Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 33
MORGUNbLaðÍÐ MIðVÍKUDAÓÚR 21. ÁGÚáT 1991 ' 33T KVIKMYNDIR Madonna móðgaði Costner og saup seyðið af því [" eikarinn Kevin Costner veltir an Madonna eigi eitthvað sökótt. ■" því fyrir sér þessa daganna við sig og hvort hann hafi yfirleitt hvort og þá hvers vegna söngkon- gert henni eitthvað einhvern Kevin Costner í hlutverki Hróa Hattar. Sá hlær best sem síðast hlær:... COSPER Yfirlýsing! Að gefnu tilefni vill fyrirtækió P.S. Pétursson s/f tilkynna, að það hefur einkaumboð á Turtles leik- föngum frá bresk-ameríska fyrirtækinu Bandai- Playmates, sem eru framleiðendur leikfangana. Þar sem borið hefur á ólöglegum innflutningi og dreifingu á þessum leikföngum, hafa verió gerðar ráðstafanir til þess að stöðva hann, þar sem hann veróur aó teljast ólöglegur. Þess má geta, að við erum nú aó taka upp nýja sendingu af þessum leikföngum. Virðingarfyllst, P.S. Pétursson s/f. tíman. í kvikmynd Madonnu, „Truth and Dare“ sem frumsýnd var í Cannes fyrr á árinu er ein senan þannig, að Madonna er að strjúka af sér svitann fyrir aftan sviðið eftir hljómleika, er Costner og eiginkona hans Cindy koma aðvífandi og þakka henni fyrir sýninguna. Er Costner og frú snúa baki við Madonnu og ganga á brott, glennir Madonna sig framan í kvikmyndavélina, treður tveimur fingrum ofan í kok og framleiðir æluhljóð. Sérfræðingar hafa dregið þá ályktun af framkomu Madonnu, að náungar eins og Costner fari í taugarnar á henni. Costner var spurður um þetta og sagði hann að sér þætti þetta leiðinlegt. „Ann- ars botnuðum við Cindy ekkert í þessu. Við þekkjum konuna ekk- ert, en samt sendi hún okkur boð- smiða á hljómleikana. Hún bauð okkur! Það var í kurteisiskyni að við fórum. Við skemmtum okkur ekkert sérstaklega vel,“ sagði Costner. Um líkt leyti var Costner að at- huga gaumgæfilega hvaða leik- kona hentaði best í kvenaðalhlut- verk næstu myndar sinnar, „The Bodyguard". Tökur á henni hefj- ast í nóvember. Kvikmyndaritið „Variety“ greindi frá því að Ma- donna hefði sóst rnjög eftir hlut- verkinu, en á endanum hafi Costn- er lagt á sig mikla vinnu til þess að sannfæra söngkonuna Whitney Houston um að tímabært væri að hún reyndi fyrir sér í kvikmyndum. Whitney fékk því hlutverkið og sumir segja að Madonna hafi þar fengið að súpa seyðið af dóna- skapnum sem hún sýndi Costner... OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 ★ Pitney Bowes Frimerkjavélar Þú svalar lestrarþörf dagsinsy ásíöum Moggans! Gullkorthafar og félagar í Euroklúbbnum! Laugardaginn 24. ágúst bjóðum við ykkur til skemmtunar í Hvammsvík Nk. laugardag efnir Eurocard til mikillar veislu í Hvammsvík í Hvalfirði fyrir gullkorthafa og félaga í Euroklúbbniun. Ýmislegt verður þar til skemmtunar fyrir alla fyölskylduna - farið í veiði, golf eða golfkennslu, á hestbak, í gönguferðir og grillveislu svo nokkuð sé nefnt. f Veiði Veiðisvæðið í Hvammsvík er sérstaklega skemmtilegt og hægt er að beita ýmsu tilfallandi, s.s. maísbaunum, rækjurn, möðkum o.fl. Wiðilíkur þar verða að teljast með því mesta sem þekkist. Flestir ættu því að koma heim með væna silunga eða laxa í ■ soðið. Sá sem fær stærsta fiskinn fær verðlaun., V eiðisvæðið er opið frá kl 10 -18. Auk þess er einn sérmerktur fiskur í vatninu. Sá sem veiðir hann hlýtur feröavinning fráFERÐAMIÐSTÖÐINNI VERÖLD. Gönguferð með leiðsögn Göngugörpum býðst skemmtileg ferð um Hvítanes og næsta nágrenni frá kl. 13. Lýður Björnsson sagnfræðingur fylgir gönguhópnum en hann er kunnur iýrir áhugaverða leiðsögn. Grillveisla og Pepsíáskorun Goði hf. og Pepsí standa fyrir grillveislu. Veislan stendur yfir frá kl. 13 -15. Golfleikur - golfkennsla í Hvammsvík er góð aðstaða til golfiðkunar en þeir sem skemmra eru á veg komnir geta brugðið sér í golfkennslu milli kl. 10 -13. Golfvöllurinn verður opinn milli kl. 10 -18. Hestar Hestaferð í Hvammsvík ætti að gleðja börnin. Hestaferðirnar eru í boði frá kl. 10 -12 og 13 -18. T Upplýsingabás Eurocard verður með upplýsingabás þar sem korthafar geta leitað margskonar upplýsinga og kynnt sér þá þjónustu sem kortinu fylgir. Allt þetta bjóðum við gullkorthöfum og félögum í Euroklúbbnum en athugið þó að greiða þarf 300 ku fyrir hvern veiddan fisk. Hér gefst allri fjölskyldunni kjörið tækifæri til að eiga ánægjulegan dag þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.