Morgunblaðið - 21.08.1991, Síða 30

Morgunblaðið - 21.08.1991, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991 * Einar Olafsson - Kveðjuorð Fæddur 1. maí 1896 Dáinn 15. júlí 1991 Mikill merkismaður hefur nýlega kvatt okkur eftir langan og giftu- dtjúgan starfsdag. Hann fæddist 1. maí 1896 j Flekkudal í Kjós, sonur hjónanna Ólafs Einarssonar bónda í Flekkudal og konu hans Sigríðar Guðnadóttur frá Eyjum í Kjós. Þau voru bæði af traustu bændafólki í Kjós komin, en auður var lítili í garði er þau hófu búskap árið 1895. En í þéssari ætt bjó óvenjulgt þrek og miklir hæfileikar og má benda á að sá merki maður Björn Eysteinsson, afi Halldórs Pálssonar búnaðarmála- stjóra og Ólafur í Flekkudal, faðir Einars, voru bræðrasynir. Þá var sr. Guðmundur prófastur á Mosfelli í Grímsnesi föðurbróðir Einars og sr. Magnús Guðmundsson prestur í Ól- afsvík, og Einar sem varð þjóðsagna- persóna í lifanda lífi vegna kunnáttu sinnar í vélfræði og Einar voru systk- inabörn. í Flekkudal var lífsbaráttan frekar hörð á uppvaxtarárum Einars. Böm- in urðu 7, öll tápmikil og vel gefin, en þar voru ekki ástæður til að leita sér mennta, enda margir þröskuldar í yegi til að komast á menntabraut- i_na, þó að námsgáfur væru ágætar. Ólafur, faðir Einars stundaði sjó- róðra á vetrar- og vorvertíðum í yfir 20 ár, ýmist á opnum bátum eða þilskipum. Á meðan varð konan og börnin oftast að sjá ein um bústörfin heima fyrir. Ólafur átti einnig við nokkurt heilsuleysi að stríða, en þó var alltaf nóg að borða í Flekkudal og með góðri samhjálp og fórnarlund fjölskyldunnar urðu þessi systkini sterkur stofn og afbragðs þjóðfélags- þegnar. Enginn barnaskóli var í Kjósinni á þessum árum en þó hlaut Einar verulega leiðsögn í barnafræðslu, m.a. hjá skólagenginni nágranna- konu, og svo gekk hann einn vetur í barnaskólann í Mýrarhúsum á Sel- tjamamesi og eftir fermingu var hann einnig í kvöldskóla í Mýrarhús- um og lærði þar nokkuð í ensku, dönsku og reikningi. Þessi skóla- ganga varð Einari mjög gagnleg síð- ar á ævinni, þegar á hann hlóðust vandasöm félagsmálastörf. En skóla- gangan varð ekki lengri, því að heim- ilið þurfti á honum að halda til þess að styðja yngri systkini hans í upp- vexti þeirra og foreldranna, sem höfðu ekki of góða heilsu. Einar var ekki nema 17 ára þegar hann fór í atvinnuleit til Reykjavíkur og fékk hann vinnuá Eyrinni og vann þar mest við uppskipun. Allir peningar sem hann aflaði umfram það nauð- synlegasta til lífsviðurværis lét hann ganga óskipt til búsins. Þegar Einar var 19 ára fékk hann skipsrúm á togara en það var svo umsetið að einungis miklir dugnaðarmenn kom- ust í þá vinnu. Einar stóðst það próf að verða hlutgengur togarasjómaður og var hann á togurum meira og minna í 10 ár, en þá urðu mikil þátta- skil í lífi hans. Þann 19. júní 1925 kvæntist Elnar heitkonu sinni Bertu Sveinsdóttur frá Lækjarhvammi í Reykjavík og tóku þau Einar og Berta við búinu þetta sama vor og bjuggu þar rausnarbúi í 40 ár eða til ársins 1965. Þá var býlið í Lækjar- hvammi lagt niður sem bújörð og er nú fyrir nokkrum áratugum full- t ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR , frá Hnifsdal er látin. Fyrir hönd aðstandenda, Þórhallur Már Sigmundsson. t Ástkaer eiginkona mín og móðir okkar, FANNEY JÓNASDÓTTIR, Álfheimum 9, lést 19. ágúst. Jónas R. Jónasson og dætur. t Systir okkar, SALBJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR frá Dröngum, lést á heimili sfnu, Hverfisgötu 6b, Hafnarfirði, 20. ágúst. Systkinin. + tEiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, TORFI BJARNASON læknir, lést í Landakotsspítala 17. ágúst. Sigríður Auðuns, Sigríður Torfadóttir, Auður Torfadóttir, Sigurður Gústavsson, Torfi Sigurðsson, Gústav Sigurðsson. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, PÁLS A. JÓNASSONAR múrara, Kleppsvegi 132, fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 22. ágúst kl. 15. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Lar.dssamtök hjarta- sjúklinga. Kristrún Magnúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. byggt íbúðarblokkum og gatnakerfí. En þarna var þó í 40 ár ráðið mörg- um gagnlegum ráðum fyrir landbún- aðarframleiðsluna í landinu og vel- ferð sveitafólksins. Eftir að Einar brá búi vann hann nærri 20 ár við ýmis störf í Bændahöllinni í Reykja- vík, þó aðallega í Framleiðsluráði og var hann þá orðinn hálf níræður, þegar hann hætti þar störfum. Enn eru þó ótalin stærstu og vandasö- mustu verk sem Einar vann á sinni starfsömu ævi, en það er félagsmála- forystan í landbúnaðinum sem hann hafði með höndum í nærri 60 ár. Nokkurra þessara félagsmálastarfa skal hér getið. Einar var formaður ungmennafé- lagsins „Drengs" í Kjós árin 1920- 1922. Búnaðarþingsfulltrúi Búnað- arsambands Kjalarnesþings 1942- 1978. Formaður Ræktunarsambands Kjalarnesþings 1948-1963. í stjórn Búnaðarsambands Kjalarnesþings 1963-1979. í stjórn Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík 1943-1977. í stjóm Stéttarsambands bænda 1945- 1969. í framkvæmdanefnd Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins 1947- 1969. í sexmannanefnd 1959-1977. í stjórn Bændahallarinnar 1964- 1981. í stjóm Búnaðarfélags íslands 1968-1979. Hér eru aðeins nefndir nokkrir félagsmálaflokkar, sem Einar var kjörinn til að vinna að, en mjög mörgum er sleppt vegna rúmleysis. Ég átti langt og gott samstarf við Einar við lausn margra þeirra félags- mála, sem hér er getið og kynntist því Einari vel og þeim starfsaðferð- um sem hann beitti. Eins og áður sagði ólst hann upp í Flekkudal í Kjós hjá viljasterkum foreldrum og með dugmiklum systkinum í grösug- um dal inn á milli sviphreinna fjalla og fólkið í sveitinni var samhent í lífsbaráttunni, og í ungmennafélag- inu Dreng var æðsta boðorðið að beita drengskaparvopninu einu vopna í framfarabaráttu fólksins, sem þá var að alast upp í sveitum landsins. Einar hlaut trúnað og traust þessa fólks, sem hann ólst upp með í Kjósinni, og hann varð fljótt foringi þeirra og bænda í Kjalarnes- þingi. Einar var ágætlega á sig kominn líkamlega, svipfastur, þrekvaxinn og herðabreiður og traustlegur og fram- koman fumlaus og örugg. Hann var fastur fyrir í mótgangi, hopaði helst ekki þó að við ofurefli væri að etja og sigurlíkur litlar, en kunni að bíða átekta ef betra færi gæfist og víg- staðan batnaði. Hann var hreinn og beinn í öllum málflutningi og hann var raunsæismaður, sem kunni að sjá aðalatriðin í hverju máli og hann var sanngjarn og hann var sáttfús og átti því áreiðanlega fáa andstæð- inga, þó að hann væri í framvarðar- sveit landbúnaðarins í yfir 30 ár og oft væri þar deilt hart. Kannski hef- ur þar átt drýgstan hlut að góðum málalokum að í öllum deilumálum var drengskaparvopninu einu beitt. Einn var sá þáttur í fari Einars sem gerði hve vel honum farnaðist við margháttaða samningagerð, en það var hve sanngjarn hann var og átti auðvelt með að setja sig í spor allra aðila að málum. Þetta ásamt óvenjulegri skarpskyggni og hæfi- leika til að greina aðalatriðin frá aukaatriðum gerði hve vel honum tókst oft að leiða erfið deilumál til farsælla lykta. Ég vil nefna hér eitt dæmi þessu til sönnunar. Þegar Bún- aðarfélag íslands kom upþ djúpfryst- istöð nautasæðis sem átti að þjóna öllu landinu varð mikil togstreita um staðsetningu stöðvarinnar. Þegar svo stöðinni var valinn staður á Hvann- eyri, skárust Sunnlendingar úr leik og ákváðu að verða ekki með í þessu samstarfi, en þeir voru með um 40% af kúastofninum. Hér var því um alvarlegn klofning að ræða öllum til tjóns og blandaðist saman héraðaríg- ur og áhugi á því að geta haft áfram- haldandi áhrif á ræktunarstefnuna. Ekki virtist málið leysanlegt þó að á oddinum í þessu deilumáli værum við Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri sem alla jafna áttum mjög gott og farsælt samstarf í flestum málum. En hér virtist sáttaieiðin torfarin og fór svo fram um 5 ára skeið að ekki örlaði á samkomulagi í þessu máli. Þá var það eitt- sinn er við hitt- umst við Halldór að hann sagði við mig hvort við ættum ekki að reyna að leysa þann ágreining, sem hefði verið um rekstur djúpfrystistöðvar- innar og skipa nefnd í málið. Ég féllst á það og varð það úr að við skipuðum sinn manninn hvor í nefnd, Búnaðarfélagið Einar í Lækjar- hvammi en Búnaðarsambandið Her- mann á Blesastöðurn. Fullt samkomulag náðist í þessu máli um mjög farsæla lausn, þar sem ákveðið var að stofnsetja nautaupp- eldisstöð Búanðarfélagsins í Laugar- dælum en Búnaðarsambandið legði niður sjálfstæðan rekstur sæðingar- stöðvarinnar og gengi inn í samstarf- ið á Hvanneyri. Síðan þetta samkom- ulag var gert eru liðin um 15 ár og algjör einhugur ríkt um þetta mál meðal bænda landsins. Þetta mál er gert hér að umtalsefni af því að það er svo dæmigert um störf Einars í félagsmálum, sátt er gerð í erfiðu deilumáli og jafnframt ný sókn hafin á nýjum vígstöðvum málinu til fram- dráttar. Þorsteinn Guðjóns son -Minning Mig langar að minnast afa míns, Þorsteins Guðjónssonar, sem lést þriðjudaginn 6. ágúst sl. eftir erfiða sjúkdómslegu. Hann fæddist í Hamragerði í Eiða- þinghá 23. maí 1903, sonur hjónanna Guðjóns Þorsteinssonar og Sigríðar Þorvaldsdóttur sem þar bjuggu, en fluttu síðar í Uppsali í sömu sveit. Afi var næstelstur 10 systkina og eru 5 þeirra enn á lífí, þau eru Ing- var, Stefanía og Laufey, öll búsett á Héraði, Soffía í Reykjavík og Anna í Kaupmannahöfn. Afi var búfræðingur frá Hvan- neyri og vann hin ýmsu bústörf þess tíma og 4. október 1928 kvæntist hann ömmu, Kristrúnu Jóhannes- dóttur frá Sigluvík á Svalbarðs- strönd, en hún lést fyrir rúmu ári. Afi og amma hófu búskap á Hér- aði en vorið 1933 fluttu þau til Seyð- isfjarðar og bjuggu þar til dauða- dags, lengst af á Oddagötu 4b. þau eignuðust 3 dætur, Guðrúnu Jóhönnu, gifta Eiríki Sigurðssyni á Seyðisfirði, Önnu, gifta Oskari Guð- jónssyni í Hafnarfírði, og Ástu Sig- uijónu, gifta Ara Bogasyni, Seyðis- firði. Afabörnin urðu 11 og langafa- börnin 16. Hér á Seyðisfirði vann afi hin ýmsu verkamannastörf en hafði jafn- framt lengi vel smá búskap heima- fyrir eins og hugur hans stóð til. Hann var ætíð ósérhlífinn og dugleg- ur við allt sem hann tók sér fyrir hendur og vann hann mikið að verka- lýðs- og bæjarmálum. Sem barn átti ég óial góðar stund- ir hjá ömmu og afa og minnisstæðar eru margar ferðir með olíulampa til að lýsa afa við að troða heyi í poka og gefa kindum og kúm í kvöldrök- krinu og sinna öðrum búskaparstörf- um. Á eftir las afí gjaman eða sagði sögur sem hann kunni margar. Einn- ig eru minnisstæðir heyskapardagar fjölskyldunnar á túnum kringum bæinn, þar sem ég reyndi að halda á móti afa, við að binda bagga og velta þeim síðan ofan brekkurnar þangað sem hægt var að sækja þá á bíl. Ógleymdir eru líka spennandi Við Einar áttum sæti samtímis á Búnaðarþingi í 17 ár og á þeim árum áttum við ágætt samstarf í mörgum mikilvægum málum. Ástæðan fyrir því hve mikilsvert það var að hafa Einar með sér í málum en ekki á móti var það, að hann var aldrei hálfur í neinu máli og er mér minnis- stætt hver hann stóð heill og traust- ur að byggingu og rekstri Bænda- hallarinnar. Þá hygg ég að mörgum sé minnisstætt hve kraftmikil foryst- an í landbúnaðarmálum var, þegar þeir frændurnir Halldór Pálsson bún- aðarmálastjóri og Einar í Lækjar- hvammi unnu nánast saman á árun- um sem Einar var í stjórn Búnaðarfé- lagsins en Halldór búnaðarmála- stjóri. I þeirra samskiptum var aldrei logn en heldur ekki rok og á þeirra ferð var blásandi byr, sem gott var að fá í seglin, því að öll kyrrstaða var þeim frændum ekki að skapi. Einar var duglegur bóndi, ágætur heyskaparmaður og verkmaður að hveiju sem hann gekk. En það háði honum verulega hve Lækjar- hvammstúnið var lítið, og þó að hann fengi viðbótar land innan bæjar- landsins þá undi hann því illa hve landþrengsli settu honum þröngar skorður. Hann saknaði einnig alltaf átthaganna og hann átti erfitt með að gleyma gamla draumnum að verða stórbóndi í Kjósinni. Úr þessu öllu rættist þegar Einar eignaðist jörðina Bæ í Kjós. Hann gat nú stækkað búið að vild, og nú tók hann upp það búskaparlag að flytja kýrnar upp að Bæ á vorin og hafa þær þar fram á haust, og síðan hafði hann þar gott fjárbú, sem hann hafði þar allt árið. Úgglaust hefur það búskap- arlag sem Einar varð að búa við á þessum tveimur jörðum skapað mikla vinnu og mikil ferðalög, en það var Einari leikur einn, því að þrek hans var mikið og honum fannst alltaf stutt upp í Kjós og einnig var ekki langt heim, þangað sem hugurinn bar hann ætíð hálfa leið. í Lækjarhvammi átti Einar hlýlegt og gott heimili. Berta var einstök húsmóðir, tápmikil, búkona góð og gestrisin. Oftast var mannmargt í Lækjarhvammi og gestagangur óvenjulega mikill, bæði vegna þess að hjónin voru bæði vinmörg og svo var Lækjarhvammur í þjóðbraut. Lækjarhvammur var því á þessum ánim eins og sum höfuðból þessa lands, að þar átti flöldi manns at- hvarf og enginn var þurfandi látinn frá sér fara. Þau Lækjarhvamms- hjónin áttu ekki því láni að fagna að eignast börn, en þau voru svo heppin að eignast bráðefnilega kjör- dóttur sem varð þeirra augasteinn og stoð föður síns í ellinni. Einar varð fyrir þeirri stóru sorg að missa konuna sína eftir 42 ára sambúð árið 1968. Hann tók þeim örlögum með ótrúlegu jafnaðargeði og tókst að líta á málið frá þeirri hlið, að honum væri nær að þakka forsjón- inni fyrir öll þessi góðu sambúðarár, en sýta ekki orðinn hlut. Einar var starfsmaður á skrifstofu framleiðsluráðs í allt að 20 ár eins og áður er sagt og gegndi þar ýmsum réttardagar þar sem mikið var um að vera. Síðustu æviárin dvaldi afí á sjúkra- húsi Seyðisfjarðar og vann þar ýmis- konar handavinnu af áhuga og natni svo lengi sem hann mögulega gat. Að lokum vil ég þakka honum alla hjálpsemi og umhyggju alla tíð. Bles- suð sé minning hans. Rúnar og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.