Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Nú er rétti tíminn fyrir hrútinn að hefjast handa við að prýða og hæta heima fyrir. Hann og maki hans reynast hvort öðru hjálpleg á margan hátt núna. ■Naut (20. apríl - 20. máí) tffft Það er rómantískur blær yfír ferðalagi sem nautið tekst á hendur. Það ætti að sinna skap- andi viðfangsefnum og Ijúka af mikilvægum símtölum. Per- sónutöfrar þess og myndugleiki opnu því allar dyr. Tviburar (21. maí - 20. júní) 5» Nú er tilvalið fyrir tvíburann að fara eitthvað sérstakt með maka sínum. Þau taka ákvörð- un sem varðar framtíð barna þeirra. Krabbi •m. júní - 22. júlí) >»i£ Krabbinn er upptekinn við eitt- hvert verkefni heima fyrir. Hann kaupir nýjan hlut til heimilisins. Hæfileiki hans til að sannfæra aðra stendur með blóma núha. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ljónið fær fjárhagslegan stuðning úr óvæntri átt. And- leg hugðarefni, skapandi verk- efni og frístundastörf færa því Igk-ði. Meyja (23. ágúst - 22. september) Meyjan nýtur sín vel í hóp- starfi. Hun hefur fjármálanefið í lagi núna. Innkaup í þágu heimilisins eru efst á dagskrá hjá henni um þessar mundir. Vog (23. sept. - 22. október) Sambönd vogarinnar úti í þjóð- félaginu koma henni að gagni núna. Hún á auðvelt með að tjá hug sinn og er með afbrigð- um vinsæl. Sporödreki -\Í3. okt. -21. nóvember) 9íj£ Sporðdrekinn þarf á næði að halda til að sinna ákveðnum verkefnum. Hann ætti ekki að segja öðrum frá því hvað hann hefur í hyggju að hafast að í fjármálum sínum. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) Bogmaðurinn segir rétta hluti á réttum tíma í dag. Hann nýtur sín einkar vel í hvers konar samkvæmum. Hann ætti að þiggja heimboð sem honum berst. Steingeit (22. des. - 19. janúatj Steingeitin á auðvelt með að tjá rómantískar tilfinningar í dag. Hún er með hægðinni að undirbúa stórátak á einhvetju sviði í vinnunni. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Vatnsberinn veit nákvæmlega hvemig hann á að koma.fram við fólk í dag. Það kann vel að meta vingjamleika hans og tillitssemi. Hann lýkur við að gera ferðaáætlun. Tiskar (19. febrúar - 20. mars) Fiskurinn lifir rómantískan kafia í ævi sinni núna og ann kliðmjúkri tónlist og kertaljósi. Hjón vera ráðstafanir varðandi sameiginlega fjármuni. Stjörnuspána á aó lesa sem -'dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra stadreynda. DYRAGLENS GRETTIR T/Ml/IAill ICIVIMI 1 UIVIIVI1 Uu JtlMIMI SMÁFÓLK Bíddu andartak!! Ekki byrja strax! I ALWAV5 TMOU6I4T TME TABLECLOTH LUENT UNPER TME PINNER., © 1989 United Feature Syndicate, Inc. Mér þykir það leitt, herra .. . ég Ég hélt alltaf að borðdúkurinn ætti gleymdi að færa þér borðdúk ... að vera undir niatnum ... BRIDS Sex hjörtu byggjast á því að gera aðeins einn slag á tígul. Hvernig þarf tígullinn að liggja til að það gangi eftir? Suður gefur: allir á hættu. Norður ♦ 865 V G1073 ♦ ÁD83 ♦ D5 Suður ♦ Á ♦ ÁKD965 ♦ 762 ♦ ÁK4 Vestur Norður Austur Suður - - - 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: spaðadrottning. Slemman vinnst auðvitað allt- af er vestur á tígulkónginn. En það er óþarfi að treysta ein- göngu á svíninguna. Spilið gæti einnig unnist er austur á tígul- kónginn, blankan, annan eða KG109. Besta spilamennskan er að taka spaðaás, tvisvar tromp (þau liggja 2-1), stinga spaða. Spila svo laufi þrisvar og henda spaða. Þá er sviðið sett fyrir hugsanlegt innkast. Tígli er spilað að blind- um og áttan látin duga ef vestur stingur ekki á milli. Þá er austur varnarlaus. En vestur sér innkastið vofa yfir og lætur væntanlega milli- spilið er hann á það. Þá drepur sagnhafi með ÁS, fer hann á tromp og spilar tígli á drottn- ingu. Spilið stendur þá er austur hefur bytjað með tígfulkónginn annan. Vestur ♦ DG107 V82 ♦ G954 ♦ 1097 ♦ 865 VG1073 ♦ ÁD83 ♦ D5 Suður ♦ Á VÁKD965 ♦ 762 ♦ ÁK4 — Austur ♦ K9432 ♦ 4 ♦ K10 ♦ G8632 SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Kecskemet í Ungverjalandi í júlí kom þessi staða upp í viðureign alþjóðlega meistarans Loek van Wely (2.475), sem hafði hvítt og átti leik, og Héðins Steingrímssonar (2.505), Islandsmeistara. (Með tvöfaidri hótun á c6 og g7), 20. - Bf6, 21. Bxf6 - Dxf6, 22. Dxc6 - Dal+, 23. Bfl - g5, 24. Da8+ — Kg7, 25. Dxa7 og með tvo menn fyrir hrók knúði hvítur fljótlega fram vinning. Þrátt fyrir þetta náði Héðinn, sem aðeins er 16 ára gamall, öðrum áfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli á mótinu. Úrslit urðu þessi: 1.-4. Van Wely, Lukacs, Ungverjalandi, Schroll, Áusturríki og Mikhaiitsjisin, Sovétríkjunum 6 v. af 9 mögulegum, 5.-6. Héðinn og Malanjuk, Sovétríkjunum 5VÍ2 v., 7. Sestjakov, Sovétríkjunum 4 v., 8. Lendwai, Austurríki 3 v., 9.-10. Krisany, Ungvetjalandi og Reich, Þýzkalandi Vh v. Héðinn lét tvö töp í upphafi mótsins engin áhrif hafa á sig. Hann vann m.a. stórmeistarana Malanjuk og Lukacs og beitti skozka leiknum með hvítu í báðum þeim skákum. Á Skákþingi ís- lands, sem hefst í Garðabæ á morgun, á Héðinn möguleika á að ná síðasta áfanga sínum að alþjóðlega meistaratitlinum, auk þess sem stórmeistaraáfangi er í boði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.