Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991 17 Leiðtogar Eystrasaltsríkjanna: Mennirnir sem verða að eiga við nýju valdhafana MIKIL óvissa er um framtíð Eystrasaltsríkjanna eftir valdarán neyð- arnefndarinnar í Sovétríkjunum á mánudag. Löndin hafa staðið í strangri sjálfstæðisbaráttu og öll vilja þau slíta sig frá Sovétríkjun- um. Þau hafa mætt miklum mótbyr og litlum skilningi valdhafa í Moskvu, ekki síst Míkhaíls Gorbatsjovs. Hætt er við að hinir nýju valdhafar sýni enn minni skilning á kröfum þeirra, og yfirlýsingar þeirra gefa til kynna að þeim sem vilja slíta sig úr ríkjasambandinu verði engin miskunn sýnd. Ljóst er að mikið mun mæða á leiðtogum Eystrasaltsríkjanna í samskiptum við hina nýju leiðtoga og þeir hafa það erfiða hlutskipti að reyna annars vegar að koma fram vilja þjóðarinnar og hins vegar að styggja ekki hina nýju valdhafa um of. Hér á eftir verður fjallað stuttlega um hvern þeirra. Vytautas Landsbergis, forseti Litháens Vytautas Landsbergis fæddist árið 1932 í Litháen. Hann var langt fram eftir aldri tónlistarkennari í Listaháskólanum í Vilníus, höfuð- borg Litháens. Hann byijaði ekki að taka virkan þátt í stjórnmálum fyrr en árið 1988 þegar hann var einn af stofn- endum Sajudis-hreyfingarinnar. Þessi hreyfing lagði megináherslu á að Litháen endurheimti sjálfstæði sitt sem tapaðist þegar landið var innlimað í Sovétríkin 3. ágúst 1940. Landsbergis var leiðtogi Sajudis, sem bauð fram til kosninganna í febrúar 1990, sen það voru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Sovétríkjunum frá stofnun þeirra 1917. Hreyfingin vann stórsigur og hlaut 72 af þeim 90 sætum sem ko- sið var um og var þar með komin með meirihluta á litháíska þinginu, þar sem þingmenn eru alls 141. Talsmenn Sajudis sögðu úrslit kosn- inganna sýna að Litháar vildu að landið yrði sjálfstætt ríki og boðuðu úrsögn þess úr sovéska ríkjasam- bandinu síðar á sama ári. Það gerðist síðan þann 11. mars að Litháen lýsti yfir sjálfstæði, en nokkru áður höfðu þingfulltrúar kosið Landsbergis forseta landsins. Viðbrögð stjórnvalda í Moskvu við sjálfstæðisyfirlýsingunni voru hörð, og Míkhaíl Gorbatsjov, þáverandi forseti, var óvæginn í garð Litháa í yfirlýsingum. Landsbergis sagði í apríl 1990 að málamiðlun kæmi til greina og Litháar myndu fresta sjálfstæðisyfirlýsingunni í tvö ár. Hann hefur þó hvergi hvikað frá þeirri sannfæringu sinni að Litháen eigi og skuli verða sjálfstætt ríki og hefur lagt áherslu á að smáþjóð- ir standi saman í sjálfstæðisbaráttu sinni. Hann hefur einnig farið lof- samlegum orðum um stuðning ís- lendinga við Litháen og lét að því liggja þegar hann var hér staddur í október í fyrra að Island yrði fyrst landa til að viðurkenna sjálfstæði Litháens. Juozas Urbys, sem var utanríkis- ráðherra Litháens á fjórða áratugn- um, sagði eitt sinn að Landsbergis væri „einlægur ættjarðai-vinur" og um það efast enginn sem fylgst hefur með sjálfstæðisbaráttu Lithá- ens undanfarin tvö ár, en Lands- bergis hefur boðið stjórnvöldum í Moskvu birginn hvað eftir annað. Anatolijs Gorbunovs, forseti Lettlands Anatolijs Gorbunovs er félagi í kommúnistaflokknum í Lettlandi og komst til valda innan flokksins. Hann var þó ekki harðlínumaður og hefur barist fyrir því að Lettland verði sjálfstætt. Hann hefur verið Vytautas Landsbergis varkárari í yfirlýsingum sínum en Landsbergis og áður en landið lýsti yfir sjálfstæði kvaðst hann hlynntur því að Lettland yrði sjálfstætt ríki en tók jafnframt fram að taka yrði tillit til hagsmuna Sovétstjórnarinn- ar. Þann 9. apríl 1990 lýsti Gor- bunovs því yfir að Lettland myndi, líkt og Eistland og Litháen, lýsa yfir sjálfstæði.-Þann 4. maí sama ár lýsti þingið síðan yfir sjálfstæði lýðveld- isins Lettlands. Fimm dögum síðar barst forsetaúr- skurður frá Moskvu sem dæmdi yfirlýsing- Anatolijs Gorbunovs una dauða og ómerka. Gorbunovs hefur, líkt og Lands- bergis, höfðað til Norðurlandanna, næstu nágranna Eystrasaltsland- anna, til að fá stuðning þeirra við sjálfstæðisbaráttu Eistlands, Lett- lands og Litháens. Á sérstökum fundi Norðurlandaráðs sem haldinn var í febrúar á þessu ári var forset- um Eystrasaltsríkjanna boðið sér- staklega. Þar sagði Gorbunovs að Lettar væru Islandi þakklátir fyrir „það hugrekki, em sýnt var með því að viðurkenna sjálfstæði Lithá- ens“. Arnold Ruutel, forseti Eistlands Líkt og þeir Landsbergis og Gor- bunovs er Arnold Ruutel sannfærð- ur um að málefni Eystrasaltsríkj- anna séu betur komin alfarið í þeirra eigin höndum en hjá yfirvöld- um í Moskvu. Hann var bæði for- seti landsins og þingsins í Eistlandi þegar það lýsti yfir fullveldi innan Sovétríkjanna í nóvember 1988. Þá samþykktu þingmenn lýðveldisins með 194 atkvæðum gegn 14 að leita eftir viðræðum við Moskvu um sjálfstæði landsins. Ruutel hefur farið varlegar í sak- irnar en starfsbræður hans í hinum Eystrasaltslönd- unum að mörgu leyti. Þann 30. mars 1990 lýsti Æðsta ráð lands- ins því yfir að „sex mánaða aðlögun- artímabili v sem leiði til fulls sjálf- stæðis" með það fyrir augum að bijótast frá Sov- étríkjunum væri hafið. Á fundi Norðurlandaráðs í febrú- ar 1991 sagði Ruutel að sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna myndi verða til þess að auka stöðugleika í Norður- Evrópu og að ríkin vildu taka þátt í að byggja nýja lýðræðisálfu. í september 1990 hitti Ruutel Þorstein Pálsson, þáverandi for- mann Sjálfstæðisflokksins, og ræddi m.a. um það við hann að Eistlendingar fengju hugsanlega áheyrnaraðild að Norðurlandaráði. Reuter Andstæðingar valdaránsklíkunnar héldu vörð við rússneska þinghúsið aðfaranótt þriðjudags. Hér sjást nokkrir þeirra standa við járnstyrkt veggbrot og hlýða á útvarpssendingu en nýju valdhafarnir tóku þegar öll völd yfir fjölmiðlum í sínar hendur. Útvarp jafnt sem sjónvarp lét alveg hjá líða að skýra frá mótmælum almennings og blöðin voru múlbundin. Tuxnwn á hreint ótrúlegu verði\ 99.500 kr. FERÐAMIÐSTÖÐIN VERÖLD býður nú, í samvinnu við SAS, Thaiiandsferðir á hreint ótrúiegu verði: Tvær vikur á fímm stjörnw hótefí á ADEtNS 99.500 krónur. Fiogið er með SAS um Kaupmannahöfn og haidið beint á hina giæsiiegu Pattaya strönd, sem á fáa sína iíka í heiminum. Dvaiið verður á Royai Ciiff, sem hefur verið útnefnt eitt aftíu bestu hóteium í heiminum. FERflAMIflSTDfllN AUSTURSRÆT117, SÍMI622200 Boðið er upp á ferðir á háifsmánaðar fresti fram til jóla á þessu frábæra verði. Látið ekki happ úr hendi steppa. Það býður enginn betur! Brottfarirnar eru 11. og 25. september, 9. og 23. október, 6. og 20. nóvember og 4. desember. Í////S4S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.