Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991 VA L DA RANIÐ I KREML Vongóð um að neyðar- nefndin beiti ekki valdi — segir sovéska skáldið Irína Ratúsjinskaja ÍRÍNA Ratúsjinskaja, eitt virtasta skáld okkar daga á rússneska tungu, var slegin óhug þegar hún frétti af því að Míkhaíl Gorbatsj- ov, forseta Sovétríkjanna, hefði verið steypt. Hún kvaðst hins vegar í viðtali við Morgunblaðið í gær vera vongóð um að neyðarnefndin myndi ekki beita valdi til að þagga niður í Borís Jeltsín, forseta Rússlands, og öðrum andstæðingum hennar. „Þetta eru hryllilegir at- burðir og sennilega ástæða til að örvænta en þeir sem ég hef rætt við í Moskvu í dag virtust satt að segja bjartsýn- ir og kátir. Ég talaði við vin minn, sem er þingmaður, í Moskvu áðan og eftir orðum hans að dæma var ástandið við þjóðþing- ið þannig að meiri von er til að ætla að friður haldist en fréttamenn breska sjónvarpsins segja," sagði Ratúsjinskaja þegar tal náðist af henni í íbúð hennar í London síðdeg- is í gær. Þetta var skömmu eftir að neyðarnefndin sendi herafla að þinghúsi rússneska þjóðþingsins. „Ég er vongóð um að ekki komi tii átaka,“ sagði hún. Ratúsjinskaja kvaðst fá stöðugar fréttir frá Moskvu og hljóðið í vinum sínum þar væri gott. Hún kvaðst hafa heimildir fyrir því að Jeltsín bættist stöðugt liðsauki. Sveit Spetznatz-manna hefði komið til vamar lýðræðissinnum í þinghúsinu og einnar stjömu herforingi, Levit að nafni, hefði komið til leiks með sveit manna. „Ég veit að þessu er ekki lokið, en ég geri mér vonir um að ekki komi til blóðsúthellinga," sagði Ratúsjinskaja. „Jeltsín og stuðn- ingsmenn hans munu ekki gefast upp.“ Ratúsjinskaja kvaðst telja að Moskvubúar væru reiðubúnir til að bjóða herstjórninni byrginn og tækju hana hæfilega alvarlega. „Til marks um það heyrði ég að lýðræðissinnar hefðu gert áttmenn- ingana í neyðarnefndinni útlæga. Þeir prentuðu veggspjöld með myndum af þeim þar sem fólk er beðið að handtaka þessa útlaga sjá- ist þeir á götu.“ Ratúsjinskaja var fyrst handtek- in fyrir andóf í Sovétríkjunum árið 1981. Hún var handtekin aftur ári síðar og dæmd til sjö ára vinnu- þrælkunar fyrir að grafa undan stjórnvöldum árið 1983. Þegar hún hafði verið í fangabúðum í þrjú ár var hún látin laus og send úr landi. Meðan á ofsóknunum gegn henni stóð komu ljóð hennar fyrir augu Sovétmanna í flugritum andófs- manna, en á Vesturlöndum voru þau iofuð af gagnrýnendum og gefin út í enskri þýðingu bæði á Bretlandi og í Bandaríkjunum sem og í vestrænum tímaritum á rússn- esku. Sovéska skáldið Irína Ratúsjinskaja. Sovétfáninn lagfærður Andstæðingur áttmenningaklíkunnar sem rænt hefur völdum í Sovétríkjunum heldur á sovéskum fána. Búið er að klippa tákn kommúnismans, hamarinn og sigðina, úr fánanum. í baksýn eru þúsundir manna sem tóku þátt í útifundi er haldinn var við rússneska þinghúsið í gær til að mótmæla valdaráninu. Atta dagblöð voru gefin út segir Peter Vassílíev hjá Interfax PETER Vassílíev, hjá óháðu fréttastofunni Interfax í Moskvu, sagði í samtaii við Morgunblaðið að mikil spenna væri í borginni, óvissa væri rikjandi og framvind- an gæti orðið á hvern veg sem væri. Hann sagði að átta dagblöð hliðholl nýju valdhöfunum hefðu verið gefin út í gær en til marks um ritskoðunina sagði hann að ehkert ‘hefði enn verið greint opinberlega frá blaðamanna- fundi sem Edúard Shevardnadze, fyrrverandi utanríkisráðherra, hélt í fyrradag. Aðspurður um hvernig væri að starfa við slíkar kringumstæðar að fréttaöflun sagði Vassílíev: „Ég á von á því að það verði enn þrengt að okkur, en ég vil ekki fara nánar út í það.“ Hann sagði að ein frjáls útvarpsstöð væri starfandi í borg- inni, Moskva Eco, og tvær óháðar fréttastofur, Interfax og Rússneska upplýsingaþjónustan, sem komið var á laggirnar af stuðningsmönn- um Borís Jeltsíns, forseta Rúss- lands. Vassílíev kvaðst ekki hafa heyrt um að sovéskir borgarar hefðu flúið land, enn sem komið væri, og ekki vissi hann til þess að reynt hefði verið að stöðva ferðir þeirra sem færu í ferðalög til út- landa. Yfirlýsingar nýju valdhafanna: Neyðamefndin segist hlynnt umbótum og markaðsbúskap Moskvu. Reuter. Á FRÉTTAMANNAFUNDI í Moskvu á mánudag sagði Gennadíj Janajev, sjálfskipaður forseti Sovétríkjanna, að neyðarnefndin sem steypti Míkhaíl Gorbatsjov af forsetastóli myndi vinna áfram að því að koma á umbótum í átt til lýðræðis og markaðsbúskapar. Janajev sagði einnig að ekki hefði verið látið af áformum um að undirrita nýjan sambandssáttmála, en fólki gæfist kostur á að 'ræða málið frekar. Hér fer á eftir, nokkuð stytt, útvarpsávarp neyðarnefndarinn- ar til sovésku þjóðarinnar, en hluti þess birtist í Morgunblaðinu í gær, þnðjudag. Ágætu samlandar! íbúar Sov- étríkjanna! Við ávörpum ykkur nú á þessari örlagastund þar sem fram- tíð landsins og íbúa þess eru að veði. Mikil hætta vofir yfir hinni miklu ættjörð okkar! Umbótastefna Míkhaíls Gorb- atsjovs, sem hugsuð var sem leið til að tryggja framþróun landsins og koma á lýðræðislegu þjóðfélagi, hefur, ýmissa orsaka vegna, beðið skipbrot. Þær væntingar og vonir sem bundnar voru við hana í upp- hafi hafa látið undan síga fyrir vantrú, sljóleika og örvæntingu. Ibúarnir hafa misst trúna á öll yfir- völd. Hið opinbera hefur ekki sýnt umhyggju fyrir framtíð landsins og fólksins vegna stjómmálavafsturs. Kaldhæðni hefur grafið um sig í ríkisstofnunum. Ekki er í raun hægt að stjóma landinu lengur. Troðið á „græðlingum lýðræðis" Öfgafull öfl, sem færa sér í nyt frálsræðið sem komist hefur á, og troða á græðlingum lýðræðis sem rétt hafa skotið upp kollinum, hafa fylgt stefnu sem hefur það að mark- miði að tvístra Sovétríkjunum, að stuðla að falli ríkisins, og þau hafa beitt öllum meðulum til að taka öll völd í sínar hendur. Þau hafa lítilsvirt þjóðarat- kvæðagreiðslu um einingu ættjarð- arinnar. Þau hafa höfðað á kald- hæðinn hátt til tilfinninga þjóðar- innar og notað sér þær til fram- dráttar, aðeins til að hylma yfir því að verið var að svala eigin metorða- gimi. Hvorki núverandi erfiðleikar þjóðarinnar né framtíð hennar skipta þessa pólitísku tækifæris- sinna nokkm máli. Þeir hafa innleitt andrúmsloft sálrænnar og pólitískrar hræðslu og ætla sér að beita trúgirni fólks til að leyna tilgangi sínum. Þeir gleyma því að til þeirra banda, sem þeir hafa skorið á og vanvirt, var stofnað til af miklu víðara trausti almennings en þeir njóta og böndin hafa þar að auki staðið af sér próf- raunir sögunnar. Nú er hins vegar að því komið að þeir sem hafa unnið að því að kollvarpa stjórnarskránni verða að svara til saka frammi fyrir feðrum og mæðmm hinna mörg hundruð fórnarlamba þjóðernisátaka sem átt hafa sér stað innan Sovétríkjanna. Þeir hafa á samvisku sinni að hafa eyðilagt líf hálfrar milljónar flótta- manna. Þeim má þakka það að tug- milljónir Sovétborgara, sem fyrir skömmu voru hluti af samhentri fjölskyldu, eru í dag útlagar í eigin landi, hafa glatað ró sinni og glað- værð. Orðaflaumur og hafsjór yfirlýs- inga og loforða hafa einungis undir- strikað fátækt og máttleysi aðgerða þeirra. Ásælni í aukin völd, sem er öllu öðm hættulegri, er að slíta land okkar og samfélag í sundur. Hver einasti Sovétborgari finnur fyrir vaxandi óvissu um morgun- daginn og kvíða fyrir framtíð barna sinna. Valdakreppan hefur haft hörmuleg áhrif á efnahagslífið. Upplausn og stjórnlaust skrið í átt að markaðsbúskap hafa valdið því að eiginhagsmunahyggja hefur sprengt af sér öll bönd - héraðs- bundin, stofnanabundin, innan hópa og á meðal einstaklinga. Það er kominn tími til að segja þjóðinni sannleikann: Ef ekki verður gripið til gagngerra og afdráttar- lausra aðgerða til að koma á jafn- vægi í efnahaginum svo fljótt sem auðið er blasir hungursneyð og enn frekari fátækt við og þá er skammt í að almenningur láti óánægju sína í ljós með skelfilegum afleiðingum. Einungis óábyrgt fólk getur sett traust sitt á erlenda aðstoð í ein- hverri mynd. Ölmusur munu ekki leysa vanda okkar. Það er undir okkur sjálfum komið að bjarga málum. Kominn er tími til að hver einstaklingur og samtök verði metin og virt samkvæmt raunverulegu framlagi sínu til þess að stuðla að afturbata og þróun efnahags þjóð- arinnar. Særingaþulur um tillit til einstaklingsins Um langt skeið hafa særingar- þulur um tillit til einstaklingsins og umhyggju fyrir réttindum hans og félagslegu öryggi kveðið við úr öll- um áttum. í raun réttri hefur fólki fundist það vera lítilsvirt og gengið á hin sönnu réttindi þeirra og mögu- leika, og það örvæntir vegna þessa. Atorkusemi og áhrifamáttur allra lýðræðislegra stofnana, sem mega þakka tilurð sína vilja fólksins, eru að ijara út frammi fyrir augum okkar. Þetta má rekja til vísvitandi aðgerða þeirra sem á svívirðilegan hátt hafa hafa troðið á grundvallar- lögum Sovétríkjanna og eru í raun að að greiða stjómarskránni náðar- högg með því að vinna að því að koma á óbeisluðu einræði. Héraðstjóraembætti og borgar- stjóraembætti ásamt öðrum lög- leysum eru í síauknum mæli og að því er virðist eftir geðþótta að koma í stað þess fyrirkomulags í Sov- étríkjunum sem þjóðin hefur kosið. Atlaga að réttindum verkafólks er hafin. Réttinum til vinnu, til mennt- unar, til heilsu, til að hafa þak yfir höfuðið o.s.frv. hefur verið stefnt í hættu. Jafnvel persónulegu öryggi fólks hefur verið ógnað í æ ríkara mæli. Glæpir fara sívaxandi, þeir eru að verða skipulagðir og þá má rekja til pólitískra hagsmuna. Landið stefnir hraðbyri í átt að hyldýpi ofbeldis og stjórnleysis. Aldrei í sögu þess hefur borið eins mikið á áróðri í kynferðis- og ofbeldismál- um sem lífi og heilsu komandi kyn- slóða stendur ógn af. Milljónir manna krefjast þess að gripið verði til aðgerða gegn hinum marghöfða þurs glæpa og hneyksl- anlegs siðgæðis. Vaxandi upplausn stjómmála- og efnahagskerfisins í Sovétríkjunum er að grafa undan stöðu okkar gagnvart umheiminum. Sums staðar hafa raddir land- heimtumanna heyrst og kröfur um endurskoðun landamæra okkar hafa verið lagðar fram. Jafnvel hafa heyrst raddir sem kreijast þess að Sovétríkin verði leyst upp og að hugsanlega verði komið upp alþjóðlegri vörslu á hagsmunum einstaklinga og landsvæðum. Niðurlæging Sovétborgarans Þannig er bitur raunveruleikinn. Fyrir skömmu fannst Sovétborgar- anum, sem staddur var erlendis, hann vera virtur borgari í áhrifa- miklu og mikilsmetnu ríki. í dag er hann annars flokks útlendingur sem sætir viðmóti sem ber annað hvort óbeit eða aumkun vitni. Stolt og heiður Sovétborgarans verða að endurheimtast að fullu. Neyðarnefndin gerir sér fulla grein fyrir umfangi kreppuástands- ins í landinu. Hún tekur ábyrgð á örlögum fóstuijarðarinnar á sínar herðar og hún er staðráðin í að grípa til hvaða aðgerða sem þörf er á til að leiða ríkið og þjóðfélagið úr kreppuástandinu svo fljótt sem auðið er. Við lofum að efna til víðfeðmrar umræðu sem ná mun til landsins alls um uppkastið að nýja sam- bandssáttmálanum. Hverjum og einum mun gefast kostur á að gagn- rýna þetta gífurlega mikilvæga skjal í rólegu andrúmslofti og ákveða hvort hann sé fylgjandi því, þar sem örlög ótal þjóðarbrota í okkar gríðarstóra fósturlandi velta á því hvað verður um sambandsrík- ið. Við ætlum okkur að koma aftur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.