Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 40
ien liuuu
| NVAO I MCm3A
1 )iovna 1 VINBÐVIN
UNIX
FRAMTÍÐARINNAR
HEITIR:
IBMAIX
MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Hluthafafund-
ur fellir tillögu
um sameiningu
Breiðdalsvík, frá Birgi Ármannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
HLUTHAFAFUNDUR í Hraðfrystihúsi Stöðvarfjarðar felldi í gær til-
lögu stjórnar fyrirtækisins ura sameiningu við Hraðfrystihús Breiðdæl-
inga. Tillagan fékk 7.706 atkvæði af 12.846 sem mætt var fyrir á fund-
inum en til að hún öðlaðist gildi þurfti tvo þriðju atkvæða. Úrslitum
í atkvæðagreiðslunni réð andstaða meirihluta hreppsnefndar Stöðvar-
hrepps við sameininguna, en hreppurinn á 28% í fyrirtækinu. Eftir að
úrslit atkvæðagreiðslunnar á hluthafafundinum lágu fyrir sagði Svavar
Uprsteinsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Breiðdælinga, að með
pessu hefði endi verið bundinn á tilraunir til að sameina fyrirtækin.
Jónas Ragnarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar,
sagði að nú þyrftu fyrirtækin iivort um sig að leita leiða til að bæta
stöðu sína og í undirbúningi væri hjá Hraðfrystihúsi Stöðvarfjarðar
að setja hlutabréf I fyrirtækinu á markað í því skyni.
Að undanförnu hafa staðið yfir
viðræður um sameiningu milli hrað-
frystihúsanna á Breiðdalsvík og
Stöðvarfírði og í gær var fjallað um
tillögur þar að lútandi á hluthafa-
fundum í fyrirtækjunum. Fyrirfram
var vitað að meiri andstaða væri við
^^^yneininguna meðal hluthafa Hrað-
frystihúss Stövðarfjarðar og var því
hluthafafundurinn þar haldinn á und-
an.
Á þeim fundi mæltu fyrir tillögu
um sameiningu þeir Hafþór Guð-
mundsson, stjórnarformaður fyrir-
tækisins, og Jóhannes Pálsson, sem
sæti á í stjórnum beggja fyrirtækj-
anna. Jafnframt talaði fyrir samein-
ingunni Guðmundur Malmquist, for-
stjóri Byggðastofnunar, en hluta-
fjársjóður stofnunarinnar á 25% í
Hraðfrystihúsi Stöðvarfjarðar en
tæplega 50% í Hraðfrystihúsi Breið-
dælinga.
ima hætti og oft áður en vandanum
i.iætti mæta með sameiningu fyrir-
tækjanna.
Guðmundur Malmquist lýsti því
yfir 'að hann teldi mikinn ávinning
fyrir þessi byggðarlög af sameiningu
fyrirtækjanna.
Á fundinum komu fram andstöðu-
raddir frá ýmsum smærri hluthöfum,
m.a. vegna þess að Hraðfrystihús
Stöðvarfjarðar stæði vel eins og
rekstri þess væri háttað í dag og því
væri ekki þörf á sameiningu. Jafn-
framt að ef af sameiningu yrði
myndu aðilar utan sveitarfélagsins
verða of áhrifamiklir í fyrirtækinu.
Jafnframt kom fram að meirihluti
hreppsnefndar var andvígur samein-
ingunni.
Sjá einnig tcikningu B3.
Morgunblaoio/E,inar ralur
Snyrtí Vetrargarðinum
Þessi blómarós var að snyrta trén í Yetrargarðinum í Perlunni á
Öskjuhlíð þegar ljósmyndari átt leið þar um íýrir skemmstu.
Lögbrot að
nota Fram-
kvæmdasjóð
sem lána-
stofnun
DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra
segir að ekki leiki vafi á að útlán
úr Framkvæmdasjóði íslands til
einstakra fyrirtækja á undanförn-
um árum hafi verið lögleysa eftir
að lögum um starfsemi sjóðsins
var breytt árið 1985. Þórður Frið-
jónsson, stjórnarformaður Fram-
kvæmdasjóðs, segir að heimildir
fyrir þessum lánveitingum hafi
komið frá ríkisstjórn og Alþingi
hveiju sinni.
„Lögunum var breytt og þá átti
Framkvæmdasjóður eingöngu að
hafa milligöngu um lántöku fyrir
opinbera sjóði en ekki að vera notað-
ur sem lánastofnun. Ég held að það
leiki ekki vafí á að það var lögbrot,"
sagði Davið í samtali við Morgun-
blaðið.
Þórður Friðjónsson sagði að stjóm
Framkvæmdasjóðs hefði talið sig
hafa fullar heimildir til þeirra lánveit-
inga, sem hún hefði veitt, þar sem
þær hafi byggt á lánsheimildum, sem
Alþingi hafi veitt í fjárlögum og með
lánsfjárlögum. „Jafnframt hefur
stjórnin verið að framfylgja stefnu
stjórnvalda hveiju sinni. Eg er hins
vegar ekki lögfróður um hvernig eigi
að túlka þetta atriði en heimildimar
fyrir þessum lánveitingum hafa kom-
ið frá ríkisstjórn og Alþingi hveiju
sinni,“ sagði Þórður.
íslenski sendiherrann vitni að atburðunum í nágrenni þinghúss Rússlands:
Hraðfrystihúsin á Stöðvarfirði
og Breiðdalsvík:
Davíð Oddsson
forsætisráðherra:
Hafþór Guðmundsson sagði að
með sameiningunni mætti m.a. ná
'’ífam hagræðingu í rekstri, meiri
verkaskiptingu í vinnslunni, auknum
möguleikum á opinberri fyrirgreiðslu
og þar með möguleikum á meiri
kvóta.
Jóhannes Pálsson sagði að útlit
væri fyrir eifiðleika í atvinnugrein-
inni. Ljóst væri að hið opinbera
myndi ekki koma til hjálpar með
Hróp mannfjöldans bárust
sem svar við vélbyssugelti
Leifar af
fellibyl
-tál Islands
LEIFAR af fellibylnum Bob
munu væntanlega ganga yfir
landið um miðjan dag á morg-
un með sjö til átta vindstigum
og suðaustan rigningu. Á Veð-
urstofunni fengust þær upp-
lýsingar að einungis væri um
að ræða afgangsorku úr felli-
bylnum. Hingað kominn yrði
hann því lítilfjörlegur og ekki
um raunverulegan fellibyl að
ræða.
CV
Fellibylurinn Bob hefur
undanfarna daga gengið _ yfir
Kanada og Nýfundnaland. í dag
mun hann halda áfram út á
Atlantshaf og næstu nótt vænt-
anlega ganga inn í lægð á Græn-
landshafi. Búast má við að lægð-
in hér á landi á morgun verði
ívið veikari en lægðin sem gekk
yfir fyrir nokkrum dögum.
Forsætisráðherra íhugar stuðning ríkisstjórnar við Jeltsín
„VIÐ heyrðum vélbyssugelt frá skriðdrekunum og sáum eldglæringar
í myrkrinu, en hróp mannfjöldans bárust í átt frá þinghúsinu eins og
andsvar við þessu. Um tíu mínútum siðar heyrðist aftur skothríð, nær
húsinu, og óp fólksins sem þar var saman komið.“ Olafur Egilsson
sendiherra Islands í Moskvu lýsir á þennan hátt því sem hann varð
vitni að á göngu sinni nærri þinghúsi Rússlands í gærkvöldi. Davíð
Oddsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórn Islands líti svo á að
Míkhaíl Gorbatsjov sé enn réttkjörinn forseti Sovétríkjanna. Hann
segir jafnframt vel koma til álita að ríkisstjórnin lýsi yfir stuðningi
við Borís Jeitsín Rússlandsforseta.
Davíð Oddsson segir að síðar verði
að meta stöðu þeirra sem hrifsað
hafi völd, almenningur virðist ekki
hlýðnast fyrirmælum nýju stjórnend-
anna. Davíð kveðst persónulega afar
ánægður með framgöngu Jeltsíns
og telja hana aðdáunarverða. „Mér
fínnst eðlilegt að sýna honum allan
þann stuðning sem mögulegt er, en
hlýt að ræða það innan ríkisstjórnar-
innar," segir Davíð.
Utanríkisráðherrar Norðurland-
anna gáfu eftir fund sinn í Dan-
mörku í gær út yfirlýsingu um þróun
mála í Sovétríkjunum. Hún er mun
vægari en yfirlýsing íslensku ríkis-
stjórnarinnar frá því í fyrradag.
Fram kemur í fréttaskeytum að
Finnar hafi komið í veg fyrir harka-
legra orðalag á þeim forsendum að
þeir óttist að styggja nágranna sína
í austri.
Ólafur Egilsson segir að sendiráði
Islands í Moskvu hafi um sexleytið
í gærkvöld borist símhringing frá
utanríkisráðuneyti Rússlands. Emb-
ættismaður þar hafi sagt frá því að
rússneskum leiðtogum hefðu verið
settir úrslitakostir, innan fáeinna
mínútna yrði þinghús lýðveldisins
tekið herskildi. „Það gerðist ekki á
þessum tíma, en við höfum enga
ástæðu til að ætla annað en þetta
hafi verið trú manna í ráðuneytinu.
Þeir eru i þröngri stöðu og verða
að draga ályktanir af þeim upplýs-
ingum sem berast," segir Ólafur.
Ólafur segir að útsendingar rússn-
esks útvarps úr þinghúsi iýðveldisins
hafi hætt undir ellefu í gærkvöld,
um það leyti sem hann fór út að
kanna hvernig ástatt væri á götum
í miðborg Moskvu ásamt Stefáni L.
Stefánssyni sendiráðsritara og
Gunnari Ragnars. Aðeins hafi náðst
fréttir hins opinbera Moskvuútvarps
eftir þetta.
Ólafur segir að fram undir mið-
nætti hafi ríkt stilling meðal þeirra
þúsunda sem safnast höfðu saman
framan við þinghús Rússlands. Göt-
um sem liggja að húsinu hafi verið
lokað með bílum, vinnuvélum, stein-
hlunkum og virnetum. Fólk hafi ver-
ið þar alls staðar inn á milli og ein-
sýnt að ekki yrði komist hjá blóð-
baði ryddust sovéskir skriðdrekar
að þinghúsinu. Fólk hafi ornað sér
við elda á götunum, menn með gjall-
arhorn hafi gengið um og margir
virst slæptir eftir langa vist í regn-
inu.
„Við heyrðum mikinn gný á mið-
nætti og sáum skriðdrekaröð koma
niður Tsjajkovskíj-götu þar sem
bandaríska sendiráðið stendur," seg-
ir Ólafur. „Þetta voru vart færri en
tuttugu drekar sem fóru geyst og
námu ekki staðar fyrr en við gatna-
mót Kaliríina-breiðgötunnar sem
liggur að þinghúsi Rússlands. Þar
skutu þeir nokkrum sinnum, í átt
frá þinghúsinu, til viðvörunar að því
er virtist.
Við heyrðum hróp mannfjöldans,
líkt og andsvar við vélbyssugeltinu.
Um tíu mínútum síðar virtust sov-
ésku skriðdrekarnir hafa brotist
gegnum götuvirki inn á Kalinina-
breiðstrætið sem liggur að þinghúsi
Rússlands. Vélbyssuskothríð heyrð-
ist á ný og óp fólksins sem vildi
veija þing sitt.“
Sjá fréttir af íslendingum í
Sovétríkjunum á bls. 3.