Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991
Þú þarft ekki að gá betur.
’ann er hér.
Nei, hann kemst ekki í dag
vegan veikinda. — I>ú get-
ur klárað þig án hans,
væna.
HÖQNI HREKKVÍSI
,, HvAÐ Kö/M FyRiR (SÍT/IRIMN þlWN ?// "
Stórgölluð kort?
í Morgunblaðinu 14. ágúst sl. var
slegið upp í Velvakanda grein með
fyrirsögninni „Stórgölluð kort“. Var
þar rætt um hin nýju kort Land-
mælinga íslands í mælikvarða
1:50 000. Þessi kort, sem gefin eru
út í samvinnu Landmælinga íslands
og DMAHTC í Bandaríkjunum,
hafa hlotið mikið lof kortaáhuga-
manna, sem og ferðamanna, enda
hafði lengi verið beðið eftir nýjum
kortum af landinu í þessum mæli-
kvarða. Kortin eru að öllu leyti
unnin eftir loftmyndum og er hæða-
línugrunnur þeirra sá nákvæmasti
og réttasti sem ennþá hefur birst á
kortum af íslandi. Höfundur fyrr-
nefndrar greinar, Alon Samuel, er
hins vegar ekki alls kostar ánægður
með þessi kort, þar sem ekki eru á
þeim hamramerkingar svipaðar
þeim sem sjá má á kortum í mæli-
kvarða 1:100 000.
Ástæðan fyrir því að hamra-
merklngar þessar eru ekki hafðar
með, er m.a. kostnaðarlegs eðlis,
þar sem mikil vinna fylgir slíkum
merkingum t.d. varðandi skygging-
ar og almenna teiknivinnu, auk
þess sem upplýsingaöflun er tíma-
frek. Fyrst og fremst er ástæðan
þó sú að kort þessi eru unnin eftir
staðli sem ekki gerir ráð fyrir merk-
ingum sem þessum. Við lestur kort-
anna þarf að gera sér grein fyrir
því að þéttleiki hæðarlína sýnir
halla landslagsins. Þar sem hæðarl-
ínur eru þéttar er brattlendi mikið
og þar sem þær eru gisnar er bratt-
lendi lítið.
Að lokum vil ég aðeins minnast
á fyrirsögn greinarinnar „Stórgöll-
uð kort“, sem í þessu tilfelli er rang-
mæli, til þess eins fallið að rugla
heiðvirt fólk í ríminu. I fyrsta lagi
eru framangreind kort ekki gölluð.
Það að einstaka þætti vanti á kort,
eins og hamramerkingar, er ekki
galli heldur framkvæmd samkvæmt
kortastaðli fyrir þessa ákveðnu teg-
und korta.
Staðfræðikort Landmælinga ís-
lands í mælikvarða 1:50.000 eru
sennilega nákvæmustu kort sem
stofnunin hefur upp á að bjóða í
dag. Hins vegar gerum við okkur
vel grein fyrir því að langt er í land
að Island teljist með þeim þjóðum
sem best eru kortlögð. Til þess að
svo megi verða, þarf að leggja fram
mun meira fjármagn til kortagerð-
arinnar. Með samþykkt Alþingis sl.
vor á þingsályktunartillögu um gerð
nýrra staðfræðikorta í mælikvarð-
anum 1:25 000 sýndi Alþingi vilja
sinn í þessu máli, þó enn sé óaf-
greitt hvernig verkið verði íjár-
magnað.
Þessi samþykkt er sú fyrsta af
hálfu Alþingis íslendinga um gerð
nákvæmra korta af landinu og er
það von okkar að sem fyrst verði
hægt að hefja verkið, en það mun
valda straumhvörfum í kotiamálum
okkar og auka þekkingu þjóðarinn-
ar á eigin landi.
Orn Sigurðsson, deildarstjóri,
Landmælingum íslands.
Þessir hringdu ...
um. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 17030.
Myndavél
Svört Olympus myndavél tap-
aðist hjá Hrísatjörn hjá Dalvík
fyrir hálfum mánuðuði. Mynda-
vélin er merkt með nafni og síma.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 91-50755.
Köttur
Veski
Brún axlartaska með ávísana-
hefti, dósaopnara og átekinni
filmu tapaðist á veitingastofunni
Hlíðarenda á Hvolsvelli, hefur
hugsanlega verið tekið í misgrip-
Þrílit læða gul og svört á baki
en hvít á kvið hvarf frá Framnes-
vegi 36 fyrir viku. Hún er eyrna-
merkt og var með hálsól þegar
hún hvarf. Allar upplýsingar um
afdrif hennar eru vel þegnar í
síma 13959.
Halldór Guðmundsson
Leita ættingja
Vesturíslensk systkin, sem búa í
Bandaríkjunum, vilja komast í sam-
band við ættingja sína hér á landi.
Nöfn systkinanna eru Michael og
Mary Sheehan. Afi þeirra hét Hall-
dór Guðmundsson, fæddur 13. júní
1877. Foreldrar hans hétu Guð-
mundur Guðmundsson og Guðbjörg
Jónsdóttir á Mánaskál í Höskulds-
staðasókn, Húnavatnssýslu. Af-
komendur þeirra, sem vilja sinna
þessu, eru vinsamlegast beðnir að
hringja í síma 699622.
Týnd læða
Viktoría, sem er liðlega 4ra mán-
aða, týndist þriðjudaginn 13. ágúst.
Hún býr í Safamýri en er ómerkt.
Þeir sem haga orðið hennar varir
eru vinsamlegast beðnir að hringja
í síma 30807.
Yíkveiji skrifar
Igrein í vikuritinu The Economist
var nýlega bent á, að ijarstýring
á sjónvarpstækjum hefði valdið
auglýsendum ómældum áhyggjum.
Sérfræðingar telja, að þriðjungur
allra auglýsinga í sjónvarpi séu
einskis virði af því að áhorefndur
grípi til fjarstýringarinnar og flýti
sér á aðra stöð, þegar auglýsingarn-
ar byija. Skorar Víkveiji á lesendur
sína að líta í eigin barm og velta
því fyrir sér, hvort þeir séu ekki í
þessum hópi. Hér þurfa menn að
ná Stöð 2 eða gerviímattarstöðvum
auk ríkissjórnvarpsins til að geta
hoppað á milli stöðva á meðan aug-
lýsingarnar renna yfir skjáinn, er-
lendis hafa áhrofendur yfirleitt
miklu fleiri kosti.
í blaðinu er sagt frá því, að nú
hafi Ted Turner, stofnandi og eig-
andi CNN-sjónvarpsstöðvarinnar,
fundið krók á móti bragði í stríðinu
við hina fingrafimu fjarstýrendur
og hafi í hyggju að ná til þeirra,
þar sem þeir geta lítið gert annað
en horft á skjáinn.
XXX
A
Iþessum mánuði tekur kapalsjón-
varpsstöð Turners, Turner
Broadcasting System (TBS), til við
að koma upp sjónvarpstækjum á
stöðum, þar sem fólk þarf að bíða.
Flugvellir, lestarstöðvar, umferð-
armiðstöðvar, bankar, stórverslanir
og skyndibitastaðir eru kjörlendi
fyrir þetta nýja sjónvarpskerfi
Turners, sem á að flytja fréttir,
skemmtiþætti og mikið af auglýs-
ingum. Eigendur staðanna þurfa
ekki að greiða neitt fyrir sjónvarps-
kerfið. TBS setur upp gervihnattar-
diskana og sjónvarpstækin og ber
kostnað af viðhaldi þeirra.
Fyrstu tækin verða sett upp í
stórverslunum. TBS ætlar að koma
fyrir litasjónvarpi við hvern pening-
akassa í'um 5.000 verslunum. Þeir
sem bíða við kassann komast ekki
hjá því að verða mataðir á því, sem
á ensku er kallað „infotainment",
sem er nýyrði yfir blöndu af frétta-
og skemmtiefni. Auglýsingum verð-
ur skotið inn á milli dagskrárliða,
þær eiga að vera í tvær mínútur
miðað við hvern fimm mínútna efn-
isþátt. Turner telur að það kosti
um 60 milljónir doliara, rúmlega
3,6 milljarða króna, að setja þetta
kerfi upp og það muni ná til alls
75 milljón áhorfenda á viku.
Ibókinni 1984 lýsir George Orw-
ell því, hvernig komið hefur
verið upp alsjáandi auga Stóra-
bróður í framtíðarríkinu og borgar-
arnir eru hvergi óhultir fyrir hvers
konar ítroðslu og innrætingu. Frá-
sögnin af þessu nýjasta framtaki
Turners vekur'upp minningar um
bókina; nota á hvern krók og kima
til að halda einhverju að fólki í von
um að geta haft eitthvað upp úr
krafsinu.
Sagt er að auglýsendur sjái helst
þann kost við þetta nýja sjónvarps-
kerfi, að með því geti þeir örugg-
iega náð til ákveðins hóps viðskipta-
vina. Auglýsingar í flugstöðvarkerfi
verði með öðru sniði en auglýsingar
í stórverslanakerfi og svo framveg-
is.
Fáir höfðu trú á að unnt væri
að reka alheimsfréttasjónvarp, þeg-
ar Turner réðst í það stórvirki. Nú
hafa fleiri fetað í fótspor hans þar
og gangi honum vel í stórverslunum
og á flugvöllum sprettur einnig upp
samkeppni á þessu sviði. Fjarskipt-
atækninni á upplýsingaöld sýnast
engin takmörk sett.