru við þinghúsið þrátt fyrir út- göngubann sem sett var á í Moskvu í nótt. Mannfjöldinn varpaði bensín- Sprengjum að skriðdrekunum og stóðu þrír í björtu báli. Áhafnir þeirra gátu ekið þeim á brott en urðu að yfirgefa þá á götu skömmu síðar. Rauði herinn dró sig til baka eftir að menn með gjallarhom grát- bændu hann um að úthella ekki blóði samborgara sinna. Jeltsín kvaðst telja að símtöl sín við George Bush Bandaríkjaforseta og John Major, forsætisráðherra Bretlands, hefðu komið í veg fyrir að neyðamefndin blési til stórsóknar á þinghúsið. „Ekki skrifa minningar- orð um okkur strax. Við emm ekki fallnir enn,“ sagði Jeltsín í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í nótt. Þetta em fyrstu átökin, sem bijótast út eftir að harðlínu- kommúnistar steyptu Gorbatsjov aðfaranótt mánudags. í Leníngrad sátu andstæðingar áttmenninganefndarinnar í ráðhús- inu og hugðust eyða þar nóttinni. Víetsjeslav Sjerbakov aðstoðarborg- arstjóri bað borgarbúa á miðnætti að halda til ráðhússins og slá um það „skjaldborg af holdi og blóði“. Borgarráðsmenn vom sendir í eft- irlitsferðir út fyrir borgina og sneru aftur með þær fregnir að mörg þús- und hermenn á bandi valdaræningj- anna væru skammt fyrir utan borg- ina og byggjust til árásar. Anatólíj Sobtsjak, borgarstjóri Leníngrad, skoraði í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi á fólk að hunsa fyrirskip- anir neyðarnefndarinnar og líta á Jeltsín sem leiðtoga sinn. „Eg ætla ekki að leyfa fasistunum að fara um Leníngrad," sagði Sobtsjak. Gífurlegur mannflöldi mótmælti valdaráninu í tveimur stærstu borg- um Sovétríkjanna í gærdag, 150 þúsund manns í Moskvu og 250 þúsund manns í Leníngrad. Bush forseti hét Jeltsín stuðningi í símtali við hann í gær og sagðist styðja kröfu hans um að Gorbatsjov sneri aftur sem löglegur forseti Sov- étríkjanna. Bush kvaðst tvisvar hafa árangurslaust reynt að ná símasam- bandi við Gorbatsjov. Sjá einnig fréttir og greinar á blaðsíðum 2, 3, 12-21 og baksíðu og leiðara á miðopnu. Vígbúizt í þinghúsi Rússlands: HÖRÐ OG BLÓÐUG ANDSPYRNA - segir starfsmaður þing’sins í samtali við „ÉG sé skriðdreka á Minskíj-götu, Kalínín-götu og við bandaríska sendiráðið. Þeir eru komnir mjög nálægt, svo nálægt að ég heyri skothríðina. Þingmennirnir hafa ákveðið að fara út úr húsinu og reyna að stöðva þá. Stór hópur þingmanna ætiar að fara fyrir mannfjöldanum og mæta skriðdrekunum,“ sagði starfsmaður þing- manna Kristilega demókrataflokksins, Artjamov að nafni, í samtali við Morgunblað- ið um klukkan hálftvö í nótt að rússneskum tíma. Utvarpsstöð, sem rússnesk stjórn- völd starfrækja í þinghúsinu, greindi frá því í gærkvöldi, að sögn Olafs Egilssonar sendiherra íslands, að nokkrir þingmenn, sem gengu út á móts við hermennina, hefðu verið handteknir. Morgunblaðið náði símasambandi við þinghúsið rétt í þann mund er fyrstu fréttir bárust frá Moskvu uin að þrír borgarar hefðu verið drepnir fyrir utan bygginguná. Artjamov sagðist ekki hafa heyrt að neinn Blaðamaður Morgunblaðsins bað Artj- hefði fallið. „Ég veit bara að þijú skriðdreka- amov að líta út um gluggann og lýsa því, herfylki stefna á þinghúsið. Eg heyri skot- sem hann sæi. „Ég sé elda, blossa, urmul hríðina héðan. Þetta eru sérsveitir KGB.“ af fólki, fjölda götuvígja, mikið ... mikið Morgxtnblaðið af öllu. Og mikinn reyk,“ sagði hann. „Eg var að koma neðan af fyrstu hæð, úr anddyrinu. Þar er fólk að vígbúast. Menn eru að útbúa benzínsprengjur. Hermennirn- ir, sem veija bygginguna, liggja á gólfinu með skammbyssur og Kalasjníjkov-riffla og miða á dyrnar. Það eru byssumenn á hverri hæð. Andspyrnan verður mjög hörð og mjög blóðug." Artjamov sagðist engin vopn hafa sjálf- ur. „Ég hef aðeins gasgrímu. í gær hafði ég orðið mér úti um járnstöng, en í dag hef ég ekkert í höndunum. Það kemur í ljós hvoit ég þarf að beijast,“ sagði hann. Lyftur þinghússins hafa verið teknar úr sambandi að sögn Artjamovs til þess að innrásarmenn geti ekki notað þær. Menn Jeltsíns Rússlandsforseta hyggjast siðan veija hveija hæð fyrir sig, en þinghúsið er mjög hátt, um tuttugu hæðir. Það gæti því orðið erfitt fyrir þá, sem vilja ná til Jeltsíns, að bijóta sér leið upp á efstu hæðirnar. Artjamov sagði að tugir þúsunda al- mennra borgara væru við húsið. „Ég má því miður ekki vera að því að tala við þig. Ég verð að fylgja þingmönnunum út á torg- ið. Yfirmaður minn er þarna úti með gjallar- horn og reynir að koma skipulagi á manngrúann. Hver og einn einasti í mann- þrönginni er tilbúinn að beijast við skrið- drekana. Þeir, sem ekki eru reiðubúnir að beijast, komu ekki hingað. Allir vita hvað þeir eru að gera, til hvers þeir komu hingað.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.